Morgunblaðið - 12.02.2005, Page 60

Morgunblaðið - 12.02.2005, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opi› í dag laugardag frá kl. 11-16 FÓLK slasaðist í hörðum árekstri tveggja fólksbíla sem varð við bæinn Fiskilæk í Leirársveit í umdæmi Borgarfjarðarlögreglunnar í gær- kvöldi. Tvennt var í hvorum bíl en upplýsingar lágu ekki fyrir um það hversu alvarleg meiðslin voru. Þurfti lögreglan að loka Vesturlandsvegi um tíma í gærkvöldi vegna slyssins. Eru bílarnir illa skemmdir eftir áreksturinn. Nokkru fyrr um kvöldið varð ann- ar og minni árekstur tveggja fólks- bíla við bæinn Skorholt, skammt frá þeim stað þar sem síðari áreksturinn varð. Mikil hálka var á veginum sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar í Borgarnesi. Slösuðust í hörðum árekstri í Leirársveit FRIÐJÓN Guðmundsson, bóndi á Sandi í Aðaldal, lét nýlega af störfum sem veður- athugunarmaður fyrir Veðurstofu Íslands, en hann hefur gegnt því starfi samfellt í 65 ár eða frá ársbyrjun 1940. Enginn íslenskur veðurathugunarmaður hefur verið svo lengi í þessu bindandi starfi og raunar er vitað um fáa í heiminum sem staðið hafa vaktina jafnlengi eða lengur en Friðjón, skv. upplýsingum frá Magnúsi Jónssyni veðurstofustjóra. Veðrið tekið þrisvar á dag Veðurathuganir hófust á Sandi í apríl 1932, en fyrstu árin sá Heiðrekur Guð- mundsson, bróðir Friðjóns, um þetta starf. Friðjón leysti hann stundum af en tók svo alfarið við því fyrir utan einn vetur þegar hann stundaði búfræðinám á Hvanneyri 1946-1947. Venja var að taka veðrið þrisvar á dag, kl. 9 á morgnana, kl. 15 og kl. 21. Í bréfi frá Veðurstofunni er Friðjóni hælt fyrir nákvæmni og skyldurækni við starfið en nú hefur hann tekið saman athuganir sínar sem eru efni í heila bók og yfirlit um veður í Aðaldal 1931-2000. Þar má lesa veð- urfarsyfirlit yfir hvern mánuð í 70 ár og sagt er frá meðalhita, stormum, stórhríðum og hafískomum. Handrit þetta er nokkur hundruð síður og dreymir Friðjón um að gefa þessar athug- anir sínar út enda merkilegar heimildir sem hann hefur verið að vinna að á undanförnum árum. Óvanalegir kuldar 1979 en samfelld veðurblíða 1939 Hann segir margt minnisstætt eins og kuldatímabilið með hafísnum í lok sjöunda áratugarins, svo og kaldasta maí sem mælst hefur á Íslandi en það var vorið 1979. Þá var meðalhitinn á Sandi undir frostmarki og allt það sumar einkenndist af óvanalegum kuldum. Hins vegar var árið 1939 ein sam- felld veðurblíða þar til fór að snjóa seint um haustið, þ.e. í nóvember. Einnig var árið 1933 óvanalega hlýtt. Friðjón dvelst um þessar mundir á dval- arheimilinu Hvammi á Húsavík en hann stundaði alla ævi búskap og hætti með kýrnar árið 1999, þá tæplega áttræður. Hann er fæddur 10. sept. 1920 og verður því áttatíu og fimm ára í haust. Hann lagði alla tíð rækt við félagsstörf og var oddviti sveit- ar sinnar um árabil og hefur fylgst vel með þjóðmálum, enda skrifað mikið af greinum í blöð og tímarit. Friðjón brosir þegar minnst er á sam- viskusemi hans við veðurathuganirnar og viðurkennir að það hafi komið fyrir sig þeg- ar hann var við heyskap á engjum að hann hafi orðið að búa til tölur fyrir miðjan dag- inn en líklega hafi þær ekki verið fjarri lagi. Hann segir þetta starf fyrir Veðurstofuna hafa verið fróðlegt og um margt minnis- stætt. Friðjón Guðmundsson á Sandi hættir veðurathugunum eftir 65 ára starf Fáir staðið vaktina lengur Laxamýri. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Friðjón með bókina sem hann fékk að gjöf frá Veðurstofu Íslands fyrir farsæl störf. ÍSLENSK kona lést í bílslysi á Kan- aríeyjum í fyrradag. Ekið var á hana þegar hún var að fara yfir götu. Hún hét Sigurbjörg Bjarnadóttir, til heimilis að Bakkabakka 4a í Neskaupstað. Sigurbjörg var á 69. aldursári, fædd 12. ágúst 1937. Hún lætur eftir sig eigin- mann og þrjú uppkomin börn. Samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu hefur ræðismaður Íslands á Kanaríeyjum verið í sam- bandi við lögreglu og sjúkrahús vegna málsins. Lést í bílslysi á Kanaríeyjum SKIPVERJARNIR fimm sem kom- ust lífs af þegar Jökulfellið fórst gátu litlar upplýsingar gefið við sjópróf í Færeyjum í gær um orsakir þess að skipið sökk aðfaranótt sl. þriðjudags. Sjóprófum vegna slyssins lauk síð- degis í gær. Joel undir Leitinum, umboðsmað- ur Samskipa í Þórshöfn, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi að skipverjarnir fimm hefðu hvorki séð né heyrt nægilega mikið til að geta svarað því af hverju skipið fékk á sig sífellt meiri slagsíðu sem leiddi til þess að því hvolfdi og það sökk. Hallinn allt að 40 gráður í miklum veltingi Joel sagði að komið hefði í ljós við sjóprófin að veðrið hefði verið mun verra þegar skipið fórst og meiri ölduhæð en áður var talið. Yfir dag- inn var skipið í átta vindstigum á Beaufort-kvarðanum eða hvassviðri en vindstyrkurinn jókst þegar leið á kvöldið og fór upp í níu til tíu vind- stig, sem samsvarar allt að 28 metr- um á sekúndu. Skipið tók miklar veltur að sögn Joels og hallaðist um 30 gráður á hvora hlið fram eftir degi en þegar leið nær kvöldi var velt- ingur skipsins kominn í 40 gráður. Síðan snerist það skyndilega af mikl- um krafti, lagðist á hliðina og varð ekki rétt við aftur. Rannsókn á sjóslysinu í Færeyj- um er nú lokið og halda skipverjarn- ir fimm heim á leið frá Færeyjum í dag. Sjóprófum vegna sjóslyssins er Jökulfellið sökk lokið Lenti í verra veðri en áður var talið KRAFTMIKLUM strákum finnst fátt skemmtilegra en að leika sér að bolta þar sem plássið er mikið og engin hætta á að styttur fjúki úr hillum. Nota þeir öll tækifæri til að hlaupa eins og þeir geta – oft í kappi við félaga sína. Hins vegar er nauðsynlegt að setjast stundum nið- ur, hvíla sig og virða nágrennið fyrir sér. Er varamanna- bekkurinn í íþróttahúsinu ekkert verri staður en hver annar til þess. Drengurinn á myndinni hélt bekknum samt ekki heitum lengi eins og margir af eldri kynslóð- inni þurfa að gera í sínum keppnisíþróttum. Morgunblaðið/Golli Vermir varamannabekkinn EIMSKIP mun annast alla flutn- inga fyrir Samherja og þjónustu tengda þeim samkvæmt nýgerðum samningi milli félaganna. Í samn- ingnum felst að Eimskip annast alla millilandaflutninga auk þjón- ustu innanlands og aðra flutninga- tengda þjónustu sem tengist þörf- um Samherja. Á þriðja hundrað þúsund tonn „Með þessu samkomulagi er horft til mjög víðtæks og náins samstarfs með það að markmiði að ná fram hámarkshagræðingu vegna flutnings- og vörustjórnunar fyrir Samherja,“ segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. „Samkomulagið mun mjög styrkja stöðu okkar í þeirri þjónustu sem við höfum verið að byggja upp í kringum sjávarútveginn og frysti- vöruflutninga.“ Samherji flytur á þriðja hundrað þúsund tonna á ári heima og er- lendis. Eimskip flytur fyrir Samherja  Samherji/15 FRAMTÍÐIN liggur ekki í því að efla ríkjandi afstöðu til náttúrunnar sem öll er lituð af þeirri hugmynd að þjóð- félagið þurfi fyrst og fremst sífellt meiri orku. Við verðum að átta okkur á því að ofuráhersla á að ná tæknilegu valdi á náttúruöflunum mun leiða okkur í ógöngur,“ segir Páll Skúlason heimspekiprófessor og rektor Há- skóla Íslands í viðtali í Lesbók í dag en hann hefur sent frá sér bókina Hugleiðingar við Öskju þar sem fjallað er um samband manns og nátt- úru og hvert við stefnum í þeim efn- um. „Ef við horfum alltaf á náttúruna út frá hagnýtissjónarmiðum þá hættum við að rækta hæfileika okkar til að hugsa um náttúruna sem sjálfstæðan veruleika,“ segir Páll og leggur áherslu á hæfileikann til að undrast og dást að undrum náttúrunnar í bók- inni en þennan hæfileika telur Páll eiga undir högg að sækja í menningu okkar. Hann segir að það verði að leggja áherslu á að kenna börnum að skynja náttúruna og hugsa um hana.  Þurfum að kenna/Lesbók Afstaða til náttúrunnar „Mun leiða okkur í ógöngur“ ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.