Morgunblaðið - 03.03.2005, Side 13

Morgunblaðið - 03.03.2005, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 13 FRÉTTIR 800 7000 - siminn.is Nú getur þú sent SMS úr heimasíma Stundum er betra að senda SMS! E N N E M M / S ÍA / N M 15 4 14 Hægt er að senda og taka á móti SMS. Númerabirting fyrir allt að 30 númer. Símaskrá fyrir 200 símanúmer og nöfn. Innbyggður hátalari fyrir handfrjálsa notkun. Dagsetning og tími og raddstýring á 20 númerum. 25% afsláttur úr heimasíma í 6 númer Skráðu þig á siminn.is SMS heimasími Panasonic KX-TCD300 Tilboð í vefverslun: 8.980 kr. siminn.is/vefverslun 980 Léttkaupsútborgun: og 750 kr. á mán. í 12 mán. kr. Tiboðsverð: 9.980 kr. KONUR ráku um fimmtung fyr- irtækja á Íslandi á árinu 2003. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2004 jókst þetta hlutfall um eitt pró- sentustig og var 21%. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, segir að finna verði leiðir framhjá hindrunum í vegi kvenna sem vilji stofna fyr- irtæki. Ætlar hún að beita sér fyrir tilteknum aðgerðum til að efla þátttöku kvenna í atvinnulíf- inu. Betur megi virkja þekkingu og hæfni þeirra til sóknar í ís- lensku efnahagslífi. Valgerður kynnti í gær skýrslu um stöðu kvenna í fyrirtækja- rekstri og landbúnaði. Byggist hún á samanburðarrannsókn sem framkvæmd var í fimm löndum; Noregi, Svíþjóð, Lettlandi, Grikklandi og Íslandi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra minnti á að hún sendi stærstu fyrirtækjum á Íslandi bréf og hvatti þau til að velja konur í stjórnir fyrirtækjanna. Það væri einn þáttur í því að auka vægi kvenna í atvinnulífinu. Vill hún að fyrirtækin standi sjálf fyrir þessum aðgerðum í stað þess að Alþingi grípi til lagasetningar. Það væri algjört neyðarúrræði. Ríkið ynni jafnframt að því að jafna hlut kynjanna í nefndum og ráðum á þess vegum. Hlutur kvenna ekki vaxið Sigríður Elín Þórðardóttir, sem vann að verkefninu, sagði á fundinum að árið 1998 hefði hlut- fall kvenna í atvinnurekstri verið rétt tæp 20%. Fyrirtækjarekstur kvenna hefði því ekkert aukist síðan þá. Árið 1993 hefði þetta hlutfall verið um 14% samkvæmt tölum Hagstofunnar. Töluvert hefði því áunnist á sl. tíu árum. Herdís Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofn- unar, sagði að veita þyrfti stoð- kerfi atvinnulífsins sérstaka at- hygli. Konur hefðu til dæmis ekki eins greiðan aðgang að fjármagni til að hefja fyrirtækjarekstur og karlar. Fjárfestar hefðu síður áhuga á að leggja fjármagn í fyr- irtæki í verslunar- og þjónustu- greinum þar sem konur væru fjölmennari. Í máli Sigríðar El- ínar kom fram að 26% karla fengu fjármagn til fyrirtækj- areksturs með sölu hlutabréfa eða aðkomu fjárfesta. Þetta hlut- fall væri aðeins 7% hjá konum. Hið opinbera fyrirferðarmikið Dr. Stefanía Óskarsdóttir, sem einnig vann að verkefninu, benti á að sérhæfing margra kvenna lægi á sviði menntunar og umönnunar. Þetta svið atvinnu- lífsins væri að mestu rekið af hinu opinbera og því lítið svig- rúm fyrir konur til að nýta þekk- ingu sína í eigin rekstri. Ef hlut- ur ríkisins minnkaði í þessum greinum gæti það gjörbreytt sóknarfærum kvenna í atvinnulíf- inu. Stefanía benti jafnframt á að atvinnuráðgjöf og bankakerfið væru frekar sniðin að þörfum hefðbundinna karlagreina. Efla þyrfti frumkvöðlafræðslu í hópi kvenna og skoða kynbundið náms- og starfsval. Bjarnheiður Jóhannsdóttir, jafnréttis- og atvinnuráðgjafi hjá Byggðastofnun, sagði að konur vildu síður missa yfirsýn og ítök í sínum rekstri. Fyrirtæki þeirra stækkuðu því síður með innkomu nýs hlutafjár. Á fundinum kom einnig fram að fyrirtæki í eigu kvenna færu síður í gjaldþrot og vanskil væru minni. Valgerður Sverrisdóttir sagði einn lið í því að gera konum auð- veldara að stofna fyrirtæki að efla starf jafnréttis- og atvinnu- ráðgjafa Byggðastofnunar. Það væri til skoðunar hvort breyta ætti forminu á þeirri þjónustu. Hátt hlutfall í Bandaríkjunum Í skýrslunni kemur fram að fyrirtæki í eigu íslenskra kvenna eru flest á sviði þjónustu, eða 47%, og verslunar, 30%. Fyrir- tæki í eigu karla eru einnig flest á sviði þjónustu, 37%, og iðnaðar, 29%. Í Svíþjóð eru 25% fyrirtækja í eigu kvenna, 24% í Noregi, 14% í Grikklandi en engar tölur eru til fyrir Lettland. Athygli vekur að 38% fyrirætkja í Bandaríkjunum eru í eigu kvenna og 36% í Finn- landi. Auk ofangreindra kvenna unnu Helga Björg Ragnarsdóttir, Kristín Karlsdóttir og Erna Bjarnadóttir að verkefninu. Evrópsk skýrsla um hlutdeild kvenna í atvinnurekstri kynnt í gær Í kringum 21% fyrirtækja á Íslandi er í eigu kvenna Ryðja þarf hindrunum úr vegi kvenna Morgunblaðið/Þorkell Herdís Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, Val- gerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra og Stefanía Óskarsdóttir, sem vann að verkefninu, á fundi í gær þar sem skýrslan var kynnt. „FÉLAG eldri borgara í Reykjavík telur að lög um málefni aldraðra séu byggð á úr- eltum sjónarmiðum sem ekki séu í takt við nútímaleg viðhorf og eru dragbítur á eðli- lega og nauðsynlega framþróun í þessum málaflokki.“ Þetta segir í ályktun sem að- alfundur félagsins samþykkti nýverið. Á fundinum lét Ólafur Ólafsson, sem verið hefur formaður félagsins í sex ár, af for- mennsku en Margrét Margeirsdóttir fé- lagsráðgjafi var kjörin formaður. Lögin um málefni aldraðra eru að stofni til frá árinu 1982. Margrét segir að margt í lögunum þarfnist breytinga. Ábyrgð á málaflokknum sé ákaflega óskýr í lögun- um, þ.e. hvað sveitarfélögin eigi að gera og hvað ríkið eigi að gera. Það hljóti enn- fremur að vera mikið álitamál að málefni aldraðra skuli heyra undir heilbrigðisráðu- neytið. Þetta sé fyrst og fremst félagsmál og eigi að heyra undir félagsmálaráðu- neytið. Þá vanti inn í lögin ákvæði um rétt- argæslu aldraðra. Margrét segir að Félag aldraðra telji því tímabært að lögin verði endurskoðuð frá grunni. Grunnlífeyrir fylgi kaupmáttaraukningu Félagið gagnrýnir að skattleysismörk skuli ekki hafa haldið raungildi sínu. Fé- lagið „gerir kröfur um að grunnlífeyrir og tekjutrygging hækki þannig að kaupmátt- araukning ráðstöfunartekna lægstlaunaða þriðjungs ellilífeyrisþega verði í samræmi við kaupmáttaraukningu almennra laun- þega í landinu“. Félagið telur einnig nauðsynlegt að fjölga hjúkrunarrýmum svo að biðtími eftir plássi verði í samræmi við samkomulag sem gert var við ríkisstjórnina 19. nóv- ember 2002 og heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Gerð er krafa um að hver einstak- lingur hafi sitt einkarými. Félagið vill enn- fremur að gerð verði könnun á fæðufram- boði fyrir aldraða m.a. á þjónusturýmum, dvalar- og hjúkrunarheimilum með tilliti til næringargildis fæðunnar, fjölbreytileika og valmöguleika. Þá vill félagið að ráðstöfunarfé fólks á öldrunarheimilum (vasapeningar) hækki úr 21.993 kr. í að minnsta kosti 30.000 kr. á mánuði. Vilja að lög um málefni aldraðra verði endurskoðuð  Meira á mbl.is/itarefni Í SKÝRSLUNNI eru settar fram ýmsar tillögur sem miða að því að eyða þeim hindrunum sem konur, sem tóku þátt í viðtölum og spurningakönnun, töldu vera í umhverfinu. Meðal annars eru settar fram eftirfarandi tillögur:  að kannað verði hvort innra skipulag og starfshættir stofnana, sem vinna að stuðningi við at- vinnulífið, þarfnist endur- skipulagningar sem miði að því að laða að konur sem viðskiptavini;  að unnið verði að því að fjölga konum í hópi æðstu stjórnenda í viðskiptalífinu;  að kynjahlutfallið í nefndum og stjórnum á vegum opinberra aðila verði jafnað;  að menntun og ráðgjöf sem miðar að því að fjölga frum- kvöðlaverkefnum og auka at- vinnusköpun kvenna verði efld. Tillögur skýrsluhöfunda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.