Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.01.1954, Qupperneq 8

Mánudagsblaðið - 11.01.1954, Qupperneq 8
c DREINU I ANNAD Dawson og Man-Mau-menn — Lögregla í járnum — í>órð Björnsson I frí Islenzkur kaupsýslumaður, sem var á ferðalagi í Bretlandi, hitti þar stéttarbróður sinn brezkan og tóku þeir tal saman. Bretinn hafði löndunarbannið mjög í fiimtingum og taldi að Islendingar myndu bera skarð- an skjöld frá borði, áður en þeim málum lyki — „ eða“ spurði hann að lokum, „hvað getið þið Islend- ingar nú gert við fiskinn, þegar allar líkur benda til þess, að herra Dawson hafi ekki bolmagn til þess að kaupa fisk af ykkur á markaðinn hér?“ „Það er ósköp einfalt,“ svaraði íslenzki kaupsýslu- maðurinn, „við herðum hann bara og seljum Mau-Mau- mönnum hann.“ Er ekki, spyrjum vér, alveg óþarfi að taka menn inn í lögreglulið bæjarins, sem færðir hafa verið í kjall- ara hennar vitstola af drykkju ? Dæmi: t. d. þann, sem lögreglan tók hjá söluturhinum við Kalkofnsveg, nak- inn að ofan, og svo óðan að setja varð hann í jám? T. d. þann, sem fengið hefur á sig kærur samstarfs- manna sinna vegna óspekta á danshúsum bæjarins. Við nennum ekki að nefna fleiri dænu, eh þau eru inörg. En hámarkið er að senda slíka þilta á lögreglunámskeið hjá S.Þ. ★ Það er orðin almenn skoðun, að það $é ábyrgðar- hluti fyrir Reykvíkinga, að senda Þórð Björnsson aftur í bæjarstjóm. Sýnilegt er orðið að vera hans þar hefur stóriega tekið á taugar Framsóknarfulltrúans, en starf hans hinsvegar orðið alveg árangurslaust. Geðofsi Þórðar á fundum bendir til þess að Reykvíkingar gerðu rétt í að gefa honum og flokki hans æfilangt frí frá því, að blanda sér í málefni höfuðstaðarbúa. Hvað á að gera I kvöld? KVIKMYNDAJIÚS: Gamla bíó: Caruso. Mario za. Kl. 5, 7 og 9. Nýja bíó: Loftbrúin. Mont- gomery Clift. Kl. 5, 7 og 9. -.Tjamarbíó: Heimsins mesta lUh'- !>---------------------—— Leiklist: Framhald af 2. síðu. iÞjóðleikhúsið: Piltur og stúlka Eftir Emil Thoroddsen Leikstjóri: Indriði Waage. Aldrei hafa jafn margir, unnið að jafn litlu efni með jafn fáfengilegum árangri. Tr V A. B. CL í O Framhald af 5. síðu. fi— að reynt yrði (gegn um ís- . iendingasnobb) að koma Sigfúsi t í rétt sambönd þar vestra, þar ýsem honum yrði veitt áheyrn ; góðra manna?? Og bíðum þess jisvo að B:ng, Doris eða Roose- j.jnary kv.aki Tondeleyo yfir ljós- vakann, og geri Sigfús frægan! t Ég — ,Clio — hef bjargfasta trú á því, að slíkt fyrirtæki muni heppnast. Og margur hef- ■ iur verið styrktur af minna til- efni. Lýsi ég því hérmeð opinber- 3ega yfir — að ég mun gefa ein vikulaun frá Ménudagsblaðinu til styrktar Sigfúsi (með lög i pússi) á fund Ameríkumanna. Clio gleði og gaman. Betty Hutton. Kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó: Rauða myllan. Jose Ferrer. Kl. 5, 7 og 9. Hafnarbió: Bonzo fer á háskóla. Máureén O’Sullivan. Kl. 5, 7 og 9. Tripolibíó: Limelight. Char- les Ghaplin. Ki. 5:30 og 9. Stjörnubíó: Virkið. George Montgomery. Kl. 5, 7 og 9. LEIKIFCS: ■ ' ÞjóðleUchúsið. Harvey. Lár- us Pálsson. Kl. 20.00. Iðnó. Mýs og menn. Þor- steinn Ö. Stephensen, Brynj- ólfur Jóhannesspn. Kl. 20.00. Sfö sönglos eftir Slgfús Halldérsson Sigfús Halldórsson Nýlega er komið út nýtt lagahefti eftir hið vinsæla unga tónskáld Sigfús Hall- dórsson er nefnist Sjö söng- 1ÖK* . I þéssu hefti eru nokkur al- kunn og vinsæl lög eftir Sig- fús, en þau hafa flest komið út áður en eru nú uppseld. Lögin í þessu hefti eru Við Vatnsmýrina, Vögguljóð, I dag, Tondeleyo, Vlð eigum samleið, Dagný og Við tvö og blómið. Ekki er að efa, að mörgum leikur hugur að eignast lög Sigfúsar, en þau hafa náð yf- irleitt ótrúlegum vinsældum, sem sífellt fará vaxandi ef dæma má eftir nýju lögunUm hans islenzkt ástarljóð, Játn- ing og Litia flugan. Carl Billich hefur útsett flest lögin. (Sjá frekari skrif um Sigfús á kvennasíðu Clíó, gls. 5). MÁNUDAGSBLAÐIB Frábæf mynd í Ausfurbæjarbíói J. FERREK I HLUTVERKI MÁLARANS LAUTRECS Það er eins gott að komast strax að efninu og , segja: Hver sá, sem jmdi hefur af góðri kvikmjnd á að gera sér ferð hið fjTsta og sjá kvikmyndina Rauða myUan, sem sj'nd er nú I Austurbæjarbíói. Mynd þessi er byggð á lífi franska Ustmálarans Henry de Toulause-Lautrec. Líf þessa listamanns var að mörgu lejrti átakanlegt. Hann er af aðalsættum, fæðist og elst upp eins og slíkir sveinar gera, en verður í æsku f j'rir slj'si, sem gerir hann að krypplingi ævilangt. I.O.G.I.: Til hamingju með aímælið. De Hille-mynd í Tjarnarbíé . Tjamarbíó sýnir ennþá mynd- ina Heimsins mesta grleði og g am- an, en titillinn gefur eins lítið í skyn um myndina, og frekast verður á kosið. Mynd þessi ber öll eyrnamörg meistara síns, hóp- atriðin frægu, skrautið; íburðinn. En því miður virðist heldur lé- lega unnið úr góðu efni, oft smjattað á þunnmeti, en sirkus- atriðin mörg ágæt. Inn í myndina er bætt leiðinda-rómans, mjög misheppnuðum dramatiskum at- riðum, sem skemma mjög heild- arsvipinn og bætir þar gráu ofan á svart, klaufalegur leikur í stór- um hlutverkum. Stjórnandi myndarinnar Cecil B. De Mllle er frægastur allra stéttarbræðra sinna fyrir íburð, en jafnframt hefur hann látið efnismeðferðina sitja á hakanum. Þessi mynd ber þess glöggan vott. Það er .vissulega hægt að vinna vel úr. jafnmiklu efni og atvikum að tjaldabaki í stærsta og fræg- asta sirkus heimsins. En kvik- myndin gefur furðu litla hug- mynd um líf starfsmannanna þar, og gerir þeim fáu persónum, sem við kynnumst litil og vafasöm skil. Prógram Tjarnarbíós er hins- vegar Heimsins mesta gleði og gaman, telur upp þrjátíu per- sónur úr myndinni og endar þessi upptalning á Mr. Reporter (Brad Johnson), sem ekkert hefur til saka unnið annað en að tilheyra blaðamannastéttinni, og mætti því þýða embættisheiti hans í myndinni á íslenzku rétt eins og „leynilögregluþjónn". Aðsóknin að myndinni sýnir að De Mille hefur ekki kastað fé sínu á glæ, en einhvernveginn grunar mann að stéttarbræðrum hans hefði tekizt að gera meir úr efninu, en minna úr glysinu og lit skrautinu. Þá er það og ánægju- legt að vita að Victor Young og Ned Washington syngja lögin „The greatest show on earth“ og „Be a jumping Jack“, enda virð- ast barkakýli þeirra hafa „jump- Hann er gæddur listrænum gáfum, í eðli sínu „aristocrat", en það verður hlutskipti hans að hrærast meðal fólksins, sem stundar hinn fræga gleðistað Rauðu mylluna í hjarta París.ar- borgar. Lautrec gerði ekki ein- ungis þennan gleðistað heimsfræg an, heldur urðu myndir hans frá þessum stað, sem hann dró með- an hann hvolfdi í sig heilum „legionum" af konjaki, heimsfræg ar og eftirsóttar ásamt öðrum verkUm hans. En ástalíf lista- mannsins var eins sorglegt og myndir hans urðu víðfrægar. Myndin lýsir á áhrifamikinn hátt tilfinningum þessa geðríka lista- manns, fólkinu, sem hann kynn- ist, konunum, sem hann elskar og valda honum sálarþjáningum. José Ferrer leikur aðalhlut- verkið og má hiklaust telja, að betri og átakanlegri leikur hafi ekki sézt á léreftinu í langa tíð. Hvert atriði er öðru betra, kvik- myndun og leikstjórn fylgjast þarna að á ákjósanlegasta hátt, enda oft djarflega höndum til tekið. Hlutverkaskipun er frá- bær, „týpurnar“ smellnar, átak- anlegar, kátar, samvizkulausar eftir atvikum, en í gegnum mynd ina hljómar lagið, sem allir kann- ast orðið við og kennt er við myndina. Undirritaður er ekki svo kunn- ugur lífi listamannsins, að dæmt verði um sannsögulegt gildi at- burðanna. Hinsvegar hafa menn, sem listasögu kunna, tjáð mér, að myndin lýsi, í aðalatriðum og vel það, þáttum úr lífi Lautrecs þótt á köflum sé aukið við og áhrifin gerð leikrænni en búast má við úr daglegu lifi, enda algild regla í leiklist og ævilý'singum á prenti. Hinsvegar er svo vel hönduni farið um þetta verk, að sem hrein list stendur það frjálst og óhagg- að. En eins og að ofan stendur: látið ekki dragast að sjá' þessa mynd, og undarleg í meira lagi er sú persóna, sem ekki nýtur henn- ar til hins fyllsta, A. B. að“ beint í raddbönd Betty Hutt- on með tilhlýðilegum árangri. A. B, )

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.