Morgunblaðið - 03.03.2005, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 17
MINNSTAÐUR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
Hafnarfjörður | Nýr skóli í Valla-
hverfi mun hýsa bæði leikskóla- og
grunnskólabörn, og er hann eftir því
sem næst verður komist fyrsti skól-
inn sem sérhannaður er með það í
huga hér á landi, að sögn sviðsstjóra
fræðslusviðs Hafnarfjarðarbæjar.
Kynningarfundur um skólamál á
Völlum verður í kvöld kl. 20 í íþrótta-
miðstöð Hauka á Ásvöllum.
Reiknað er með því að í Hraun-
vallaskóla, sem nú er á hönnunar-
stigi, verði pláss fyrir um 100 börn á
leikskólaaldri og 700–750 börn á
grunnskólaaldri, segir Magnús
Baldursson, sviðsstjóri fræðslusviðs
Hafnarfjarðarbæjar. „Það er alltaf
verið að reyna að gera þessi tvö
skólastig – leik- og grunnskóla – að
einni samfellu þannig að þetta sé
bara einn skóli. Þetta er í samræmi
við stefnu menntamálayfirvalda í
landinu.“
Magnús segir skólaþjónustu bæj-
arins hafa verið breytt með aukna
samþættingu leik- og grunnskóla í
huga, enda hafi fyrirkomulag líkt og
verður í Hraunvallaskóla ýmsa
kosti. „Við teljum að þetta sé mun
vænlegra og árangursríkara og gefi
miklu meiri og fjölbreyttari tæki-
færi,“ segir Magnús. Börn séu mis-
fljót að tileinka sér námsefni og því
geti börn sem eru fljót að læra á
leikskóla jafnvel komið fyrr inn í
grunnskólann og kynnst skólastarf-
inu.
„Það verða ekki jafnmikil skil á
milli [skólastiganna], það verður
ekki jafnmikil breyting fyrir börnin
að hætta á leikskóla og fara í grunn-
skóla,“ segir Magnús. Leikskóla-
börnin munu hafa aðgang að aðstöðu
í grunnskólanum og venjast því að
nota sali, sérgreinastofur og opin
rými. „Á þennan hátt verður hægt
að vera með fjölbreyttara starf í
leikskólanum og nemendur flæða
þarna á milli.“
Opin rými í stað skólastofa
Skólinn er ennfremur hannaður
með opið skólastarf og einstaklings-
miðað nám í huga. Ekki verða hefð-
bundnar skólastofur heldur opin
rými þar sem heilum árgöngum
verður kennt, með fleiri en einn
kennara með hverjum hópi nem-
enda. Þó verða möguleikar á því að
stúka bygginguna af í hefðbundnar
skólastofur ef þurfa þykir.
Stjórnendur bæði leik- og grunn-
skóla munu vinna hlið við hlið, og því
næst einhver sparnaður með sam-
nýtingu á aðstöðu, tækjum og jafn-
vel starfsfólki að einhverju leyti.
Einnig segir Magnús að eitthvert
hagræði verði að því að nota sama
mötuneytið, þótt leikskólabörnin
muni væntanlega borða inni á sínum
deildum. Leikskólabörnin munu
hafa eigin inngang og svæði innan
skólans, og afgirta lóð til að leika sér
á, þótt hægt sé að nýta alla skólalóð-
ina þegar hún er laus.
Einar Sveinn Árnason hefur verið
ráðinn í stöðu skólastjóra grunnskól-
ans, en ekki hefur enn verið ráðinn
leikskólastjóri. Grunnskólinn mun
taka til starfa í bráðabirgðahúsnæði
í haust með nemendum í 1.–4. bekk,
en haustið 2006 er reiknað með að
búið verði að byggja skólann og þá
mun leikskólinn taka til starfa.
Leik- og grunnskóli undir einu þaki
Skilin á milli
skólastiganna
að hverfaÁlftanes | Fuglaáhugamenn erufarnir að verða áberandi á Álfta-nesi, en þar hefur Fugla- og nátt-
úruverndarfélag Álftaness verið
starfandi undanfarin tvö ár. Hefur
félagið skipulagt mánaðarlegar
göngur á þessu ári fyrir áhuga-
menn um fugla og aðra sem hafa
gaman af gönguferðum í fallegri
náttúru.
Næsta ganga sem félagið hefur
skipulagt verður næstkomandi
sunnudag, og verður gengið um-
hverfis Bessastaðatjörn og á Bessa-
staðanes í fylgd með fróðum heima-
manni, segir Kristinn
Guðmundsson, formaður Fugla- og
náttúruverndarfélags Álftaness. Í
félaginu eru um 40 manns, en þátt-
taka í gönguferðum er öllum opin,
og alls ekki takmörkuð við fé-
lagsmenn eða íbúa á Álftanesi.
Meðal þess sem félagið hefur
stefnt að undanfarið er að koma
upp fuglaskýlum á fimm mismun-
andi stöðum þar sem mikið er um
fugla á nesinu, en í fuglaskýlum fá
fuglaskoðarar aðstöðu til þess að
fylgjast með fuglum í einhverju
skjóli frá veðri og vindum. Nemar í
hönnunardeild í Iðnskólanum í
Hafnarfirði hafa hannað fimm mis-
munandi útfærslur á fuglaskýlum,
og stendur til að velja úr þeim hug-
myndum fljótlega og byggja fyrsta
skýlið í tilraunaskyni í sumar.
„Þetta er allt frá því að vera hug-
myndir um að hlaða skjólgarð fyrir
vindi, og upp í það að byggja hefð-
bundnara hús með fjórum veggj-
um,“ segir Kristinn. Í skýlunum er
svo meiningin að hafa upplýsingar
um þær fuglategundir sem líklegt
er að beri fyrir augu. „Markmiðið
er að þarna verði eitthvað skjól fyr-
ir veðri, en ekki síður að hér sé góð-
ur staður til þess að skoða fugla, og
hafa einhverjar upplýsingar.“
Verið er að vinna frekar við að
útfæra tillögurnar, og segir Krist-
inn að bæjarstjóra hafi litist vel á
þær þegar hann kynnti sér þær á
dögunum. „Bæjarstjórinn tók mjög
vel í þetta, en vildi beina þessu á
þessar hefðbundnu brautir, þetta
þarf að fara í gegnum skipulags-
nefnd og gæti því tekið einhvern
tíma að komast í gang. En við höf-
um fengið styrk frá bæjarfélaginu
svo þeir virðast vera þessu hliðholl-
ir.“
Ríkulegt fuglalíf á Álftanesi
Það er engin tilviljun að fé-
lagsskapur fuglaskoðara spretti
upp á Álftanesinu, enda þykir fugla-
lífið þar fjölbreytt og skemmtilegt.
„Þetta er mjög skemmtilegur stað-
ur til þess að skoða fugla, og er al-
mennt notaður af fuglaáhugamönn-
um, sem koma mikið út á nes. Þetta
er svipað og Seltjarnarnesið að því
leyti að hér eru sjótjarnir ríkar af
fæðu, og þar af leiðandi ríkulegt
fuglalíf. Þeir safnast í fjöruna og
grunnar sjótjarnir. Þarna er fel-
listaður fyrir álftir og gæsir, mar-
gæsin kemur árlega við í stórum
hópum, mikið æðarvarp og fleira.“
Fugla- og náttúruverndarfélagið
mun líklega standa fyrir ljósmynda-
samkeppni meðal nemenda á næst-
unni, og segir Kristinn það þjóna
tvíþættum tilgangi. Annars vegar
að auka áhuga ungs fólks á fuglum
og fuglaskoðun, en auk þess sé
gaman að setja flottar myndir inn á
vef félagsins.
Fugla- og náttúruáhugafólk boðar áhugafólk í gönguferðir
Ætla að koma upp skýl-
um fyrir fuglaáhugamenn
Skoða náttúruna Ágæt þátttaka hefur verið í gönguferðum fuglaáhuga-
manna á árinu og er vonast eftir fleirum nú þegar snjórinn er horfinn.
Meira á mbl.is/itarefni
Dalvíkurbyggð | „Þetta var fyrst og
fremst táknrænt en ég var jafn-
framt að sýna óánægju mína,“
sagði Hjálmar Herbertsson, bóndi á
Steindyrum í Svarfaðardal, sem
sendi eina gusu úr mykjudreifara
sínum á malarplan sunnan við at-
hafnasvæði Olís á Dalvík, eftir að
bæjarstjórn hafði samþykkt að
flytja skólahald frá Húsabakka til
Dalvíkur. Íbúar í sveitinni mót-
mæltu kröftuglega fyrir fundinn.
Hjálmar sagði að þessi uppákoma
hefði verið á milli sín og Guðbjörns
Gíslasonar útibússtjóra Olís en
Guðbjörn á sæti í fræðsluráði og er
Hjálmar ekki sáttur við framgöngu
hans í skólamálinu. Hjálmar sagðist
hafa sent frá sér sáralitla gusu,
„eins og eftir smá spörfuglahóp, en
Guðbjörn átti þetta fyllilega skilið“.
Guðbjörn tók undir það að seta
hans í fræðsluráði tengdist þessari
uppákomu. „Fram að þessu hefur
Hjálmar verið viðskiptavinur minn
en ég á ekki von á því að hann verði
það eftir þetta. En ef hann kemur
stendur ekki á mér að afgreiða
hann. En menn eru að leggjast
ótrúlega lágt í þessu máli,“ sagði
Guðbjörn.
Lögreglan hafði tal af Hjálmari
eftir atvikið en hann átti síður von á
eftirmálum. „Þetta tengist á engan
hátt því að við séum að gefa skít í
Dalvíkurskóla. Við höfum aldrei
talað um að Dalvíkurskóli sé léleg-
ur skóli, heldur erum við að mót-
mæla því að börnin okkar séu að
fara í annan skóla,“ sagði Hjálmar.
Morgunblaðið/Kristján
Mótmæli Hjálmar Herbertsson, bóndi á Steindyrum í Svarfaðardal, með
mykjudreifara aftan í dráttarvél sinni framan við Dalvíkurkirkju.
Sendi gusu úr mykjudreifara á Dalvík
Fyrst og fremst
táknræn aðgerð
BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam-
þykkti á fundi sínum í vikunni að
segja upp lóðarsamningi bæjarins
við Eimskipafélag Íslands frá árinu
1987, að beiðni Hafnasamlags Norð-
urlands. Um er að ræða svæði aust-
an við vöruskemmu Eimskips við
Oddeyrarbryggju. Hörður Blöndal
hafnarstjóri sagði að þessi breyting
væri gerð til þess að taka frá svæði
sem tengist Oddeyrarbryggju og
tryggja það til afnota fyrir sjóflutn-
inga. Eimskip nýtir þetta svæði und-
ir starfsemi sína og sagði Hörður að
þessi breyting útilokaði félagið ekki
frá því. Hins vegar væri verið að
setja svæðið undir ákvörðunarvald
hafnarinnar.
„Þetta er að hluta til vegna þeirrar
ákvörðunar Eimskips að hætta
strandsiglingum, auk þess sem verið
er að endurskoða deiliskipulagið á
Vöruhafnarsvæðinu. Aðal athafna-
svæði Eimskips er norðan við Odd-
eyrarskála og samningur um það
svæði stendur óbreyttur,“ sagði
Hörður. Eimskip hætti strandsigl-
ingum seint á síðasta ári en Samskip,
sem hætti siglingum fyrir um 6 ár-
um, er með aðstöðu á Togarabryggj-
unni. Hörður sagði að upphafið að
endurskoðun á deiliskipulaginu væri
að hluta til vegna umsóknar frá Sam-
skipum um lóð norðan við athafna-
svæði Eimskips. „Tangabryggja var
byggð m.a. með það í huga að Sam-
skip færu þangað en áður en til kom
hætti félagið siglingum. Það er verið
að reyna að vinna fyrir þessi fyrir-
tæki og tengja þau saman. Einnig er
horft til þess að tengja frystigeymsl-
una sem Samherji er að byggja við
Strýtu með sjónum suður á Oddeyr-
arbryggju. Það var alltaf gert ráð
fyrir því að Samskip færu af Fiski-
hafnarsvæðinu og suður á Vöruhafn-
arsvæðið.“
Uppi hafa verið hugmyndir á Ak-
ureyri um að byggja upp svokallað
bryggjuhverfi, þ.e. íbúðasvæði við
Oddeyrarbryggju, og færa starfsem-
ina á Vöruhafnarsvæðinu norður í
Krossanes. Hörður sagði tómt mál
að tala um það á meðan ekki fengist
leyfi til að búa til land í Krossanesi.
„Höfnin hefur sótt um það í tvígang
til umhverfisráðs að fá að gera fyll-
ingu í víkinni sunnan við Krossanes.
Þegar unnið er að dýpkun hafnarinn-
ar þarf að liggja fyrir hvað gert er
við efnið sem upp kemur. Hingað til
höfum við getað sett fyllingarefnið á
land í Krossanesi og norðan við
flotkvínna en nú er það ekki hægt
lengur. Við munum halda áfram að
dýpka og ef við ekki fáum að leggja
efni í víkina í Krossanesi erum við í
vondum málum.,“ sagði Hörður.
Lóðarsamningi við Eimskip sagt upp
Verið að tryggja
svæðið fyrir
sjóflutninga
VALNEFND í Glerárkirkju mælir
með því að sr. Arnaldur Bárðarson
verði skipaður prestur við söfn-
uðinn. Umsóknarfrestur rann út 14.
febrúar síðastliðinn og var Arn-
aldur eini umsækjandinn.
Sr. Arnaldur Bárðarson vígðist
árið 1996 til Raufarhafnarpresta-
kalls. Hann hafði áður gegnt starfi
fræðslufulltrúa kirkjunnar á Norð-
urlandi. Undanfarin ár hefur sr.
Arnaldur starfað sem sókn-
arprestur í Ljósavatnsprestakalli
og sem prestur í Glerárkirkju.
Sóknarprestur í Glerárkirkju er
sr. Gunnlaugur Garðarsson.
Í valnefnd sitja fimm fulltrúar úr
prestakallinu auk vígslubiskups á
Hólum. Það er biskup Íslands sem
skipar í embættið til fimm ára.
Sr. Arnaldur
valinn prestur
Götuheiti | Bæjarstjórn Akureyr-
ar hefur samþykkt tillögu umhverf-
isráðs að sjö götuheitum í 2. áfanga
Naustahverfis. Nýju göturnar heita;
Brekatún, Ljómatún, Pílutún,
Sokkatún, Sómatún, Sporatún og
Þrumutún.
Styrkur | Vátryggingafélag Ís-
lands hf. hefur samþykkt að styrkja
Tónlistarhúsið Laugarborg með 250
þúsund króna framlagi úr Menning-
arsjóði VÍS. Upphæðin mun bætast
við framlag sveitarfélagsins og
hugsanlega fleiri aðila til að kaupa
nýja stóla í sal hússins. Þá er áform-
að að kaupa einnig ný borð sem auð-
velt verður að leggja saman og færa
afsíðis þegar þau eru ekki í notkun.
Fleiri minniháttar framkvæmdir eru
á áætlun. Þetta kemur fram á vef-
síðu Eyjafjarðarsveitar.