Morgunblaðið - 03.03.2005, Page 12

Morgunblaðið - 03.03.2005, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sérblaðið bílar  Formúlan á fulla ferð  Ferraribaninn MP4-20 á morgun „ÉG TEL þetta mjög gott og spennandi verkefni,“ sagði Henrik Danielsen, stórmeistari og skóla- stjóri skákskóla Hróksins. „Við munum heimsækja skóla og ég mun einnig kenna ólympíuliðinu, bestu skákmönnum landsins. Ég veit að þeir eru spenntir að fá mig.“ Henrik er vanur að kenna nem- endum á öllum stigum skáklist- arinnar, allt frá byrjendum og upp í sterka skákmenn. Hann hefur útbúið kennsluefni en segir að í Namibíu séu til töfl og taflmenn. „Skák er góð fyrir lönd í þriðja heiminum, því það er ekki dýrt að iðka hana. Maður þarf ekki sér- staka búninga eða tæki önnur en taflborðið og taflmennina. Skákin hentar vel til að þjálfa hugann. Ég sé það vel á börnunum sem koma í Hrókinn. Í fyrstu er þetta erfitt, en svo eykst hæfni þeirra. Þau þroska með sér þolinmæði og læra að ein- beita sér. Svo læra þau að við- urkenna eigin mistök. Það er öðru vísi í skákinni en t.d. í knattspyrnu. Þú getur ekki skellt skuldinni á neinn annan. Það getur verið mjög erfitt fyrir barn að viðurkenna ósigur, en í skákinni verða þau að læra að tapa. Það er eðli leiksins.“ Tveir skólar á dag Þeir Henrik og Kristian Gutte- sen munu heimsækja tvo skóla á dag í Namibíu, bæði barna- og unglingaskóla. Þá mun Henrik halda strembnar þjálfunarhelgar með skáklandsliðinu. Henrik segir að skák sé vel þekkt í Namibíu, en þörf sé á menntuðum skákkenn- urum. Þetta er hans fyrsta ferð til Afríku, en Henrik hefur farið víða um heim að tefla og kenna skák. M.a. hefur hann og kennt á Fil- ippseyjum og í Armeníu og víðar. Þegar hann tefldi fyrir hönd Dan- merkur fór hann og víða til að tefla. Henrik telur víst að afrískir skákmenn eigi eftir að gera garð- inn frægan í heimi skákarinnar í framtíðinni. Þessi ferð þeirra Kristians skipti e.t.v. ekki sköpum fyrir framgang skáklistarinnar þar í álfu, en ef hún gangi vel geti orð- ið framhald á. „Ég stefni að því að koma upp hópi skákkennara í Namibíu og kenna þeim að kenna öðrum að tefla. Einnig að útvega þeim kennsluefni, svo að þegar við kveðj- um þá geti þeir tekið við.“ Henrik Danielsen stórmeistari á leið til Namibíu Stefnir að því að koma upp hópi skákkennara Morgunblaðið/Jim Smart Henrik Danielsen stórmeistari ætlar að kenna Namibíumönnum að tefla. TÆPLEGA þrítugur maður, fyrr- um kennari við grunnskóla og íþróttaþjálfari, hefur verið dæmd- ur af Héraðsdómi Vesturlands í fimm mánaða fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem voru nemendur hans og tóku þátt í að undirbúa körfuboltaleiki. Tveir mánuðir eru óskilorðsbundn- ir. Í dómnum kemur fram að stúlk- urnar upplifðu báðar félagslega út- skúfun og tortryggni af hálfu bæjarbúa. Stúlkurnar voru á fimmtánda aldursári þegar brotin voru framin. Annarri stúlkunni sendi hann 1.276 sms-skilaboð og hinni 2.444 skila- boð og í báðum tilvikum var hann sakfelldur fyrir að viðhafa „kyn- ferðislegt og klámfengið tal“ í fjöl- mörgum af þessum skilaboðum. Sendi hann stúlkunum skilaboð seint á kvöldin og fram eftir nóttu. Í viðtölum við stúlkurnar kom fram að þær töldu að hann hefði verið í sms-sambandi við fleiri stúlkur á þeirra aldri. Að auki var maðurinn dæmdur fyrir að biðja aðra stúlkuna um að sýna sér brjóstin, kyssa hana og spyrja hvort hún vildi eiga við hann munnmök. Hann var á hinn bóginn sýknaður af ákæru um að hafa vorið 2004 í heitum potti við sundlaug strokið læri hennar og nára en sýknan byggðist m.a. á því að rannsókn lögreglu á þessum þætti málsins var talin ófullburða. Maðurinn neitaði sök. Annar framburður skólastjóra Málið var kært til lögreglu 5. júlí 2004. Í niðurstöðum dómsins segir að fyrir dómi hafi hann viðurkennt kynferðislegt tal í einum eða mesta lagi tvennum skilaboðanna. Hann hafi á hinn bóginn viðurkennt fyrir skólastjóra grunnskólans að skila- boð til annarrar stúlkunnar hafi „þróast út í spjall um kynlíf“ og að tvenn af skilaboðunum „hafi gengið of langt, þau hafi þróast út í lýs- ingar á samförum“. Þá hafi „kynlíf eitthvað borið á góma“ í samskipt- um við hina stúlkuna. Með hliðsjón af þessu taldi dómarinn að mað- urinn væri að reyna að fegra hlut sinn og gera minna úr honum en áður. Dómurinn taldi á hinn bóginn að ekkert hefði komið fram sem drægi úr trúverðugleika stúlkn- anna auk þess sem vitni væru að því þegar maðurinn sendi stúlk- unum skilaboð. Í dómnum segir að ákærði hafi verið rétt innan við þrítugur að aldri þegar hann sendi stúlkunum þessi skilaboð, kennari við grunnskóla og fyrirmynd ung- linga í íþróttastarfi. „Var með öllu ósæmilegt af hans hálfu að senda þessum stúlkum, sem þá voru ein- ungis á fimmtánda aldursári og á viðkvæmu þroskaskeiði, skilaboð um kynferðisleg efni og athafnir,“ segir í dómnum. Fram kemur að stúlkunum leið mjög illa meðan á brotunum stóð og önnur á enn við talsverða erf- iðleika að stríða eftir samskipti við manninn. Varð fyrir aðkasti frá ýmsum bæjarbúum Í greinargerð uppeldis- og af- brotafræðings frá Barnahúsi kem- ur fram að hún hafi orðið fyrir að- kasti frá ýmsum bæjarbúum vegna málsins og hún einangrað sig í kjölfarið. Hún hafi haft stöðugar sjálfsvígshugsanir og gert tilraun til sjálfsvígs vorið 2004 með því að taka inn of stóran skammt af lyfj- um. Í greinargerð um hina stúlk- una kemur fram að nálægðin við manninn, ásamt viðbrögðum bæj- arbúa hafi haft slæm áhrif á hana. Haldi maðurinn skilorð í þrjú ár fellur skilorðsbundni hluti refsing- ar hans niður. Auk fangelsisrefs- ingar var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunum samtals 450.000 krónur í skaðabætur. Símon Sigvaldason, Benedikt Bogason og Kristinn Halldórsson kváðu upp dóminn. Sigríður Jós- efsdóttir sótti málið af hálfu rík- issaksóknara, Sveinn Andri Sveins- son hrl. var til varnar og Hjördís Harðardóttir hdl. var réttargæslu- maður stúlknanna. Kennari og íþrótta- þjálfari dæmdur fyrir kynferðisbrot Sendi stúlkunum rúmlega 3.700 sms-skilaboð SKÁKKENNSLA er að hefjast í Namibíu í Afríku á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og skák- félagsins Hróksins. Stórmeistarinn Henrik Dani- elsen, sem jafnframt er skólastjóri skákskóla Hróks- ins, og Kristian Guttesen, tæknistjóri Hróksins, héldu til Namibíu á þriðjudag. Þeir munu kenna nemendum og kennurum í á annan tug namibískra skóla skák. Efnt verður til skákmóta í framhaldinu. Gert er ráð fyrir að Henrik og Kristian verði í Namibíu í um hálfan annan mánuð. Starf þeirra hefst 2. mars og lýkur 11. apríl, að því er segir í fréttatilkynningu. Skólarnir sem þeir munu heim- sækja eru bæði í þéttbýli og dreifbýli, auk þess sem farið verður í skóla fyrir heyrnar- og sjónskert börn. Þá munu þeir Henrik og Kristian taka að sér þjálfun skáklandsliðs Namibíu. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem stórmeistari í skák heimsækir land- ið. Kostnaður vegna verkefnisins er greiddur af Þró- unarsamvinnustofnuninni en Hrókurinn sér um framkvæmd þess í samvinnu við starfsmenn stofn- unarinnar í Namibíu og heimamenn. Segir í tilkynn- ingu að Þróunarsamvinnustofnunin hyggist leggja aukna áherslu á félagsleg verkefni og verkefni tengd menningu og listum í Namibíu. Að sama skapi verði dregið úr styrkjum við stærri verkefni. Markmiðið með þessu samstarfs- verkefni sé að kynna börnum og áhugamönnum í Namibíu skákíþróttina og koma á tengslum Íslands og Namibíu á því sviði. Kenna skák í Namibíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.