Morgunblaðið - 12.02.2005, Page 57

Morgunblaðið - 12.02.2005, Page 57
HÓPUR frá barnastöð breska rík- issjónvarpsins, CBBC, er staddur hér á landi við tökur á barnaþætt- inum Blue Peter, sem er einn vin- sælasti og rótgrónasti barnaþáttur Bretlands. Einn stjórnandi þátt- arins, Zöe Salmon, kom hingað í gær og hóf þegar skautaæfingar, en þátturinn fjallar um ferð hennar hingað í þeim tilgangi að læra ís- hokkí. Annar stjórnandi, Matt Bak- er, er væntanlegur til landsins á mánudaginn og munu tökur standa yfir til föstudags. Þættirnir fjalla um ævintýri og ferðir kynnanna, en Blái Pétur er fáni á „skipinu“ sem þeir nota í ferðalögum sínum. Þeir ferðast um víða veröld og kynna sér hitt og þetta; störf, íþróttir og hvers konar tómstundaiðkun, svo dæmi séu nefnd. Zöe kemur hingað til að læra íshokkí, sem fyrr segir, en í leiðinni fræðist hún um Ísland og ýmsa sér- stöðu þess, eins og til að mynda jarðvarmann, sem hitar upp húsin hjá Frónbúum. 45 ára gamall þáttur Mignon Aylen, aðstoðarmaður framleiðanda þáttanna, segir í sam- tali við Morgunblaðið að Blue Pet- er-þættirnir hafi verið á dagskrá BBC í um 45 ár. „Þeir eru mjög vinsælir hjá börnum í Bretlandi. Upptökur fara fram í sjónvarpssal, en kynnarnir eru líka í eins konar landkönnuðarhlutverki og ferðast því víðs vegar um heiminn,“ segir hún og bætir við að Íslandsþátt- urinn verði á dagskrá CBBC í apr- ílmánuði. Zöe mun spila með kvennaliði Bjarnarins gegn 4. flokki B hjá Skautafélagi Reykjavíkur annað kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.30 og vilja BBC-menn að sem fjölmennast verði á áhorfendapöllum. Þeir hvetja fólk því til að mæta í Skauta- höllina í Reykjavík annað kvöld. Sjónvarp | Vinsæll breskur barna- þáttur tekinn upp hér á landi Blái Pétur er á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Breska sjónvarpskonan Zöe mátti engan tíma missa og skellti sér í Skautahöllina til að skoða aðstæður um leið og hún kom til landsins í gær. Leikur kvennaliðs Bjarnarins og 4. flokks B hjá Skautafélagi Reykja- víkur fer fram í Skautahöllinni á morgun kl. 19.30. Kvikmyndir.is Ian Nathan/EMPIRE V.G. DV. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15. B.i. 14 ára. KEFLAVÍK Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk. Besta mynd hans til þessa. Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun KRINGLAN Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10. B.i. 14 ára. Ein vinsælasta grínmynd allra tíma Þrjár vikur á toppnum í USA J.H.H. Kvikmyndir.com H.J. Mbl. YFIR 36.000 ÁHORFENDURI .  H.L. Mbl.  DV  Rás 2  Kvikmyndir.com ÁLFABAKKI Kl. 1.30, 3.45 og 6. Ísl.tal. / kl. 1.30 og 3.45. Enskt tal. Kvikmyndir.is Tilnefningar til óskarsverðlauna4 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.30, 3.45, 6, 8.15 og 10.30. Tilnefningar til óskarsverðlauna4 ÁLFABAKKI Kl. 6, 8.15 og 10.30. B.i. 16. AKUREYRI Kl. 8 og 10. B.i. 16. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 3.45 og 6.20. KRINGLAN kl. 12, 2, 4, 5 og 6.30. Ísl.tal. / Sýnd kl. 4,30. Enskt tal. AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl.tal. AKUREYRI Kl. 2 og 4. Ísl.tal. Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið rækilega í gegn í USA og víðar. Varúð: Ykkur á eftir að bregða. B.i 16 ára    Ó.S.V. Mbl. FRUMSÝND Í DAG FRUMSÝND Í DAG FRUMSÝND Í DAG Disneyhetjurnar Bangsímon, Grísli, Tígri og félagar lenda í stórkostlegu nýju ævintýri! Disneyhetjurnar Bangsímon, Grísli, Tígri og félagar lenda í stórkostlegu nýju ævintýri! KRINGLAN Sýnd kl. 12 og 2.15. KRINGLAN Kl. 12 og 2.15. Ísl.tal. il f i r til r r l MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 57 DCS Á ÍSLANDI. Þvottaekta indversk Bhangra gleðitónlist á Nasa. Föstudaginn 18. febrúar kl. 22:00. Aðgangur ókeypis. Tónleikar DCS eru styrktir af Icelandair og Breska sendiráðinu z e t o r  Zöe ólst upp í Bangor á Norður-Írlandi.  Hún var í skólakórnum, hokkíliðinu og vann skrift- arkeppni í skóla.  Zöe er menntaður lögfræð- ingur og hefur málflutn- ingsleyfi.  Hún gekk til liðs við Bláa Pétur fimmtudaginn 23. desember 2004.  Zöe líður best á sviði. Staðreyndir um Zöe

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.