Morgunblaðið - 25.02.2005, Side 3

Morgunblaðið - 25.02.2005, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2005 B 3 bílar                                       !!" #      "         $      %   &   '           !  " !#   $% %   & ' ( !# )  $%%   ***+ innflutningi hljóti það þó að verða framtíðarstefnan. Jón Trausti Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Öskju, segir í sam- tali við Morgunblaðið að undirbún- ingur starfseminnar hafi gengið vel og hafi fulltrúar frá Daimler- Chrysler verið þeim til aðstoðar síðustu vikur og mánuði. Voru sex fulltrúar fyrirtækisins viðstaddir opnunina. Jón Trausti segir að fyrsta skrefið hjá Öskju sé sala og þjónusta á Mercedes Benz fólks- bílum, fljótlega komi síðan að Chrysler og Jeep og þriðja skrefið sé atvinnubílarnir og að opna full- komið vörubílaverkstæði. Chrysler Morgunblaðið/Golli Nýr SLK er meðal sýningarbíla í nýja salnum á Laugavegi. Morgunblaðið/Golli Viðeigandi merkingar eru komnar á gamla Hekluhúsið. HEKLA hf. keypti nýverið Kia-um- boðið sem hefur um nokkurt skeið flutt inn Kia-bíla frá Kóreu. Verður umboðið rekið sem dótturfyrirtæki Heklu og fyrst um sinn til húsa í nú- verandi húsnæði við Flatahraun í Hafnarfirði. „Þetta er búið að vera til skoðunar hjá okkur frá því í nóvember á síðasta ári en Kia-bílar eru mjög áhugaverðir og við sjáum fyrir okkur mikinn vöxt í innflutningi þeirra strax á þessu ári,“ sagði Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu hf., í samtali við Morgunblaðið. Tryggvi segir að núverandi starfs- menn Kia-umboðsins, sem eru átta, haldi áfram störfum hjá fyrirtækinu og að það verði áfram til húsa við Flatahraun en auk söludeildarinnar er þar einnig rekið þjónustuverk- stæði. „Við sjáum hins vegar fyrir okkur talsverða aukningu í umsvifum hjá fyrirtækinu þannig að það er lík- legt að við þurfum að finna hentugra húsnæði síðar á árinu.“ Alls voru fluttir inn um 130 Kia- bílar í fyrra og segir Tryggvi stefnt að talsvert mikilli aukningu í ár. Seg- ir hann einkum Kia-jeppana hafa selst vel en einnig séu fólksbílarnir frá Kia góðir og á samkeppnishæfu verði. Móðurfyrirtækið, Hekla, mun sjá um bókhald, fjármál og starfs- mannastjórn Kia-umboðsins. Tryggvi segir að líta megi á Kia-um- boðið og Öskju, sem er í eigu sömu hluthafa og eiga Heklu, sem sjálfstæð sölufyrirtæki fyrir sín merki en stoð- deildir séu sameiginlegar öllum fyr- irtækjunum. Tryggvi segir að lokum að hlut- deild Heklu og tengdra fyrirtækja á íslenskum bílamarkaði muni með þessu fara hratt vaxandi á þessu ári enda sé gert ráð fyrir stóraukinni sölu bíla bæði frá Daimler-Chrysler og Kia. „Við erum með bíla frá öfl- ugum framleiðendum sem geta boðið bíla fyrir mjög fjölbreytt verkefni, merki sem eiga vinsældum að fagna hérlendis um áraraðir. Móðurfyrir- tækið og sölufyrirtækin eru sterk heild þar sem hæfir starfsmenn veita góða þjónustu.“ Kia áfram til húsa í Hafnarfirði Morgunblaðið/Júlíus KIA-umboðið verður áfram fyrst um sinn í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.