Morgunblaðið - 03.03.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.2005, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LEIGUBÍLSTJÓRAR á Suð- urnesjum telja að breyting á skipu- lagi leigubílaaksturs á Suðurnesjum muni kippa grundvellinum undan starfi þeirra og þjónustunni á svæð- inu. Segjast þeir ekki rísa undir þeirri kjaraskerðingu sem felst í því að aka farþegum frá Leifsstöð til höfuðborgarsvæðisins á innanbæj- artaxta. Samgönguráðuneytið hefur til- kynnt að frá 1. október í haust verði aksturssvæði leigubíla á höfuðborg- arsvæðinu og Suðurnesjum sam- einuð. Það þýðir að svæðið verður eitt gjaldsvæði og leigubílstjórar geta tekið farþega á öllu svæðinu. Á Suðurnesjum eru starfandi fjörutíu leigubílstjórar á tveimur stöðvum í Keflavík. Þeir þjóna íbúum svæð- isins, Keflavíkurflugvelli og Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Leigubíl- stjórar segja að vinnan á Vellinum hafi dregist mjög saman og því verði þeir að treysta meira en áður á flugstöðina. Fyrirhöfnin er þó mikil því þeir þurfa að bíða þar fleiri klukkutíma eftir hverjum túr. Sameining gjaldsvæðanna þýðir að gjald fyrir hefðbundna ferð frá Leifsstöð á hótel í Reykjavík mun kosta tæpar 5000 krónur, á dag- taxta. Í dag kostar þessi ferð um 8.500 kr. samkvæmt gjaldmæli. Raunar hafa leigubílastöðvarnar í Reykjavík boðist til að aka farþeg- um þessa leið fyrir 7.500 krónur og leigubílstjórarnir á Suðurnesjum bjóða farþegum oft það verð, þegar farþeginn óskar fyrirfram eftir föstu verði. Þarf að hækka taxtana um 20% Leigubílstjórar sem rætt var við í flugstöðinni kváðust afar ósáttir við þetta nýja fyrirkomulag, einkum tekjulækkunina. „Það nennir enginn að hanga hérna í marga klukkutíma til að fá túr upp á fimm þúsund krónur sem er sama gjald og op- inber starfsmaður fær fyrir að aka eigin bíl þessa leið og er þó á laun- um hjá ríkinu allan tímann,“ segir Ingólfur Jónsson leigubílstjóri. Gunnar Pálsson, félagi hans, vekur athygli á að beinn kostnaður við að aka bílnum fram og til baka sé 3.700 krónur og þá sjái hver maður að ekki sé mikið eftir í annan kostnað. Segjast þeir félagarnir ekki tilbúnir til að vinna launalausir, ekki frekar en annað fólk. Leigubílstjórarnir við Leifsstöð sögðu ekki annað hægt en að hækka taxtana, til þess að útgerðin stæði undir sér. Það hefði þau áhrif að innanbæjartaxtar í Reykjavík og Keflavík myndu snarhækka og það þætti fólki væntanlega ekki gott og ekki heldur leigubílstjórum því vinnan myndi minnka. Magnús Jóhannsson, stöðv- arstjóri á Ökuleiðum í Keflavík, seg- ir að samgönguráðherra hafi ekki hugsað málið til enda og bendir í því sambandi á að taxtarnir þyrftu að hækka um 20% samhliða breytingu á aksturssvæðum. Þá vekur hann athygli á því að mikið misræmi myndist milli svæða. Þannig muni áfram kosta 9000 krónur fyrir far- þega frá Reykjavík til Selfoss, sem er jafnlöng leið og til Keflavíkur. Því yrði að sameina landið í eitt aksturssvæði, fyrst á annað borð væri farið út á þessa braut. Daníel Björnsson, formaður Lands- sambands leigubifreiðafélaga og Frama í Reykjavík, segir að alltaf þegar gjaldsvæði hafi verið stækkuð hafi orðið að hækka taxtann. Það þyrfti einnig að gera nú því ekki gætu menn ekið í sjálfboðavinnu aðra leiðina til Keflavíkurflugvallar. Það þýddi í raun að þeir sem færu á milli húsa í Reykjavík væru að greiða niður aksturinn á Keflavík- urflugvöll. Í harkið um helgar Samgönguráðuneytið telur að eft- ir sameiningu aksturssvæðanna geti leigubílstjórar nýtt bílana betur, með því að taka farþega báðar leiðir í flugstöðvarferðum. Ingólfur segir að það sé ekki raunhæft. Bendir hann á að leigubílstjórar á Suð- urnesjum hafi enga símaþjónustu í Reykjavík. Þeir myndu að vísu geta farið í raðir á Reykjavíkurflugvelli og víðar en þar myndu þeir einungis fá innanbæjartúra. „Það væri eins og að fá fimm rétta í lottóinu að fá túr til Keflavíkur,“ segir hann og telur að menn myndu eftir sem áður aka tómir til baka. Telur hann að Reykjavíkurbíl- stjórarnir myndu heldur ekki hafa mikinn áhuga á að bíða marga klukkutíma í röð við flugstöðina eft- ir því að fá kannski túr til baka til Reykjavíkur, flestir myndu fara tómir aftur í bæinn frekar en að leggja það á sig. Daníel Björnsson tekur undir þetta. Segir að flestir túrar suður í flugstöð séu snemma á morgnana. Þar færu bílarnir aftast í langa röð Suðurnesjabíla og gætu þurft að bíða eftir túr til baka fram á miðjan dag. Telur hann að menn muni ekki geta beðið, heldur aki tómir til baka. Daníel segir að þetta sé staðan núna, á meðan flugið sé svona strjált, en það geti breyst í framtíð- inni með meira og jafnara streymi flugvéla með farþega til landsins. Ekki sjá Ingólfur og félagar hans mikil sóknarfæri fyrir sig á höf- uðborgarsvæðinu, eftir að þeim verður heimilt að taka farþega þar. Ingólfur segir þó líklegt að hann og aðrir ungir bílstjórar myndu fara í harkið í miðbænum aðfaranótt laug- ardags, þann stutta tíma sem fleiri leigubíla vantaði í bæinn. Ekki væri eftir miklu að slægjast á öðrum tím- um. Hann sagði einnig hugsanlegt að menn hreinlega flyttu sig á leigu- bílastöð í Reykjavík og myndu taka bestu bitana á báðum stöðum. Þeir félagarnir höfðu áhyggjur af afleiðingum þessa fyrir þjónustuna á Suðurnesjum. Stöðvarnar myndu hætta, önnur eða jafnvel báðar, og bílarnir væru í Reykjavík þegar fólkið í Keflavík þyrfti mest á þeim að halda. Það myndi leiða til þess að fólk hætti að treysta á að geta feng- ið bíl. Einnig hefði þetta slæm áhrif fyrir hótelin á staðnum og fyrirtæki sem nýttu sér þessa þjónustu. Magnús á Ökuleiðum telur að fljótt muni fjara undan þjónustu leigubíla í Keflavík, eftir að breyt- ingin telur gildi. Ungir röskir menn muni fara í harkið í Reykjavík þegar þeir fengju túr þangað og fljótt yrðu engir bílar eftir í Keflavík og stöðv- arnar myndu hætta. Buðu fast verð Fram kemur hjá leigubílstjór- unum að forystumenn félaga leigu- bílstjóra í Reykjavík og á Suð- urnesjum og forsvarsmenn allra leigubílastöðvanna hafa lýst sig reiðubúna til að setja upp eitt fast verð fyrir akstur milli flugstöðv- arinnar og höfuðborgarsvæðisins, til að koma til móts við kröfur um að farþegum standi til boða fast verð fyrir þessa þjónustu allt árið, þótt aksturssvæðin yrðu áfram tvö. Lagt var til að gjaldið fyrir að taka venju- legan leigubíl yrði 8000 krónur en 9.600 fyrir stóran bíl. Telja þeir að vel hafi verið boðið en á þetta hafi ekki verið hlustað. Einn úr hópnum rifjar upp að leigubílstjórar á Suðurnesjum hafi bréf upp á það frá fyrrverandi sam- gönguráðherra að þeim væri heimilt að taka sætagjald fyrir akstur frá Leifsstöð. Hann veltir því fyrir sér hvort ekki ætti að prófa það fyr- irkomulag. Bjóða farþegum sem koma úr flugi að greiða 2000 krónur fyrir sætið, miðað við að fjórir far- þegar taki bílinn saman, og fái akst- ur heim að dyrum í Reykjavík. Tel- ur hann að margir flugfarþegar myndu vilja nýta sér þá þjónustu. Leigubílstjórar ósáttir við að aka á innanbæjartaxta milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar Ekki tilbúnir að vinna launalausir Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Við Leifsstöð Leigubílstjórarnir hafa venjulega nógan tíma til að spjalla á meðan þeir bíða í röðinni við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hér hefur einn fengið túr en hinir sjá fram á fimm tíma bið eftir næsta flugi. SUÐURNES AUSTURLAND Kárahnjúkar | Íbúar við Kárahnjúka hafa fengið sinn skerf af dýrðlegum litbrigðum himins í vetur, í bland við ískaldan hraglandann frá koldimmum úrkomubökkum. XianGuo Zhang, gjaldkeri hjá Impregilo, hljóp eitt kvöldið út með myndavélina og festi stórkostlegan dans norðurljósanna á kínversku myndavélina sína og sendi Morg- unblaðinu, með bestu kveðjum úr Kárahnjúkum. Ljósmynd/XianGuo Zhang Sjónarspil norðurljósanna Eskifjörður | Nýlega fór fram formleg opnun á nýju húsnæði vél- smiðjunnar Hamars ehf. á Eskifirði. Kári Pálsson og Davíð Þór Sigurbjartsson, fram- kvæmdastjóri fyrir- tækisins, stofnuðu Hamar árið 1998 og hafa látið til sín taka í smíði toghlera og gufu- katla, í alls kyns sér- smíði, matvælaiðnaði og þjónustu við fiski- mjölsiðnað og útgerð. Hamar ehf. er með starfsstöðvar á tveimur stöðum á landinu, þ.e. við Kópavogshöfn og á Eskifirði. Nýja húsnæðið er stálgrindar- skemma og alls um 1.350 fermetrar að stærð. Segir Kári Pálsson að Ham- ar sé nú með öflugustu vélsmiðjuna á Austurlandi og geti hún sinnt verk- efnum fyrir austfirskt atvinnulíf. Hamar hefur starfað á Eskifirði um skeið og keypti á sínum tíma véla- verkstæði Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar, sem nú heitir Eskja og hefur Hamar veitt félaginu þjónustu. Þá er Hamar einnig með ýmis önnur verk- efni fyrir austan, svo sem fyrir Fjarðaáls Alcoa og Impregilo. Hamar keypti af Hampiðjunni búnað sem notaður er til framleiðslu á Poly-Ice toghlerum og er hann í nýja húsnæð- inu. Alls starfa um 15 manns hjá Hamri á Eskifirði, flestir heimamenn og reiknar Kári með að þeim fjölgi með auknum verkefnum. Hann segir Hamar kominn til að vera á Eskifirði og væntir mikils af starfseminni á Austurlandi í framtíðinni. Hamar kom- inn til að vera Ánægðir með nýjan Hamar Davíð Þór Sigur- bjartsson, Tómas Valdimarsson og Kári Pálsson. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.