Morgunblaðið - 03.03.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.2005, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT NIYAZOV, forseti Túrkmen- ístans, hefur skipað svo fyrir, að öllum sjúkrahúsum í land- inu verði lokað nema þeim, sem eru í höfuðborginni, Ashgabat. Kom þetta fram hjá tals- manni forsetans, sem sagði, að lokunin væri hluti af mjög rót- tækri stefnu forsetans í heil- brigðismálum. Að því er segir á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, tók Niyazov, sem jafnan er nefndur „Turkmenbashi“ eða „faðir allra Túrkmena“, ákvörðunina á mánudag á fundi með embættismönnum af landsbyggðinni. „Til hvers þurfum við öll þessi sjúkra- hús?“ sagði hann þá. „Ef fólk er sjúkt getur það komið til Ashgabat.“ Fyrir landsmenn þýðir þetta í raun endalok heilbrigðiskerf- isins, sem var afar bágborið fyrir, en á síðasta ári rak Niya- zov 15.000 starfsmenn heilsu- gæslunnar úr starfi og lét her- menn koma í þeirra stað. Niyazov forseti er orðinn frægur fyrir alls konar und- arlegheit en þessi síðasta ákvörðun hans þykir þó taka öllu öðru fram. Raunar lét hann ekki nægja að loka sjúkrahúsunum, heldur lokaði hann líka öllum bókasöfnum utan höfuðborgarinnar. Sagði hann, að þau væru ekki til neins þar sem sveitafólkið kynni hvort eð er ekki að lesa. Turkmen- bashi lokar sjúkrahúsum VOPNAÐIR menn skutu í gærmorg- un til bana í Bagdad einn dóm- aranna sem eiga að rétta yfir Sadd- am Hussein, fyrrverandi for- seta Íraks. Sonur dómarans, Moh- ameds Marwane, lét einnig lífið en sá starfaði sömu- leiðis við dóm- stólinn. Dómarar við dómstólinn eru 20 en Marw- ane er sá fyrsti sem ráðinn er af dögum. Róstusamt var í Írak í gær en að minnsta kosti tíu manns létu lífið í sprengjuárásum og tugir særðust. Á mánudag létust að minnsta kosti 118 manns í mikilli sprengingu í borg- inni Hilla. Var það mannskæðasta árás uppreisnarmanna í Írak frá því Saddam hrökklaðist frá völdum fyr- ir tveimur árum. Þúsundir manna komu saman í Hilla í gær til að lýsa andstyggð sinni á tilræðinu en fólkið krafðist m.a. afsagnar héraðsstjór- ans Walids Janabis, en það er ósátt við að yfirvöld skuli ekki geta tryggt öryggi borgaranna. Áfram afnota- gjald hjá BBC BRESKA ríkisstjórnin kynnti í gær áform um að leggja niður útvarps- ráð breska ríkisútvarpsins, BBC, sem starfað hefur í 78 ár. Í stað ráðs- ins komi annars vegar sérstök fram- kvæmdastjórn og hins vegar sjálf- stæð stjórn. Tessa Jovell, menningarmálaráðherra Bretlands, sagði að þessi breytta skipun mála ætti að auka á gegnsæi og ábyrgð yf- irstjórnar BBC. Gert er ráð fyrir að stofnskrá BBC verði að öðru leyti óbreytt og stofnunin verður eftir sem áður fjármögnuð með afnota- gjöldum en um árgjald er að ræða, u.þ.b. 13.600 ísl. kr., sem innheimt er af hverju því heimili sem hefur yfir sjónvarpi að ráða. Fimmtungur til hinna fátækustu EINUNGIS fimmtungur þróun- araðstoðar rennur til fátækustu ríkja heims. Þetta kemur fram í nýrri sameiginlegri skýrslu hjálp- arsamtakanna Oxfam og ActionAid. Í skýrslunni segir ennfremur að þróunaraðstoð iðnríkja einkennist af „sjálfhverfum hagsmunum“ þeirra. Þannig séu allt að 40% alþjóðlegrar aðstoðar við þróunarríki bundin við ákveðin skilyrði. Nefnt er að stjórn- völd í þróunarríkjum séu þvinguð til að kaupa vörur og þjónustu á upp- sprengdu verði. Í skýrslu samtakanna er því einn- ig haldið fram að um helmingur al- þjóðlegrar aðstoðar við fátækustu ríkin renni til heilbrigðis- og menntamála. Sameiginlega skýrslan er hluti af þeim gögnum sem hjálparstofn- anirnar leggja fyrir fund ráðherra Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD) í París síðar í vikunni. Þar er ætlunin að fara yfir gagnsemi þróunaraðstoðar og hvernig hún skilar sér út í samfélagið. Enn- fremur verður leitað eftir því við al- þjóðlegar stofnanir að þær leyfi OECD að fylgjast með aðstoðinni sem þær veita til þess að betur verði unnt að meta árangurinn. Ef ráðherrar OECD grípa ekki strax í taumana er hætt við að tak- mark Sameinuðu þjóðanna um að draga úr fátækt í heiminum fyrir ár- ið 2015 lendi á Louvre-safninu í Par- ís, að mati talsmanns ActionAid. Drápu dómara í máli Saddams Saddam Hussein FRIÐARGÆSLULIÐAR Samein- uðu þjóðanna í Lýðveldinu Kongó felldu næstum 60 vopnaða menn í um- fangsmiklum aðgerðum í Ituri-héraði í norðausturhluta landsins. Embætt- ismenn SÞ greindu frá þessu en hinir föllnu eru sagðir hafa tilheyrt vopn- uðum sérsveitum af Lendu-ættbálk- inum, FIN, sem í síðustu viku drápu níu friðargæsluliða frá Bangladesh. Talsmaður SÞ sakaði liðsmenn FIN-sveitanna um að hafa staðið fyr- ir herferð gegn óbreyttum borgurum af Hemu-ættbálkinum. „Þessi samtök hafa haldið áfram að ræna, drepa og nauðga fólki, þannig að líf þess hefur verið hreinasta helvíti,“ sagði tals- maður SÞ, Eliane Nabaa. „Það er kominn tími til að ráða niðurlögum þessara sérsveita,“ bætti hún við. Um þrettán þúsund friðargæslulið- ar eru í Kongó sem er með því mesta sem þekkist. Haft var eftir talsmanni friðargæslusveitanna að skotið hefði verið á sveit pakistanskra friðar- gæsluliða og í kjölfarið hefði verið ráðist til atlögu gegn sérsveitum FIN. Um meiriháttar aðgerð var að ræða, herþyrlur voru notaðar og vopnaðir brynvagnar. Áttu átökin sér stað nærri þeim stað þar sem setið var fyrir friðargæsluliðum í síðustu viku og níu þeirra drepnir, þ.e. skammt frá Loga, um 30 km norður af Bunia sem er héraðshöfuðborg Ituri. Friðargæslulið var sent til Kongó eftir að friðarsamkomulag náðist þar í landi 2002. Vopnaðar sveitir eins og FIN í Ituri hafa hins vegar neitað að afvopnast og hafa haldið áfram að reyna að treysta yfirráð sín yfir rík- um náttúruauðlindum í héraðinu. Hefur ofbeldi í Ituri-héraði færst í aukana upp á síðkastið og varð það til þess nýlega að SÞ dró úr starfsemi sinni þar, sem aftur hefur valdið því að um 50.000 manns sem hrakist hafa frá heimilum sínum hafa ekki haft að- gang að hjálpargögnum. Hafa ekki alltaf getað beitt vopnavaldi Aðgerð friðargæslusveitanna í gær vekur nokkra eftirtekt en í gegnum tíðina hafa SÞ sætt nokkrum ámæli fyrir að senda friðargæsluliða á vett- vang átaka, þar sem þeim hefur síðan ekki verið gert kleift að beita vopna- valdi þó að ástæða væri til. Frægustu dæmin eru sennilega tvö; af friðar- gæslusveitum SÞ í Bosníu sem ekki gátu komið í veg fyrir fjöldamorð í Srebrenica sumarið 1995 og af þjóð- armorðinu í Rúanda 1994 sem átti sér stað án þess að friðargæslulið SÞ gæti nokkuð að gert. Aðgerðaleysi friðar- gæslusveitanna í Kongó hefur einnig sætt gagnrýni en þær hafa þar til ný- verið aðeins haft heimild frá örygg- isráði SÞ til að beita vopnavaldi til að verja starfsfólk SÞ, en ekki bregðast við morðum á óbreyttum borgurum. Friðargæslusveitir SÞ felldu 60 í Kongó Bunia, Kinshasa. AFP, AP. Reuters Þessi 7 ára gamli drengur, Jijanga, er meðal þeirra sem orðið hafa fyrir árásum vopnaðra sérsveita í Bunia-héraði í Kongó nýverið. TABARE Vazquez sór í fyrradag eið sem nýr forseti í Úrúgvæ en hann er fyrsti vinstrimaðurinn í því embætti í 180 ára sögu lands- ins. Hér veifar hann til stuðnings- manna sinna en mikill mannfjöldi fagnaði honum við embættistök- una. Eitt af fyrstu verkum hans var að taka aftur upp stjórnmála- samband við Kúbu ásamt því að undirrita áætlun um baráttu gegn fátækt í landinu. Forsetar Argent- ínu, Bólivíu, Brasilíu, Chile, Para- gvæ og Venesúela voru viðstaddir embættistökuna en allir eru þeir taldir vinstrisinnaðir og sumir meira en aðrir. Vazquez er lækn- ismenntaður, sérfræðingur í æxl- isvexti, og var áður borgarstjóri í Montevideo, höfuðborginni. Vann kosningabandalag hans mikinn sigur í kosningunum fyrir fjórum mánuðum og batt um leið enda á eiginlegt tveggja flokka kerfi í landinu.AP Heitir baráttu gegn fátækt BRESKA innanríkisráðuneytið hef- ur ákveðið að kanna ásakanir um, að starfsmenn einna búða fyrir hælis- leitendur hafi beitt þá ofbeldi og sví- virt þá vegna kynþáttarins. Kemur þetta fram í heimildarmynd, sem BBC, breska ríkisútvarpið, sýndi í gærkvöldi. Myndin var tekin á laun í búðum í Oakington, skammt frá Cambridge, en rekstur þeirra er í höndum einka- fyrirtækis, Global Solutions Ldt. Eftir að myndin var sýnd hefur 15 starfsmönnum þess verið vikið frá um stundarsakir. Myndin sýnir hvernig hælisleit- endur eru beittir ofbeldi og svívirtir í orðum og þess um leið gætt, að eng- ar myndavélar séu á lofti. Meðal annars sést er einn starfsmannanna úthúðar hælisleitanda, sem neitaði að fara úr rúmi. „Þú heldur kannski, að þú þurfir ekki að hlýða þegar hvítur maður skipar þér fyrir en þar skjátlast þér. Langalangafi minn skaut langa- langafa þinn og hirti af honum landið fyrir 200 árum,“ sagði gæslumaður- inn og ýtti hælisleitandanum út úr rúminu. Í myndinni má einnig heyra starfsmenn hreykja sér af því að hafa átt kynmök við konur í búðun- um. BBC-maðurinn Simon Boazman segir, að flestir gæslumannanna í Oakington komi vel fram en því mið- ur sé annað uppi á teningnum með allstóran minnihluta. Annar BBC-maður, Andy Pagn- acco, réð sig hjá Global Solutions og starfaði á Heathrow-flugvelli við að flytja hælisleitendur. Tók hann myndir af vinnufélögum sínum er þeir kenndu honum að bregðast við ofbeldisfullum hælisleitendum. „Ef það eru engar myndavélar nálægar, skaltu berja þá,“ sögðu þeir. Fyrir aðeins fáum mánuðum kom út skýrsla frá Eftirlitsnefnd fangelsa í Bretlandi og þar var ástandinu í búðunum í Oakington hrósað í há- stert. Forsvarsmenn Global Solutions segjast taka ásakanirnar alvarlega en talsmaður frjálslyndra demó- krata í innanríkismálum hvetur til, að ástandið í öðrum búðum verði kannað og einnig hvernig viðkom- andi einkafyrirtæki séu valin og með þeim fylgst. Yfirvöld hyggjast rannsaka málið Í heimildarmynd BBC komu fram ásakanir um ofbeldi gegn hælisleitendum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.