Mánudagsblaðið - 26.10.1953, Blaðsíða 5
Mánudagur 26. október 1953
5
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Kiamsið hvimleiða
Aldrei get ég nógsamlega
furðað mig á því, að siðprúð-
ar og huggulegar dætur
Reykjavíkur skuli ekki hafa
meiri dómgreind en svo, að
þær leyfi sér þann óskunda
að láta sjá sig kjamsandi og
smjattandi jórturgúm út um
borg og bý!
Foreldrar reyna flestir að
kenna börnum sínum það
eins snemma og unnt er, að
þ'au megi ekki tyggja með op-
inn munn, ekki smjatta eða
sötra, þar eð slíkt sé öllum
viðstöddum í hæsta máta
hvimleitt. Nú á tímum þykir
það ekki nema sjálfsagt, að
hver og einn kunni þó það
mikið í mannasiðum, að hann
geti neytt matar síns hávaða-
laust.
Eg geri ráð fyrir því, að
stúlkur þessar hafi vit á því
að smjatta ekki dólgslega á
mat sínum, en halda þær virki
lega að smjattið og smellirnir
verði eitthvað geðslegri þótt
smjattað sé á tyggigúmmíi,
heldur en þótt rifinn sé í sig
plokkfiskur eða kæst skata
með samskonar tilburðum og
óhljóðum ?
I fyrrakvöld í bíó varð mér
starsýnt á eina stúlkuna sem
inn kom, sökum þess hve lag-
leg og smekklega klædd hún
var. Af tilviljun settist hún
við hliðina á mér, en þegar ég
sá hvernig vöðvamiklir kjálk-
arnir gengu í sífellu, hvernig
velmálaður munnurinn opn-
aðist upp á gátt við hvern
smjattsmell og þegar ég
heyrði „mótor“-hljóðið í döm-
unni, þá fannst mér skyndi-
lega allur glæsileiki á bak og
burt.
Að sjá t. d. dömu með slör-
hatt og langa eyrnalokka ham
ast við að kjamsa með gal-
opinn túlann, eins og villimað-
ur við kjötketil í frumskógi!
Eða þá að sjá sæta stúlku í
hlíralausum tjull-ballkjól
jórtra eins og rolla í haga!
Allt þykir hér, gagnrýnis-
laust, fínast sem amerískt er.
En þó að það sé hverju orði
sannara, að hvergi í heimi
muni pihs mikið jórtrað af
tyggigúmmíi og í Ameríku,
þá segja þó þeir sem kunnugir
eru, að aldrei sjáizt þar vel-
klædd og siðprúð stúlká
smjatta gúm á mannamótum.
Gúm-smjattið er álitið merki
þess að kvenmaðurinn sé hálf-
gerð „töff deim“ (tough
dame) eða gleðikona. Dömur,
sem vandar eru að virðingu
sinni, láta engan sjá sig hafa
slíka ósvinnu í frammi í Am-
eríku frekar en annars staðar,
ef þær yfirleitt vilja teljast
kunná að haga sér eins og sið-
uðu fólki sæmir.
Setjum svo, að þið séuð svo
miklir unnendur tyggigúmmís
að þið getið ekki án þess ver-
ið. Gott og vel, jórtrið þá ykk-
ar tyggigúmpií í friði, en í
guðs bænum gerið það með
lokuðum munni og helzt aldrei
á mannamótum.
Sé ykkur, vegna uppeldis-
skorts algjörlega ómögulegt
að tyggja með lokaðan munn-
inn, þá hafið rit á því að láta
aldrei sjá ykkur með tjggi-
gúmmí, og spýtið tuggunni
imdireins! Þetta opinmynnta
smjatt er ykkur sjálfum til
háborinnar skammar og lítils-
virðu.
Börnin og barnagæilan
Þa.r sem mörg börn eru í
heimili vill það eðlilega oft
fara svo, að það lendir á þeim
eldri að gæta yngri systkina
sinna. Frá þvi að eldri syst-
kynin eru sex til sjö ára, er
þeim oft það ábyrgðarmikla
starf falið, að gæta þess, að
litli bróðir eða systir rápi ekki
fyrir bílana eða fari sér að
voða á annan hátt.
Ekki svo að skilja að ég
álíti nokkuð athugavert við
það að börn séu látin gæta
yngri systkina sinna. Mamma
hefir oftast meira en nóg ann-
að að gera við hin margvís-
legu heimilisstörf innanhúss,
og auk þess hafa bömin gott
af því að venjast að bera ein-
hverja ábyrgð og finna hjá.
sér hvöt til þess að vemda
litlu systur eða bróður. Hitt
er svo vafamál, hvort rétt sé
að leggja sjö ára barni á herð-
ar ábyrgð, sem betur hæfði:
f jórtán ái’a ungling.
I
Yngri börnin hafa, líka gott
af því að taka þátt í leikjum
þeirra eldri upp að vissu
marki. Mörg börn læra fyrr
að tala og ganga vegna þess!
að þau hafa frá byrjun notiðj
samvista eldri barna. En það:
er heldur ekki hollt fyrir litla
barnið að vera alltaf með sér
stærri og duglegri börnum.
Þá verður það geðillt af minni
máttarkennd, og foreldrarn-
fr eiga einmitt að kappkosta
það að kenna börnum sínum
ao standa á eigin fótum og
vera sjálfstæð.
Hér eru nokkrar ráðlegging
ar, sem kannske geta komið
einhverri mömmunni að gagni
sem þarf að vera upp' á eldri
börn sín komin með það að
gæta þess yngsta:
1) Látið ekki eldi’a barnið
gæta þess litla of lengi í senn.
Ef stóra systir er alltaf látin
vera að passa litlu systir þá
getur það beinlínis orðið til
þess, að hún ósjálfrátt með
tímanum leggi fæð á þá litlu,
og þar af leiðandi líka orðið
vond og afundin við þá litlu,
þegar fullorðnir sjá ekki til.
T. d. er ekki til of mikils ætl-
azt, þótt eldra barnið sé látið
gæta þess yngra meðan
manvman er að taka til mat-
inn eða þá á sunnudags-
morgna, þegar pabba og
mömmu Iangar til þess að
sofa svolítið frameftir. Seinna
getur það eldra farið að hafa
gaman af að fylgja því yngra
i leikskólann og sækja það
þangað. En ofbjóðið aldrei
þolinmæði og getu þess við
gæzluna.
2) Rétt er að sjá til þess, að
bæði börnin hafi leiksystkini
á sínum eigin aldri. Þó að syst
kinum geti þótt einlæglega
vænt hvoru um annað, þá er
ekki þar með sagt að þau
þurfi líka að vera góð leik-
systkin, þar eð áhugamal
þeirra geta verið ólík. Táp-
mikill níu ára drengur, sem
þráir það eitt að komast út
í fótbolta við hina strákana,
getur tæpast verið mjög hrif-
inn af því að þurfa að hafa
í eftirdragi lítinn bróður eða
systur sem varla getur geng-
ið, þegar hann langa sjálfan
mest til þess að hlaupa í hend-
ingskasti. Og er hægt að lá
honum það? Eins er hitt, að
ef þér hafið nokkurntíma séð
hóp smábarna önnum kafin
við ,,störf“ sín í sandkassa, þá
er yður ljóst, að sandmokst-
urinn og dundið þar er miklu
heppilegri og meira róandi
dægradvöl fyrir litla barnið
en það, að vera sífellt að basl-
ast við að reyna að fylgjast
með sér duglegra, tápmeira
og stærra barni.
3) Þér ættuð að reyna að
sjá börnunum fyrir tækifær-
um og áhöldum til þess að
þau geti leikið saman eins og
jafningjar, en ekki endilega
sem „barnapía" og skjólstæð
ingur. Litir, litabækur eða leir
til þess að hnoða eru tiívalin
Ieikföng til þess. Eg hefi séð
tíu ára gamalt og þriggja ára
garnalt barn leika sér í bróð
erni með slíkt. Eins er það
mjög skemmtilegt fyrir bæði
eldri og yngri börnin ef for-
eldrarnir gefa sér svolítinn
tíma til þess að leika við þau
við og við, t. d. á sunnudags-
og laugardagseftirmiðdögum
þegar rigning er úti. Slíkar
sameiginlegar gleðistundir
allrar fjölskyldunnar verða
seinna að skemmtilegum end-
urminningum barnanna ag
stuðla ótvírætt að samheldni,
gagnkvæmum skilningi og
væntúmþykjan innan fjöl-
skyldunnar.
4) Hafið nákvæmar gætur
a því, hvort nokkurs stirð-
leika verður vart milli eldra
og yngra barnsins. Ef að
litla barnið verður rellið og
of mikið upp á það eldra kom-
ið, eða ef það eldra er alltaf
að skamma eða kjassa þaðþ
yngra, þá er réttara að láta
þau ekki vera alltof mikið
saman.
Smá heilræði.
Allar geturn við verið sam-
mála um það, að það er þreyt-
andi tímaeyðsla að þurfa allt-
af að spretta axlapúðunum úr
kjólunum eða blússunum þeg-
ar við þvoum eða látum
hreinsa það
Til þess að losna við þau
leiðindi er það heillaráð ao
sauma smellur á axlapúðana
og í axlasaumana, og er þá
fyrirhafnarlaust að taka púð-
ana úr eða festa þá í.----
Bókastoðir.
Ef einhversstaðar á háaloft
inu lijá yður leynast gömul
straujárn frá því er járnin
voru hituð á eldavélinni, þá
notfærið yður þau á eftirfar-
andi skemmtilegan hátt: —
Hreinsið járnið vandlega og
nuddið þau með sandpappír.
Lakkerið þau síðan í falleg-
um, skrautlegum lit og málið
á þau rósir eða annað mynst-
ur ef vill. Og þá hafið þið
þarna sérkennilegar og bráð-
snotrar bókastoðir fyrir mat-
reiðslubækurnar í eldhúsinu!
Ráð við hlaupi.
Hafið þið nokkurn tíma-
heyrt það, að hægt væri að
gefa ullarsokkum og vetfc-
lingum, sem ,,:hlaupið“ hafa,;
aftur sína upprunalegu
stærð? Eg sá í blaði fyi’ir
nokkru að þvíumlík „krafta-
verk“ megi fremja þannig, að
þegar búið er aö þvo flíkina.
skal hella yfir hana sjóðandi
vatni, teygja hana síðan langs
um og þversum þar til hún.
hefir náð sinni upprunalegu
stærð! Ötrúlegt en satt!! . . ,
CLIO
Maður fór inn í apótek og’
bað um morfín. Afgreiðslu-
maðurinn neitar að láta hann.
hafa það nema hann hafi lyf-
seðil.
Finnst þér ég líta út eins
og ég ætli að farga mér, spyr
maðurinn.
Afgreiðslumaðurinn horfir
vandlega á hann og segir svo:'
Eg veit það ekki, •— en ef
ég liti út eins og þér, þá myndi
ég freistast til þess.
Krossgáta Mánudagshlaðsins
‘ " " ' Nr. 66 ’
SKÝRINGAR:
Lárétt: 1. Þorpara — 5. Útlim — 8. Eldiviðs — 9. Seina*
gangur — 10. Drykk — 11. Fótbúnað — 12. Faðmur — 14.
Straumkast — 15. Kvenmaður — 18. Forsetning — 20. Hef
í huga — 21. Upphafsstafur — 22. Nægilegt — 24. Opa —*
26. Vex — 28. Sögðu upp — 29. Vökvar — 30. Rekkjuvoð.
Lóðrétt: 1. Beins —• 2. Fisk — 3. Fiskinn — 4. Tónn —•
5. Vatnavaxta — 6. Tveir eins — 7. Sannfæring — 9. A
skrúfboltum — 13. Mann — 16. Lærði — 17. ílát — 391
Draug — 21. Þjóðflokk — 23. Ekki stygg — 25. Verkfæri
— 27. Ending.
*
Ráðning á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1. Eklma — 5. Kóf — 8. Uin — 9. Hæfa — 10.
Nón — 11. Urr — 12. Fans — 14. Eir — 15. Aukir — 18»
L.M. — 20. Máð — 21. Un — 22. Dóm — 24. Kunna —
26. Utar —28. Rúnu — 29. Rasa — 30. Puð.
Lóðrétt: 1. Einfaldur — 2. Klóa — 3. Kinna — 4. N.N*
— 5. Kærir — 6. Óf — 7. Fas — 9. Hreiður — 13. Sumi
— 16. Kák — 17. Snauð — 19. Móta — 21. Unnu — 23»
Mas — 25. Núp,— 27. Ra. . J