Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.08.1953, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 17.08.1953, Blaðsíða 6
 nokkuð áberandi klædd, sat þar á bekk. Stúlkan spurði með þreytulegri rödd. Er þetta í fyrsta sinn, sem þú —? Zonu lá við yfirliði og hneig niður á bekkinn. Hún hneigði sig. Komstu hingað inn án hand tökuheimildar eða nokkurs af því tagi? Þeir verða að hafa handtökuheimild og leyfi til húsrannsóknar, áður en þeir ryðjast inn i hýbýli manna. Zona sagði, hvað hafði kom- jð fyrir. Þeir eru ekki hótinu betri en sannanirnar, sem þeir leggja fram. Þessvegna nota þeir tælistelpur. Það er betra en sanna rsakir. Þeir eru hr ædd- ir við að vitnið snúi við blað- inu, standi upp í réttinum og segi, að það hafi ekki borgað stúlkunni neitt, þessvegna ihafa þeir þessar skrárgatsrott ur, sem sjálfar koma með manninn. Skráargatsrottur ? Siðferðisdeildin. — Bogart kunningi þinn er í henni, og guð hjálpi þér, ef Bogart er að elta þig. Hvorki hann sjálfur né hyski hans, lætur þig nokkurntima í friði. Áttu við, að hann----- Láttu þér ekki detta í hug, að með þessu ljúki öllu sam- an, og að þú sleppir með að borga einu sinni? Ó! Það verður ekki til neins fyr ir þig að gera uppsteit út af því. Enginn trúir þér. Það bezta, sem þú getur gert, er að borga í hvert skipti sem hann kemur, og vona að hann komi ekki oft. Þessa atvinnu hefur lögreglan rekið árum saman. Það skiptir engu, hvort stúlkan er saklaus eða ekki. Hún missir mannorð sitt, ef hún borgar ekki, eða getur ekki borgað. Það var kallað frá dyrun- um. Marion Jordan! Stúlkan stóð upp, gekk til dyranna og hvarf út úr her- berginu. Zona sat kyrr nokkuðlanga stund. Grannvaxinn maður kom inn og settist hjá henni. Eg er lögfræðingur þinn, sagði hann. Fyrir 250 dali skal ég koma þér út úr þessu. Þétta hljóðaði eins og lexía. 'Áður en Zona gat svarað, kom hann með afsakanir fýrir því, að upphæðin væri stór. Eg verð að borga svo mörgum: Dómaranum, Bogart, umsjón- armanninum, öllum. Zona borgaði það, sem sett var upp, og var fegin að geta gert það. Hann spurði hana ekki frekar og sagði ekki ann- að en, að hann skyldi svara á réttinum, þegar mál hennar yrði tekið fyrir. Klukkutíma síðar, var henni tilkynnt, að koma til lögregl- unnar til rannsóknar, til þess að athuga, hvort hún hefði nokkra kynsjúkdóma. Þetta átti hún að gera daginn eftir og var síðan leyft að fara úr iögreglustöðinni. 3ÆÁNUDAGSBLABIÐ ZON A (THE TORMENTED) I Þegar hún kom aftur heim til sin, fleygði hún sér upp í rúm og starði hugsi á vegg- inn. Hvernig stóð á þvi að þetta skyldi koma einmitt fyr- ir hana? Hvernig gat yfir- leitt annað eins og þetta átt sér stað ? Viku síðar var Zonu tilkynnt að mæta í réttinum kl. 10 á miðvikudagsmorgun. I réttarsalnum settist Zona og hlustaði á málin, sem komu fyrir á undan hennar máli. Réttarþjónn kallaði upp nafn fölleitrar stúlku, er gekk fram skelkuð og var þá farið með hana inn um dyr. Nokkrir karlmenn komu og líka fram. Dómarinn gægðist í nokkur skjöl, talaði eitthvað og spurði spurninga. Maður gekk í vitnastúkuna, rétti upp hægri höndina og sór að segja sannleikann,. allan sannleikann og ekkert annað en sannleikann. Stúlka, sem ekki hafði neinn lögfræðing, fékk bendingu frá dómaran- um um að hún hefði lagalegan rétt til að spyrja vitni kær- andans. Hún hnipraþi sig sam- an í stólnum, svo hrædd að hún þorði ekki að segja neitt. En þegar henni var skipað að segja sína sögu, gekk hún hik- andi inn í vitnastúkuna og sór með lágri röddu sama eiðinn. En svo hækkaði hún röddina. Hún benti á lögregluþjóninn, sem hafði tekið hana fasta og borið vitni gegn honum, og hrópaði: Hann bauð mér upp í bílinn hjá sér. Hann bauð mér 5 dali .... Eg sagði hon- um, að ég vildi ekki sjá hans skitr.u peninga. Hann kastaði þeim í fangið á mér og tók mig fasta og fór með mig á lög- reglustöðina. Eg vissi ekki, hversvegna. Þeir skoðuðu í töskuna mína, en hún var tóm. Þetta er allur sannleikur- inn, og hann veit það! Dómarinn athugaði skjöl sín og sagði eitthvað. Stúlkan fór að gráta. Það var farið með hana út um sömu dyr og hún kom inn. Zona hafði um augnablik, alveg steingleymt, að hún var í réttarsalnum. Hafi hún nokkurntíma heyrt stúlku segja satt, var það þessi grát- andi stúlka, sem einmitt nú sagði rétt frá öllu. Hvaða and- styggðar atvik var að gerast hér? Stundu siðar var nafn Zonu kallað upp. Hún neyddi sig til að standa upp og gekk fram skömmustuleg og æst. Hún stóð beint frammi fyrir dómaranum. Hinir koínu líka fram, Bog- art brosandk ems og vant var, maður sem hún þekkti að var lögfræðingur hennar og þriðji maður frá ríkislögfræðinga- skrifstofunni. Zona tók eftir því, að maðurinn, sem komið hafði til hennar með Bogart, var ekki viðstaddur. Allt mál- ið var afgreitt með furðuleg- um hraða. Áður en hún vissi var málinu frestað eftir boði frá ríkislögfræðingaskrifstof- unni. Þegar hún kom að dyr- unum leit hún við. Nýtt mál var þegar hafið. En það eina, sem hún sá raunverulega, var andlitið á Bogart, sem glápti á hana upp yfir alla í salnum og brosti ánægjulega, eins og málin gengju vel, og hann ætl- aði sér að brúka grísaglyrn- urnar sínar, til þess að gera ennþá betri kaup. Hann opn- aði ekki á sér munninn, en hún gat samt heyrt kumrið og hláturinn í honum. 21. KAFLI Zona var oft að hugsa um að fara frá New York, til þess áð komast undan hinu ein- kennilega athæfi Bogarts og hinum furðulegu þrælatökum laganna. En hún bjó þar samt ennþá. Það var eins og eitt- hvað héldi henni þar, eitthvað sterkara, en dauðans hræðsl- an við það, sem koma kynni. Zona hafði nefnilega tekið eftir því, að Lynton Wirt var hrifinn af henni. Wirt var alltaf að heim- sækja hana, og án þess að hon um væri boðið, hélt hann allt- af sambandinu við hana. Stundum kom hann mörgum sinnum á vikru, en stundum kom hann örsjaldan eða einu sinni í viku. Til afsökunar þess um heimsóknum kom hann með monsaralegar skýringar Hann ætlaði að segja henni, hvernig gengi með skilnaðinn. Það þurfti að undirskrifa skjöi. Hann kom með ávísanir frá Roger, og kom svo síðar til að geta sagt Roger, hvern- ig henni liði. Loksins þoldi Zona þetta ekki lengur og spurði, hvers vegna eruð þér alltaf að koma hingað? Þetta vildi hún fá að vita 1 næsta sinn, þegar hann kæmi. Þér getið sent einhvern annan. Hversvegna verðið þér endilega að koma? Hann svaraði hranalega,: Að svo miklu leyti sem ég veit, hef ég oft skýrt fyrir þér, hve nauðsynlegt það er, að ég komi sjálfur. Henni varð loks Ijóst, að allt, sem Wirt hefði gjört fyrir hana, var henni til ills og skaða, og hann hafði jafnan, Shaft eitthvað bak við eyrað, er hann gerði eitthvað. Fyrir tilstiili Rogers, hafði vaknað hjá honum. áhugi á ungri fal- Iegri konu, sem var skemmti- Iegri en nokkur, sem hann hafði hitt áður en konan hans missti heilsuna. I Roger sá hann sjálfan sig eins og hann hafði einu sinni verið, og kona Rogers, minnti hann á það, sem hann hafði einu sinni átt. Þetta vakti hjá gamla mann- mum nautnasýki og æsti hann meira en nokkru sinni áður. Z-ona lét sem hún hefði ekki tekið eftir þessu, en hún var fegin tækifæri til að hefna sín. Einn af þeim mönnum, sem hana af öllu hjarta lang- aði til að taka af lífi lá fyrir fótum hennar, og henni þótti heimskulegt að nota ekki tæki færið. Á allan hátt, sem hún gat, hvatti hún nú Linton til að halda uppi sambandinu við sig. Hún lét heimsóknir hans vera, langar og hugsaði sér eðlilegar orsakir til þess að biðja hann um að koma til sín. Hún gekk fyrir hann i næfur- þunnum kjól, settist rétt.hjá honum og kom nær honum eins og af tilviljun. Hún vissi ósjálfrátt, að það var mesta vitleysa að láta hann sjálfan vekja gamla og svívirðilega ástríðu hans til hennar, því að hún blossaði upp af sjálfu sér. Hún var svo önnum komin við þetta, að hún skeytti ekki um, hvað fram fór í umheiminum. í október fékk fjármála- grundvöllur landsins einskon- ar rothögg, sem líktist einna mest sterkum jarðskjálfta. Mesti fjöldi af hækkandi hlutabréfum féllu með svo miklum gauragangi að það endurhljómaði um allan heim. Þetta varð með svo skjótum hætti, að fólkið sat agndofa, með fé sitt og eignir að engu orðnar á einu kvöldi. Það fékk nú eignirnar að nokru leyti aftuf. á þeim vonleysismán- uðum, sem eftir komu, en missti þær svo aftur, þegar ekkert gat endurreist lífið í fjármálaheiminum. Skömmu eftir nýjár kom Lynton Wirt til Zonu, og sagði henni, að hann hefði slæmar fréttir að segja. Roger hefði, meðal annara, orðið fyrir svo miklu tjóni, að hann gat ekki lengur látið hana hafa 200 dali um mánuðinn. Upphæðin yrði breytileg í.framtiðinni og ekki líklegt, að hún yrði stór. Zona tók» fréttunum með hinni mestu stillingu. Hún hafði tekið kuldalega við styrknum frá Roger, eins og hún kærði sig ekki um pening- Mánudagurinn 17. ágúst 1953 ana. Það voru ekki lækkandi tekjur, sem komu róti á Zonu, heldur annað, sem Wirt sagði henni. Eftir nokkurt hik sagði hann, að eins og nú væri á- statt, væri hann fús til að hjálpa henni, ef hún þyrfti þess við. Zona hugsaði sig um litla hríð. Hénni virtist sem nú væri augnablikið komið, sem hún hefði verið að bíða eftir, en hún varð að vera viss, og því spurði hún: Því býðst þú til þess ? Af því, að mér geðjast ekki að því að sjá fólk, þig eða aðra eiga bágt. Og það skipt- ir engu, hvort þetta fólk á það skilið, eða ekki. Zonu virtist það vera skynsam legra að bíða enn um stund, og hún lét hann verða fyrir þeim vonbrigðum, að hún þakkaði honum fyrir boðið, en sagðist ekki geta þegið það. Vikurnar, sem á eftir komu, varð f járhagur Zonu svo erf- iður, að hún varð að selja eða veðsetja margt af því, sem hún átti. Fyrst fór armbands- úrið hennar þvínæst skart- gripir hennar, þar á meðal trúlofunarhringurinn og síð- an allmikið af fínu fötunum hennar. Svo var það einn dag að tækifæriö kom til þess að láta Lynton gefast upp að fullu og öllu. Hann kom í heimsókn ár- degis einu sinni, og var henni þá illt í hofðinu og varð hún þó að fara upp úr rúminu til að hleypa honum inn. Zonu hugkvæmdist ekki, að það gæti kvalið hann, þegar hún benti honum að koma inn í svefnherbergið og setjast á púffið fyrir framan búnings- borðið. Það var ekki fyrr en hún var lögzt upp í rúmið aft- ur, að hún sá óvenjulegan svip á andliti hans. Fálkaaug- un hans sindruðu, er hann sá hana svona. Hann hagaði sér eins og maður, sem lengi hef- ur reynt að sannfæra konu, og hefur nú að lokum heppn- ina með sér. Hann leit út eins og hann hefði löngun til að taka hana nauðuga, en hann leit líka út fyrir að vita eitt- hvað, sem æsti hann. Zona beið, höfuðverkurinn hvarf og svo fór hann að tala við hana. Kann sagði henni að Roger væri farinn frá New York tii Minneapolis. Firma. Rogers, sem var eitt af þeim, sem orðið hafði fyrir mesta á- fallinu, neyddist til að segja upp f jölda fólks, og var Roger þar á meðal. Zona var innilega leið yfir óhappi Rogers, en hún lét ekk ert á því bera. Já, en hvað er um það? sagði hún. Skilurðu það ekki? sagði hann. Þú færð yfirleitt ekki neina peninga upp frá þessu. Nú, og svo? Eg verð sá eini, sem þú get- ur snúið þér tál. Hann gat ekki leynt gleðihljómnum í mál- rómnum. Zona .varð himinlifandi glöð.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.