Morgunblaðið - 03.03.2005, Page 11
í Lyf & heilsu Kringlunni
3. - 9. mars
Diorshow dagar
Förðunarmeistari á staðnum
Gitte Lindgren förðunarmeistari Dior
verður í versluninni í dag og á morgun
og sýnir allt það flottasta í förðun.
Gjöf til þín*
Þegar þú verslar fyrir 5.000 kr. eða
meira bíður þín glæsileg gjöf frá Dior.
Þrír heppnir fá vinning*
Þú gætir unnið gjafakörfu frá Dior að
verðmæti 25.000 kr. með því einu að
versla fyrir 2.000 kr. eða meira og setja
nafn þitt í pottinn. *G
jö
fo
g
ha
pp
ad
ræ
tt
ia
ðe
in
s
íb
oð
iá
D
io
rs
ho
w
dö
gu
m
.
Dior vörur að verðmæti 25.000 kr.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 11
FRÉTTIR
ÁRNI Magnússon félagsmálaráð-
herra ávarpaði á þriðjudag 49. fund
kvennanefndar Sameinuðu þjóð-
anna, sem nú er haldinn í New
York. Fundurinn er tileinkaður
mati á framkvæmd Peking-áætlun-
arinnar, sem samþykkt var á
kvennaráðstefnunni 1995, og niður-
stöðu 23. aukaallsherjarþings Sam-
einuðu þjóðanna, sem haldið var ár-
ið 2000.
Í ávarpi sínu fjallaði ráðherra
m.a. um áhrif stríðsástands á stöðu
kvenna og stúlkna. Hann ræddi
einnig um mansal kvenna og ábyrgð
allra ríkja í því sambandi. Þá lagði
ráðherra áherslu á mikilvægi þess
að vinna gegn launamisrétti
kynjanna og greindi frá sjálfstæð-
um rétti feðra á Íslandi til fæðing-
arorlofs. Loks undirstrikaði hann
mikilvægi þess að karlar tækju
virkari þátt í jafnréttisbaráttunni.
Fundur kvennanefndarinnar
stendur til 11. mars nk. og mun
sendinefnd Íslands taka virkan þátt
í honum, m.a. í samnorrænni dag-
skrá um ungt fólk og kynjahlutverk
þar sem félagsmálaráðherra fjallar
um rannsókn um viðhorf ungs fólks
til atvinnutækifæra í landinu og
feðraorlofið.
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra ávarpaði 49. fund kvenna-
nefndar Sameinuðu þjóðanna.
Áhrif stríðsástands
á stöðu kvenna
ÓLAFUR F. Magnússon, borgar-
fulltrúi F-listans, lagið til í borgar-
stjórn sl. þriðjudag að komið yrði á
fót nýjum starfshópi til að endur-
skoða deiliskipulag við Laugaveg.
Markmið endurskoðunarinnar yrði
að draga úr víðtækum heimildum til
niðurrifs gamalla húsa. Frekar ætti
að stuðla að endurbyggingu þeirra
fremur en niðurrifi. Tillögu Ólafs var
vísað til skipulagsráðs borgarinnar til
frekari afgreiðslu.
Ólafur sagði að borgarstjóri hefði
svikið heiðursmannasamkomulag við
hann um að flytja ekki tillögu sína í
fjarveru borgarstjóra á borgarstjórn-
arfundi 15. febrúar sl. gegn því að R-
listinn myndi ekki flytja nýja tillögu
um málið.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
borgarstjóri sagði að í júní 1997 hefði
breskt fyrirtæki verið fengið til að
undirbúa þróunaráætlun fyrir mið-
borgina. Þar hefði verið mörkuð sú
stefna sem unnið væri eftir og miðaði
að jafnvægi milli uppbyggingar og
verndunar. Ekkert væri rifið nema
fyrir lægi hvað kæmi í staðinn. Hönn-
un bygginga í miðborginni ætti að
vera í hæsta gæðaflokki og falla vel að
þeirri heild sem fyrir væri.
„Ég man ekki eftir því að borgar-
fulltrúinn Ólafur F. Magnússon hafi
sérstaklega blandað sér í þær um-
ræður þá eða sýnt einhvern sérstak-
an áhuga á málefnum miðborgarinn-
ar [...] Þannig að auðvitað hvarflar
það að manni að þessi skyndilegi
áhugi borgarfulltrúans núna einkenn-
ist af tækifærismennsku og engu
öðru,“ sagði Steinunn Valdís.
„Ég hugsa að þeir sem hafa fylgst
með störfum mínum í borgarstjórn
undanfarin fimmtán ár viti það að ég
hef mjög oft barist einarðlega fyrir
ýmsum verndunarmálum. Bæði varð-
andi náttúru og ýmsar menningar-
minjar,“ svaraði Ólafur og blés á allar
fullyrðingar um að hann stundaði
tækifærismennsku.
Vill draga úr niður-
rifi við Laugaveg
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Silkitré og silkiblóm
Laugavegi 63
(Vitastígsmegin)
Sími 551 2040
Fallegir
silkitúlípanar
Hverafold 1-3 • Foldatorg
Grafarvogi • Sími 577 4949
Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18
& lau. kl. 11-14
Sparifatnaður
fyrir ungar
sem eldri
Afmælisþakkir
vegna 100 ára afmælis
Alúðarþakkir sendi ég öllum þeim
sem glöddu mig með heimsóknum,
gjöfum og kveðjum á aldarafmæli
mínu, 16. febrúar síðastliðinn.
Sérstakar þakkir fyrir fallegan söng og tónlist.
Þá vil ég einnig þakka sérstaklega fyrir gjafir til
Rauða kross Íslands í tilefni afmælisins míns.
Guð blessi ykkur öll.
Sigsteinn Pálsson
REYNIMELUR 26 - SÉRHÆÐ
Vegna skipta á dánarbúi er til sölu glæsileg
efri sérhæð í þessu húsi ásamt óinnréttuðu lofti.
Lofthæð er allt að 195 cm, bílskúr.
Hæðin með sameign er ca 190 fm
auk bílskúrs og geymslulofts.
Upplýsingar gefur
Ólafur í síma 515 7400.
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Doppóttir bolir,
pils og kjólar
Stærðir
36-56