Morgunblaðið - 25.02.2005, Side 18

Morgunblaðið - 25.02.2005, Side 18
18 B FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Funahöfða 1 www.notadirbilar.is Vantar nýlega bíla á staðinn - innisalur - lífleg sala Opið sunnudag frá kl. 13-16. Funahöfða 1, 112 Reykjavík. www.notadirbilar.is NISSAN X-TRAIL SPORT, nýsk. 10/02, ekinn 36 þús., sjálf- skiptur, álfelgur o.fl. Verð 2.490 þús. CHRYSLER TOWN AND COUNTRY, árg 2003, ekinn 36 þ., 7 manna. Frábært verð 2.690 þ. Áhv. 1.600 þ. Ath. skipti. MITSUBISHI PAJERO SPORT GLS, nýsk. 7/2003, ekinn 13 þ., sjálfskiptur, álfelgur o.fl. Verð 3.150 þ. TOYOTA RAV 4, nýsk. 10/01, ekinn 79 þús., 5 gíra, álfelgur o.fl. Verð 1.690 þús. SUBARU LEGACY GL 2.0 STW, nýsk. 6/2004, ekinn 11 þús., álfelgur, sjálfsk., filmur o.fl. Verð 2.390 þús., lán 2.050 þús. TOYOTA LANDCR 100 VX DISEL (35''), nýsk. 9/200, ek. 109 þús., ssk., leður o.fl. V. 4.990 þ., lán 2.100 þ. Ath. skipti. AUDI A4 1800 TURBO, nýsk 12/01, ekinn 34 þús. km., sjálfskiptur, álfelgur o.fl. Verð 2.980 þús. DAEWOO KARLOS SX, 6/2003, ekinn 18 þús., sjálfskiptur. Verð 1.090 þús. Ath. skipti. ISUZU TROOPER 3.0 disel (32''), árg. 1999, ekinn 163 þús., 5 gíra, álfelgur o.fl. Verð 1.590 þús., lán 900 þús. LINCOLN AVIATOR LUXURY, nýsk. 2/04, ekinn 15 þús. Einn m/öllu. Verð 5.250 þús. Einkaleiga 95 þús. á mánuði. OPIÐ ALLA DAGA VIKUNNAR Þ ótt sjaldan sé þess getið er sá grundvallarmunur á bensín- og dísilvél, frá sjónarhóli varmaaflsfræð- innar, að í bensínvél fer bruninn fram við stöðugt rúmtak, (isokor), en í dísilvél við stöðugan þrýsting, (isobar). Annar grundvallarmunur er þjöppunin sem er um tvö- falt hærri í dísilvél sem gerir það að verkum að ekki er þörf fyrir neista- gjafa. Tæknilegar endurbæt- ur á dísilvélinni, sem slíkri, einkum frá og með 1999, hafa gert hana bæði vistvænni og spar- neytnari, (30–40%), en bensínvél enda fjölgar fólksbílum með dísilvél í V- Evrópu árlega og samkvæmt markaðsspám mun helmingur allra seldra fólksbíla á helstu markaðssvæðum Evrópu árið 2008 vera dísilbílar. Athygli vekur að dýr- ir lúxusfólksbílar og sportbílar eru nú með dísilvél. Sem dæmi má nefna nýjan Jaguar S sem er með nýja 207 ha V6-dísilvél frá Peugeot, (Ind- enor), BMW 530 og 730 sem eru með 218 ha 6 sílindra dísilvél, Audi A6 með 180 ha V6-dísilvél frá Volkswag- en, Saab, Renault og Opel með 180 ha V6-dísilvél frá Isuzu o.s.frv. Frá árinu 2000 hefur enginn þátt- ur í þróun fjórhjóladrifsbíla þróast jafnmikið og dísilvélin og sú þróun hefur verið örari og afdrifaríkari en á sviði bensínvéla. Dísilvélar, sem tóku við upp úr 1999/2000, eru hann- aðar til að standast breyttar og veru- lega hertar kröfur um mengunar- varnir, annars vegar frá 2005 í EBE-löndunum fyrir stærri bíla og hins vegar frá sama tíma í Banda- ríkjunum fyrir alla bíla án tillits til stærðar, þyngdar, hönnunar, vélar- gerðar eða þess eldsneytis sem bílvél brennir. Mestu breytingarnar Sú afleiðing tæknibreytinga sem flestir merkja er að dísilvélin er ekki lengur með grófan og háværan lausagang, hún nötrar ekki frekar en bensínvél né blæs frá sér reyk. Nú eru sumir nýjustu fólksbílar með dís- ilvél bæði sneggri og hraðskreiðari en sams konar bíll með bensínvél. Hvað varðar afl og snerpu eru ekki margir bensínbílar sem standast samanburð, t.d. við nýja bandaríska jeppa og pallbíla með dísilvél. Lyktin sem enn finnst af útblæstri dísilvélar er ekki vélinni „að kenna“ heldur stafar hún af brennisteinsinnihaldi dísilolíunnar en 2006 á dísilolía að kallast ,,brennisteinslaus“. Þær kröfur sem gengu í gildi í Bandaríkjunum um síðustu áramót um varnir gegn loftmengun af völd- um farartækja munu taka gildi í áföngum á næstu árum. Þær (Tier 2) eru strangari en þær sem verið er að taka upp í Evrópu. Af því leiðir að þróunin í bandarískum dísilvélum, sérstaklega í fjórhjóladrifnum bíl- um, hefur verið meiri en í evrópsk- um, sérstaklega hvað varðar spar- neytni og hreinni úblástur. Fordómar gagnvart bandarískum bílum og vélum eru furðu lífseigir á meðal Evrópumanna. Því koma eft- irfarandi upplýsingar (tafla 1) ef til vill á óvart. Véltæknileg hönnun og bygging vélanna hefur breyst: Nýjustu dísil- vélar eru nánast undantekningar- laust með hedd úr áli sem er fljótara að hitna, (minni mengun við gang- setningu og hitnun). Álheddin eru undantekningarlaust með einn eða fleiri ofanáliggjandi kambása, 4 ventla á hverju brunahólfi og spíss- inn efst í miðju (Hemi). Innsprautun er nú beint inn í brunahólf í stað for- hólfs. Flestar ef ekki allar nýjar dís- ilvélar eru búnar pústþjöppu og í stað olíuverks og nálarspíssa eru notaðir rafstýrðir spíssar tengdir forðagrein, (common rail). Með nýjustu rafeinda- og tölvu- tækni er unnt að stýra og aðlaga virkni hinna ýmsu kerfa vélarinnar eftir álagi og aðstæðum. Til þess not- ar tölva boð frá skynjurum sem nema hitastig kælivatns, snúnings- hraða vélar, pústþrýsting inn á þjöppu, stöðu inngjafar, stillingu drifbúnaðar, hraðastig og álag á sjálfskiptingu o.s.frv. Stýrikerfið stjórnar m.a. magngjöf spíssanna með mismunandi ,,breiðum“ rafpúls- um sem þýðir að skömmtun þeirra verður mjög nákvæm; vélin vinnur með mestri virkni hvert sem álagið er eða aðstæður. Árangurinn er betri bruni, minni mengun og meira afl um leið og sparneytni hefur auk- ist verulega. Þægilegri vél Hvella hljóðið, (smellirnir), sem einkenndi eldri dísilvélar, einkum í lausagangi, er nánast horfið. Skýr- ingin er sú að í stað þess að láta spís- sinn ýra öllum skammtinum í einu er honum nú deilt á fleiri skot. Með því að stýra og deila ýrun með forskoti, aðalskoti og eftirskotum hverfur dæmigerða dísilhljóðið. Stýrða inn- sprautunin minnkar ekki einungis hljóðið heldur myndast með henni eftirbruni sem eykur nýtingu og skil- ar hreinni útblæstri. Stýrð innsprautun í bandarískum dísilvélum með beinni innsprautun kom fyrst í 7,3 lítra PowerStroke (Ford) 1999/2000, í GM 6,6 lítra DuraMax 2001 og 2003 í Cummins 5,9 lítra og fullkomnari útfærsla er nú í nýju 6 lítra PowerStroke vélinni (Ford). Stýrð innsprautun eykur sparneytni, dregur úr afgasmengun og auðveldar jafnframt kaldræsingu. Hún minnkar titrun í kaldri vél og dregur úr mengun í útblæstri á með- an vélin er að ná vinnsluhita, (kaldari bruni = minna af nituroxíðum). Forðagrein (Common rail) Stærsta framfaraskrefið þegar um minni dísilvél er að ræða er tví- mælalaust forðagreinin. Tæknimenn hafa lengi vitað að ein af helstu for- sendum þess að auka mætti snerpu og afl dísil- véla og minnka um leið mengun í útblæstri væri að þrýstingur að spíssum, ýrun og skömmtun eldsneytisins, væru óháð snúningshraða vélar. Fyrsti búnaðurinn sem uppfyllti þessi skilyrði var þróaður af Denso í Japan og notaður í Hino-vörubílum 1995. Búnaðurinn nefndist ,,Common rail“ – á íslensku forðagrein. Í stað olíuverks knýr vélin háþrýstidælu sem heldur stöðugum þrýstingi, 1.350 bör, á forðagrein, (algengur opn- unarþrýstingur spíssa í eldri olíu- verks-kerfum er 140–200 bör). Rafstýrðir spíssar eru tengdir forð- agreininni með stuttum rörum. Ýrun eldsneytisins er óháð snúningshraða vélarinnar. Hluti eldsneytisins er á stöðugri hringrás úr og í eldsneyt- isgeyminn til að kæla kerfið og sum- ar dísilvélar eru með sérstakan elds- neytiskæli. (Máli skiptir að láta geyminn ekki tæmast nema til hálfs þar sem það minnkar kælingu elds- neytisins.) Forðagreinar frá Bosch, Denso, Stanadyne, Delphi o.fl. hafa þróast nánast samhliða og á svipað- an hátt. Nú er 3. kynslóð forðagreinar við lýði. Forðaþrýstingur er allt að 1.600 bör og notuð ný gerð af rafstýrðum spíssum (piezo-spíssar). Dísilvélar með þessum innsprautubúnaði eru að meðaltali 5% öflugri, 3% spar- neytnari, með 20% hreinni útblástur og auk þess hljóðlátari sem nemur 3 dB(A) – miðað við árgerð 2001. 4. kynslóð forðagreinar c) er væntan- leg innan skamms. Forðaþrýstingur mun verða um 2.000 bör og endur- bætt tölvustýring mun gera kleift að beita mismunandi forrituðum ýrun- arferlum með mismunandi mörgum skotum eftir ýmsum álagsbreytum. Gera má ráð fyrir að 4. kynslóð forð- agreinar verði komin við bandarísk- ar dísilvélar af árgerð 2006 en í árs- byrjun 2007 taka gildi enn strangari reglur um afgasmengun í Bandaríkj- unum (samkvæmt áfanga Tier 2). Kristalla-spíssar Stýrð innsprautun með allt að 5 skotum í stað eins er möguleg með nýrri gerð af mun hraðvirkari spíss- um sem nefnast á ensku ,,Piezo- electric injectors“. Með því að nota leiðandi kristalla, sem eru þeirrar náttúru að þenjast mjög ört sé raf- spennu hleypt á þá, hefur tekist að þróa hreyfiverk sem gerir kleift að ýra eldsneyti á hraðvirkari og ná- kvæmari hátt en áður. Kristalla- spíssar eru með 75% færri hreyfan- lega hluti en rafspíssar og með 75% minni massa. Með kristalla-spíssum er hægt að stytta bil á milli ýrunar- skota og hafa þau fleiri sem þýðir hljóðlátari, aflmeiri, sparneytnari og ,,hreinni“ dísilvél. Tafla 2 sýnir samanburð á reglum staðla sem nú og á næstunni gilda um leyfilegt hámark nituroxíða í af- gasi farartækja í Bandaríkjunum en nituroxíð eru á meðal skaðlegustu gróðurhúsalofttegunda, ( ghl). Magnið hefur verið umreiknað úr g/ mílu í g/km. (Úr skýrslunni: ,,Varnir gegn mengunarefnum í afgasi farar- tækja í Bandaríkjunum og Evrópu (EBE).“ Höf. Leó M. Jónsson. (skýrslan er birt á www.ib.is).) Hvað er pústþjappa (turbo)? Loft inniheldur 21% súrefni en súrefni er nauðsynlegt fyrir bruna. Því meiru súrefni sem ,,troða“ má Brátt eru 112 ár síðan Þjóðverjinn Rudolf Diesel kynnti dísilvélina og þótt hún hafi verið við lýði svo lengi og knúið ólíklegustu tæki til lands og sjávar (auk flugfara) hafa merkilega litlar grundvallarbreytingar orðið á henni þar til upp úr 1995 að kröfur um varnir gegn vaxandi loftmengun fóru að öðlast gildi. Þá voru liðin 25 ár frá því fyrstu lögin um varnir gegn loftmengun voru sett í Banda- ríkjunum (Clean Air Act 1970). Í þessari grein fjallar Leó M. Jónsson, iðnaðar- og vélatæknifræðingur, um dísilvélar með slagrými allt að 10 lítrum.                ! " #$ % &    '  A: , !" #"+ !,( B<# #(+,C Ný og hagkvæmari dísilvél Nýja 6 lítra PowerStroke-dísilvélin frá International Harvester, sem er í Ford- pallbílunum er að mörgu leyti frábrugðin öðrum V8-dísilvélum. Sem dæmi er tímagírinn hafður aftan á vélinni til að auðvelda viðhald. Þessi 325 ha vél eyðir að meðaltali 12,5 lítrum í 3ja tonna pallbíl. Það er 8-10% meiri sparneytni með 70% meira afli og 23% minna slagrými en hjá sama bíl af árgerð 1998 (með 250 ha eldri gerð af 7,3 lítra PowerStroke).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.