Morgunblaðið - 03.03.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 60. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Vissir þú að ...
öflug íslensk framleiðsla skapar fleiri störf og stuðlar
að atvinnuöryggi í landinu. Nú standa yfir Íslenskir
gæðadagar í verslunum Nóatúns þar sem íslensk
framleiðsla er í öndvegi.
Persónulegt
Hótel
Tónlistarmaðurinn Toby ræðir um
nýjustu plötu sína | Menning 47
Viðskipti | Flugfélag flugfélaganna Fjöltyngdur sjávarútvegsforstjóri
Úr verinu | Bjartsýni í botnfiskiðnaði Virðist vera fiskur um allan sjó
Íþróttir |Hlúa verður að dómurum Hörð barátta um úrslitasæti
Viðskipti, Úr verinu og Íþróttir
BANDARÍKIN, Evrópuríki og Alþjóða-
kjarnorkumálastofnunin (IAEA) gagn-
rýndu í gær ráðamenn í Íran fyrir að standa
ekki við loforð um að
hætta að auðga úran og
kröfðust þess að þeir
sýndu fram á að þeir
væru ekki að reyna að
koma sér upp kjarna-
vopnum.
Jackie Sanders, sendi-
herra Bandaríkjanna,
sagði að „skelfilega
mörgum“ spurningum
væri enn ósvarað varð-
andi kjarnorkuáform Írana. Alþjóðakjarn-
orkumálastofnunin gæti ekki frestað því
„endalaust“ að vísa málinu til Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna sem myndi þá ræða
hugsanlegar refsiaðgerðir gegn Íran. Sand-
ers áréttaði þá ásökun Bandaríkjastjórnar
að Íranar væru að þróa kjarnavopn.
IAEA birti í fyrradag skýrslu þar sem
fram kemur að Íranar hafa meinað eftirlits-
mönnum stofnunarinnar að skoða mann-
virki sem talin eru tengjast kjarnorku-
áformunum. Fulltrúi Írana á fundi IAEA í
Vín í gær sagði að þeir hefðu ákveðið að
heimila ekki eftirlitið vegna þess að hætta
væri á því að upplýsingar um mannvirkin
bærust til ríkja sem kynnu að vera að und-
irbúa árás á þau. Bandaríkjastjórn hefur
ekki útilokað slíka árás.
Íran sætir
miklum
þrýstingi
Vín. AFP, AP.
Segjast hafa áhyggjur
af hugsanlegri árás
Jackie Sanders
SVISSNESK tónlistarkona sér liti þegar hún heyrir tónlist og
finnur einnig bragð af henni, að sögn vísindamanna við Zurich-
háskóla.
Konan, sem er 27 ára, hefur svokallað fylgiskyn sem lýsir sér
í því að tónlist kallar á viðbrögð annarra skynfæra en eyrans.
Vakti þetta forvitni vísindamannanna og þeir fengu hana til að
taka þátt í rannsókn sem stóð í eitt ár.
Tónlistarkonan, sem var ekki nafngreind, sér liti þegar hún
heyrir ákveðna tóna. Hún sér til að mynda fjólublátt þegar hún
heyrir F en C fær hana til að sjá rautt.
Hún finnur einnig bragð af tónlistinni, eftir því hvernig tón-
bilið er. Lítil tvíund fær hana til að finna súrt bragð, stór tví-
und beiskt, lítil þríund saltbragð og stór þríund sætt.
Finnur bragð af tónlist
París. AFP.
CESAR Arnar Sanchez, tvítugur undirliðþjálfi í
bandaríska fótgönguliðinu, sem slasaðist lífs-
hættulega í sprengjuárás í Írak í síðasta mánuði, er
kominn til Íslands í mánaðar leyfi. Sprengja sprakk
um tvo metra frá honum, með þeim afleiðingum að
hann fékk sprengjubrot í höfuðið, vinstra auga, alla
vinstri hlið líkamans, annan fótinn og hendur.
Cesar ber sig vel þrátt fyrir það sem á undan er
gengið og segir hermennskuna höfða til sín þrátt
fyrir allt.
Hér er hann ásamt fjölskyldu sinni í Grafarvog-
inum. Frá hægri: Arna Bára Arnarsdóttir, móðir
Cesars, og bræður, sinn til hvorrar handar, Richard
Örnuson og Björn Árni Jóhannsson./24
Morgunblaðið/Golli
Í faðmi fjölskyldunnar
ERNINUM sem sleppt var
um miðjan síðasta mánuð eft-
ir rúmlega fjörutíu daga end-
urhæfingu í Húsdýragarð-
inum heils-
ast vel. Þeir
Kristinn
Haukur
Skarphéð-
insson og
Ólafur K.
Nielsson
fuglafræð-
ingar lögðu
í gær leið
sína austur að Sogi í því skyni
að fylgjast með erninum.
Að sögn Kristins hafði ver-
ið fest við örninn lítið sendi-
tæki áður en honum var
sleppt sem gerir að verkum
að hægt er að miða hann út.
Að sögn Kristins heyrðist
strax í sendinum þegar komið
var austur að ármótum Sogs
og Hvítár. „Í ljós kom að örn-
inn sat með þanda vængi til
þerris á hraundrýli gegnt Al-
viðru. Af því mátti ráða að
hann hefði nýverið blotnað
við veiðar í ánni. Stuttu síðar
sáum við hann síðan fljúga
með kröftugum vængjatök-
um.“ Búist er við að örninn
fari á hefðbundnar arn-
arslóðir við Breiðafjörð eða
Faxaflóa með vorinu.
Örninn
hraustur
TEKJUSTOFNANEFND sveit-
arfélaganna og ríkisins kom saman
til fundar í gær og að sögn Vil-
hjálms Þ. Vilhjálmssonar, for-
manns Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, liggja drög að
samkomulagi fyrir. Eftir er að
leggja lokahönd á nokkur atriði,
m.a. varðandi undanþágur ríkis-
eigna frá fasteignaskatti, lóðar-
leigu og gatnagerðargjöldum. Eru
það einkum sjúkra- og mennta-
stofnanir.
Vilhjálmur telur að ef allt gangi
eftir, sem ríkið hafi lofað í starfi
nefndarinnar, þá muni tekjur
sveitarfélaganna aukast um 4,2
milljarða króna á næstu þremur
árum. Inni í þeirri upphæð eru
aukin framlög í jöfnunarsjóð sveit-
arfélaga og aukin framlög vegna
félagslega íbúðakerfisins, m.a.
vegna úreldingar slíkra íbúða.
Sveitarfélögin gerðu kröfu um
að ríkiseignir, að frátöldum
kirkjum og safnaðarheimilum,
yrðu ekki undanþegnar fasteigna-
skatti og öðrum tengdum gjöldum.
Verði þessar eignir skattlagðar
þýðir það um 1.200 milljóna króna
tekjuauka fyrir sveitarfélögin
næstu þrjú árin en síðan varanleg-
ar tekjur sem taka munu mið af
fleiri eignum og hærra fasteigna-
mati. Til viðbótar þessum 4,2 millj-
örðum króna er framlag ríkisins til
fráveituframkvæmda sveitarfélaga
framlengt til loka árs 2008, með um
200 milljónum króna á ári. Þá hefur
samkomulag tekist um að veita 2 til
2,4 milljarða króna til stuðnings við
sameiningu sveitarfélaga.
Einnig stendur til að endur-
skoða lög um skráningu fasteigna
og tekjustofna sveitarfélaga, þann-
ig að greiðsla fasteignaskatts hefj-
ist frá næstu mánaðamótum frá því
að nýbygging er fyrst metin, í stað
árs í mörgum tilvikum til þessa. Þá
á að endurskoða reglugerð um
jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Vilhjálmur segir að ekki hafi
tekist að ná öllum þeim markmið-
um sem sveitarfélögin hafi sett sér.
Eflaust hefði mátt ná meiri ár-
angri, einkum við að fá fleiri var-
anlega tekjustofna, en fulltrúar í
nefndinni hafi reynt að gera sitt
besta. Umræðan um þessi mál sé
þó ekki búin. Minnir Vilhjálmur á
að upphaflegt tilboð ríkisins innan
tekjustofnanefndar hafi aðeins
verið um 1,5 milljarðar króna. Því
hafi verið staðfastlega hafnað.
Drög að samkomulagi í tekjustofnanefnd ríkis og sveitarfélaga
4,2 milljarða tekjuauki
ALAN Greenspan, seðlabankastjóri Banda-
ríkjanna, hvatti í gær til ráðstafana til að
minnka bandaríska fjárlagahallann og sagði
hann vandamál sem
brýnt væri að leysa.
„Ólíklegt er að staðan
í ríkisfjármálum batni
verulega á næstu árum
nema gripið verði til
meiriháttar aðgerða til
að minnka hallann,“
sagði Greenspan á fundi
með fjárlaganefnd full-
trúadeildar Bandaríkja-
þings.
Greenspan sagði að skammtímahorfurn-
ar í efnahagsmálum væru góðar en fjárlaga-
hallinn gæti stefnt efnahagsbatanum í
hættu yrði ekki gripið til viðeigandi ráðstaf-
ana. Ólíkt því sem repúblikanar hafa sagt
kvaðst Greenspan ekki telja að aukinn hag-
vöxtur nægði til að eyða hallanum.
Fjárlagahallinn hefur aldrei verið jafn-
mikill, mældur í dollurum, og gert er ráð
fyrir því að hann aukist á fjárhagsárinu sem
lýkur 30. september.
Aukinn
hagvöxtur
nægir ekki
Greenspan vill aðgerðir
gegn fjárlagahallanum
Alan Greenspan
Washington. AFP.
♦♦♦