Morgunblaðið - 03.03.2005, Qupperneq 16
Mývatnssveit | Ferðaþjón-
ustuaðilar í Mývatnssveit hafa
ýmis tromp á hendi og þau ekki
síðri á vetri en um sumardag.
Verkefnið Snow Magic eða
Snjótöfrar hefur komið sér
einkar vel nú í vetur eftir að
Kísiliðjan kvaddi. Við það verk-
efni hafa margir fengið vinnu.
Til að njóta snjótöfra þarf að
hafa opin augu fyrir hinu smáa í
náttúrunni og þar á hver dagur
sín sérkenni. Það er ekki margt
sem bendir til að á myndinni sé
birkihrísla í vetrarskrúða. En
það er þó þannig. Á einni nóttu
skrýddist skógurinn stórkost-
legu frosthrími. Ísnálarnar á
myndinni eru meira en þriggja
sentimetra langar og lifðu að-
eins fram um miðjan dag. Sú er
þeirra náttúra að þær þola ekki
sólskinið frekar en nátttröllin og
visna upp sem dagur líður.
Morgunblaðið/BFH
Snjótöfrar við Mývatn
Frost
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Góður gangur | Mikil hreyfing hefur
verið í vinnumiðlun frá því í ársbyrjun að
því er fram kemur á vef Svæðisvinnumiðl-
unar Norðurlands vestra en 22 ein-
staklingar hafa ráðist til starfa í gegn um
Svæðisvinnumiðlunina sem af er árinu.
Eftirspurn eftir starfsfólki fór þó hægt af
stað en verið stöðugt vaxandi. Eins og
staðan er nú er verið að leita eftir hæfu
fólki til hinna ýmsu starfa. Á yfirlitssíðu
yfir laus störf eru núna skráð 45 störf.
Úrvalið af störfum sem eru í boði kem-
ur á óvart, en m.a. er auglýst eftir náms-
og starfsráðgjafa, framkvæmdastjóra, að-
stoðarmanni á smíðaverkstæði, fisk-
verkafólki, meinatækni, verkamönnum í
verksmiðju, kjötskurðarfólki, sjúkraþjálf-
ara og starfsfólki við umönnun og ræst-
ingar.
Einnig er byrjað að auglýsa sumarstörf
s.s. eftir starfsfólki á veitingahús, þjónum,
kokkum og leiðsögumönnum við flúðasigl-
ingar svo eitthvað sé nefnt.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Samningur um skólamáltíðir | Bæj-
arstjórn Húsavíkurbæjar hefur samþykkt
nýjan samning við Hótel Húsavík ehf. um
skólamáltíðir í Borgarhólsskóla. Samning-
urinn er til reynslu út yfirstandandi skólaár
og til loka skólaársins 2006. Húsavíkurbær
greiðir niður skólamáltíðir vegna þeirra
nemenda sem nýta sér mötuneyti í fastri
áskrift. Hótelið býður nemendum enn að
kaupa stakar máltíðir og annast umsýslu
um þær. Matseðlar verða allir sendir til
umsagnar manneldisráðs og kappkostað að
tryggja nemendum góðan og heilsu-
samlegan mat. Reynslan mun skera úr um
hvort framhald verður á skólamáltíðum, ef
þátttaka í þeim er lítil eru ekki forsendur
fyrir endurnýjun samningsins. Frá þessu
er sagt á vef Skarps.
Kýrnar fluttar sjóleiðis | Bændur í
Botni í Súgandafirði fengu á dögunum tólf
kýr frá Hvestu í Arnarfirði. Ófært var land-
leiðina yfir Dynjandisheiði en bændur voru
ekki á því að deyja ráðalausir. Fluttu þeir
nautgripina til Tálknafjarðar, þaðan með
flutningaskipinu Jaxlinum til Þingeyrar og
að lokum á flatvagni aftan í dráttarvél frá
Dýrafirði til Súgandafjarðar. Flutning-
urinn gekk hægt en vel og eru skepnurnar
nú að venjast nýjum heimkynnum og nýj-
um félögum í fjósinu í Botni. Þar eru kýrn-
ar nú 72 á jafnmörgum legubásum og telst
fjósið fullt að því er segir á vef Bæjarins
besta á Ísafirði.
BlásaraoktettinnHnúkaþeyr heldurtónleika í Duus-
húsum í Keflavík í kvöld,
fimmtudag, klukkan 20. Á
efnisskránni eru verk eftir
Wolfgang Amadeus Moz-
art og Gordon Jacob en
bæði tónskáldin höfðu
gaman af blásturshljóð-
færum.
Hnúkaþey skipa Peter
Tompkins og Eydís Franz-
dóttir á óbó, Rúnar Ósk-
arsson og Ármann Helga-
son á klarinett, Anna
Sigurbjörnsdóttir og Emil
Friðfinnsson á horn, Darri
Mikaelsson og Kristín
Mjöll Jakobsdóttir á fag-
ott. Tónleikarnir eru sam-
starfsverkefni Félags ís-
lenskra tónlistarmanna,
Tónlistarskóla Reykjanes-
bæjar og menningarfull-
trúa Reykjanesbæjar og
styrkir menntamálaráðu-
neytið framtakið.
Hnúkaþeyr
Ýmislegt er gert til fjáröflunar ferðasjóðs skóla-barnanna í Grímsey. Skólastjóranum DónaldJóhannessyni datt það snjallræði í hug, þegar
tónlistarmaðurinn Gunnar Tryggvason kom sem gesta-
kennari til skólans, að gefa út disk í framhaldinu. Hér í
eyju er nefnilega mikið af söngglöðu fólki og varð það
úr að góð blanda af söng og spili skólabarna og eyj-
arbúa var tekin upp. Útgáfu disksins var að sjálfsögðu
fagnað með léttri samkomu, þar sem hlustað var á
„Sungið í Grímsey“ sem verður sannarlega góð og ljúf
minning í framtíðinni fyrir börnin í skólanum og eyj-
arbúa alla.
Lögin á diskinum voru alls 16 og flytjendur 17 tals-
ins.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Nokkur skólabörn með diskinn Sungið í Grímsey.
Sungið í Grímsey
Einhver drungi varyfir tilverunniþegar Jón Ingvar
Jónsson orti:
Norðanvindur napur gnauðar,
nú er kalt um úfinn mar.
Veslast upp og vakna dauðar
vonir sem ég áður bar.
Sigurður Ingólfsson snýr
út úr vísunni:
Holdið slappt og heilinn snauður
heilsufarið mitt er dræmt,
veslast upp og vakna dauður
voðalega er það slæmt.
Kristján Eiríksson yrkir:
Úti vakir aldimm nóttin,
inni grúfir koldökk nóttin,
sálu fyllir svarta nóttin,
sjá hér ríkir eilíf nóttin.
Þá Erlingur Sigtryggsson:
Á síðari árum er víst mér
allur þrotinn styrkur
og augnasýnin aðeins lér
mér eintómt svartamyrkur.
Og loks Benedikt Jónsson:
Lasið er mitt lundargeð,
lúinn, mæddur, þjáður.
Þetta hefur, held ég, skeð
hundrað sinnum áður.
Aldimm nótt
pebl@mbl.is
Dalvíkurbyggð | Eitt af þeim 10 sveitar-
félögum sem falla undir viðmið eftirlits-
nefndar með fjármálum sveitarfélaga, þ.e.
þau sem eru í sérstökum fjárhagsvanda, er
Dalvíkurbyggð. Ákveðið hefur verið að
verja 200 milljónum króna af sérstöku
aukaframlagi Jöfnunarsjóðs til sveitarfé-
laga sem svo er ástatt fyrir. Valdimar
Bragason, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð,
gerði á fundi
bæjarstjórnar
grein fyrir fundi
með eftirlits-
nefndinni þar
sem farið var yf-
ir stöðu mála.
Samkvæmt fjár-
hagsáætlun er
gert ráð fyrir að
halli af rekstri
sveitarfélagsins
í ár nemi um 105
milljónum
króna, „það eru
þær köldu stað-
reyndir sem við
okkur blasa,“
sagði Valdimar.
Hann sagði að
nefndarmenn
hefðu óskað eft-
ir svörum frá
stjórnendum
byggðarlagsins varðandi það til hvaða ráða
ætti að grípa til að laga stöðuna, því eins og
bæjarstjóri orðaði það „stefnir í gjaldþrot,
eins og það heitir á mannamáli“.
Breytingar á skipan skólamála eru ein
þeirra leiða sem bæjarstjórn mun fara, frá
og með haustinu 2006 verður einn grunn-
skóli í sveitarfélaginu á tveimur kennslu-
stöðum, en þrír skólar eru þar nú. Þá
nefndi bæjarstjóri að Dalvíkurbyggð ætti
margar félagslegar íbúðir sem ekki stæðu
undir kostnaði, nauðsynlegt væri að fækka
þeim og reyna þannig að draga úr halla-
rekstri. Það væri hins vegar hægara sagt
en gert að skella 70 íbúðum á söluskrá á
einum degi, hvað þá að selja þær.
Eftirlitsnefndarmenn spurðust fyrir um
hvort bærinn ætti eignir sem hægt væri að
selja, en að sögn Valdimars er lítið um
slíkt. Ljóst væri þó að í hitaveitunni væri
eign umfram bókfært verð. Hefðu nefnd-
armenn að sögn bæjarstjóra lagt að bæj-
aryfirvöldum að selja hana til að bæta
stöðuna, andvirðið mætti nota til að greiða
niður skuldir og lækka þannig greiðslu-
byrði.
Engar ákvarðanir hefðu þó enn verið
teknar.
Leggja til
sölu hita-
veitunnar
Valdimar Bragason,
bæjarstjóri Dalvík-
urbyggðar.
Morgunblaðið/Kristján
DÖNSK HÚSGAGNAHÖNNUN
Ef þú hefur áhuga á danskri húsgagnahönnun í hæsta gæðaflokki,
skoðaðu þá heimasíðu okkar á www.soeborg-moebler.dk og fáðu
nánari upplýsingar eða bæklinga og tilboð frá fyrirtæki okkar.
Næst þegar þú ert í Kaupmannahöfn, ertu velkomin/n að heimsækja
okkur í sýningarsal okkar (800 m2), sem er í aðeins 6 km fjarlægð
frá miðbænum.
A/S Søborg Møbelfabrik, Gladsaxevej 400, 2860 Søborg,
sími +45 39 69 42 22, www.soeborg-moebler.dk
Opnunartímar: mánudag-þriðjudag 8.30-16.30, föstudag 8.30-15