Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 1
2005  FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A JÓNATAN MAGNÚSSON KANNAR AÐSTÆÐUR HJÁ OSSWEIL / C4 SPÆNSKA handknattleikssambandið vill gjarnan ráða Juan Carlos Pastor í fullt starf sem landsliðsþjálfara eftir að hann stýrði Spán- verjum til sigurs á heimsmeistaramótinu í handknattleik um síðustu helgi. Pastor tók starfið tímabundið að sér í haust þegar Cesar Argiles sagði af sér í kjölfar slaks árangurs á Ólympíuleikunum í Aþenu. Pastor gerði þá samning um þjálfun landsliðsins fram yfir heimsmeistaramótið í Túnis. Hans aðalstarf er að þjálfa BM. Valladolid sem er í 5. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og er hann með samning við liðið til 2007. Forráðamenn Valla- dolid vilja heldur ekki sleppa hendinni af Past- or en til þessa hefur það ekki komið til greina að landsliðsþjálfari Spánverja stýrði jafnframt félagsliði þótt undantekning hafi verið gerð um skamma hríð vegna Pastors. Spánverjar vilja Pastor í fullt starf Tveir íslenskir landsliðsmennverða í herbúðum Gummers- bach á næstu leiktíð, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson. Ege segir að þjálfarinn hafi ekki beðist afsökunar á framferði sínu. „Ég mætti á fyrstu æfinguna eftir HM og þar heilsaði hann mér eins og ekkert hefði í skorist. Ég lít á Ratka sem handknattleiksþjálfara og ekkert annað,“ segir Ege en hann var meiddur á hné í átta vikur áður en HM í Túnis hófst og var Ratka ósáttur við að Ege skyldi fara með norska liðinu þar sem hann var ekki búinn að leika í tvo mánuði. „Ratka sagði við mig áður en ég fór að ég þyrfti ekki að koma til baka – ef ég myndi koma meidd- ur til liðsins. Hann ásakaði mig um að hafa ekki gefið nógu mikið af mér á meðan ég var meiddur en læknir og sjúkraþjálfari liðsins gáfu grænt ljós á að ég færi á HM. Þeir sögðu að ég væri heill heilsu og ég kem til baka í fínu standi eftir HM,“ segir Ege en hann verður lík- lega ekki áfram í herbúðum Gumm- ersbach þar sem búið er að semja við þýska landsliðsmarkvörðinn Christian Ramota, en samningur Ege rennur út árið 2006. ÞÝSKA knattspyrnusam- bandið hefur ákveðið að leikmenn þýska landsliðsins á heimsmeistaramótinu árið 2006, sem fram fer í Þýska- landi, fái rúmlega 20 millj- óna króna bónus hver takist liðinu að landa heimsmeist- aratitlinum. Ef liðið kemst í undan- úrslit fær hver leikmaður rúmlega 4 milljónir króna, um 8,1 milljónir fyrir að komast í undanúrslit og rúmlega 12 milljónir fyrir að leika úrslita. Hinsvegar fá leikmenn liðsins rúmlega 20 milljónir hver fyrir að sigra í úrslitaleiknum. Árið 2002 er HM fór fram í S-Kóreu og Japan sömdu leikmenn þýska liðsins á svipuðum nótum en upphæð- irnar sem um er að ræða hafa tvöfaldast á fjórum ár- um. Þjóðverjar léku þar til úr- slita gegn Brasilíu í leik sem Brasilía vann 2:0 en fyrir silfrið fengu þýsku leik- mennirnir tæplega 5,8 millj- ónir króna hver. Þjóðverj- ar stefna á HM- gullið AUSTURRÍSKI skíðakappinn Her- mann Maier bætti enn einni skraut- fjöðrinni í hatt sinn í skíðabrekk- unni er hann varð sigurvegari í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Bormio á Ítalíu í gær. Maier, sem var í öðru sæti í fyrri umferðinni, varð einnig annar í seinni umferðinni, en náði bestum samanlögðum tíma – 2.50,41 mín. Hann var fjórðungi úr sekúndu á undan landa sínum Benjamin Raich, sem fékk silfur. Raich náði besta tímanum í seinni umferðinni, eftir að hafa verið í sjöunda sæti eftir fyrri umferðina, fékk sam- anlagðan tíma 2.50,66 mín.. Bandaríkjamaðurinn Daron Rahlves, sem hafi forystu eftir fyrri ferð, varð að sætta sig við þriðja sætið á tímanum 2.51,09 mín. Sindri Pálsson varð í 50. sæti á tímanum 3.10,84 mín. Björgvin Björgvinsson og Kristinn Ingi Vals- son komust ekki í gegnum fyrri um- ferðina, en Kristján Uni Óskarsson keppti ekki vegna veikinda. Reuters Hinn sigursæli Austurríkismaður Hermann Maier á fleygiferð í stórsvigskeppni heimsmeistaramótsins í Bormio á Ítalíu í gær. Maier fékk gull Þjálfari Gummersbach hótaði Ege fyrir HM STEINAR Ege markvörður norska landsliðsins í handknattleik segir við norska fjölmiðla að þjálfari þýska liðsins Gummersbach, Rich- ard Ratka, hafi sagt við sig að hann þyrfti ekki að koma til liðsins á ný ef hann slasaði sig á heimsmeistaramótinu í Túnis. Reuters Steinar Ege gegn Þjóðverjanum Christian Zeitz á HM í Túnis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.