Morgunblaðið - 03.03.2005, Page 19

Morgunblaðið - 03.03.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 19 DAGLEGT LÍF 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is sími: 566 6103 isfugl@isfugl.is • www.isfugl.is Á kveðið hefur verið að stofna kennslu- fræðideild við Háskólann í Reykja- vík, þar sem meðal annars verður boðið upp á tveggja ára mastersnám í stærðfræði og raungreinum fyrir kennara. Einar Steingrímsson, prófessor í stærð- fræði við Háskólann í Reykjavík, og Chalmers í Svíþjóð, segir það tómt mál að tala um að bæta stærðfræðimenntun barna- og unglinga ef kenn- arar á öllum stigum hafi ekki gott vald á stærð- fræði. „Markmið meistaranámsins er að mennta kennara til að takast á við stærðfræðileg við- fangsefni og miðla þekkingu sinni og færni til nemenda,“ segir hann. „Við lítum ekki á stærð- fræði, sem safn dauðra staðreynda, sem lærist í eitt skipti fyrir öll heldur er ekki síður mikilvægt að kynna stærðfræðina sem aðferð til að takast á við ýmis viðfangsefni. Hún á að vera lifandi. Það er ekki þannig að búið sé að leysa allt sem við- kemur stærðfræði og að það nægi að læra stærð- fræðireglur og -formúlur utanbókar. Það er ekki hægt. Þegar maður rekst á stærðfræðileg við- fangsefni eru þau sjaldnast eins og í kennslubók- inni.“ Góður grunnur Einar bendir á að þjálfun í stærðfræðilegri hugs- un sé góður grunnur til að takast á við lausn fjölda verkefna þó svo erfitt geti verið að greina hlut stærðfræðinnar. „Aðalstærðfræðin er að sjá kjarnann í viðfangsefninu og finna aðferð sem hægt er að beita við að leysa viðfangsefnið,“ segir hann. „Þegar ég byrjaði í stærðfræðinámi, í Pennsylvaníuháskóla, frétti ég að af þeim nem- endum sem útskrifuðust með BA- eða BS-gráðu fengju þeir hæst laun sem væru úr stærðfræði, og þannig er það enn. Þau fyrirtæki sem ráða þetta fólk í vinnu eru ekki endilega að leita að stærðfræðingum en trúa því hins vegar að stærð- fræðimenntun sé með því besta sem völ er á fyrir margs konar störf. Stærðfræði er þjálfun í rök- hugsun og að leysa viðfangsefni sem brjóta þarf í smærri þætti og leysa hvern fyrir sig og setja saman í eina heild.“ Einar segir að væntanlegir nemendur verði að hafa brennandi áhuga á að læra stærðfræði. „Þetta verður mikil stærðfræði og krefjandi nám en það verður alls ekki óyfirstíganlegt. Við ætlum að sjá til þess að þeim gangi vel í náminu sem hafa áhuga og að það muni gagnast þeim vel. Áhersla verður frekar lögð á að ná góðu valdi á því sem verið er að fást við heldur en mikla yf- irferð en samt sem áður verður farið yfir helstu greinar stærðfræðinnar. Markmiðið er auðvitað að væntanlegir nemendur fái góða þekkingu og færni í stærðfræði og verði góðir stærð- fræðikennarar, sem gera kennsluna áhugaverða og skemmtilega.“ Einar segir að þeir sem hafa tjáð sig um stærðfræðikennslu í grunn- og framhaldsskólum, séu sammála um að stærðfræðikennsla sé ekki nægilega öflug. Ljóst sé að fáir stærðfræðikenn- arar í gunnskólum búi yfir góðri stærðfræði- menntun. Hann bendir á að stærðfræði og raun- vísindi öll skilji sig frá öðrum greinum að því leyti að erfiðara er að afla sé grunnþekkingar og færni til að verða góður kennari og ná góðum tökum á kennslunni. Lifandi stærðfræði góður grunnur Morgunblaðið/RAX Stærðfræði: Einar Steingrímsson, prófessor í stærðfræði við Háskólann í Reykjavík.  MENNTUN | Háskólinn í Reykjavík býður upp á mastersnám í stærðfræði krgu@mbl.is STUNDUM gerist það að gömul hönnun eða gamlir hlutir fá nýtt hlutverk. Þann- ig er einmitt staðan með hina klassísku veiðivettlinga. Veiðivettlingar eru oft þann- ig að gat er um það bil við miðjan fingur þar sem hægt er að troða puttum út ef við á. Þetta er til að auðveldara sé að nota fingurna til að binda upp á öngul og þess háttar. Þessir vettlingar eru þó farnir að hafa aðra merk- ingu í augum fólks. Sér- staklega þeirra sem nota far- síma og þar með talin smáskilaboð á hverjum degi. Þegar verið er að senda sms í síma eru þumlarnir notaðir, annað hvort báðir eða annar. Algjör óþarfi er að láta sér verða kalt þó maður vilji halda sambandi við umheim- inn. Veiðivett- lingar fá nýtt hlut- verk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.