Mánudagsblaðið - 13.07.1953, Page 8
DREINUIANNAÐ
Nýtt lag frá Sigfúsi — Erfiðleikar við Þjórsártún
Bíllinn og stúlkan — Eg hélt ég fengi þrjá
Fréttir herma að vinsæla lagið hans Sigfúsar Halldórsson-
ar, Litla flugan, sé nú komið út á nótum í Kaupmannahöfn.
Spánnýr danskur texti er við lagið.
Þá segja kunnugir að nú hafi Sigfús samið enn eitt lag.
Texti og nafn eru enn ekki fyrir hendi, en við vonumst til
að geta sagt frá hvorutveggja næst.
★
Dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, fór ásamt
nokkrum Ármenningum og Guðmundi Jónssyni í bii-
reið Guðmundar á Vatnajökul.
Dr. Sigurður sat á Hressingarskálanum ásamt kunn-
ingjum sínum og ræddu þeir ferðalagið. M. a. spuiði
einn viðstaddra, hvort ekki hafi verið margar torfærur
í óbyggðum, sökum votviðra og vatnavaxta.
Sigurður þagði um stund, en sagði síðan:
„O jæja, ekki get ég nú kallað það, okkur reyndist
einna erfiðast að komast framhjá Þjórsártúni".
(P. S. Þjórsármótið var haldið kvöldið sem þeir fé-
lagar fóru framhjá.)
★
Kunnur verzlunarmaður úr Reykjavík sem ekki lætur
sér allt fyrir brjósti brenna, var á leið til útlanda með Gull-
fossi. Hann tók bifreið sína með sér eins og margir aðrir.
Þegar á áfanga kom, var bifreiðin höluð af skipinu upp á
bnyggju. Svo óheppilega vildi til, að bönd slitnuðu meðan
bifreiðin var hátt á lofti og féll hún niður og gereyðilagðist.
Kunningi mannsins horfði á ófarirnar og hljóp aftur eftir
skipinu til að tilkynna skaðann. Hann fann eiganda bílsins
í klefa sínum og sagði þegar: „Veiztu maður, bíllinn þinn
hrapaði úr trossunni og fór alveg í mask“.
Eigandinn leit rólega upp og sagði: „Heyrðu, mikið hel-
víti var hún lagleg þessi ljóshærða, sem sat hjá þér við bar-
inn í gærkveldi".
„En bíllinn. ... ?“
„Heyrðu, þú ættir að kynna mig fyrir henni %nð tækifæri“.
Síðan hélt hann áfram að pakka saman dóti sínu.
★
Meðan á kosningum stóð um daginn, var mikill æsing-
ur í smölum, að koma þeim mönnum á kjörstað, sem
þeir hugðu að myndu kjósa flokk sinn.
1 Smalar Lýðveldisflokksins náðu í ungan skrifstofu-
MÁNUDAGSBLAMIÐ
Heimsókn..
Framhald af 4. síðu.
þessir tveir, sem helteknir af
stórum harmi. Mörg eru bág-
indin í mannslífinu. Ekki trúi
ég að Olafur nágtanni hafi
ekki eitthvað létt undir byrð-
ar þeirra11.
„Þessir menn munu vera
hinir mestu oflátar og ekki
kunnað sig í híbýlum Ólafs, en
honum líkar illa við tildur-
menni, þau er lítt er í spunnið.
Þess get ég að sá hinn
stóri rumur, muni hafa viljað
ásælast g'jafir þær, er ætlað-
ar voru hinum væskillega, og
mun Ólafur frændi vor hafa
varpað þeim báðum á dyr sem
fólum tveim eður afglöpum.“
„Rétt mun það, granni minn,
og skulum vér hafna venjum
vorum og spottast ei, að smá-
mennum þessum.
*
sá hafði hníf falinn milli klæða
og hefði banað mér ef ég hef ði
haft uppi ásteytingar.“
„Það grunar mig að Ólafur
hafi haft Heimdellinga fólgna
í kjallara enda var hann ó-
venju öruggur,“ sagði Her-
mann og dæsti.
„Ekki erum við Ólafur skild
ir að skiptum, því nú skal
sækja ráð til Vilhjálms sjóðs
fóstra vors og mun hann
kunna að ráða niðurlögum
tröllsins í Sjálfstæðisflokkn-
um“, sagði Eysteinn.
„Vera má að svo sé, en hitt
grunar mig, að Vilhjálmur
muni semja frið við Ólaf, því
hann er forvitri svo og sem
hann metur einskis mín ráð.
Nú skulum við fara sem
hljóðlegast með öll þessi mál,
svo ekki geri alþjóð gys að
ferð vorri svo sneypileg sem
hún er orðin. Mun Vilhjálmi
þykja nóg að gert, þótt ekki
komi smán ofan á svívirðing.
Er bezt að við förum til heima
húsa og skiljum hér leiðir.
Skaltu Eysteinn þræða fá-
mfenna stíga og sund því ekki
þykir þú gæfulegur né sterk-
legur og vildi ég sízt að út-
hlaupsmenn eður stigamenn
réðu á þig og káluðu þér áður
en við báðir náum fundi Vil-
hjálms. Er þó skömminni
skárra að láta þig sæta átöl-
um með mér en að ég einn
standi og hlýði á slíkt.“
Lýkur þar með ferð þeirra
félaga á fund Ólafs.
Hermann var stórstigur
mjög, er þeir félagar fóru frá
Ólafi. Var við búið að Ey-
steinn gæti ekki fylgt honum.
Skyndilega snerist hann að
Eysteini og mælti:
„Það var mér næst skapi að
ráða á Ólaf er'hann smánaði
Sambandið, og það hefði ég
gert ef ég hefði getað treyst
þér til að ráða niðurlögum
griðkonu hans. En þar sem
fyrr ertu ónýtur Eysteinn og
vesæll er sá maður er þig hef-
ur að fylgiliði.“
„Sástu ekki að kvenskratti
ttvað á að gera í hvöM
GAMLA BÍÓ: Sigur íþrótta-
mannsins. James Stewart,
June Allyson. Kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BÍÓ: Fljúgandi smygl-
arar. George Brent, Marta
Toren. Kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBÍÓ: Eldfjöðrin.
Sterling Hayden, Barbara
Rush. Kl. 5, 7 og 9.
mann, sem ekki hafði kosið áður og óku honum á kjör-
stað. Vísuðu þeir honum í kjördeild og var nafn hans
tekið og honum fenginn kjörseðill. Ungi maðurinn beið
um stund og fór ekki inn í kjörklefann. Viðstaddur
spurði eftir hverju hann væri að bíða og bað hann
skjótast inn í klefann og kjósa.
„Eg hélt ég fengi þrjá kjörseðla, eins og ég fékk í
prófkosningunum hjá Lýðveldisflokknum", sagði ungi
maðurinn um leið og hann hvarf inn í klefann.
AUSTURBÆJARBÍÓ: Juar-
ez. Paul Muni, Bette Davis.
K1 5, 7 og 9.
HAFNARBlÓ; Síðasta orust-
an. Lloyd Bridges, Marie
Windsor. Kl. 5, 7 og 9. t
STJÖRNUBlÓ: Smyglað guU.
Cameron Mitchell, Amanda
Blake. Kl. 5, 7 og 9.
TRlPOLlBÍÖ: Á vígslóðum
Kóreu. John Hodiak, Linda
Christian. Kl. 5, 7 og 9.
Klukkan í Mjólkuríélags-
húsinu
Efst á Mjólkurfélagshúsinu
hér í bæ er skífa, sem upp-
runalega hefur verið umgerð
Gullfaxi yfir Reykjavík í fyrsfa sinni
S.l. miðvikudag
voru fimm ár lið-
in frá því að
„Gullfaxi“, milli-
Iandaflugvél Flug-
félags íslands,
kom fyrst til Is-
lands. Á þessum 5
árum hefur flug-
vélin fluit samtals
22.558 farþega,
rösklega 339 smá-
lestir af vörum og
um 65 smálestir af
pósti.
'k
.,Gullf^xi“ hefur
verið víðföruil
þann tíma, sem ,
hann hefur verið í
eigu Flugfélags
íslands. Hann
hefur lent á 40
flugvöllum í 21
landi, allt frá Damascus 4il Caracas og Mestersvík til Bermuda. Þá hefur flugvélin farið 930 ferðir milli Islands og útíanda, en
samanlagður fjöldi flugferða er orðinn 1410. Flugtímar „Gullfaxa1' nema nú 6575, en vegalengdin, sem flogin hefur verið, er 12.170-
000 km. Svarar það til, að flugvélin hafi farið 54 ferðir umhverfis hnöttinn við miðbaug.1 ‘
Flugfélag íslands keypti Gullfaxa suður í Texas á sínum tíma, og var honum .flogið þaðan um New Jersey til Reykjavíkur.
Hingað til lands kom hann 8. júlí 1948 og hefur síðan gegnt miklu og góðu hlutverki íil að bæía samgöngur við útlönd. Flugstjórar
GuIIfaxa eru þeir Jóhannes R. Snorrason, Þorsteinn E. Jónsson, S igurður Ólafsson og Anton Axelsson.
Þessi ,,klukka“ hefur legið
í dái í mörg ár, og ættu eig-
endur þessa myndarlega
verzlunar- og skrifstofuhúss
að sjá um, að þessi áminnzta
„klukka“, sem ég leyfi mér
að nefna svo, verði lagfærð
hið fyrsta. Ætti bæjarfélagið
jafnvel að stuðla að því, að
það geti orðið.
Myndi slík viðgerð á klukk-
I unni verða mörgum bæjarbú-
| um kærkomin og þarf ekki
| frekari orðum að því að eyða.
Klukku-umgerðin er engum
1 að gagni eins og hún er, en
j gangfær klukka yrði mörgum
j til gagns og nytja, og mættu
: vísarnir gjarna lýsa í myrkri.
Það myndi sjást langt að og
verða til heilla þeim, sem ferð
ast að næturþeli.
Ef eigendur Mjólkurfélags-
hússins geta af einhverjum
ástæðum ekki orðið við þess-
ari vinsamlegu ósk, ætti bær-
inn að sjá um, að klukkan
verði lagfærð.
Það myndi borga sig fyrir
bæjarbúa og herinní heild.
Ragnar Benediktsson.