Mánudagsblaðið - 13.07.1953, Blaðsíða 6
IS
MÁNTJÐAGSBLAÐIÐ
Mánudagurinn 13. júlí 1953
tekki leynt því. Þetta var svo
jnýafstaðið......
! Eg sló hann.
i' Þú slóst hann?
Já, það gerðiég, þegar hann
Bagði mér að við yrðum báðir
•lað hjálpast að. Þetta sagði
'hann. Svona ætlaði hann að
(koma sér undan því. Það yrðu
að vera tveir.
Zona glennti upp augun,
!hún gat ekki hamið sig leng-
1lir. Henni fannst hún vera að
ikafna. Hún starði á hann ó-
isjáandi augum, eins og allar
.iilfinningar hennar væru
slokknaðar. Ö, sagði hún,
íhenni blöskraði svo að hatrið
íblossaði upp í henni og óstöðv
iandi löngun til að komast í
Iburtu. Hún æpti og grét sem
örvita manneskja, hún sneri
aér fljótlega undan og stökk
yfir gólf ið inn í svefnherberg-
iið.
Hún lá lengi í rúminu. Loks
ívar hún orðin dauðþreytt á
grátinum, en hélt áfram að
snökta, af því það var einasta
ihuggunin. Hún skildi nú, hvað
hún hafði gert móti honum.
’Allt, sem hún hafði tekið og
gefið, og reitt sig á, var nú allt
einu einu kippt í burtu frá
honum. Hún varð að finna ein-
’hver ráð, heiðarleg eða óheið-
arleg til að réttlæta sig. Hún
mundi, að hann hafði spurt
!hana um, hvenær samband
hennar við Foster hefði byrj-
að. Það leit út fyrir að vera
mikilsvirði fyrir hann að fá að
i'vita þetta. Hún skildi á því,
isem hann hafði áður sagt um
jþáð, hvernig grunur hans
hefði vaknað, á spurningum
hvers vegna Forster hefði
tekið hann í félagið og hvað
þetta allt gææti þýtt.
Hann píndi mig svo lengi,
sagði hún grátandi.
Hvað?
Allt síðan í fyrrasumar.
Hversvegna sagðirðu mér
þetta ekki þá? Röddin var
hörð og reiðileg.
Eg vildi gera það, en gerði
það samt ekki. Eg gat ekki
íhugsað mér, að ég ....
En þú gerðir það samt.
Hann kom hingað einu sinni
iárdegis.
Gerðist það hérna?
Aðeins einu sinni. Fyrst þeg
tar hann kom hingað heim, rak
ég hann í burtu. Næsta sinn
ég gat ekki ráðið við það,
ég gat það ekki!
Ekkiþað?
Hún beið nokkra stund með
svarið. Það var af því, hvernig
hann neyddi mig til þess, allt
ifrá byrjun.
1 Hvernig fór hann að því, að
neyða þig ?
Hann — hann sagðist geta
hjálpað þér.
Sagðist hann geta hjálpað
:mér?
Hann sagðist skyldi sjá um,
að færi illa hjá þér, að þú
skaðaðist, ef ég féllist ekki á
juppástungu hans.
Hann starði á hana. En
hann getur það ekki hrópaði
ifaann. Hana — hamingjan
góða!
WWAWlViftWIAWlWVVVWiVWVWVbVrfWWVWWWVWVWWWWVWWWVWW
Theodore Prait:
Framhaldssagan
15.
ZON A
(THE TORMENTED)
Hún horfði á hann, meðan
hann var að velta þessu fyrir
sér, og hún óskaði að það væri
þetta sem hann vildi heyra.
Gat hann trúað þessu? Vildi
hann trúa því? 1 andlitssvip
hans skiptist á ofsareiði og
og gremja.
Þú vildir það sjálf, sagði
hann ásakandi.
Nei, nei, ég vildi það ekki!
Jú, sagði hann.
Eg hataði hann.
Þú vildir það sjálf. Það er
engin önnur skýring til á
þessu, nema —
Hún sat upprétt og í fyrsta
sinn brúkaði hún röddina með
fullum styrkleika. Eg segi þér,
að ég hataði hann, æpti hún.
Eg hefði getað drepið hann!
Hún var hissa á hinni sterku
hatursfullu rödd sinni, og hún
slcildi allt í einu, að ekki gat
leikið vafi á því, að nú tryði
hann henni. Hún hnipraði sig
aftur saman í rúminu og fór
að gráta.
Þegar hann síðar fór að tala,
var þreyta 1 röddinni, og það
var eins og hann væri langt í
burtu. Foster sagði við þig, að
hann skyldi taka mig með í
félagið ef þú létir til við hann ?
Hann vildi skaða mig, bægja
mér frá, ef þú gjörðir það
ekki ? Og þú trúðir honum. Þú
hjálpaðir mér! Hann sagði
þetta eins og það væri lexía,
sem hún átti að læra utanbók-
ar. Eitthvað, sem hann reyndi
að losna við. Já, þú hjálpaðir
mér vel. Þú græddir 32 þús-
und dali. 32 þúsund fjögur
hundruð sjötíu og sex dali og
35 sent. Það var það sem hann
borgaði fyrir þig. Þú varst að
minnsta kosti ekki ódýr.
Hvorugt þeirra sofnaði dúr
um nóttina. Þau lágu vakandi
hvort við annars hlið, klukku-
stundum saman án þess að
segja eitt orð, án þess að
hreyfa sig, nærri því án þess
að draga andann, en fundu
með sársauka hvort til ann-
ars návistar.
Þau fóru á fætur um morg-
uninn, sem fjendur, sem svo
var ástatt fyrir, að þeir neydd
ust til að þola hvor annan,
en höfðu ekki löngun til nán-
ari samveru. Hann var þögull,
og hún , sem beið eftir merki
frá honum, var líka þögul. Og
í beiskjuþögn fó'r hann til
vinnunar og lét hana sitja eft-
ir fulla af sorg og óvissu all-
an daginn.
Þegar hann kom heim þetta
kvöld töluðu þau saman, eða
réttara sagt, hann talaði, en
hennar hlutverk var að svara.
En orðin voru bara meining-
arlaus hljóð, bara orð, n?tuð-
synleg til að halda uppi dag-
lega lífinu.
Hm kvöldið eftir þoldi hún
þetta ekki lengur. Kvölin að
bíða og vita ekki neitt, var
meiri en hún gæti borið. Og
hún sagði grátandi við hann.
Hvað ætlarðu að gera?
Hann horfði á hana, starði
á hana í fyrsta sinn í tvo daga.
Gera? Spurði hann hásum
rómi. Hvað get ég gert ?
Hversu miklu Roger trúði
af sögu hennar, vissi Zona
ekki, en hún skildi, að hann
ætlaði sér að láta sem allt væri
í lagi, að minnsta kosti út á
við. Jafnvel þótt hjúskapur-
inn hefði liðið skipbrot, þá
var þó betra að halda því litla,
sem eftir var, heldur en að
tæta allt í sundur. Fyrir mann,
sem var jafníhaldssamur og
hann, var það betra að láta
sem allt væri í lagi, betra en
að auglýsa skömm síria fyrir
almenningi.
Meðan hún beið eftir, að
Roger fyrirgæfi henni, sá hún
hvað hún hafði gert honum. 1
hennar augum hafði hann
breytzt; áður var hann ungur
fjörugur maður, nú hafði
hann elzt, unglingssvipurinn
bar horfinn. Aldrei framar
mundi hann geta litið upp til
nokkurs manns.
Roger hafði alltaf dreymt
um það að fá nokkurt fé og
verða ríkur maður. Það hafði
verið aðalmarkmið hans og
því hafði hann náð. En nú
fann hann, að því aðeins gæti
hann gleymt, hvernig hann
hafði aflað fyrsta höfuðstóls-
ins, að hann gæti losnað við
þá viðbjóðslegu peninga.
Hann setti hvern eyri í kaup-
hallarbrask og bjóst við að
tapa öllu. En verðið hækkaði
og hækkaði og hann seldi fyr-
irfram, áður en hann gat tvö-
faldað það, sem hann lagði
inn. Hann varð gramur yfir
velgengni sinni og lagði fé í
allt gott og illt, mögulegt og
ómögulegt. Meðan aðrir menn
leituðu eftir góðum hluta-
bréfum, gel^k hann á veiðar
eftir þeim, sem voru óviss.
Stundum tapaði hann ,en ekki
nógu miklu, eða svo fljótt, að
hann yrði undir. Oft vann
hann, og einn dag var hann
kominn yfir fyrstu 100 dalina,
og var á góðri leið með að ná
í næstu 100 þúsundin.
Hann breytti um aðferð, og
lagði fé í beztu hlutabréfin á
markaðnum og hélt að þau
hlytu að lækka af því að þau
voru komin svo hátt. Þau
héldu áfram að hækka tak-
markalaust og ástæðulaust og
heimskulega. Það leit svo 'út,
sem . hlutabréfamarkaðurinn
hefði kippt í burt þyngdarlög-
málinu.
Zona og Roger voru ein
heima mn jólin, og þau voru
gleðisnauð. Af gömlmn vana
fyldu þau gömlum jólasiðum
að gefa hvort öðru gjafir. En
gjöf Rogers til Zonu var ekki
annáð en fimm hundruð dala
ávísun, en gjöf Zonu sýndi, að
hún þráði fyrirgefningu. Rog-
er hafði engar ráðagerðir um
gamlaárskvöld. Endir gamla
ársins og byrjun nýja ársins
þýddu bersýnilega ekkert í
hans augum. Hann sat þögull
allan tímann, sem þau borð-
uðu miðdagsmatinn, og þegar
Gladys var farin, sýndi hann
engin merki þess að hann vissi
hvaða dagur þetta var. Zona
reyndi að komast að því, hvort
hann hefði í raun og veru
gleymt þessu, og hugsaði að
brátt mundi reka að því, að
hún þyldi ekki lengur hið ís-
kalda viðmót hans. Hún varð
mjög undrandi, þegar hann
stakk upp á því, að þau færu
eitthvað út og fengju sér glas.
Henni tókst ekki að leyna á-
kafanum og spratt á fætur.
Já, það skulum við gera, við
skulum f ara út. En hún hikaði
lítið eitt, áður en hún spurði
varlega: Roger, eigum við
ekki að búa okkur ? Þá get ég
brúkað nýja kjólinn minn,
hann er svo fallegur. Roger,
þú hefur ekki séð hann ennþá.
Þér mun geðjast að honum, og
það tekur ekki mínútu að hafa
fataskipti. Hálfönugur sans-
iðst hann á þetta, og hún hljóp
inn í svefnherbergið til að búa
sig.
Zona beið með að segja hon-
um hvað vel hann leit út,
þangað til þau voru komin
í það veitingahús, sem Roger
hafði valið. Þegar hún dans-
aði við hann, í faðmi hans, og
hávært og glatt fólk allt í
kringum þau, þá gerði hún
allt, sem hún gat til að heilla
hann til sín aftur.
Hún vissi, að hún sjálf var
mjög falleg í nýja kvöldkjóln-
um sínum, sem var keyptur
fyrir nokkuð af jólagjöf Rog-
ers. Roger leit á hana, og jafn-
vel þótt hann segði ekki eitt
orð um útlit hennar, gat hann
ekki leynt aðdáuninni, sem
lýsti úr auginn hans, og af
því að hann þrýsti henni dá-
lítið þéttara að sér, ákvað hún
að gefa því gætur, ef einhvern
tíma vaknaði í honum aftur
þrá til hennar. Þá hef ég unn-
ið, sagði hún sigri hrósandi. —
Þá hef ég fengið hann aftur
til mín.
16. KAFLI
Zona vissi, að hún hafði að-
eins fengið vopnahlé við Rog-
er, en engan sigur. Ef hún
missti stjómina á sér einu
sinni enn, þá yrði ekki tæki-
færi til að vinna hann aftur.
Hún fann upp erindi og alls-
konar störf til að fylla daginn
og hugann, til að berjast gegn
þeim öflum, sem þegar einu
sinni, höfðu komið henni í
vandræði, og hún fór í langar
göngur til þess að fá útrás
fyrir krafta sína. Hún gekk
suður um borgina alla leið út
í f jármálahverfið, þar sem 14
—16 milljónir hlutabréfa
skiptu mu eigendur daglega.
Hún gekk norður um bæinn
út í skemmtigarðinn og hún
gekk austur og vestur, og
hingað og þangað, í þeirri
von að finna það, sem hún
þarfnaðist mest — vernd
gegn sjálfri sér.
Einn dag þegar hún var á
göngu, heyrði hún að maður,
sem gekk framhjá, ávarpaði
hana.
Sæl vert þú, brúðmey.
Hún sneri sér við og Johnny
Leonard brosti vingjarnlega
framan í hana.
Eg sagði þér, að einn góðan
veðurdag mundi ég koma og
sækja þig, sagði hann og heils
aði með handabandi.
Johnny, hvað ert þú að gera
í New York?
Eg? Eg er hér til að reyna
ölföngin.
Hvar er Gracie?
Gracie ? Hver er það ?
Zona starði á hann.
Ó, þú átt við Gracie. Hef-
urðu ekki heyrt það ?
Hvað, nei, hvað er —?
Hann hikaði augnablik,
meðan hann horfði á hræðslu
hennar, en svaraði síðan.
Henni líður vel.
Hann hló létt eins og hann
var vanur.
, Hvað ert þú að gera hér án
hennar? sagði Zona.
Johnny varð óvenjulega í-
bygginn. Hann leit í kringum
sig til að sjá hvort nokkur
hlustaði og hvíslaði síðan.
Komdu, og svo förum við yfir
í gistihúsið mitt, þá skal ég
segja þér það..
En —
Eg verð að sýna þér það.
Það er upp í gistihúsherberg-
inu mínu. Hann tók undir
höndina á henni. Komdu nú,
brúðmey.
Zona skildi ekki, hvað það
var, sem hann ætlaði að sýna
henni. Kannski Gracie væri
þarna. En einhvemveginn
hafði það ekki þesskonar á-
hrif á hana, því Gracie mundi
hafa símað henni. Hún var að
hugsa hvort nokkuð hefði
komið fyrir á milli þeirra, en
Johnny vildi ekki segja fleira.
Hann var leyndardómsfullur
og íbygginn alla leið.
Þegar þau komu í gistihús-
ið. Þá fór hann með hana inn
í herbergið sitt. Hún fann
sér stól að sitja á, en hann
gekk að ferðatösku, sem stóð
undir glugganum. Hann tók
upp úr henni whiskyflösku,
sem hann skeliti á borðið,