Morgunblaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 12
12 B FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Á
mánudaginn kemur, 28.
febrúar, eru slétt 64 ár lið-
in síðan belgíska flutn-
ingaskipið Persier strand-
aði í vonskuveðri á
svonefndri Dynskógafjöru við ósa
Blautukvíslar skammt austan við
Hjörleifshöfða. Ekki varð mannskaði
og strax og veðri slotaði var farið að
huga að björgun verðmæta. Helstu
samtímaheimildir um strand þetta
eru í útskrift af sjóprófum sem haldin
voru í júní þetta sama ár, svo og dómi
Hæstaréttar frá árinu 1943, þar sem
rakin er saga strands og björgunar
eins og hún kom frá Sjó- og versl-
unardómi Reykjavíkur, sem kveðinn
var upp ári fyrr.
Í skipinu voru 100 vörubílar ósam-
settir, en að öðru leyti var farmurinn
hrájárn. Í ofangreindum heimildum
er lítið sagt um björgun farmsins,
sem mun einkum hafa miðast við að
létta skipið til að ná því á flot aftur,
enda virtist þetta 8.200 tonna skip við
fyrstu skoðun lítið skemmt. Það stóð
rétt í sandinum og vissi stefni til
lands.
Skipið hafði strandað austanvert
við ós Blautukvíslar. Áin breytti sér
hins vegar fljótlega og færði sig aust-
ur fyrir þennan aðskotahlut sem nú
truflaði rennsli hennar. „Að morgni
þess 12. mars var farið aftur til skips-
ins, en þegar þangað kom sást að áin
Blautakvísl, sem hafði áður runnið
vestan við skipið, rann nú fyrir aust-
an það, gerði þetta losunina all erfiða
því að sandurinn var svo lágur vestan
við ána og varan myndi alls ekki vera
óhult þar fyrir sjógangi. Var því byrj-
að á því að veita ánni vestur fyrir
skipið, einnig var gengið í að byggja
skýli fyrir verkamennina uppi á sand-
inum til þess að búa í. Daginn eftir
kom í ljós að það myndi vera árang-
urslaust að reyna að breyta ánni,“
segir í sjóprófunum.
Ekki var einfalt mál að bjarga úr
skipinu. Öllu sem bjarga átti varð að
koma yfir Blautukvísl upp á sand-
kambinn þangað sem það mátti telj-
ast sæmilega öruggt. Til þess þurfti
að setja upp kláf yfir árósinn, um 150
metra loftlínu. Yfir þetta haf var allt
dregið á vír, menn og varningur. Til
þess að fá festu í gljúpum sandinum
var grafin í hann djúp og mikil gryfja
og þar í lögð gild keðja, vafin utan um
lestarhlera. Síðan var gryfjan aftur
fyllt af sandi.
Giftusamleg björgun manna
Sjálf losun farmsins úr skipinu
virðist hafa gengið nokkuð vel. Jó-
hann P. Jónsson, skipherra á Ægi,
segir í framburði sínum þetta: „Slys
við björgunina varð ekki annað en
það að 7 menn duttu í sjóinn, er þeir
voru að fara í land, en ekki varð þeim
meint af því að öðru leyti en því, að
það gróf í eyrum eins sjömenning-
anna.“ Aðrar heimildir greina nánar
frá þessu slysi. Gísli Vigfússon í
Skálmarbæ, þá tæplega þrítugur að
aldri, stýrði spilinu um borð í Persier
meðan björgun úr því stóð yfir. Hann
sagði svo frá 60 árum síðar að vír
hefði slitnað með þeim afleiðingum að
kláfpallur sem mennirnir voru á féll í
árósinn og þeir með. Öllum hefði tek-
ist að krafla sig upp heilu og höldnu
nema Þorsteini Bjarnasyni í Garða-
koti og Gunnari Pálssyni frá Vík. Þeir
bárust aftur með skipinu með útsog-
inu en landaldan flutti þá fram með
því aftur.
Ekki er gott að segja hvernig farið
hefði ef Sigurjón Böðvarsson frá Ból-
stað, karlmenni að burðum, hefði
ekki brugðist við af snarræði og fífl-
dirfsku. Hann hafði verið í landi
vegna meiðsla á hendi, en þegar hann
sá hvað verða vildi kastaði hann sér í
ána og dró sig yfir hana eftir kaðli
sem lá út í skipið. Þegar að sjónum
kom þar sem Þorsteinn og Gunnar
voru að hrekjast óð Sigurjón tafar-
laust út í en aðrir viðstaddir tóku
höndum saman og mynduðu keðju til
að halda í hann. Með samblandi af
harðfylgi og heppni tókst honum að
ná taki á Þorsteini og Gunnari er þeir
bárust inn með skipinu öðru sinni.
Gunnar hafði þá læst sig heljartökum
um herðar Þorsteins, og það svo að
erfiðlega gekk að losa hann þó á land
væri komið. Þorsteinn var orðinn
meðvitundarlaus en með sameinuð-
um lífgunartilraunum Gunnars
Magnússonar í Reynisdal og ónafn-
greinds stýrimanns af Persier tókst
að vekja hann til lífsins á ný. Hann
mun þó aldrei hafa orðið samur eftir.
Dodge og GMC
Samtímaheimildir eru fáar um það
athyglisverða björgunarstarf sem
unnið var þarna á sandinum er bíl-
unum var bjargað. Engar skýrslur
sýslumannsembættisins í Vík er að
finna um Persier-strandið og fæstir
lengur til frásagnar sem við þetta
verk unnu.Enginn þeirra sem tókst
að hafa samband við meðan unnið var
að gerð Sögu bílsins á Íslandi hafði
aðstöðu til að hafa heildaryfirsýn yfir
verkið.
Fram kemur af vitnisburði Gísla í
Skálmarbæ og Gunnars frá Reynis-
dal að þetta voru tvær gerðir af
Dodge-vörubílum og ein af GMC.
Auk þess má sjá staðfestingu þess á
mynd sem til er af nokkrum bílanna
saman. Minni Dodsarnir og allir
Gemsarnir voru með drif á öllum
hjólum. Fyrir liggur að bílarnir áttu
að fara til Englands og voru hluti af
svonefndum „ex-French Contract“.
Upprunalega var þetta hergagna-
samningur við Frakka, en þar sem
Frakkland var fallið þegar hér var
komið sögu var því sem út af stóð af
samningnum beint til Englands. Sá
sem gerst vissi um björgun bílanna
upp úr skipinu, þeirra sem enn voru
til frásagnar er þessi bók var í smíð-
um, var Guðni Guðbjartsson (lést 20.
október 2004). Hann var vélstjóri á
varðskipinu Ægi er þessir atburðir
gerðust. Svo vildi til að hann var í
landi að ná sér eftir fingurbrot, en
þegar ákveðið var að freista þess að
bjarga skipinu var hann sendur aust-
ur með dælur því skipið var fullt af
sjó og gætti í því sjávarfalla.
Þar sem ekki var hægt að kynda
gufuvél skipsins voru þess eigin dæl-
ur óvirkar. Verkefni Guðna var að
dæla sjó úr skipinu og vera Guð-
mundi Guðjónssyni stýrimanni af
Ægi, sem stjórnaði björgunaraðgerð-
um af hálfu Skipaútgerðar ríkisins, til
aðstoðar við skipulagningu og stjórn
á strandstað. Guðni var sleitulaust
um borð upp frá því þar til skipið kom
til Reykjavíkur.
Guðmundur Jónasson, sem síðar
varð kunnur undir viðurnefninu
„fjallabílstjóri“, var fenginn til að
flytja dælurnar austur. Ekki komst
bíll hans nema nokkrar lengdir sínar
í átt til sjávar út af alfaraleiðinni aust-
ur sandinn. Þá var brugðið á það ráð
að taka dælurnar sundur og flytja
þær sundurteknar á klyfberum að
strandstað. Þar þurfti svo að setja
þær saman aftur.
Erfið björgun upp í sandinn
Það var ekki fyrr en 25. mars að
hægt var að fara að nota spil skipsins
og björgun bílanna fór í gang fyrir al-
vöru. Í sjóprófunum kemur þó fram
að byrjað hafi verið að bjarga þeim
14. mars, ellefu dögum áður en gufu-
spilið komst í gagnið.
Fyrst í stað var baslað við að skipa
þeim í land með handtalíum og kraft-
blökkum og má nærri geta að það
hefur ekki verið aðgengilegt verk. En
bílarnir voru ofan á hrájárninu og þá
varð að fjarlægja áður en hægt var að
koma járninu frá borði. Ljóst er að
kassarnir voru of þungir til þess að
hægt væri að draga þá óopnaða í
land, yfir þetta breiða lón. Gísla í
Skálmarbæ minnti að hásingarnar og
hjólin hefðu verið sett undir um borð,
áður en grindin var hífð í land. Mynd-
ir sem geymdust í eigu Guðna sýna
að það hefur að minnsta kosti ekki átt
við um þær allar. Böðvar Jónsson frá
Norðurhjáleigu, sem vann við björg-
unina í landi, minnist þess hve erfitt
var að bjarga dótinu þaðan sem það
kom í land og lengra upp í sandinn, til
dæmis að velta dekkjunum upp frá
flæðarmálinu. Kjartan Sveinsson í
Vík, síðar símaverkstjóri, man líka
eftir bílpöllunum, sem með skjólborð-
unum voru líkastir skúffum. Þá varð
að taka þarna í flæðarmálinu, ýmist á
hvolfi eða rétta, og bera þá með hand-
afli svo langt upp í sandinn að hægt
væri að koma þeim á flutningstæki.
Enginn man beinlínis eftir kössunum
í sandinum, en telja má víst að kass-
arnir hafi verið notaðir til að koma
minni hlutum í land. Allir sögumenn
muna eftir miklu timbri uppi í sandi,
sem að lokum var hreinsað og flokkað
í stærðir og boðið upp sem strand-
góss.
Jafnóðum og hver grind kom á
land voru settar undir hana hásingar
og hjól og síðan var hún dregin
lengra frá sjó. Framan af voru not-
aðir hestar til þess og stjórnaði Sig-
ursveinn Sveinsson frá Fossi því
verki. Það var þó illt verk og mann-
skapurinn þurfti að ýta til að létta
undir með hestunum.Hestar voru
einnig notaðir til að auðvelda drátt á
ýmsum fleiri þungum hlutum upp
eftir sandinum, þangað sem hægt var
að lyfta þeim upp á bíl.
Fenginn var hópur bifvélavirkja og
aðstoðarmanna undir forystu Nikul-
ásar Steingrímssonar (Bíla-Lása) til
að setja bílana saman. Hans hægri
hönd var Gísli Gunnar Björnsson
Blöndal, en helsti aðstoðarmaður
þeirra var Sighvatur Gíslason bif-
vélavirki í Vík. Undir handarjaðri
þeirra þremenninga réðst fjöldi
manns til þessarar vinnu sem hófst
um mánaðamótin mars-apríl, um
mánuði eftir að skipið strandaði.
Samsetningin flutt upp að Hafursey
Óttalegt basl reyndist að setja bíl-
ana saman á strandstað því sandur
og sjór smugu alls staðar inn í, þó
slegið væri upp skýli úr kassafjölum,
sem nóg var til af. Auk þess kom í ljós
að stærri Dodge-bílarnir voru bjarg-
arlausir í sandinum, en GMC-bílarnir
voru með drif á öllum hjólum og
komu að góðu gagni við erfiðar að-
stæður. Því var brugðið á það ráð að
slá upp bílaverksmiðju fyrir ofan
sand þar sem heitir Hafursey, lang-
leiðina upp undir Höfðabrekkujökli,
og setja saman þar megnið af bílun-
um sem bjargað var. Þar er skýlla,
ekkert særok og sandurinn ekki al-
veg eins áleitinn. Þangað var flutt
timbur úr bílakössunum og sett upp
skýli eins og gert hafði verið niður frá
til að setja bílana saman í, auk skála
fyrir mannskapinn sem við það vann.
Eftir nauðsynlegustu frumvinnu
niðri á skansinum voru bílahlutarnir
fluttir þangað. Grindurnar með hjól-
unum voru dregnar, ein upp í fjórar í
trossu, en aðrir hlutar fluttir á Gems-
unum, og þar fór hin eiginlega sam-
setning fram. Nærri lætur að 14–15
km loftlína sé frá strandstaðnum upp
í Hafursey, en björgunarleiðin um
20–25 km.
Glögga heimild um þetta starf er
að finna í bókinni Áfram veginn, í við-
tali Ásgeirs Sigurgestssonar við
Gísla Björnsson Blöndal. Honum
segist meðal annars svo frá: „Við
hefðum ekki haft það upp í Hafursey
nema á bílum sem voru með drif á öll-
um hjólum; stóru Doddsarnir bifuð-
ust ekki í sandinum, þeir spóluðu
bara. Þess vegna settum við Gems-
ana [GMC-bílana] saman í hvelli og
notuðum þá til flutninga.“
Sandurinn var enn til óþurftar
„Þetta var eins og öskubylur þegar
hvessti. Til þess að tryggja að ekki
leyndist sandur í eldsneytiskerfinu
voru allir bensíngeymarnir sendir
suður þar sem þeir voru hreinsaðir í
Blikksmiðjunni Gretti en síðan fluttir
austur aftur. Þegar bílunum hafði
verið komið í endanlegt horf ókum
við þeim til Reykjavíkur, nema fimm
eða sex ósamsettum bílum sem fóru í
varahluti niður í Kaldaðarnes í Flóa
þar sem Bretar gerðu flugvöll. Það
stóð til að selja bílana í Reykjavík og
hefði munað um minna, því við sett-
Brot úr sögu bílsins
100 vörubílar
í strandi
Bílarnir hafa verið settir saman. Nikulás Steingrímsson (Bíla-Lási) og Sigríður Magnúsdóttir, kona hans, standa lengst til
hægri á myndinni. Bíllinn lengst til hægri er GMC, en síðan koma tveir Dodge-bílar af stærri gerðinni. Lengst til vinstri er
Dodge af minni gerðinni, augljóslega með drif á öllum hjólum. Myndina á Magnús Nikulásson.
Menn og hestar leggjast á eitt með að bjarga bílgrind upp í sandinn. Hér eru vagnhjól notuð undir hana. Mynd úr safni FIT.
Ljósmynd/SHH
Enginn Sandabílanna mun vera til í heilu lagi lengur. Nokkrir hlutar af Sanda-
dods eru þó til í Hólmi í Landbroti, þar á meðal þessi samstæða. Hásing af GMC
er varðveitt á Hóli í Hjaltastaðaþinghá.