Morgunblaðið - 03.03.2005, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Glæsilegt tilboð á síðustu sætunum í
páskaferð til Costa del Sol þann 20.
mars. Páskarnir eru einn fegursti tími
ársins á suður-Spáni og þú getur
tryggt þér síðustu sætin til þessa
vinsælasta áfangastaðar Íslendinga í
sólinni og búið við frábæran aðbún-
að yfir hátíðina. Bókaðu núna og
tryggðu þér sæti og 4 dögum fyrir brottför tilkynnum við þér hvar þú býrð.
Traust þjónusta fararstjóra Heimsferða á staðnum allan tímann.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð kr. 49.990
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára.
Flug, gisting, skattar og íslensk
fararstjórn. 20. mars í 2 vikur. Netverð.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Stökktu til
Costa del Sol
um páskana
20. mars í 2 vikur
frá kr. 49.990
Verð kr. 59.990
M.v. 2 í stúdíó/íbúð. Flug, gisting, skattar
og íslensk fararstjórn. 20. mars í 2 vikur.
Netverð.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
SAMKVÆMT þjóðmálakönnun Fé-
lagsvísindastofnunar Háskóla Ís-
lands sem unnin var fyrir Morg-
unblaðið dagana 18.-24. febrúar sl.
myndu 39,3% þeirra sem tóku af-
stöðu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef
gengið yrði til kosninga nú, 25,5%
kjósa Samfylkinguna, 12,5% Fram-
sóknarflokkinn, 16,5% Vinstri
hreyfinguna grænt framboð og 5,8%
Frjálslynda flokkinn.
Alls myndu 4,2% ekki kjósa, 4,7%
skila auðu, 12,6% neita að svara og
3,7% eru óvissir í afstöðu sinni. Þess
má geta að könnunin var gerð fyrir
flokksþing Framsóknarflokksins um
nýliðna helgi.
Þrjár spurningar voru lagðar fyr-
ir svarendur um hvað þeir myndu
kjósa ef alþingiskosningar yrðu
haldnar á morgun. Þeir sem ekki
svöruðu því hvaða flokk eða lista
þeir myndu kjósa voru spurðir
hvaða flokk þeir teldu líklegast að
þeir myndu kjósa. Þeir sem ekki
svöruðu því heldur voru að lokum
spurðir hvort væri líklegra, að þeir
myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn
eða einhvern annan flokk. Niður-
staðan að ofan er fengin með því að
leggja saman spurningar 1-3. Sé
eingöngu horft til þeirra sem svör-
uðu fyrstu spurningunni, þ.e. hvaða
flokk eða lista þeir myndu kjósa ef
gengið yrði til kosninga á morgun,
fengi Sjálfstæðisflokkur 42,1% at-
kvæða þeirra sem tóku afstöðu,
Samfylking 24,9%, Framsóknar-
flokkur 11,5%, Vinstri hreyfingin
grænt framboð 16,4% og Frjáls-
lyndi flokkurinn 4,9%. Sé eingöngu
horft til 2. spurningar, þ.e. hvaða
flokk eða lista væri líklegast að fólk
myndi kjósa, eru niðurstöðurnar
álíka, Samfylking fengi 24,7%, Sjálf-
stæðisflokkur 41,2%, Framsóknar-
flokkur 12,1%, Vinstri hreyfingin
grænt framboð 16,0% og Frjáls-
lyndi flokkurinn 5,6%.
Sé fylgið greint eftir því hvað
menn kusu síðast kemur í ljós að
67,9% þeirra sem kusu Samfylkingu
hyggjast kjósa hana aftur, 72,4%
þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn
ætla að gera það aftur og 71,9%
þeirra sem kusu Vinstri græna ætla
að kjósa flokkinn aftur. Alls hyggj-
ast 50% þeirra sem kusu Frjáls-
lynda flokkinn gera það aftur og
46% þeirra sem kusu Framsóknar-
flokkinn í síðustu kosningum ætla
að kjósa flokkinn aftur.
Tæpur helmingur hyggst
kjósa Framsókn aftur
!
"
#
TALIÐ er að hundur kunni að hafa
keyrt bíl út í sjó á Eskifirði í gær-
morgun. Samkvæmt upplýsingum
fréttaritara Morgunblaðsins voru
tildrög málsins þau að eigandi bíls-
ins skildi hundinn sinn eftir í bíln-
um á meðan hann skrapp til að
sinna erindi í vigtarskúrnum við
höfnina. Þegar hann kom aftur var
bíllinn horfinn og hafði verið
keyrður nokkra tugi metra eftir
bryggjunni og út í sjó þar sem bíll-
inn var á bólakafi. Aðeins sást glitta
í fiskikarið sem var aftan á bílnum.
Hafa menn velt því fyrir sér
hvort hundurinn kunni að hafa tek-
ið bílinn úr gír og hann því runnið
beina leið út í sjó.
Að sögn Friðjóns Magnússonar,
hjá lögreglunni á Eskifirði, þurfti
að kalla til kafara sem fór niður að
bílnum og var hann því næst hífður
upp með krana. Hundurinn, sem
var í bílnum þegar hann fór út í sjó,
fannst dauður í bílnum. Er málið í
rannsókn hjá lögreglunni.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Kalla þurfti til kafara svo unnt væri að hífa bílinn upp úr sjónum.
Keyrði hundurinn út í sjó?
HALLDÓR Ásgrímsson forsætis-
ráðherra lauk í gær tveggja daga op-
inberri heimsókn sinni og fylgdarliðs
til Danmerkur. Hann segir heim-
sóknina hafa verið ánægjulega og
tekist hafi að treysta enn frekar góð
samskipti landanna. Fyrirtæki í eigu
Íslendinga séu að gera góða hluti í
Danmörku, hvort sem það er á sviði
viðskipta, sjávarútvegs eða banka-
starfsemi.
Dagurinn í gær hófst með morg-
unverðarfundi með Anders Fogh
Rasmussen, forsætisráðherra Dana,
þar sem rædd voru ýmis mál, að sögn
Halldórs. Þaðan lá leiðin til Álaborg-
ar þar sem Halldór ávarpaði við-
skiptaráð borgarinnar. Flutti hann
þar erindi um ýmis hagsmunamál Ís-
lendinga og sat einnig fund með
borgarstjóra Álaborgar. Halldór
segir mikla ánægju ríkja á svæðinu
með að fá íslensk fyrirtæki þar inn.
Að fundi loknum heimsóttu Hall-
dór og fylgdarlið fyrirtækin Carni-
tech, sem er dótturfélag Marel, og
Larsen Seafood, sem er í aðaleigu
Sindra Sindrasonar, fv. forstjóra
Pharmaco, og Eiríks Sigurðssonar,
fv. framkvæmdastjóra 10-11 búð-
anna.
Hjá Carnitech starfa um 350
manns, m.a. nokkrir Íslendingar.
Framleiðir fyrirtækið hágæða mat-
vinnsluvélar og vinnslulínur fyrir
sjávarútveg og landbúnað. Halldór
segir það hafa verið stórkostlegt að
sjá hvað Marel væri að ná miklum
árangri í Danmörku.
Hið sama væri að segja um Larsen
Seafood. Þar fer fram vinnsla og sala
á sjávarafurðum í neytendaumbúð-
um, t.d. síld, laxi, rækjum, hrognum
og lifur. Fyrirtækið veltir um 500
milljónum danskra króna í þremur
verksmiðjum, sem alls veita um 250
manns atvinnu. Halldór segir að sök-
um stærðar þessara íslensku fyrir-
tækja séu þær mikilvægir hlekkir í
atvinnulífinu á svæðinu.
Danmerkurheimsókn forsætisráðherra lauk í gær
Fyrirtækjum í eigu
Íslendinga vegnar vel
Halldór Ásgrímsson í heimsókn hjá Carnitech. Með honum eru m.a. Hörður
Arnarsson, forstjóri Marel, Anni Vinther, borgarstjóri Stövring, Bolli Þór
Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, Friðrik Jónsson sendi-
ráðunautur og Torkild Christensen, forstjóri Carnitech, lengst til hægri.
Meira á mbl.is/itarefni
GENGIÐ hefur verið frá nýjum
kjarasamningi í álverinu í Straums-
vík. Samningurinn felur í sér nokkr-
ar breytingar frá samningi sem var
felldur í síðasta mánuði, en þær lúta
að bónusgreiðslum, greiðslu launa
og orlofs- og desemberuppbótar.
Kjarasamningurinn sem gerður
var í febrúar var felldur með um
77% atkvæða. Gylfi Ingvarsson, að-
altrúnaðarmaður starfsmanna í ál-
verinu, sagði að nýi samningurinn
byggðist á samningnum sem var
felldur. Ekki væru gerðar breyting-
ar á prósentuhækkunum. Hins veg-
ar hefði verið sett gólf í bónus-
greiðslur, en veruleg óánægja hefði
verið með fyrirkomulag bónus-
greiðslna í eldri samningi.
Gylfi sagði að ennfremur hefðu
orlofs- og desembergreiðslur verið
hækkaðar. Greiðslurnar tengdust
nú mánaðarlaunum.
Samningurinn sem var felldur fól í
sér um 20% kostnaðarhækkun fyrir
álverið, en Gylfi sagði að kostnaður-
inn við nýja samninginn hefði ekki
verið reiknaður út. Beinar taxta-
hækkanir eru 14%, en samningurinn
gildir fram í nóvember 2008.
Um 400 starfsmenn taka laun eft-
ir samningnum. Samningurinn verð-
ur kynntur í dag og atkvæði talin á
miðvikudaginn.
Breytingar gerðar
á bónusgreiðslum
JAFNRÉTTISNEFND Reykjavík-
urborgar hvetur alþingi til að endur-
skoða kynferðisbrotakafla hegning-
arlaganna til að tryggja að kynfrelsi
einstaklinga sé virt. Ályktun þess
efnis var samþykkt í gær í tilefni af
kandidatsritgerð Þorbjargar S.
Gunnlaugsdóttur.
„Í nýútkominni ritgerð Þorbjarg-
ar S. Gunnlaugsdóttur til kandidats-
prófs í lögfræði er fjallað um nauðg-
un frá sjónarhóli kvennaréttar og
varpað ljósi á þá staðreynd að
ákvæði hegningarlaga um kynferð-
isbrot hvíla ekki á afdráttarlausri
viðurkenningu á kynferðislegu
sjálfsforræði sérhvers einstaklings,
heldur skiptir máli hver fremur brot-
ið og með hvaða aðferðum það er
framið.“
Svo segir: „Brotalamir réttarkerf-
isins gagnvart þolendum kynferðis-
brota, sem í flestum tilfellum eru
konur og börn, koma einna skýrast
fram í því að aðeins í örfáum tilvikum
tekst að ljúka málum með sakfell-
ingu. Þetta er óþolandi að mati jafn-
réttisnefndar Reykjavíkurborgar og
sýnir að þolendur kynferðisbrota
njóta ekki nægilegrar réttarverndar
í okkar samfélagi,“ segir í ályktun-
inni.
Kynfrelsi
einstaklinga
verði virt