Mánudagsblaðið - 17.08.1953, Blaðsíða 3
Mánudagúrinn 17. ágúst 1953
M.ÖíTu'BAGSBLABIÐ
3
Pátt er það í heimsfréttun-
um, sem undanfarna daga hef
ur vakið eins mikla athygli
og hrylling og tiðindin um
hina ógurlegu jarðskjálfta á
jónisku eyjunum við vestur-
strönd Grikklands. Grikkland
hefur oft bæði fyrr og síðar
verið hart leikið af jarðsk jálft
um, en þessir jarðskjálftar
virðast vei'a hinir hræðileg-
ustu, sem komið hafa þar um
langan aldur. Sagt er, að á
Cefalloníu standi varla hús
uppi, og ástandið á Zante og
Iþöku er víst litlu betra. Það
eru þessar þrjár eyjar, sem
aðallega hafa orðið fyrir barð-
inu á jarðskjálftunum. Og
það er ekki neitt smásvæði,
sem hér er um að ræða. Þessar
þrjár eyjar eru til samans á
stærð við miðlungssýslu á
Italíu.
Það eru núna rétt tvö ár
síðan ég sigldi meðfram þess-
um eyjum. Við komum þangað
með Brúarfossi frá ítalíu. Við
höfðum um hádegisbilið, siglt
fyrir suðurodda Kalabríu og
seinni hluta næstu nætur vor-
um við komnir að jónisku eyj-
unum á leið okkar til Patras.
Við sigldum gegnum sundið
milli Cefallóníu og Zante,
þeirra eyja, sem nú hafa orð-
ið harðast úti í jarðskjálftun-
um. Það var yndislegur morg-
unn, þegar við sigldum þarna
um sundið. Sólin var nýrisin
og stafaði fagurbláan, spegil-
sléttan hafflötinn. Hér og þar
á sundinu voru grísk fiski-
skip að veiðum, smáskútur
með gríðarstórum, dökkum
seglum. Á hvora hönd, sem lit-
ið var, blasti við glæsileg nátt-
úrufegurð. Maður var í vand-
ræðum, á hvora eyna maður
ætti frekar að horfa, Cefall-
óníu eða Zante.
Hvor annarri fegurri. v
Þær eru hvor annarri feg-
urri og þó ólíkar. Cefallónía er
öll fjöllótt, hæstu f jöllin eru
sennilega á hæð við Esju. Þau
eru talsvert brött, en hamrar
eru óvíða, víðast hvar brattar
skriður, sums staðar blásvart-
ar, en annars staðar bleikar
eða nærrí hrítar. Víða teygja
skógabelti sig upp eftir skrið-
unum allt upp á brún. Sums
staðar er þetta kræklulegt
kjarr, en annars staðar stór-
vaxnir, dökkgrænir eikarskóg
ar. Upp frá strcndinni liggja
smádalir og kvosir inn í f jöll-
in. Þessir dalir eru grónir, hér
er miklu meiri gróður en við-
ast hvar á gríska meginland-
inu. Grasbreíðurnar voru að
vísu gulgráar og skrælnaðar,
þetta var um þurrkatímann.
En hér og hvar blöstu við iðja-
grænir blettir i brekkum og
hvömmum, sem stungu í stúf
við gulnað grasið. Þetta voru
vínekrur bændamia, en vín-
yrkja er helzti atvinnuvegur
þeirra. Þeir rækta aðallega
sérstakt afbrigði af vínviði
með smáum vínberjum. Úr
nokkru af uppskerunni er
bruggað vín, en mikið af hin-
um smáu vinbef júm er þurrk-
að og gert að kúrenum. Mést-
öll kúrenuframleiðsla heims-
ins kemur frá Grikklandi og
mikill hluti hennar kemur ein-
mitt frá jónisku eyjunum.
Cefallónía er þéttbýl.
Bændurnir hér á eyjunum búa
ekki nærri allir í þorpum, víða
getur að líta einstaka sveita-
bæi. Hér er víða reisulega
byggt, hús bændanna eru snjó
hvit með dökkum þökum. Við
bæina eru viða trjágarðar
með sýprusviði eða eik. Yfir-
leitt eni bændabýlin túða á
grísku eyjunum miklu reisu-
legri en á meginlandinu og
kjör sveitafólksins betri. Á
eyjunum hefur fólkið vel til
hnífs og skeiðar, en það er
því miður ekki hægt að segja
um alla íbúa gríska megin-
landsins.
Kirkjurnar setja svíp
á eyjarnar
Og kirkjurnar setja svip
sinn á þessar eyjar. Sums
staðar er varla nema stein-
snar milli kirkna. Þær gægj-
ast fram úr skógarlundunum
í hverju dalverpi. Allar kirkj-
ur, stórar og smáar, eru með
hvolfþökum, eins og alls stað-
ar í grísk-kaþólskum löndum.
Flestar eru kirkjurnar í
skjannalegum litum. Sumar
eru að vísu snióhrítar, en víða
eru hvolfþökin logagyllt, blá
eða græn. Mér þykir gylltur
litur oftast ljótur, en hann
nýtur sín undarlega vel, þegar
logagyllt hjálmþök ber við
iðjagræna skógarlundk.
Nú eru hinar fögru sveita-
kirkjur á Cefallóníu líklega
ekki nema grjóthrúgur. —
En þegar siglt er þarna um
sundin er það freistandi að
renna augunum frá Cefallóníu
og suður yfir sundið, til Zante.
Þessa evju lofsöng Edgar All-
an Poe í fögtu smákvæði.
Zante er ólík Cefallóníu á yf-
irbragð. Þegar maður lítur á
strönd Zante í fyrstá sinn,
rekur mann í rogastanz. Norð-
urströnd eyjarinnar er girt
háum hömrum, sem aliir eru
rauðir í mismunandi btbrigð-
um. Hér er ekki hinn bleik-
rauði litur Eikileyjarfjall-
anna. Hér er dumbrautt, há-
rautt og ljósrautt. og sums
staðar eru hamraniir röndótt-
ir, annað lagið dökkrautt, en
hitt ljósrautt. Við íslendingar
erum vanir fögrum íitum og
skærum í f jöllunum okkar hér
heima, en hvergi á íslándi,
jafnvel ekki í fjöllunum við
Landmannalaugar, hef ég séð
aðia eins listasynfoníu í rauðu
og í sjávarhömrunum á
Zante.
Norðan til er Zante ekki
eins fjöllótt og Cefallónia.
Lágir ásar og smáhálsar,
vaxnir gulu grasi, teygja sig
upp frá ströndinni og hækka,
er innar dregur á eyna. En
syðst á Zante, í bláum f jarska
frá okkur séð, reis hátt og
hrikalegt fjall, líklega á hæð
við Botnssúlur og hömrum og
skriðum girt eins og þær.
Þetta er Elateion, hæsta og
hrikalegasta fjall, sem ég sá
á grísku ey.junum. Zante er
miklu strjálbýlli en Cefallónia,
þó að landkostir virðist þar
engu rýrari. Maður sér aðeins
fáeina sveitabæi og tvö eða
þrjú örsmá þorp, þegar siglt
er um sundið. Hér er líka
miklu verr byggt en á Cefall-
óníu, húsineru lítil og hrörleg,
og hér vantar trjágarðana
umhverfis bæina. Eftir öllu
að dæma eni kjör fólks rýr-
ari á Zante en Cefallóniu, hvað
sem veldur.
Iþaka, konungsríkí
Odysseifs
Þegar komið er austur úr
sundinu milli Zante og Cefall-
ónui, kemur ný eyja í ljós í
norðri, miklu minni en hinar
tvær. I fljótu bragði virðast
hér vera tvær eyjar, en ef
betur er að gáð, sést, að þær
eru tengdar saman af mjóu
eiði. Þessi eyja er há og
hrjóstrug, snarbrattar og
gróðurlausar skriður ganga
víðast hvar í sjó fram. Neðst
í skriðunum s'jást á stöku
stað kræklóttir smárunnar.
Hér og þar standa nokkur lág
og hrörleg hús við víkur und-
ir snarbröttum, gráum skriðu-
hliðunum. Þarna virðast land
kostir ekki vera á marga
fiska, þetta er allt annað en
grasbrekkur og skógarlundir
Cefallóníu. Og þó er þessi
eyja margfalt frægari en
bæði Cefallónía og Zante.
Frægð sina á hún Odysseifs-
kviðu að þakka. Þetta er
íþaka, konungsríki Odysseifs,
sem hef ur ekki veríð stærra en
lítill íslenzkur sveitahreppur.
Annars halda sumir fræði-
menn, að þetta sé ekki liin
rétta íþaka, nafnið hafi upp-
haflega átt við einhverja aðra
eyju. Hvað sem þessu liður er
það þessi eyja, sem nú ber
íþökunafnið og í meðvitund
almennings er hún ættland
Odysseifs. Og þó hún sé ber
og.nakin er einhver reisn jrfir
henni, þar sem hún ris há úr
sjó með gráu fjöllin sin.tvö
■hnarreist og hnakkakert. •
Jónísku t-yjarnar
Jónísku eyjarnar bafa að
mörgu leyti átt sér aðra sögu
en móourlsnöið Grikkland,
Meðan. Grikkland stundi .undir,
járnhæl Tyrkja. lutu jónisku
eyjaraar oftast Feneyingum,
og, íbúarnir áttu við miklu
betri kjör að búa en Grikkir
í heimalandinu. 1815 fengu
eyjamar sjálfstjórn undir
vernd Breta, og þangað flýði
þá fjöldi Grikkja frá megin-
landinu undan áþján, Tyrkja.
A jónísku eyjunum var frels-
isstríð Grikkja undirbúið, en
það. hófst 1820. Þá var uppi
frægasti sonur jónisku evj-
anna, Kapodistrias, sem fyrst
var ráðgjafi Alexanders
Rússakeisara, en varð siðan
forseti Grikklands, er Grikkir
lýstu yfir sjálfstæði sinu. Síð-
ar var hann myrtur. Jónísku
eyjarnar voru sameinaðar
Grikklandi 1863 í fullu sam-
ræmi við vilja íbúanna, sem
eru nær allir grískir að þjóð-
erai. En frá því á dögum Ferf-
eyinga hafa eyjaskeggjar. átt
mikil viðskipti við Italiu. enda
örstutt yfir til Suðatr-ítalíu
frá eyjunum. Eftir að Musso-
líni komst til valda á ítaliu
fór hann að tala um söguleg-
an rétt Italiu til jónísku eyj-
anna, og átti þá við yfirráð-
Feneyja þar forðum.
GrikkíajKÍ hernumið
Eftir hemám Grikklands
vorið 1941 innlimuðu ítalir
eyjarnar og höfðu þar fjöl-
mennt setulið. Þegar vom
hafnar tilraunir til að útrýma
grískunni, og kennsla á
ííölsku var tekin upp í skólun-
um. Þessar kúgunartilraunir
báru htinn árangur, fjöldi
manna flýði til fjalla og hóf
skæruhernað gegn ítölum,
enda eru þessar eyjar og þá
sérstaklega Cefallónía, til-
valdar til skæruhernaðar. Svo
fór, að ítalir urðu að halda
sig í rammlega víggirtmn
bækistöðvum á ströndinni, en.
skæraliðarnir réðu lögum og
lofum á meginhluta eyjanna.
I stríðslokin fengu svo Grikkir
eyjarnar á ný. Borgarastyrj-
aldimar, sem svo mjög hafa
hrjáð Grikkland síðasta ára-
tuginn, náðu ekki að ráði til
þessara eyja, allur þorri eyja-
skeggja er andvígur bæði kon-
ungssinnum og kommúnist-
um, en styður frjálslynda
flokkinn, flokk Venizelosar.
Þegar ég sigldi meðfram
ströndum þessara fögru eyja
u mhiminblá sund, og allt and-
aði fegurð og friði, kom mér
ekki í hug, að þær ættu jafn:
hörmuleg örlög í vændum og
nú er raun á orðin. Um allan
heim er nú hafin starfsemi til
a-ð reyna að draga úr neyð og
hörmungum þess fólks, sem
eftir lifir á eyjunum. Þess er
að vænta, að slik hjálparstarf-
semi verði einnig hafin hér á
Iandi og’ að við íslendingur-
iátum ekki okkar eftir liggja>
að létta raunir þessa ógæfu-
sama fólks.