Morgunblaðið - 25.02.2005, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2005 B 13
bílar
um saman 94 eða 96 bíla. Af sölu varð
þó ekki, nema hvað menn sem unnu
fyrir herinn fengu nokkra bíla. Hinir
voru fluttir út aftur og komu ekki
frekar við sögu hér á landi.“
Engin heimild er til fyrir því leng-
ur hvernig bílarnir skiptust eftir teg-
undum. Kjartan Sveinsson símaverk-
stjóri, sem tók þátt í að setja bílana
saman, bæði niðri á skansi og uppi í
Hafursey og var einn þeirra sem óku
þeim suður, telur þó að langmestur
hluti þeirra hafi verið af gerðinni
GMC en Dodsarnir hafi verið færri
og aðeins örfáir af minni gerðinni. Í
heildina tókst björgunin og samsetn-
ingin vel.
Treglega gekk að fá bílana skráða
En hvað varð um bílana? Voru þeir
ekki kærkomið innlegg í bílaskortinn
á Íslandi? – Ljóst er að þeir hafa ekki
farið um hendur Bifreiðaeinkasölu
ríkisins, sem þó átti að vera alls ráð-
andi um sölu nýrra bíla. Það sést til
dæmis af skírskotun til bíla sem til-
teknir verktakar fengu leyfi til að
kaupa af bresku herstjórninni og
fram kemur í bréfi frá Bifreiðaeinka-
sölu ríkisins til fjármálaráðuneytisins
á miðju sumri 1942. Það bréf getur
varla átt við aðra bíla en sandabílana
sem urðu hér eftir í landinu.
Hvernig stóð á því að ekki var ginið
við þessum bílum – ef þeir á annað
borð stóðu til boða? Um það eru að-
eins sögusagnir. Einna trúlegust er
sú að tregða hafi verið á að skrá þá til
notkunar hér á landi. Þeir voru
breiðari en gildandi reglugerð um
gerð og búnað bifreiða leyfði um
þessar mundir. Minni Dodge-bílarnir
voru 2,20 m á breidd, GMC-bílarnir
voru 2,3 m og stóru Dodge-arnir
hvorki meira né minna en 2,34 m.
Samkvæmt Bifreiðalögum, sem ein-
mitt tóku gildi í júní þetta sama ár,
mátti hámarks breidd bíla aðeins
vera 1,92. Undanþágur mátti þó veita
og höfðu verið veittar.
Gunnar Bjarnason, síðar skóla-
stjóri Vélskólans, var umsvifamikill
verktaki um þessar mundir og vann
meðal annars talsvert fyrir bresku
herstjórnina. Hann festi sér nokkra
þessara bíla strax og kostur varð á.
Sama er að segja um verktakana
Højgaard og Schultz og ef til vill ein-
hverja fleiri. En svo er að sjá sem
þeir hafi átt við ramman reip að
draga að fá bílana skráða þannig að
þeir nýttust þeim. Hugsanlega hefur
þessi fyrirstaða fyrir skráningu –
sem raunar er hvergi skjalfesta að
finna – valdið tregðu manna til að
bjóða í bílana og átt sinn þátt í því að
þeir ílentust ekki hér nema fáir. En
þetta leystist um síðir. Hans Anders
Þorsteinsson var bílstjóri hjá Gunn-
ari Bjarnasyni um þessar mundir:
„Þegar Gunnar fékk Sanda-Dodsana
voru þeir 2,34 á breidd – held ég sé
rétt. Þá mátti enginn bíll vera nema
1,92 og það var bannað að nota þessa
bíla nema breyta þeim. Þetta var
bölvað að láta bílana bara standa
þarna og mega ekki nota þá. Jón heit-
inn Ólafsson var þá forstjóri Bifreiða-
eftirlitsins. Ég segi við Gunnar einu
sinni að hann verði að fara í það að fá
að nota bílana. „Farðu til Jóns,“ segi
ég við Gunnar. „Hann er forstjóri
kirkjubyggingarinnar í Laugarnes-
kirkju. Segðu honum að þú ætlir að
gefa kirkjubyggingunni 1–200 krón-
ur og fáðu svo einhverja miðlun á
pallinn.““
Hvort Gunnar hefur nýtt sér þetta
ráð er enginn lengur til frásagnar
um, en að lokum fengust bílarnir
skráðir. „Hann fær svo bílana skráða
á tvo metra,“ segir Hans. „Sem var
náttúrlega regin tjara! Þetta þýddi
að við máttum ekki hafa tvöfalt undir
þeim að aftan. Þeir voru á 920 dekkj-
um og við urðum að taka ytri dekkin
af. Eftir það gátum við náttúrlega
ekki sett fimm tonn á þá, það fauk út
úr dekkjunum löngu fyrr. Svo það fór
fljótlega út í það að við settum tvöföld
undir og það var bara svoleiðis. Ein-
hvern tíma fór ég að athuga þetta
með breiddina. Bíllinn var tveir metr-
ar á pallinn eins og við notuðum hann,
en miðað við utanverð frambrettin
var hann 2,13. Svo þú sérð hvað þetta
hefur verið mikil vitleysa.“
Ekki liggur ljóst fyrir hve margir
bílar af þeim sem bjargað var úr
Persier-strandinu urðu eftir hér. Að
líkindum hafa það aðeins verið 9–10
Dodge-bílar af stærri gerðinni og 2
GMC-bílar með drif á öllum hjólum.
Enginn Dodge af minni gerðinni. Svo
er að sjá sem sérstakt skip hafi verið
sent eftir öllum hinum bílunum. Stað-
hæft hefur verið að það hafi verið
skotið í kaf á leiðinni. Sú saga verður
ekki könnuð hér og hvorki rengd né
staðfest. Vitað er aftur á móti að
samskonar saga gekk um Persier
sem eftir hrakninga við Íslands-
strendur komst þó heilu og höldnu
austur um haf til Englands og fékk
fullnaðarviðgerð, en frá því segir
annars staðar í bókinni.
Varningnum hefur verið staflað upp í sandinum þar sem hann bíður
færis og tækja svo hægt sé að koma honum upp að Hafursey. Í
fjarska sér til skipsins. Mynd úr safni Guðna Guðbjartssonar.
Hér eru viðeigandi hjól notuð undir grindina áður en lagt er af
stað að draga hana upp í sandinn. Mynd úr safni Guðna Guð-
bjartssonar.
Myndin gefur góða hugmynd um fjarlægðarhlutföll, þar sem strand-
góssið var dregið í land frá skipinu. Mynd úr safni Guðna Guðbjarts-
sonar.
Grindinni hefur verið lyft upp úr kassanum. Gunnar Magn-
ússon frá Reynisdal hafði það hlutverk að færa varninginn á
milli blakka, af blökkinni sem lyfti honum upp úr skipinu og
á blökkina sem leiddi hann til lands. Honum taldist svo til að
hann hefði þurft að gera þetta nálægt 500 sinnum. Mynd
úr safni Guðna Guðbjartssonar.
Ýmsar tilraunir munu hafa verið gerðar með hvernig auð-
veldast væri að standa að því að koma grindunum í land
og frá sjó. Hér er prófað að setja hjól undan hestvagni
undir grindina, en varla hafa þau flotið vel á sandinum
nema kannski þar sem hann var blautastur. Mynd úr safni
FIT.
Byggt á Sögu bílsins á Íslandi
1904–2004, mikið stytt.
Sigurður Hreiðar.
!"# $% &'(
!" !
)' !"# $% &'(
#$
%
&' '
!"
*
!" # $%&'(( $ #)$ * +
,$ *&'$(- $%&'(( )- ) $ $ %."(- - *(/
*)# / + ,$ )(- )/.## 0 )(-+ 12 )-( %)#
% ) 3# 0 -)$ 0 %&'(( )/( "!$ %2 % &2 /
""*3 3# *.$ 3# - + % ) .$(- 3#
.(##(- ./(- &0 3(+
) /)#( " " % $ $ &2(- %&'(( $
* % (((/ "0 % %&'( )"+ )
4 (- *)-(5 /)-4 5 3(5 "#)6- 5 4)(5 2$(.
3# /) 3# *7$( )# 7 /) "0 8) 3# 3 +
,$ ".#(- 3($(- /)&(-5 "#)6-(-5 (-5 3( 3# .$(-
4)"(- -!- .#(( (- )"."(-+
& + ,-
-
)$ % $ *$ 0 /)&
)!$(-9 0( 3(
) /)&((- (/
*+ ,$ *&'$(- % /
$ &'* $ 0 #!$(
)$ "0 3 5 3# 8) +
. -
3-$ $ -(#(9
,$ 4(- (- 3( 3# (
) 3# )/ )" $+
/
0 -
1 "( $ 4 (-
"#)6-9 ,$ #)(- % $
"6 %# ) 3# 3(- %#
$ % # - +
$ -
( *)-(3
*29 /(7&(- *)-(
3 3# *)-(/
")(- *")$(-+
1 *-
( /)-4 )#9
/(7&(- /)-4 3#
#3- ")(- #)$(-
*")$ +
2 -
,$ 4(- (-
%((*.$5 4)( 3# )&(-
2$(. 0 *+
: #- )# (*.#$ 0
.3(/(+