Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.01.1954, Síða 7

Mánudagsblaðið - 11.01.1954, Síða 7
Mánudagur 11. janúar 1954 MÁNUDAGSBI ^AÐIÐ T Alþingisforsetar Framliald af 4. siðu. aðs þings sé mikill persónuleiki; sé höfði hœrri en þingheimur; sé stríðs og sigurs sterkur andi, sem þjóðin geti litið upp til. Þetta hafa þingmenn séð frá upphafi. Þeir völdu þá forsetana úr hópi hinna andlegu jöfra þingsins, — menn, sem glóðu af hámenntun. embættisframa og annarri þeirri hirðmennsku, sem menn má prýða og gerir þá að furstum í orðsins dýpsta skilningi. Eins og sjá má af framanrituðu yfirliti um forseta sameinaðs Al- þingis, hefir borið nokkuð út af hinni hefðbundnu venju um þetta efni, nú; í seinni tíð. Þessu máli var þó vel borgið, meðan Gísli Sveinsson fyrrum sýslumaður og sendiherra var forseti sameinaðs Alþingis. Hann er maður fæddur og alinn upp undir heiðum himni fornfrægrar menningar, hann var strax í æsku borinn að brunni vizkunnar og af honum hefur hann drukkið alla tíð; hann er glæsimenni í klæðaburði og fram komu allri; ber á sér þann tign- arsvip, sem sérhvern höfðingja má prýða og veitir ósjálfrátt á sér eftirtekt hvar sem hann fer. Svona á forseti sameinaðs Alþing- is að vera. Um þá Jón Pálmason og Jörund Brynjólfsson1 er margt gott að segja. Þeir eru heiðursmenn, sem vilja láta gott af sér; léiða. Þeir eru manndómsmenn og persónu- leikar, svo langt sem það nær. Báðir eru þeir góðir bændur, jarðræktarmenn og góðir skepnuhirðarar. sem sóma sér vel á búgörðuin sínum og eru um margt prýði sinnar stéttar. Samt verðum við að horfast í augu við þá staðreynd, að þeir eru teknir úr breiðfylkingu þing- manna, en hafa ekki þá yfirburði yfir þingheim, sem geri þá sjálf- kjörna í þetta svo þýðingarmikla og virðulega embætti. Ennfremur ekki, að minu áliti, hæfari til að kynna þingheim út á við, en f jöldi arniara samþingsmanna þeirra. Um kosningu þessara tveggja isíðastnefndu forseta sameinaðs Alþingis skal hér ekki fjölyrt, enda brestur mig kunnugleika til að fara með það mál. Á það má þó benda, að Gísii Sveinsson var ekki kjörinn forseti sameinaðs þings, er hann neitaði að stvðja stjórn þá, sem mynduð var 1944, enda var sú stjórnarmyndun talin hæpin. Jón Pálmason studdi þá stjói-n þegar í upphafi og var kosinn forseti sameinaðs Alþingis við það tækifæri. Fann náð fyrir augliti meirihluta þingheims og hlaut embættið. Um kosningu Jörundar Brynj- ólfssonar til forseta sameinaðs Alþingis skal ekki mikið rætt. Ef minni mitt svíkur mig ekki, þá sagði. dagbiaðið Tíminn, að það hefði verið einn liðurinn í mál- efnagrundvelli stjómarsamvinn- . unnar, að Jörundur yrði forseti sameinaðs Alþingis. Ef svo er, gefur. ko6íúil.g þans xekki iiaikið ljós, enda heppilegast. að um hana sé talað sem fæst. Annars er það leiðinleg stað- reynd, að virðing fyrir Alþingi voru virðist fara þverrandi, það, vera svipminna í meðvitund þjóð- arinnar og lágreistara, en áður fyrr. Þó farið sé stutt aftur í tím- ann, ekki nema í tíð Magnúsar Stephensen landshötfðingja, þá sést afturförin greinilega. Segja mér fróðir menn, að mikil hátíð hafi verið í Reykjavík, er Alþingi var sett í hans tíð. Mætti hann sjálfur, við það hátíðlega tæki- færi. í sínum fínasat embættis- skrúða. Þingmenn hans mættu og í samkvæmisklæðum. Þannig gekk hinn mæti landshöfðingi til kirkju áður en þing var sett og með honum hin þjóðkjömu prúð- menni, sem sæti áttu á þingi. Þá var ca. 6000 manns í Reykjavík, en svo vel sóttu bæjarbúar kirkju sína við þetta hátíðlega tækifæri, að hún var yfir full. Þá var þröngin svo:niikil við þinghúsið, að lögreglan hafði fpllt í fangi með, að halda opnum gangi, fyrir Magnús landshöfð- ingja, og fylgdarlið hans, þegar hann gekk úr kirkju .og í þing- húsið, en eftir fylgdi mannssöfn- uðurinn upp á áheyrendapaUa hú$sins meðan rúm var. Slíkt hið sama var í ráðherratíð Hannesar Hafstein. Það var á- nægjulegt, að sjá Hannes Haf- stein, þennan glæsilega fúrsta, ganga til kirkju, við þingsetn- ingu. í fararbroddi þingheims, sem .gkartaði öllu sínu til að þóknast og eftirlíkja foringja sín- um. Af Hannesi Hafstein stóð svo mikil glæsimennska, að allir hlutu að verða meiri menn og betri við að vera í návist hans og kynnast honum. Nú er öldin nokkuð önnur. Nú er Dómkirkjan nær tóm á þing- setningardegi, þingmenn mæta ekki allir við messu, en slikt þekktist ekkii valdatíð Magnúsar Stephensen og Hannesar Haf- stein. Ráðherrar og þingmenn viæta í sínum hversdagsfötum. kirkjan er ekki skreytt, allt ber þunglamalegan hversdagssvip. Er í þingið kemur og farið er að ræða þingmálin ber að sama brunni. Undir dagskrá eru oft og tíðum margir stólar auðir og allt einhvernveginn dauft og drunga- legt. Fáir menn á áheyrendapöll- um og allt líkt því, sem bæjár- búum komi þingið hreint ekkert við og ekki svari kostnaði að fylgjast með störfuiíi þess. Eg held, að þegar bithngasýkin fór, íyrir alvöru, að reyðja sér til rúms, innan þingheims, hafi dofnað glanziz þingsins í með- vitund þjóðarinnar. í valdatíð Hannesar Hafstein þekktist ekki bitlingafylgi. Sam- flokksm. hajnn máttu ekki biðja iiann um stöðu. Flokksmenn hans urðu að láta sér nægja virðing- una af því, að eiga hann fyrir foringja og vera í hans þjónustu. Siikur heiður var líka hverjum heiibrigðpm.njanni ruegilegt vega berar stöður eftir hæfni þeirra, en ekki eftir flokkaskipun. Það er fyrst í ráðherratíð Björns Jóiis sonar, sem stjórnmálafylgi krefst bitlinga. Vegn'a þess mun hann hafa rekið bankastjóra Lands- bankans frá starfi, enda fengu flokksmenn háns stöður við bank ann, sem kunnugt er. Beinafylgis gætti þót lítið innan þingsins allt til þesá að Jónas frá-Hriflu kem- ur til valda. Hann var lengi að brjótast til valda. Hann hét ó- spart á menn til fylgis við sig. Honum fylgdu margir vegna andlegra vfirburða hans'Og per- sónuleika og töldu sér fylgi rið hann sér til sæmdar, en matar- pólitíkin óð þá Uppi í þjóðfélag- inu eins og verstu afturgöngur á galdra- og draugatrúaröldum. Báða þessa menn, Björn Jónsson og Jónas Jónsson, skorti nægilega stjórnarhæfileika og þá magn- þrungnu stórmennsku, sem til þess þurfti að halda flokksmönn- um sínum í hæfilegri fjarlægð og' undir hæfilegum aga tignarmanns ins og því fór sem fór. Báðir fengu sömu örlög og báðir áttu Júdasa innan síns flökks, sem steyptu þeim af valdastóli. Þingheimur okkar samanstend- ur nú af sóma mönnum, se navilja gera vel, og gera vel; rækja sína köllun svo langt sem það, nær, en eru þó ekki „respekteraðir'* standa ekki á, nægilega glæstri sólarhæð og horfa ekki nægilega svo sem stöðu þeirra hæfir. Þeir hátt við lýði, syp .lýðurinn horfi í hrifningu upp til þeirra. Okkar „pólitík” er orðin um of mikil matarpólitík, flokkafylgið orðið um of mikið bitlingafylgi. Þetta þarf að breytast. Þing- heimur þarf að eflast að hárri hugsjón, enn hærri, en hann skart ar nú með. Hann þarf að eflast enn betur að félagsmálaþroska, sem setji hag f jöldans ofar sinum, vegna þess að þjóðin á að lifa og eflast um aldaraðir, en einstak- lingurinn að lifa stutt. P. Jak. •V t-vt. ' st í Samkomusalnum Laugavegi 162 í kvöld kl. 9. Hanna Ragnars syngur með hljómsveitinni. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••« ■r———-----------------------------------------“A H.r. EIMSKIPAFtLAG ISLANDS Aðcxlfundur Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags ís- lands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félags- ins í Reykjavík laugardaginn 12. júní 1954 og hefst kl. 1.30 e.h. 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úr- skurðar rekstursreikninga til 31. desember 1953 og efnahagsreikning með athugasemd- um endurskoðenda, svörum stjómarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoð- endum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ái’sarösins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt sam- þykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiösla um önnur mál, sem upp kunna aö verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa að- göngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum vei’ða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum hlutliafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 8.-10. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykja- vík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hend- ur til. skrásetningar, ef unnt er 10 dögum fyrir \ fundinn, þ.e. eigi síðar en 2, júní 1954. j Reykfavík, 22. desember 1953 Stjófnio

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.