Morgunblaðið - 03.03.2005, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Byggingaraðili:
Söluaðili:
Sandavað 1-5 - nýjar íbúðir í lyftuhúsi ásamt bílskýli
5 herbergja íbúðir
Verð frá 24,5 millj.
80% fjárm. 19,6 millj.
Áætl. afb.lána pr. mán. 88,200 kr.
Mismunur gr. á byggtíma 4,9 millj.
4ra herb íbúðir
Verð frá 19,5 millj.
80 % lán 15,6 millj.
Áætluð afb. lána pr mán. 70,200 kr.
Mismunur gr. á byggtíma 3,9 millj.
3ja herbergja íbúðir
Verð frá 17,2 millj.
80% lán 13,7 millj.
Áætluð afb. lána pr. mán. 61,000 kr.
Mismunur gr. á byggtíma 3,5 millj.
2ja herbergja íbúðir (án bílskýlis)
Verð frá 14,2 millj.
80% lán 11,3 millj.
Áætluð afb lána pr mán. 51,000 kr
Mismunur gr. á byggtíma 2,9 millj.
Nýjar og glæsilegar 2ja-5
herbergja íbúðir á góðum stað
í Norðlingaholtinu
Húsið er fjögurra hæða með 3 stigagöngum og
lyftu í hverju stigahúsi. Bílageymsla er undir
húsinu. Húsið verður afhent fullfrágengið að
utan með frágenginni lóð, bílastæðum og að
öllu leiti fullbúið. Íbúðunum verður skilað
fullbúnum að innan án gólfefna og flísalagnar.
Síðumúla 27 - Sími 588 4477 - Fax 588 4479
Ingólfur G. Gissurarson lögg. fasteignasali
Sjá nánar á www.nybyggingar.is/
www.valholl.is - Opið mán.-fimmtud. 9-17:30,
föstud. frá kl. 9-17. Lokað um helgar.
SJÁ GRUNNMYND Á WWW.NYBYGGINGAR.IS
Þórarinn 899 1882
Bárður 896 5221
Ingólfur 896 5222
Ellert 893 4477
ÞAÐ virðist af nógu að taka þegar
umræðuefni þessara ungu náms-
meyja í Austurbæjarskóla er ann-
ars vegar.
Frímínúturnar eru auðvitað helst
notaðar til að spjalla saman um það
sem skiptir máli á þessum aldri en
líka til að virða fyrir sér skólafélag-
ana, kannski helst strákana.
Morgunblaðið/Eggert
Beðið við
grindverkið
DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra
segir að það hafi staðið til að fulltrúi
frá sendiráði Ís-
lands í Japan
færi með íslenska
vegabréf Bobbys
Fischers skák-
meistara til hans
í innflytjendabúð-
unum í Japan. Yf-
irmenn búðanna
hefðu á hinn bóg-
inn bent á að það
væri brot á
diplómatískum reglum, þ.e. erlendir
sendifulltrúar hefðu ekki leyfi til að
hafa samskipti við menn í búðunum.
„Við höfum skoðað þær fullyrð-
ingar og teljum að þær séu réttar
hjá japönskum yfirvöldum,“ segir
Davíð. Hann segir að þetta þýði að
íslensk stjórnvöld yrðu að fá und-
anþágu frá reglunum til að koma
vegabréfinu til Fischers.
„Gert allt sem í okkar
valdi stendur“
Spurður hvort stjórnvöld íhugi að
sækja um slíka undanþágu segir
hann: „Við erum ekki farin að hug-
leiða það. En aðalatriðið er að vega-
bréfið er þarna ef hann verður látinn
laus.“ Vísar hann til þess að vega-
bréfið sé í vörslu íslenska sendiráðs-
ins í Japan.
Davíð leggur áherslu á að íslensk
stjórnvöld hafi svarað beiðni Fisch-
ers um dvalarleyfi, þ.e. þau hafi veitt
honum dvalarleyfi og þar með vega-
bréf til Íslands. „En við erum ekki
að krefjast þess af ríkisstjórn Jap-
ans að hann sé framseldur hingað
eða fluttur hingað á okkar vegum.
Við höfum ekkert vald til þess eða
stöðu. Við höfum bara svarað hans
beiðni og gert allt það sem í okkar
valdi stendur til þess að uppfylla
hana.“
Davíð Oddsson utanríkisráðherra um mál Bobby Fischers
Stóð til að koma vega-
bréfinu til Fischers
Davíð Oddsson
SÆMUNDUR Pálsson, stuðnings-
maður og vinur skákmeistarans
Bobbys Fischer,
fékk ekki að hitta
Fischer þegar
hann fór í gær í
innflytjendabúð-
irnar þar sem
japönsk stjórn-
völd hafa skák-
snillinginn í
haldi.
„Við vorum
komin í búðirnar,
ég, kærasta Fischers og fréttamenn-
irnir sem eru með mér. Ég var búinn
að taka númer og það var alveg að
koma að mér að fá að fara inn, þegar
allt í einu kom tilkynning um að þeir
leyfðu engar fleiri heimsóknir til
Fischers af öryggisástæðum,“ sagði
Sæmundur, sem var að vonum mjög
vonsvikinn þegar Morgunblaðið
ræddi við hann fyrir hádegi í gær.
Þá var hann kominn á hótel sitt,
enda komið kvöld í Japan.
Sæmundur kvaðst ætla að reyna
aftur að fá að hitta Fischer í dag.
Þegar hann spurði í gær hvort það
gæti gengið varð fátt um svör. „Ég
fékk fund með yfirmanni búðanna
þar sem við ræddum þetta fram og
til baka. Ég spurði hvort þeim fynd-
ist eðlilegt að koma svona fram við
mann sem hefði ferðast um hálfan
hnöttinn til að hitta vin sinn, sem
hann hefði ekki séð í 33 ár. Þá vildu
þeir ekkert svara því hvort ég fengi
að hitta hann á morgun [í dag]. Ég
sagði honum að ég væri steinhissa á
þessari framkomu, hefði unnið með
Japönum við Búrfellsvirkjun fyrir
fjörutíu árum og þeir hefðu verið
hinir prúðustu menn í alla staði.
Ég held að þeir hafi verið að gera
vitleysu með því að banna okkur að
hitta hann. Þetta skaðar þeirra mál-
stað.“
Sæmundur hitti Þórð Ægi Ósk-
arsson, sendiherra Íslands í Japan, í
gærmorgun og fóru þeir yfir mál
Fischers. Sæmundur segir að vega-
bréf Fischers hafi enn verið niðri í
skúffu hjá sendiherranum, en sendi-
herrann hafi sagst ætla að ræða við
stjórnvöld á Íslandi um hvert fram-
haldið á málinu yrði.
Blaðamannafundi sem halda átti
um mál Fischers í Tókýó í gær var
frestað fram á föstudag.
Fékk ekki að
hitta Fischer
Sagt að engar heimsóknir væru
leyfðar af öryggisástæðum
Sæmundur Pálsson
ÁRNI Þór Vigfússon neitaði í gær
sök í máli sem ríkislögreglustjóri hef-
ur höfðað gegn honum og fjórum öðr-
um vegna meintra undanskota á um
56 milljónum. Hin meintu brot voru
framin í rekstri fimm eignarhalds-
félaga; Lífstíls, Planet Reykjavík,
Kaffi Le, Ísafoldarhússins og Japis,
að mestu á árunum 2002–2003.
Málið var þingfest 3. febrúar en þá
tók Árni Þór sér frest til að taka af-
stöðu til ákæru um að hann hafi í fé-
lagi við aðra ekki staðið skil á um 14
milljónum króna af innheimtum virð-
isaukaskatti og opinberum gjöldum.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri
Japis neitaði einnig sök
Við fyrirtöku málsins í gær kom
jafnframt fyrir dóm fyrrum fram-
kvæmdastjóri Japis sem ekki mætti
við þingfestinguna. Er hann sakaður
um að hafa ásamt Kristjáni Ragnari
Kristjánssyni, ekki staðið skil á virð-
isaukaskatti að fjárhæð 10 milljónir
og opinberum gjöldum að fjárhæð um
12,5 milljónir. Hann neitaði sök og
sagðist hvorki hafa haft yfirumsjón
með bókhaldi fyrirtækisins né annast
daglega stjórn þess á þessu tímabili.
Þeir Árni Þór og Kristján Ragnar
fengu fangelsisdóm í Héraðsdómi
Reykjavíkur í tengslum við Land-
símamálið svokallaða á síðasta ári.
Tveir aðrir, sem eru ákærðir í þessu
máli, voru einnig dæmdir til refsingar
þá. Þeim dómi var áfrýjað til Hæsta-
réttar og er dóms að vænta í lok febr-
úar. Ákveðið var í gær að fresta aðal-
meðferð þar til dómur lægi fyrir og er
gert ráð fyrir að hún fari fram 19.
maí.
Neitar sök
í skatt-
svikamáli
NÝ KÖNNUN stúdentafélaga
Tækniháskóla Íslands og Háskólans
í Reykjavík á viðhorfum nemenda
gagnvart fyrirhugaðri sameiningu
sýnir að mikill meirihluti nemenda
er hlynntur sameiningunni. Um 82%
nemenda í báðum skólum telja að
áhrif sameiningarinnar á námsfram-
boð verði jákvæð og um 75% telja að
áhrif á inntak námsins, gæði kennsl-
unnar og á félagslíf verði jákvæð.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá VISKU, stúdentafélagi HR og
Technis, stúdentafélagi THÍ.
Skora félögin á þingmenn að af-
greiða sem fyrst það frumvarp
vegna niðurfellingar laga um
Tækniháskólann. Segja félögin að
frumvarpið sé forsenda þess að hægt
verði að sameina skólana tvo. Frest-
un sameiningar skólanna skapi óþol-
andi óvissu fyrir 2.500 nemendur.
Frestun skapar óvissu