Morgunblaðið - 03.03.2005, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VALGERÐUR Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra lagði fram tvö frum-
vörp á Alþingi í gær, annars vegar
um ný samkeppnislög og hins vegar
frumvarp um Neytendastofu og tals-
mann neytenda. Með nýjum sam-
keppnislögum er gert ráð fyrir að
leggja Samkeppnisstofnun og sam-
keppnisráð niður og setja á fót Sam-
keppniseftirlitið. Áfrýjunarnefnd
samkeppnismála starfar áfram og
skulu starfsmönnum Samkeppnis-
stofnunar verða boðin störf hjá Sam-
keppniseftirlitinu, ef þeir kjósa.
Eiga lögin að taka gildi um mitt
þetta ár, eða frá 1. júlí næstkomandi.
Samkeppniseftirlitinu er ætlað að
taka við verkefnum Samkeppnis-
stofnunar og stórum hluta verkefna
samkeppnisráðs. Frumvarpið um
samkeppnislögin var samið með
hliðsjón af niðurstöðum nefndar um
stefnumótun íslensks viðskiptaum-
hverfis, sem skipuð var fyrir rúmu
ári.
„Bastarður“ tekinn út
Í frumvarpinu er lagt til að Sam-
keppniseftirlitið fái skýrar laga-
heimildir til að krefjast þess að fyr-
irtæki sem brotið hafa gegn
ákvæðum samkeppnislaga breyti
skipulagi sínu. Ákvæði gildandi laga
eru ekki talin veita samkeppnisyfir-
völdum nægilega skýrar heimildir til
að krefjast skipulagsbreytinga.
Jafnframt er lagt til að sú grein
gildandi samkeppnislaga, sem veitir
samkeppnisráði heimild til að grípa
til aðgerða gegn aðstæðum sem hafa
skaðleg áhrif á samkeppni, verði
felld brott þar sem talið sé að ef
ákvæðið yrði óbreytt í lögum yrðu
heimildir Samkeppniseftirlitsins til
að krefjast skipulagsbreytinga hjá
fyrirtækjum of víðtækar.
Valgerður Sverrisdóttir segir að
þetta ákvæði hafi komið inn í sam-
keppnislögin árið 1993 og ætíð síðan
verið „hálfgerður bastarður“. Það
hafi heldur ekki verið í samræmi við
samkeppnisrétt og samkeppnislög
annarra þjóða. Ákveðið hafi verið að
taka það út og setja inn betur skil-
greint ákvæði.
Valgerður segir að í kröfu um
skipulagsbreytingu sé m.a. átt við að
skipta fyrirtækjum upp ef talið er að
þau hafi brotið samkeppnislögin
ítrekað. Að öðru leyti sé það skil-
greiningaratriði hvernig samkeppn-
isyfirvöld nýti þessa heimild.
Frumvarpið byggist sem fyrr seg-
ir m.a. á niðurstöðum nefndar um
stefnumótun íslensks viðskiptaum-
hverfis. Nefndin klofnaði í afstöðu
sinni til þess hvort veita skyldi sam-
keppnisyfirvöldum heimild til að
krefjast þess að fyrirtækjum yrði
skipt upp, brytu þau samkeppnislög.
Skilaði einn nefndarmaður, Þórdís
Sigurðardóttir, séráliti þar sem hún
taldi ekki rétt að veita samkeppn-
isyfirvöldum slíkar heimildir.
Í 16. grein laganna segir: „Að-
gerðir Samkeppnisstofnunar geta
falið í sér hverjar þær ráðstafanir
sem nauðsynlegar eru til að stöðva
brot gegn ákvæðum laganna eða
bregðast við athöfnum opinberra að-
ila sem kunna að hafa skaðleg áhrif á
samkeppni. Samkeppniseftirlitið
getur beitt úrræðum bæði til breyt-
ingar á atferli og skipulagi, í hlutfalli
við það brot sem framið hefur verið
og nauðsynlegt telst til að stöðva það
í reynd. Þó er einungis heimilt að
beita úrræðum til breytingar á
skipulagi ef sýnt þykir að ekki sé
fyrir hendi árangursríkt úrræði til
breytingar á atferli eða þar sem
jafnárangursríkt úrræði til breyt-
ingar á atferli væri meira íþyngjandi
fyrir hlutaðeigandi aðila en úrræði
til breytingar á skipulagi.“
Í athugasemdum með frumvarp-
inu kemur m.a. fram að tillaga
nefndarinnar um heimildir til að
krefjast skipulagsbreytinga hafi
verið í samræmi við breytingar sem
nýlega hafi verið gerðar á sam-
keppnisreglum Evrópusambandsins
og norskum samkeppnislögum.
Sambærilegar heimildir sé að finna í
fleiri löndum, m.a. Bretlandi, Írlandi
og Bandaríkjunum, auk þess sem
fyrir liggi tillögur um slíka löggjöf í
Þýskalandi. Þá hafi tillagan einnig
verið í samræmi við þær heimildir
Samkeppnisstofnunar, sem iðulega
hafi verið beitt til að krefjast skipu-
lagsbreytinga hjá opinberum stofn-
unum sem stunda samkeppnisrekst-
ur.
Ekki orðið við tillögu um
leit á heimilum stjórnenda
Nefndin lagði einnig til að sam-
keppnisyfirvöldum yrðu veittar rík-
ari heimildir til vettvangsrannsókna,
þar á meðal á heimilum, landsvæð-
um eða flutningatækjum í eigu
stjórnarmanna, framkvæmdastjóra
og annarra starfsmanna hlutaðeig-
andi fyrirtækja og samtaka fyrir-
tækja. Lagði nefndin þó áherslu á að
vettvangsrannsóknir mætti ekki
framkvæma nema fyrir lægi dóms-
úrskurður, og að fundin yrði leið til
að lögreglan kæmi að slíkri vett-
vangsrannsókn.
Þessar tillögur er ekki að finna í
frumvarpinu og spurð um skýringar
á því segir Valgerður að í umsagn-
arferlinu hafi komið fram athuga-
semdir við þetta ákvæði og þess
vegna hafi það verið tekið út. Einnig
hafi þessi heimild ekki verið innan
tilskipunar frá Evrópusambandinu.
Því hafi ekki fundist leið til að setja
þetta ákvæði inn með nógu skýrum
hætti í lögum. Bendir Valgerður á að
nefnd forsætisráðherra sé að störf-
um sem hafi verið ætlað að skoða
samskipti samkeppnisyfirvalda, lög-
reglu og Fjármálaeftirlitsins í refsi-
réttarlegu tilliti. Útilokar Valgerður
ekki að ákvæðið verði tekið inn síðar,
enda byggist frumvarpið nú ekki á
heildarendurskoðun á samkeppnis-
lögunum.
ESA má framkvæma leit
Samkvæmt frumvarpinu er Eftir-
litsstofnun EFTA, ESA, heimilt að
framkvæma vettvangsskoðun hjá ís-
lenskum aðilum. Fulltrúum ESA og
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins er heimilt að vera viðstadd-
ir og taka þátt í vettvangsrannsókn-
um sem Samkeppniseftirlitið
framkvæmir, innan þeirra marka
sem EES-samningurinn setur.
Einnig eru í frumvarpinu breyt-
ingartillögur sem leiða af aðild Ís-
lands að EES-samningnum. Þá er
lagt til að bætt verði við ákvæði þess
efnis að Samkeppniseftirlitið skuli
birta skýrslur um athuganir sínar og
grípa til aðgerða til að stuðla að
virkri samkeppni þar sem það er
nauðsynlegt.
Sömuleiðis er lagt til að þau verk-
efni sem nú heyra undir samkeppn-
isyfirvöld og lúta að eftirliti með
óréttmætum viðskiptaháttum og
gagnsæi markaðarins, verði ekki
unnin í sömu stofnun og þau verkefni
sem snúa sérstaklega að samkeppn-
ismálum.
60 milljónum meiri kostnaður
og sérfræðingum fjölgað
Samkvæmt umsögn fjármálaráðu-
neytisins mun efling Samkeppniseft-
irlitsins kosta um 60 milljónir króna.
Í því felst að sérfræðingum fjölgi um
sjö, eða úr 10 í 17 á tveimur árum. Í
núverandi fjárlagafrumvarpi liggur
nú þegar fyrir tillaga um 20 milljóna
króna framlag til eflingar samkeppn-
issviði Samkeppnisstofnunar. Verði
frumvarpið óbreytt að lögum áætlar
ráðuneytið að kostnaður aukist sam-
tals um 60 milljónir, sem skiptist á
árin 2005 og 2006. Viðskiptaráðherra
segir að þetta sé ein mikilvægasta
breytingin í nýju lögunum.
Ný frumvörp til samkeppnislaga, um Neytendastofu og talsmann neytenda
Krafa um að brotleg fyrir-
tæki breyti skipulagi sínu
Samkeppnis-
stofnun og sam-
keppnisráð lögð
niður frá 1. júlí í
sumar og Sam-
keppniseftirlitið
stofnað
Morgunblaðið/Kristinn
Frumvarpið til samkeppnislaga byggist m.a. á niðurstöðum nefndar um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis
sem klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort veita skyldi heimild til að krefjast þess að fyrirtækjum yrði skipt upp.
NEYTENDASTOFA er ríkisstofnun sem á að starfa að
stjórnsýsluverkefnum á sviði neytendamála, vöruörygg-
ismála, opinberrar markaðsgæslu, mælifræði og raf-
magnsöryggismála.
Tekur stofan við verkefnum Löggildingarstofu og
verkefnum Samkeppnisstofnunar í neytendamálum en í
frumvarpi viðskiptaráðherra kemur fram að áætlað sé
að færa a.m.k. sex starfsmenn Samkeppnisstofnunar,
sem hafa sinnt neytendaverkefnum, yfir til Neyt-
endastofu. Jafnframt verður komið á fót áfrýjunarnefnd
neytendamála.
Neytendastofu er ætlað að annast framkvæmd laga
um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og
gagnsæi markaðarins og laga um öryggi vöru og op-
inbera markaðsgæslu. Stofunni er einnig ætlað að ann-
ast dagleg störf og undirbúning mála fyrir talsmann
neytenda, fara með rafmagnsöryggismál, yfirumsjón
með lögmælifræði og sjá um framkvæmd laga um vog,
mál og faggildingu.
Talsmanni neytenda er ætlað að standa vörð um hags-
muni og réttindi neytenda og stuðla að aukinni neyt-
endavernd. Mun hann taka við erindum neytenda, bregð-
ast við ef hann telur brotið gegn réttindum neytenda,
gefa út rökstuddar álitsgerðir ásamt tillögum um úrbæt-
ur, setja fram tillögur um úrbætur á lögum og kynna lög-
gjöf er varðar neytendamál.Í frumvarpinu kemur fram
að gerð sé krafa um að talsmaður neytenda hafi háskóla-
próf og þekkingu eða reynslu af neytendamálum.
Þó að talsmanninum sé ætlað að koma með álit í mál-
um, líkt og umboðsmaður Alþingis, er ekki gerð krafa
um að hann hafi lögfræðipróf. Að sögn viðskiptaráð-
herra var ekki talin þörf á því þar sem talsmaður neyt-
enda muni hafa stuðning og aðstoð frá starfsmönnum
Neytendastofu sem búi sumir hverjir yfir lögfræði-
menntun, jafnvel þótt talsmanninum sé ætlað að starfa
sjálfstætt.
Reiknað er með að frá gildistöku laganna 1. júlí nk.
verði starfsmönnum Löggildingarstofu boðið annað
starf hjá Neytendastofu.
Kostar 58,5 milljónir
Samkvæmt kostnaðarmati fjármálaráðuneytisins mun
hluti Neytendastofu ásamt talsmanni neytenda kosta
58,5 milljónir króna. Þar af eru 3,5 milljónir vegna flutn-
inga og áfrýjunarnefndar neytendamála, 42 milljónir
færast frá núverandi Samkeppnisstofnun og loks eru 13
milljónir vegna embættis talsmanns neytenda. Verði
frumvarpið að lögum mun kostnaður ríkissjóðs aukast
um 16,5 milljónir, þar af eru 14,5 milljónir varanlegur
rekstrarkostnaður.
Neytendastofa í stað Löggildingarstofu
NÚ LIGGUR fyrir að Íslendingar
munu greiða fyrir flutning með flug-
vélum á rúmlega 500 tonnum af
vopnum og skotfærum sem Slóvenar
gefa Írökum. Kostnaður verður um
40 milljónir króna, sagði Davíð
Oddsson utanríkisráðherra í utan-
dagskrárumræðu á Alþingi í gær. Er
þetta hluti af stuðningi Íslands við
þjálfun íraskra öryggissveita, þ.e.
lögreglu og her, á vegum Atlants-
hafsbandalagsins, að því er fram
kom í máli Davíðs.
Auk þessa hefur Ísland lagt rúm-
lega 12 milljónir króna í sjóð banda-
lagsins sem greiðir ferðir og uppi-
hald manna úr íröskum
öryggissveitum, vegna þjálfunar ut-
anlands.
Davíð minnti einnig á að ríkis-
stjórnin hefði samþykkt í apríl árið
2003 að verja allt að 300 milljónum
króna í neyðar- og mannúðaraðstoð
og stuðning við uppbyggingarstarf í
Írak. Þegar hefðu 100 milljónir verið
lagðar fram til uppbyggingarsjóða
Alþjóðabankans og Sameinuðu þjóð-
anna. Jafnframt væri verið að skoða
möguleikana á því að kaupa gervi-
limi frá fyrirtækinu Össuri fyrir um
áttatíu milljónir. Þá væri verið að
skoða möguleikana á því að styrkja
sérstaklega stöðu kvenna og fjöl-
skyldna í Írak í samvinnu við UNI-
FEM og fleiri aðila.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, málshefjandi umræðunn-
ar, gagnrýndi þennan stuðning ís-
lenskra stjórnvalda við hergagna-
flutninga til íraks. „Mikið hlýtur
þjóðinni að líða betur að vita af þessu
framlagi sínu,“ sagði hann.
Greiða fyrir
flutninga á
500 tonnum
af vopnum
♦♦♦
DAVÍÐ Oddsson, utanríkisráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins,
segist aðspurður ekki sjá neinar
breytingar á Evrópustefnu Fram-
sóknarflokksins, eftir flokksþing
framsóknarmanna um helgina. „Ef
þessi texti liggur til grundvallar þá
er engin breyting - ekki ef ég er læs -
þá er það ekki,“ sagði hann í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Tekist var á um ályktun um aðild-
arviðræður við Evrópusambandið á
flokksþingi framsóknarmanna um
helgina og var eftirfarandi setning í
Evrópukafla utanríkismálaályktun-
ar þingsins að lokum samþykkt: „Á
vettvangi Framsóknarflokksins skal
halda áfram upplýsingaöflun og
vinnu við mótun samningsmarkmiða
og hugsanlegs undirbúnings aðildar-
viðræðna við Evrópusambandið.
Niðurstöðu þeirrar vinnu skal bera
undir næsta flokksþing - til kynning-
ar.“
Breytum ekki stefnu
vegna rottueiturs
Davíð segir aðspurður um EES-
samninginn að það þurfi í sjálfu sér
ekki að gera neinar breytingar á
honum. „Hann stendur alveg fyrir
sínu og er í fullu gildi. Það er mat
okkar í utanríkisráðuneytinu og það
er mat forystumanna Evrópusam-
bandsins - þannig að ég sé ekki nein
vandamál í því efni.
Ég hef stundum heyrt að hann
hafi veikst eða staðnað og ég hef beð-
ið um skýringar á því. Ég hef einu
sinni fengið einhverjar upplýsingar
um að það hafi verið einhver vanda-
mál varðandi rottueitur og einhvern
tíma um tvírása skólprör - en við
breytum ekki stefnu í utanríkismál-
um okkar þjóðar vegna rottueiturs
eða tvískólpa rörs.“
Engin
breyting á
Evrópu-
stefnunni
Meira á mbl.is/itarefni