Morgunblaðið - 03.03.2005, Side 2

Morgunblaðið - 03.03.2005, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 4,2 MILLJARÐAR Í TEKJUR Tekjur sveitarfélagana munu aukast um 4,2 milljarða á næstu þremur árum gangi allt eftir sem rík- ið hefur lofað í starfi tekjustofna- nefndar, segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Drög að sam- komulagi nefndarinnar liggja fyrir. Vígamenn felldir í Kongó Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóð- anna í Lýðveldinu Kongó felldu næst- um 60 vopnaða menn í umfangs- miklum aðgerðum í Ituri-héraði í norðaustanverðu landinu í gær. Hinir föllnu voru sagðir hafa verið í vopn- uðum sérsveitum sem drápu níu frið- argæsluliða frá Bangladesh í vikunni sem leið. Þjarmað að Íran Bandaríkin, Evrópuríki og Al- þjóðakjarnorkumálastofnunin (IA- EA) gagnrýndu í gær stjórnvöld í Ír- an fyrir að standa ekki við loforð um að hætta að auðga úran. Evrópuríkin og IAEA tóku undir kröfu Banda- ríkjamanna um að Íranar gerðu hreint fyrir sínum dyrum og sýndu fram á að þeir væru ekki að þróa kjarnavopn. Kominn heim í frí Íslenski hermaðurinn, sem slas- aðist í sprengjuárás í Írak er kominn heim til Íslands í mánaðarleyfi. Cecar Arnar Sanchez hlaut m.a. augnskaða. Hermennskan freistar hans þó enn. Fólskuleg árás Ungur drengur varð fyrir árás á heimili sínu er tveir jafnaldrar hans sprautuðu úða framan í hann. Hlaut hann augnskaða af, hugsanlega var- anlegan. Móðir drengsins segist ekki skilja hvernig börn geti gert annað eins. Hún hefur kært árásina. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 24 Fréttaskýring 8 Viðhorf 26 Erlent 14/15 Minningar 28/32 Minn staður 16 Hestar 33 Höfuðborgin 17 Brids 33 Akureyri 17 Dagbók 36/39 Suðurnes 18 Staður og stund 38 Austurland 18 Kirkjustarf 39 Daglegt líf 19 Bíó 42/45 Neytendur 20/21 Ljósvakamiðlar 46 Menning 22,39/40 Veður 47 Umræðan 23/27 Staksteinar 47 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #         $         %&' ( )***                          DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra ræddi við Condoleezzu Rice, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrir þremur dögum, um fyrirkomulag viðræðnanna um málefni varnar- stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. „Ég átti stutt símtal við hana fyrir tveimur dögum og var þar að fara yf- ir það hvenær við gætum komið á þessum viðræðum, sem að hefur ver- ið stefnt í viðræðum mínum við Bandaríkjaforseta og Colin Powell,“ sagði Davíð í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann sagði að Rice ætl- aði að fara yfir þessi mál, þegar hún kæmi til baka frá London. Stefnt er að því að þau ræði aftur saman í næstu eða þarnæstu viku um fyrir- komulag viðræðnanna. Á fundi Davíðs og Colins Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í nóv- ember á síðasta ári var komist að samkomulagi um að áframhaldandi viðræður um málefni varnarstöðvar- innar í Keflavík yrðu í höndum emb- ættismanna utanríkisráðuneyta landanna. Í þeim viðræðum átti m.a. að fjalla um kostnaðarskiptingu milli landanna vegna Keflavíkurflugvall- arins. Upphaflega var stefnt að fyrsta fundi í janúar en af þeim fundi hefur enn ekki orðið. Davíð Oddsson utanríkisráðherra um stöðu varnarmála Ræddi við Rice um fyr- irkomulag viðræðna ELDUR varð laus í þriggja hæða íbúðarhúsinu á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð skömmu fyrir kvöldmatarleytið í gær. Að sögn Jóns Jónssonar, ábú- anda á Kirkjubóli, var verið að vinna að endurbótum hússins þeg- ar glóð komst í einangrun á milli þilja. „Við vorum hérna tveir bræð- urnir viðstaddir þegar kviknaði í og tókum sem betur fer strax eftir þessu. Við börðumst ansi hreint rösklega þangað til slökkvilið kom. Brutum nokkur göt á vegginn og sprautuðum þar inn vatni og náð- um eiginlega að kæfa eldinn í fæð- ingu. Svo þegar slökkviliðið kom á staðinn þá var klárað að brjóta frá einangruninni sem eldurinn logaði í og henni mokað út. Þannig að þetta fór í raun mun betur en á horfðist.“ Aðspurður segir Jón nokkrar skemmdir á húsinu, þannig sé einn veggur ónýtur auk gólfefna sem skemmdust af vatni. Að sögn Jóns mun fjölskyldan flytja sig yfir í gistihúsið sem hún rekur og stend- ur við hlið gamla íbúðarhússins og vera þar um sinn. Jón kveðst vera tryggður fyrir tjóninu. Eldur varð laus í íbúðarhúsi í gær Glóð milli þilja Ljósmynd/Jón Jónsson Slökkviliðið þurfti að brjóta frá einangrun sem eldurinn logaði í. SAMKVÆMT ósonlagsmælingum bandarísku geimvísindastofnunarinn- ar, NASA, hefur ósonlagið yfir Ís- landi og hafinu í kring þynnst veru- lega undanfarnar vikur, en slík þynning er jafnan tímabundin og get- ur staðið í 2–10 daga í senn. Sam- kvæmt mælingum NASA er nú um verulega ósonþynningu að ræða, seg- ir Heiðrún Guðmundsdóttir, sérfræð- ingur við Umhverfisstofnun. Hún segist því vera undrandi á þeirri fullyrðingu sænska vísinda- mannsins Donal Murtagh að hættan á víðtækri ósoneyðingu yfir norður- hveli hafi verið ofmetin. Ennfremur bendir Heiðrún á, að óvenju mikið hafi sést af glitskýjum yfir öllu Íslandi í vetur, og þau séu beinlínis til marks um að ósonþynning eigi sér stað. Þykkt ósonlagsins er mæld í svo- nefndum Dobson-einingum á kvarða frá 500 til 100, og á myndum frá NASA má sjá að undanfarið hefur þykkt lagsins yfir Íslandi, suðurhluta Grænlands, Bretlandseyjum norðan- verðum og Skandinavíu sunnanverðri verið á bilinu 300–225 einingar. Heiðrún segir, að þegar lagið mælist um eða undir 275 einingum sé um verulega ósoneyðingu að ræða. Hún tekur fram að þessi eyðing, eins og öll ósoneyðing, sé tímabundin, en á meðan hún vari sé ráðlegt fyrir þá sem eru mikið úti við, einkum jökla- fara, skíðafólk og aðra á snæviþöktum svæðum, að nota sólgleraugu og sól- arvörn. Þetta eigi einnig við þótt ekki sé heiðskírt veður því að útfjólubláir geislar frá sólinni, sem ósonlagið veiti vernd fyrir, eigi greiða leið í gegnum skýjahulu. Ósonlagið yfir Ís- landi hefur þynnst BÍLL valt í Bitrufirði seinni partinn í gær er ökumaður hans missti stjórn á honum í krappri beygju á Stikuhálsi við Þambárvelli. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík er talið að bíllinn hafi farið tvær veltur og er hann ónýtur. Þurfti að flytja ökumann með sjúkrabíl á heilsu- gæsluna á Hólmavík til skoðunar, en hann var talsvert marinn. Er tal- ið að um ölvun hafi verið að ræða. Grunur um ölvun er bíll valt TILKYNNT var um þjófnað á bæ í Hrútafirði í gær, en þar var stolið tækjum og tólum til girðing- arvinnu. Að sögn Hannesar Leifs- sonar, aðalvarðstjóra lögregl- unnar á Hólmavík, er áætlað að ránsfengurinn hafi verið í kring- um hundrað þúsund króna virði, en um var að ræða m.a. staurabor, staurastrekkjara og grindarefni. Segir Hannes ljóst að um fag- menn hafi verið að ræða því þurft hefur vörubíl eða traktor með stóran vagn til að nálgast ráns- fenginn, en lengstu bitarnir voru 4,6 metrar að lengd auk þess sem um þungt efni hafi verið að ræða. Hvetur Hannes alla sem orðið hafa mannaferða varir til að hafa samband við lögregluna. Telur hann að þjófarnir hafi þekkt vel til staðhátta en ekki er búið á bænum þótt hann sé notaður til fjárbú- skapar. Tækjum og tólum til girðingar- vinnu stolið ÖLDRUÐ kona lést eftir að bif- reið ók á hana á Snorrabraut í Reykjavík á tíunda tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var hún á leið yfir Snorrabraut á móts við Grett- isgötu klukkan 9:30 er bifreið á leið til norðurs ók á hana. Kon- an var flutt á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi en úr- skurðuð látin fljótlega eftir komuna þangað. Lögregla segir að ekki sé hægt að gefa upp aldur hennar eða nafn að svo stöddu. Málið er í rannsókn. Öldruð kona lést í umferð- arslysi RÆKJUTOGARINN Húsey frá Húsavík var vélarvana um það bil sjö sjómílur norður af Mánáreyjum úti fyrir Tjörnesi á Norðurlandi í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum Til- kynningarskyldunnar barst til- kynning um óhappið upp úr klukk- an níu í gærkvöld og var þá strax ákveðið að Aldey, sem er annað rækjuskip frá sömu útgerð, drægi skipið til hafnar á Húsavík. Var skipið komið með taug í Húsey seint í gærkvöldi og á leið til hafn- ar. Gekk ferðin að sögn hægt enda var farið að hvessa á þessum slóð- um og veðurspá slæm. Komust skipin því ekki nema í kringum þrjár sjómílur á klukkustund og bjuggust menn því við að þau kæm- ust ekki til hafnar fyrr en nú undir morgun. Aldey með Húsey í togi á leið til hafnar ELDUR kom upp í bíl í þorpinu í Mývatnssveit um miðjan dag í gær. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var um yfirgefinn bíl að ræða sem búið var að klippa núm- erið af. Talið er að óvitaverk hafi leitt til brunans. Voru tildrögin þau að nokkrir guttar voru að leika sér með eld- spýtur í bílnum sem leiddi til þess að það kviknaði í honum. Voru íbúar á staðnum snöggir til og tæmdu úr fjórum slökkvitækjum sem dugði til að kveða eldinn nið- ur. Fikt með eldspýtur leiddi til bílbruna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.