Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.01.1954, Qupperneq 4

Mánudagsblaðið - 11.01.1954, Qupperneq 4
 MÁNUÐAGSBLAÐIÐ Mánudagur 11. janúar 1954 ■.mœ VM MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjórí og ábytgðarmaður: ’Agnar Bogason. Blaðið kcmur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausasölu. IðSgreiðsla: Tjamarg. 39. — Símar ritstj.: 3496 og 3975.. Prentsmiðja Þjóðviljans b.f. ■l •l. ' Á Burt með Þórð ur bæjarstjórn Bæjarstjómarkosningarnar fara í hönd. Flokksblöðin eru þegar tekin að rífast um afrek liðinna ára, fcelja upp kosti sína og benda á galla andstöðunnar. Þetta blaðarifrildi er bæjarbúum vel kunnugt. Umbótahugurinn, sem grípur flokkana mánuði áður en Reykvíkingar kasta atkvæðum sínum er gamall húsgangur, enda tekinn sém slíkur. En það stappar næst landráðum þegar Framsókn- arflokkurinn í málgagni sínu, Tímamun, ætlar sér þá dul, að fetta fingur út í rekstur bæjarins og gagnrýna mál- efni hans. Allir Reykvíkingar vita að Framsókn er versti óvinur Reykjavíkur. Framsóknarflokkurinn hefur í einu og öllu barizt gegn hagsmunamálum bæjarins reynt að bera hlut höfuðstaðarbúa fyrir borð i einu og Öllu. Skrif Tím- ans nú, sem flest era runnin undán. rif jum Þórðar Bjöms- sonar, eru aðeins augnabliksviðbrögð til þess eins, ef mögulegt er, að snapa atkvæði einhverra sálna, sem enn em óráðnar í því hvert þær kásta atkvæðum sínum. Slík skrif eru jafn fölsk í garð Reykvíkinga og þau ei’U illa hugsuð. Bak við þau liggur það eitt, að ná tangT arhaldi á bænum og færa sér þau völd í nyt til að spilla bæjarrekstrinum og koma af stað hrossakaupum og öngþveiti. Rej'kvíkingar hafa meir og meir sannfærst um .það, að eins og málum er nú.komið, getur ekkert tryggt bæj- arreksturinn neina meirihilutastjóm sú, sem nú situr við völd. Reykvíkingar kalla ekki yfir sig þá óhamingju, að höfuðborginni sé stjórnað á sama hátt og Vestmanna eyjakaupstað og Isafirði. Framsókn á ekki heima í. bæj arstjórn, hvorki í áhrifasæti, eins og blað þeirra óskar eftir né í nokkm sæti eða nefnd, sem fjallar um hags- muni Reykjavíkur. ■ í næstu blöðum munum vér birta greinar um kom- andi bæjarstjómarkosningar og verður þá um þetta mál rækilega ritað. Dr. Helgi og Kleppsmáíin Kleppsmálið svonefnda hefur, að vonum, vakið mikla athygli. Merkir læknar hafa, í blaðaviðtölum og sjálf' stæðum greinum, deilt hart á ástandið á Kleppi og verið ómyrkir í máli. Mánudagsblaðið var blaða fyrst til þess,. að benda á, að stjórn geðveikrahælisins að Kleppi væri með nokkrum óhæfindum, og nauðsyn væri til þess, að ábyrgir aðilar athuguðu gaumgæfilega störf yfirlækn isins. Skiifum Mánudagsblaðsins var ósvarað og þegar umræddir læknar létu í ljós skoðun sína á læknisaðferð- um dr. Helga, í dagblöðunum, var þeim skrifum einnig ósvarað. Það er leiðinleg staðreynd, að dr. Helgi Tómas- son hefur ekki haft þann manndóm í sér, að svara þessum skrifum og jafnframt óhæfileg afstaða opinbers embættis- manns. Hitt er þó sýnu verra, að heilbrigðisstjórn landsins skuli víkja sér undan skyldu sinni, og reyna, að því bezt verður séð, að þegja málið í hel. Ef svo er, þá er óhætt að upplýsa viðkomandi aðila um það, að þessi mál verða ekki þögguð niður, en þeim haldið áfram unz endanleg niður- staða er fengin um afstöðu heilbrigðisyfirvaldanna. Opinberum embættismönnum ber skylda til þess að greiria frá störfum s'íhum, er þau liggja undir almennri gagnrýni og nú hefúr sú gagnrýni náð því marki, að ekk- ert nema x’annsókn faglærðra maxma og opinberar:. nið- urstöðui’ varðandi ástandið að Kleppi getur fullnægt gagnrýni almennings. •'V•' ■KpitrÍL&&'^r': • - ■' í I Þjóð vor er fræg, meðal ann- ars fyrir það,. að hún stofnsetti Alþingi, lýðveldisþing, fyrir allt landið, áður en það þekktist ann- ars staðar í heirhinum. Okkar ríicu goðorð voru þá orðin til. Goðamir höfðu veg og vanda af lýðveldisþingumun. Allsherjar- goðinn setti lýðveldisþingin og helgaði þau. Lögsögumaðurinn var hinn raunverulegi forseti lýð- veldisþingsins. Hann sagði upp lögin í byrjun hvers þings. Hann stýrði málum manna á þingun- um, hann hafði ábyrgð á, að dóm- ar væru rétt dæmdir og þingum stýrt samkvæmt lögum og regl- um. Þetta hélzt að mestu án breytinga meðan landið hafði sjálfstjórn, var lýðveldi. Landið hafði sjálfsforræði, var lýðveldi, í þrjú hundruð þrjátíu og fjögur ár. Að þeim tíma end- uðum gekk þjóðin Noregskon- ungi á hönd. Við það breyttist' þinghald og lögskipun. Allsherjargoðinn hvarf úr sögunni. ’ Lögsögumaðurinn hvarf af leikvelli þingsins. í stað þessara manna komu lögmenn. — umboðsmenn konungs- — Þeir voru tveir. Þeir voru dóms- forsetar, stýrðu þingunum, sátu í dómum, og gættu þess, að dómar væru rétt dæmdir. Fór svo fram um hríð. Síðar færðist konungs- valdið í aukana og skipuð voru hirðstjóraembætti hér á landi. Voru þeir, hirðstjórarnir, um- boðsmenn konungs í landinu og á Alþingi. Aftur á móti voru lög- réttumenn og biskupar fulltrú- ar héraðanna og gættu hagsmuna almennings á þingum. Hirðstjór- ar og lögréttumenn sátu í dóm- arasætum á Alþingi. Allshgrjar- goðinn og lögsögumaður lýðveld- isins voru mestu lagamenn larids- ins á sinni tíð. Hið sama gilti um lögmenn, lögréttumenn og hirð- stjóra, eítir að landið gekkst und- ir erlend yfirráð, að þeir voru tíð. Hið sama gilti um hina fornu goða. Allir þeir menn, sem þing- um stýrðu og dónia dæmdu á Þingvelli, voru úr tölu stórmenna þjóðarinnar, voru -kynbornir menn, sem höfðú mannaforráð og voru menntir vel, að þeírra tíðar hætti. Voru til foringja fallnir, höfðu aðalsmark hirðmennskunn- ar á sér. Voru kappar að þeirrar tíðar mati. Þannig gekk þetta, þó með nokkrum breytingum, þar til Alþingi á Þingvöllum var lagt niður í lok 17. aldar. Árið 1662 lét Kristján III. Dana konunugur stefna höfðingjum landsins saman í Kópavogi til að sverja sér og niðjum sínuni holl- nustu sem.einvalda yfir landinu. Voru þarna saman komnir lög- menn, biskupar og prestar, en þeir voru forystumenn þjóðarinn- ar. Játuðust þeir allir undir ein- veldi konungs nær fnótstöðulaust. Þó var erfðahylling þessi mark- leysa ein, þar sem þessir ofan- nefndu höfðingjar þjóðarinnar höfðu ekkert umboð frá þjóðinni sjálfri til að seljá land og þjóð hans. En hyllingunni var aldrei formlega mótmælt vegna aum- ingjaskapar þjóðarinnar, sem samanstóú af kúguðum kotung- um. Eftir þessar aðfarir verður Al- þingi ekki nema svipur hjá sjón,. Danakonungur er orðinn einvald- ur og þá um leið löggjafi þjóðar- innar. Hann einn stjórnar þjóð- inni með sínum konunglegu til- skipunum og þarf ekki þingsins við lengur, enda leggst það niður og lognast út af í lok seytjándu aldar eins og kunnugt er; frægð þings og þjóðar fallið í sömu gröf. Þetta lá þó ekki lengi í þögn og smán. Komu brátt fram bæn- arskrár um endurreisn Alþingis. Báru þær þann árangur-, að 1845 var Alþingi endurreist og því val- inn samkomustaður i Reykjavík. Þetta þing var nú ekki fólkstjórn- arþing; heldur ekki löggjafar- þing; en það var ráðgefandi þing, ein deild, sem samdi bænarskrár til konungs um breytt og bætt stjórnarforrh og tilslökun á ein- veldi. Þingið skyldi koma saman annað hvert ár. Þetta endurreista þing þurfti nú að velja sér forseta. Hann var nú ekki af lakari endanum. Þing- fulltrúarnir voru sammála um, að fríður yrði foringinn að vera, sem svo fræknu liði skyldi stýra. Forseti þessa fyrsta þings var Bjarni Thorsteinsson, þá amt- maður í Vesturamtinu. Árið 1847, er þing kom saman, var Þórður Sveinbjörnsson há- yfirdómari kosinn forseti þings- ins. 1849, er þing kom saman, var Jón Sigurðsson kosinn forseti þingsins. 1851 verður Páll Mel- steð amtmaður í Vesturamtinu kjörinn forseti þingsins- 1853 verður Jón Sigurðsson aftur for- seti þingsins. 1855 verður Hannes Stephensen prófastur að Görðum á Akranesi forseti þingsins. 1857 verður Jón Sigurðsson aftur for- seti þingsins. 1859 og 1861 er Jón Guðmundsson, klausturhaldari, sýslumaður og ritstjóri, forseti þingsins. Árið 1863 verður Halldór Jóns- son, prófastur .að Hofi í Vopna- firði forseti þingsins. 1865 verður Jón Sigurðsson enn á ný forseti þingsins, og er eftir það kosrnn forseti þingsins óslitíð til'á^ms 1877 að því meðtöldu. Er hann fyrsti forseti sameinaðs Alþingis frá 1875—1877. Jón Sigurðsson varð stúdent 1829, biskupsritari- til 1833, las málfræði (fornu mál- in) nokkur ár við Hafnarháskóla, en lauk ekki prófi. Hann var bú- settur í Kaupmannahöfn frá 1833 til æviloka. Hann er dáinn 7.- des- ember 1879 í Kaupmannahöfn. Árið 1879 er Pétur Pétursson biskup kjörinn forseti sameinaðs þings. ÁriðT881 er Bergur Thor- berg amtmaður og síðar lands- .höfðingi kjörinn forseti samein- aðs þings. Magnús Stephensen, síðar ■ landshöfðingi; er forseti sameínáðs þings árið 1883. Árni Thorsteinsson, landfógeti, er for- undir einveldi konungs og niðjaseti sameinaðs þings árið 1885. Benedikt Sveinsson sýsluraaður, er kjörinn forseti sameiriaðs þings árið 1886 og 1887. Benedikt Krist- jánsson prófastur i Múla er forseti sameinaðs þings 1889. Eiríkur Briem prófessor er forseti sam- einaðs þings árið 1891. Aftur verð ur Benedikt Sveinsson sýslumað- ur, forseti sameinaðs þings árið 1893 og 1894. Ólafur Briem stú- dent og bóndi að Álfgeirsvöllum er forseti sameinaðs þings árið 1895. Þá er Hallgrímur Sveinsson biskup, forseti sameinaðs þings ærin 1897 og 1899. Aftur verður Eiríkur .Briem prófessor forseti sameinaðs þings árið 1901 og er það óslitið til ársloka 1907. Bjöm Jónsson ritstjóri er kjörinn for- seti sameiriaðs þings 1909. Skúli Thoroddsen sýslumaður 1909— 1911. Hannes Hafstein er kjörinn forseti sameinaðs þings 1912. Jón Magnússon bæjarfógeti, , fyrsti forsætisráðherra, er forseti sam- einaðs þings siðari hluta þingsins 1912 og þingið 1913. Þá kemup Kristinn Daníelsson prófastur og er forseti sameinaðs þings frá 1914 til 1917. Þá kemur Jóhann- es Jóhannesson bæjarfógeti og er forséti sameinaðs þings áriri 1918 til 1921. Sigurður Eggerz sýslumaður 1922. Magnús Krist- jánsson kaupmaður og útgerðar- maður er forseti sameinaðs þings síðari hluta þingsins 1922 og 1923. Aftur verður Jóhannes Jóhann- esson forseti sameinaðs þings 1924 og er það óslitið til ársins 1926. 1927 til 1929 er Magnús Torfason sýslumaður forseti sam- einaðs þings. Þá er Ásgeir Ás- geirsson, alþingismaður, síðar ráðherra og nú lýðveldisforseti, forseti sameinaðs Alþingis 1930 og 1931. Þá er Einar Árnasorr bóndi og ráðherra forseti 1931, síðari hluta þing, og 1932. Þá kemur Jón Baldvinsson prentari, forstj. Alþýðubrauðgerðarinnar,. bankastjóri o. fl. Ér hann forséti sameinaðs þings frá 1933 (síðara þings) og óslitið til 1938. Þar næst Haraldur Guðmundsson, kennari, ráðherra o. fl. Er hann forseti þingsins frá 1938 til 1941. Gísli Sveinsson, sýslumaður verð- ur forseti sameinaðs þings árið 1942. Haraldur Guðmundsson aft- ur kjörinn forseti 1943. Gisli Sveinsson. sýslumaður er aftur kjörinn forseti sameinaðs þings 1943, 1944 og 1945. Jón Pálmason bóndi er kjörinn fórseti þingsins 1946 og til 1953, en Jörundur Brynjólfsson bóndi er nú forseti sameinaðs þings. Stjórnarskrá gaf Kristján IX. Danakonungur þjóðinn 1874. Þá fékk þjóðin frjálsa löggjöf og fjármál. Þá varð þinginu skift í. tvær deildir, en í sameinuðu þingi skildi útkljá hin stærri mál og þau mál, sem deildirnar gátu ekki orðið sammála um. Forseti sameinaðs Alþingis er Samei-ningartákn þingsins, eins og Alþingi sjálft. er sameiningar- tákn þjóðarinnar. Það.er því ekki lítið áríðandi, að forseti sameiri- Fi’amhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.