Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 4
FÓLK  RÚNAR Sigtryggsson og læri- sveinar hans hjá þýska handknatt- leiksliðinu Eisenach unnu Friesen- heim, 26:25, á útivelli í suður hluta 2. deildar í fyrrakvöld. Þar með er Eisenach komið upp í 5. sæti deild- arinnar með 24 stig að loknum 20 leikjum. Friesenheim er í fjórða sæti tveimur stigum á undan. Einar Logi Friðjónsson lék ekki með Friesen- heim í leiknum þar sem hann hefur ekki jafnað sig eftir að hafa brotið þumalfingur í síðasta mánuði.  EINAR Örn Jónsson skoraði ekki fyrir Wallau Massenheim þegar liðið vann Köndringen/Teningen, 45:23, í 16 liða úrslitum þýsku bikarkeppn- innar í handknattleik í fyrrakvöld.  ÁSTRALÍUMAÐURINN Steven Bowditch fékk alls tíu fugla á fyrsta keppnisdegi á Holden-golfmótinu sem fram fer á Harbour-vellinum í Auckland á Nýja-Sjálandi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Bow- ditch er samtals á átta undir pari eftir hringinn, þar sem hann notaði 64 högg, en hann fékk tvo skolla, og sex pör á hringnum. En mótinu lýkur á sunnudaginn.  BOWDITCH er aðeins 21 árs og var einu höggi betri en sænska þríeykið Niclas Fasth, Chris Hanell og Joakim Häggman, Skotinn Alastair Forsyth og Ástralinn Simon Nash.  ANTAWN Jamison skoraði 35 stig og þar af 14 í síðasta leikhluta er Washington sigraði San Antonio Spurs í NBA-deildinni aðfaranótt fimmtudags, 95:87. Gilbert Arenas skoraði 24 stig fyrir Washington en þeir félagar voru valdir í Stjörnulið NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í vik- unni. Tim Duncan lék ekki með Spurs en hann sneri sig á ökkla á æfingu á mánudaginn en verður ekki lengi frá en Spurs er með besta vinningshlut- fallið í NBA-deildinni.  SÆNSKI landsliðsmaðurinn And- ers Svensson hefur ákveðið að semja við Elfsborg í heimalandi sínu á ný en hinn 28 ára gamli miðjumaður er samningsbundinn Southampton í ensku úrvalsdeildinni fram á sumar. Svensson hefur verið lykilmaður í sænska landsliðinu undanfarin ár og telur að framtíð hans sé betur borgið í Elfsborg þar sem hann fái að njóta sín sem framliggjandi miðjumaður.  FYRIRTÆKI og einstaklingar í bænum Borås hafa gert samkomulag við félagið að taka þátt í þeim kostn- aði sem fylgir því að fá Svensson á heimaslóðir á ný en mörg félög á meg- inlandi Evrópu og í ensku úrvals- deildinni höfðu sýnt áhuga á að semja við Svensson.  SÆNSKI landsliðsframherjinn Marcus Allbäck er ekki sáttur við Patrick Vieira eftir vináttulandsleik liðana á miðvikudaginn en Allbäck segir að franski landsliðsmaðurinn og leikmaður Arsenal hafi gefið sér vilj- andi olnbogaskot í leiknum. Allbäck var á dögunum úrskurðaður í fjög- urra leikja bann í þýsku deildinni vegna olnbogaskots. „Ef ég á skilið að fá 4 leiki í bann fyrir það sem ég gerði þá á Vieira að fá 10 leikja bann,“ sagði Allbäck við Aftonbladet eftir leikinn í París sem lauk með jafntefli 1:1.  EINN þekktasti körfuknattleiks- maður sögunnar, Michael Jordan, segir í viðtali við bandaríska dagblað- ið USA Today að hann hafi áhuga á því að eiga meirihluta í NBA-liði en hann ætli sér að bíða eftir rétta tæki- færinu. Jordan átti hlut í Washington Wizards en seldi hlut sinn er hann hóf að leika á ný með liðinu. Hann hefur lítil afskipti af körfuknattleik þessa dagana og nýtur lífsins með fjöl- skyldu sinni auk þess sem hann leikur golf eins oft og hann getur.  LOGI Gunnarsson lék í tæpar 5 mínútur með Giessen 46’ers í þýsku úrvalsdeildinni um sl. helgi er liðið vann Trier 84:74. Logi skoraði ekki stig á þeim tíma. JÓNATAN Magnússon, fyrirliði KA, skoðar á næstunni aðstæður hjá þýska handknattleiksliðinu TSG Ossweil með möguleika á samningi á næsta vetri í huga. „Ég reikna með að vera úti um aðra helgi við æfingar,“ sagði Jón- atan í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það hefur ekkert verið rætt um samning ennþá, aðeins að ég komi út til æfinga. Því er hins vegar ekki að leyna að ég er spenntur fyrir þessu og ég finn einnig fyrir miklum áhuga hjá for- ráðamönnum Ossweil. Síðan verð- ur að koma í ljós til hvaða nið- urstöðu þetta leiðir,“ sagði Jónatan sem lék með KA gegn Ossweil á æfingamóti í Þýskalandi í fyrra sumar. Í þeim leik skoraði Jónatan 14 mörk en hann segir það ekki vera meginástæðu þess að félagið hafi haft samband við sig. „Fyrst og fremst er Ossweil að leita að sterkum varnarmanni.“ Ossweil er með bækistöðvar í Ludwigsburg sem er skammt frá Stuttgart. Óskar Ármannsson, fyrrverandi leikmaður Hauka og núverandi þjálfari kvennaliðs Vík- ings, lék með Ossweil fyrir nokkr- um árum. Liðinu hefur ekki vegna sem best í suðurhluta 2. deildar í vetur og er nú í 15. sæti af 18 lið- um. Mikið hefur verið um meiðsli í herbúðum þess. Á síðustu leiktíð mátti litlu muna að Ossweil tækist að vinna sér sæti í efstu deild. Jónatan æfir með Ossweil Fyrir leikinn voru Valsarar álitn-ir sigurstranglegri, því þeir leiddu mótið fyrir umferðina og höfðu sett stefnuna á deildarmeistara- titilinn. Heimamenn þurftu hins vegar að stokka sitt lið töluvert upp vegna meiðsla og munaði þar mest um Árna Þór Sig- tryggsson, sem borið hefur sókn- arleik liðsins uppi. Árni kom þó inn á um stund í seinni hálfleik, með veglega andlitsgrímu, og skoraði tvö mikilvæg mörk á nokkrum mínútum. Að öðru leyti var horna- maðurinn Goran Gusic munstraður í skyttuhlutverkið og skilaði því með prýði. Stjarna leiksins var þó leikstjórnandinn ungi, Sindri Har- aldsson, sem fór hreinlega á kost- um og gerði 10 mörk í öllum regn- bogans litum. Valsarar voru ekki sjálfum sér líkir í leiknum; þeir voru ekki nógu aggressífir gegn brothættum sóknarleik heima- manna og sóknarleikurinn var löngum stundum hörmulegur, sér- staklega í seinni hálfleik. Sigurður Eggertsson sýndi þó góða takta í fyrri hálfleik og Heimir Örn Árna- son var drjúgur, þótt lítið bæri á honum lengst af. Þórsarar byrjuðu betur og skor- uðu þrjú fyrstu mörkin. Mareks Skabeikis lokaði markinu í upphafi en Valsmenn náðu síðan að saxa á forskotið. Um fimmtán mínútna skeið varði Mareks ekki skot og seinni hluta hálfleiksins var Valur með yfirhöndina. Meðal annars varði Pálmar víti þegar Valur var tveimur færri og þeir náðu síðan að skora í kjölfarið. Munurinn varð þó aldrei meiri en tvö mörk, Val í vil, og Þórsarar náðu síðan að jafna metin í 15:15, þremur sek- úndum fyrir leikhlé, með tveimur mörkum á hálfri mínútu. Valsarar tóku leikhlé og sýndu síðan fram á það að þrjár sekúndur duga alveg til að skora mark, þótt byrjað sé á miðju. Valur hóf seinni hálfleikinn af krafti, einum færri, og náði þriggja marka forskoti með tveimur fyrstu mörkum hálfleiksins. Eftir sjö mín- útna leik höfðu Valsarar tveggja marka forskot, 19:17, og þá kom kaflinn sem gerði útslagið í leikn- um. Mareks skellti í lás í Þórs- markinu og gestirnir skoruðu ekki mark í ellefu mínútur. Sóknarleik- ur Þórsara var löngum fálmkennd- ur og töluvert um hnoð en afar skynsamlega leikinn. Á þessum kafla skoraði Þór sex mörk, þar af Árni Þór sín tvö, og skyndilega voru Þórsarar komnir með 23:19 forystu. Valsmenn tóku leikhlé og tókst síðan að minnka muninn í eitt mark. En Þórsarar voru klók- ari á endasprettinum, gerðu fimm mörk á síðustu fimm mínútunum gegn tveimur Valsara, og unnu öruggan sigur. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var skiljanlega ekki sáttur við frammistöðu sinna manna eftir leikinn. „Þetta datt ekki okkar megin, við gerðum fullt af tækni- feilum í sókninni og skoruðum ekki nema 10 mörk í seinni hálfleik en 16 í fyrri. Þórsarar voru mjög skynsamir, tóku eins langar sóknir og dómararnir leyfðu og voru oft heppnir með fráköst og annað. Við settum stefnuna á deildarmeistara- titilinn en það er alveg ljóst að við verðum ekki meistarar svona. Við eigum erfiðan leik gegn Haukum næst og þá þýðir ekki að spila svona,“ sagði Óskar Bjarni. Axel Stefánsson, þjálfari Þórs, var hins vegar fyllilega sáttur. „Við þurftum að púsla saman lið- inu, vegna meiðsla og veikinda, vorum með tvo 3. flokks stráka og einn úr 4. flokki. Þessir strákar, og aðrir sem hafa spilað lítið í vetur, öxluðu mikla ábyrgð og spiluðu með Þórshjartanu. Mér fannst við hafa meiri vilja í þessum leik en þeir, vorum hungraðri og mikil leikgleði í liðinu. En mér finnst Valur hins vegar vera með eitt besta liðið og þeir verða í toppbar- áttunni. En við sýndum skynsemi og strákarnir stóðu sig frábær- lega,“ sagði Axel Stefánsson. Þórsarar skelltu Val BARÁTTAN í úrvalsdeild karla, DHL-deildinni, í handknattleik harðnaði enn þegar Þórsarar unnu fremur óvæntan sigur á Valsmönnum í síðasta leik fyrstu umferðar á Akureyri í gærkvöld, 30:26. Heimamenn komust þar með upp að hlið Eyjamanna í hinu mikilvæga sjötta sæti en Valsmönnum mis- tókst að endurheimta topp- sætið sem þeir vermdu fyrir um- ferðina. Leikur liðanna í gærkvöld var jafn og spennandi allan tímann og lengst af mun- aði ekki nema 1–2 mörkum á lið- unum. Þótt hvorugt liðið léki vel voru Þórsarar skynsamari þeg- ar mest á reið og unnu nokkuð öruggan og sanngjarnan sigur. Morgunblaðið/Kristján Sindri Haraldsson lék vel með Þór gegn Val í gærkvöld og skor- ar hér eitt af 10 mörkum sínum í leiknum. Á litlu myndinni er Árni Sigtryggsson, skyttan öfluga úr Þór, sem lék með andlits- grímu vegna nefbrots og spilaði aðeins í nokkrar mínútur. Valur Sæmundsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.