Morgunblaðið - 03.03.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Úff, það þarf aldeilis að spreyja til að ná þessari karlrembulykt úr stólnum.
Erfðabreytt kallastmatvæli framleiddúr lífverum, sem
breytt hefur verið lítillega
með utanaðkomandi
erfðaefni. Mikill meirihluti
eru nytjaplöntur og afurð-
ir þeirra. Erfðabreyting-
arnar hafa einkum beinst
að aukinni framleiðslu
með því að gera plönturn-
ar ónæmar fyrir skordýr-
um og illgresiseyðandi
efnum,“ segir um erfða-
breytt matvæli á vefsíðu
vísindavefs Háskóla Ís-
lands. Erfðatæknin er ólík
kynbótum að því leytinu
að í stað þess að flytja
mörg gen milli lífvera með
kynbótum þá er eitt eða örfá gen
flutt milli óskyldra lífvera með
erfðatækninni. T.d. mætti flytja
gen úr bakteríu eða veiru yfir í
plöntu sem ekki er hægt með kyn-
bótum.
Á málþingi um erfðabreytt mat-
væli, sem var haldið sl. þriðjudag,
var fjallað um áhrif og áhættu við
ræktun og neyslu slíkra matvæla.
Sigríður Anna Þórðardóttir um-
hverfisráðherra ávarpaði sam-
komuna og sagði að ljóst væri að
erfðavísindin hefðu tekið stórstíg-
um framförum á undanförnum ár-
um. Hún benti á að mikilvægt
væri að nýta tæknina til góðra
hluta en nauðsynlegt væri að fara
varlega og skoða vel þau áhrif sem
erfðabreytt matvæli hafa á um-
hverfið. Hún sagði að setja yrði
skýrar reglur um erfðabreytt
matvæli hérlendis og að gengið
væri úr skugga um það að slík
matvæli hefðu ekki skaðleg áhrif á
fólk. Slíkt hefði ekki verið gert
hérlendis en unnið er að aðlögun á
slíkum reglum fyrir Ísland skv.
Evrópustöðlum, sagði Sigríður.
Mörgum spurningum er ósvar-
að og margt er á huldu um áhrif
erfðabreyttra matvæla á fólk og
vistkerfið í heild að mati dr. Carlo
Leifert, prófessors í vistfræðileg-
um landbúnaði við Newcastle-há-
skóla á Englandi. Hann er þeirrar
skoðunar að gallarnir við erfða-
breytt matvæli séu mun fleiri
heldur en kostirnir. Hann bendir á
að erfðavísindin séu eitt af flókn-
ustu sviðum vísindanna og margt í
tengslum við erfðavísindin hafi
ekki verið rannsakað og sé ein-
faldlega ekki vitað. Þróun erfða-
breyttra matvæla byggist á hag-
nýtingu á tækni sem menn hvorki
skilja né ná að stjórna til fullnustu.
Séu kostir erfðabreytingar
skoðaðir þá er hægt að framleiða
hraustari plöntur sem þola betur
plágur, illgresiseyða og óhagstæð
veðurskilyrði s.s. kulda og þurrk.
Með erfðabreytingunni opnast
möguleikar á að nýta áður órækt-
anleg landsvæði, plöntur geta nýtt
sólarljós betur og vaxið hraðar.
Með þessu hafa menn bundið von-
ir við þann möguleika að brauð-
fæða heiminn.
Auk þess getur hagur matvæla-
iðnaðarins orðið margvíslegur
vegna erfðatækninnar. Hægt er
að auka næringargildi matvæla,
t.d. auka próteininnihald í hrís-
grjónum, hveiti og fleiri kornteg-
undum eða auka innihald vítamína
og fleiri bætiefna í matvælum.
Málið vandast að mörgu leyti
þegar fjalla á um ókostina því
minna er vitað um þá en kostina.
Að sögn Leifert ríkir töluverð
óvissa um hugsanlega áhættu og
áhrif erfðabreyttra matvæla á
heilsu manna og umhverfi. Hann
segist hafa miklar efasemdir varð-
andi það hvort erfðabreytt mat-
væli komi til með að brauðfæða
heiminn. Þróunarlöndin þyrftu að
rækta plöntuafbrigði frá iðnaðar-
löndunum, en slíkt myndi valda
því að staðbundin afbrigði myndu
deyja út. Þróunarlöndin hafi svo
ekki efni á því að kaupa dýrt út-
sæði sem notað yrði til ræktunar,
því nauðsynlegt sé að kaupa nýtt
útsæði árlega þar sem ekki má
safna saman fræjum á haustin og
sá þeim á vorin. Að auki segir
hann íbúa þróunarlandanna ekki
vilja borða erfðabreytt matvæli
frekar heldur en Evrópubúar.
Eitt helsta ágreiningsmál varð-
andi erfðabreytt matvæli hefur
verið merkingar. Í Bandaríkjun-
um og Kanada þarf ekki að
merkja erfðabreytt matvæli en
sum Evrópuríki hafa krafist
merkinga á þeirri forsendu að
neytendur eigi rétt á að velja hvað
þeir vilja kaupa. „Aðeins 27%
neytenda í Bretlandi vilja leyfa
sölu á erfðabreyttum matvælum,“
segir Leifert. Hann segir að
Bandaríkjamenn þrýsta á Evrópu
til þess að slaka á kröfum sínum
gagnvart erfðabreyttum matvæl-
um, en Bandaríkjamenn gera ekki
kröfur um merkingar erfða-
breyttra matvæla. Ljóst sé að um
mikla fjárhagslega hagsmuni sé
að ræða, en Bandaríkin eru lang-
stærsti framleiðandi og útflytj-
andi erfðabreyttra nytjaplantna.
Á eftir þeim koma Kanada og
Kína en minnst er framleiðslan í
Evrópu.
Hérlendis hefur umræðan
einna helst beinst að erfðabreyttu
byggi til lyfjaframleiðslu. Að mati
Ólafs Dýrmundssonar, hjá
Bændasamtökum Íslands, hefur
umræða hérlendis verið af skorn-
um skammti, bæði meðal almenn-
ings og vísindamanna. Málþingið
var liður í slíkri umræðu en hann
segir ljóst að mörgum spurning-
um sé enn ósvarað.
Fréttaskýring | Erfðabreytt matvæli
Margt er enn
á huldu
Margir kostir við erfðabreytt matvæli
en mörgum spurningum er enn ósvarað
Venjulegur hamborgari eða erfðabreyttur?
Hvatt til umræðu um
erfðabreytt matvæli
Í tengslum við málþing um
erfðabreytt matvæli var opnuð
heimasíða sem ætlað er að vera
umræðuhvetjandi um erfða-
breyttar afurðir. Síðan er sam-
eiginlegt verkefni fimm lands-
samtaka og þjónustustofnana og
er slóðin www.erfdabreytt.net.
Þar er m.a. fjallað um notkun
erfðatækni, hugsanleg áhrif
erfðabreyttra afurða á umhverfi
og heilsu fólks, ágóða og áhættu
sem fylgir erfðabreyttum líf-
verum auk merkingar og eftirlits
með slíkum matvælum.
jonpetur@mbl.is