Morgunblaðið - 03.03.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.03.2005, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Bónus Gildir 3. – 6. mars ................................ verð nú verð áður mælie. verð Lambasúpukjöt, 2 flokkur ..................... 199 299 199 kr. kg Danskar kjúklinabringur úrbeinaðar ....... 999 1299 999 kr. kg Bónus beikon ...................................... 599 799 599 kr. kg Bónus pyslur ....................................... 399 529 399 kr. kg Myllu pylsubrauð, 5 stk. ....................... 49 79 10 kr. stk. Bónus eplasafi .................................... 45 79 45 kr. ltr Ýsubitar roð og beinlausir ..................... 299 399 299 kr. kg Reyktur og grafinn lax ........................... 959 1439 959 kr. kg Bónus WC pappír, 12 rúllur................... 198 298 16 kr. stk. Ypplon þvottaefni, 6 kg......................... 399 499 66 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 3. –6. mars................................. verð nú verð áður mælie. verð Nautahakk magnpakkning, 2.5 kg......... 1.745 2.495 698 kr. kg Fk bayonneskinka ................................ 779 1.298 779 kr. kg Fk Jurtakryddað læri............................. 899 1.499 899 kr. kg Lambahamborghryggur, Kjarnafæði ....... 985 1.448 985 kr. kg Fk reykt folaldakjöt............................... 431 718 431 kr. kg Appelsínur .......................................... 59 129 59 kr. kg Rauð epli ............................................ 59 135 59 kr. kg Paprika allir litir ................................... 185 298 185 kr. kg Cheerios stór pakki, 992 g.................... 389 495 393 kr. kg Kelloggs kornflögur .............................. 279 359 279 kr. kg Hagkaup Gildir 3. – 6. mars. ............................... verð nú verð áður mælie. verð Hamborgarhryggur m/beini................... 799 1.398 799 kr. kg Svínahnakki úrb. í sneiðum................... 699 1.298 699 kr. kg Kjötborð svinabógur ............................. 399 498 399 kr. kg Kjötborð svínasíða m/puru ................... 329 498 329 kr. kg Freschetta roma royale, 400 g .............. 399 449 997 kr. kg Freschetta hvítlaukspitsa, 2 stk., 400 g . 199 299 497 kr. kg Daloon kínarúllur, 10 stk., 900 g........... 499 679 554 kr. kg Krónan Gildir til 8. mars................................... verð nú verð áður mælie. verð Krónu blandað nauta og lambahakk...... 498 698 498 kr. kg Gourmet gríakótilettur léttreyktur ........... 947 1.579 947 kr. kg Bautabúrs Dalapylsa............................ 95 119 95 kr. kg Móa grillaður kjúklingur kaldur .............. 489 699 489 kr. kg Myllu samlokubrauð heilhveiti ............... 69 229 90 kr. kg Skyr.is allar tegundir ............................ 51 71 335 kr. kg Coke Light, 1 ltr ................................... 99 155 99 kr. ltr Kellogǵs Special K bar, 6 pk. ................ 195 289 1.413 kr. kg Nóa páskaegg nr. 3.............................. 399 599 2.494 kr. kg Gevalia kaffi rautt, 10% extra ................ 249 299 453 kr. kg Nóatún Gildir 3. – 9. mars. ............................... verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri .......................................... 798 1.198 798 kr. kg Lambahryggur ..................................... 974 1.298 974 kr. kg Goða lambaframpartur grillsagaður ....... 449 798 449 kr. kg Nóatún ungnautahakk .......................... 899 1.129 899 kr. kg Móa kjúklingur 1/1 .............................. 389 598 389 kr. kg Móa vængir magnkaup......................... 149 299 149 kr. kg Ýsuflök með roði .................................. 399 899 399 kr. kg Nóatúns heilsubrauð............................ 189 295 189 kr. stk. Lýsi S3 sportþrenna ............................. 1.099 1.499 1.099 kr. stk. Kjörís vanillu íspinnar heimilispk ........... 249 479 31. kr.stk. Samkaup/Úrval Gildir 3. – 6. mars ................................ verð nú verð áður mælie. verð Bautabúrs kindahakk ........................... 499 713 699 kr. kg Bayoneskinka Bautabúrið ..................... 998 1.481 998 kr. kg Agúrkur íslenskar ................................. 89 137 89 kr. stk. Tómatar innfluttir.................................. 149 299 149 kr. kg Léttmjólk og nýmjólk ............................ 59 88 59 kr. ltr Okkar brauð, 770 g.............................. 89 169 118 kr. kg Gevalia kaffi, rauður 550 g ................... 277 339 504 kr. kg Ísfugl, læri, leggir, vængir...................... 353 589 353 kr. kg Goða kæfur, 150 g............................... 129 185 860 kr. kg Spar, Bæjarlind Gildir til 8. mars................................... verð nú verð áður mælie. verð Kinda fille, kjötborð.............................. 1.698 1.895 1.698 kr. kg Kinda vöðvar, kjötborð.......................... 1.098 1.298 1.098 kr. kg Kinda gúllas, kjötborð .......................... 998 1.298 998 kr. kg Kinda snitsel, kjötborð.......................... 998 1.298 998 kr. kg Kinda hakk, kjötborð ............................ 529 689 529 kr. kg Borgarnes beikonbitar 120 g ................ 185 231 1.542 kr. kg Borgarnes hangiálegg 150 g................. 333 416 2.220 kr. kg Borgarnes pepperonibitar, 120 g ........... 185 231 1.542 kr. kg Borgarnes skinka 165 g ....................... 192 239 1.164 kr. kg Borgarnes skólaskinka 165 g ................ 141 176 855 kr. kg Þín Verslun Gildir 3. – 9. mars ................................ verð nú verð áður mælie. verð 1944 Austurlenskur kjúklingur .............. 455 569 455 kr. pk. 1944 kálbögglar.................................. 310 388 310 kr. pk. Búrfells brauðskinka ............................ 878 1.097 878 kr. kg Capri Sonne appelsínudjús, 10 stk/pk .. 289 339 29 kr. stk. Hunt́s tómatsósa, 680 g....................... 99 139 138 kr. kg Frón muffins, 400 g ............................. 349 279 679 kr. kg Frón vínarbrauð, 400 g......................... 349 279 697 kr. kg Ýsa, skinka og hakk  HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Ég hef gert ýmis tilbrigði afþessum ýsurétti,“ segirNanna Rögnvaldardóttir,matgæðingur og höf- undur matreiðslubókanna Matarást og Matreiðslubók Nönnu, þegar við göngum með henni um Hagkaup í Kringlunni. „Ég nota þá mismunandi tegundir af grænmeti og ýmiskonar kryddjurtir og hann er alltaf jafn- vinsæll. Galdurinn er að baka fiskinn með roðinu og láta það snúa upp, þá er miklu minni hætta á að fiskurinn verði þurr og svo er ekkert mál að fletta roðinu af þegar hann er tekinn út úr ofninum. Yfirleitt er ég mun hrifnari af þorski en ýsu en í þennan rétt finnst mér þó best að hafa ýsu.“ Nanna teygir sig í sítrónur, sem hún segir ómissandi í matseld. „Ég nota þær oft í staðinn fyrir edik. Sama á við um lauk, hann verður að vera með, hann gefur svo gott bragð. Laukur er ekki bara laukur og stund- um á rauðlaukur betur við en þessi venjulegi. Hann er bragðmildari. Ég hef tekið eftir því að sumir vilja ekki sjá lauk í mat. Sennilega er það vegna áferðarinnar en mér finnst hann ómissandi,“ segir hún. „Ég vildi óska að úrvalið af kart- öflum væri meira og betra en raunin er. Það væri svo gott að hafa úr fleiri tegundum að velja,“ segir hún og tín- ir kartöflur í poka. „Reyndar má nota forsoðnar kartöflur í þennan rétt ef fólk er að flýta sér, það munar svona 15–20 mínútum.“ Nanna vill hafa tómata fullþrosk- aða og hárauða en ekki harða, hálf- græna og bragðlausa. „Hjá mér fara tómatar aldrei í ísskáp en tómatana sem fást núna verður að geyma í tvo til þrjá daga að minnsta kosti. Ef tómatar verða of linir má alltaf nota þá í súpur eða sósur,“ segir hún. Nanna segist ekki gera sér far um að kaupa lífrænt ræktað græn- meti en hún velji það ef verð- munurinn er ekki mikill. Hún segist yfirleitt ekki vera búin að ákveða matseðilinn þegar hún kaupir í matinn og upplýsir um leið að hún eigi um 1.400 matreiðslubæk- ur sem hún sæki hugmyndir sínar í. „Matseðillinn ræðst af því hvað mér líst best á í búðinni hverju sinni,“ seg- ir hún. „Ég hef líka gaman af að elda bara úr því sem til er í ísskápnum hverju sinni. Það er alltaf eitthvað til sem hægt er að gera góða máltíð úr. Það getur líka verið gaman að breyta uppskriftum og reyna eitthvað nýtt ef eitthvað vantar upp á það sem þar stendur í staðinn fyrir að hlaupa út í búð.“ Enginn uppáhaldsréttur Það er oft gestkvæmt við matborðið hjá Nönnu þótt þau séu tvö í heimili, hún og sonurinn. Um helgar koma dóttirin, tengdasonur og tvö barna- börn og svo eru það matarveisl- urnar. Nanna segir að reyndar séu bæði börn- in hennar liðtækir kokkar. „Það þýðir ekki að spyrja um uppáhalds- rétti fjölskyld- unnar. Þeir eru ekki til,“ segir hún. „Einu sinni um tíma borðaði dóttir mín bara grænmeti – sem sonurinn vildi ekki sjá – en það er löngu liðin tíð. Ég reyni því að vera með fjölbreyttan mat og gera öllum til hæfis en þetta er matvönd fjöl- skylda. Ef ég spyr hvað þau vilja fá er ég oft beðin um gamla góða ís- lenska matinn, eins og kjöt í karríi, og þriggja ára dóttursonur minn er hrifinn af kakósúpunni. Hann hefur alltaf verið áhugasamur um elda- mennsku og segist ætla að verða kokkur þegar hann verður stór. Þeg- ar hann kemur sækir hann í að hjálpa til í eldhúsinu og ég banna honum það ekki. Ég læt hann gera það sem ég veit að hann ræður við; hræra í pottum, krydda og annað. Börn eiga að taka þátt í matreiðslunni en ekki bara að afhýða kartöflurnar. Það er svo leiðinlegt.“ Grænmeti undir ýsuþaki 700 g kartöflur 1 rauðlaukur 3 msk ólífuolía nýmalaður pipar salt (Maldon) 2–3 paprikur 1 kúrbítur (má sleppa) nokkrar svartar ólífur (má sleppa) 800 g ýsuflök, verða að vera með roði nýkreistur safi úr einni sítrónu Ofninn hitaður í 215°C. Kartöfl- urnar skornar í fremur þunna báta og rauðlaukurinn í báta eða þykkar sneiðar. Dreift á botninn á eldföstu móti, 2 msk af ólífuolíu ýrt yfir og kryddað með pipar og salti. Sett í ofninn og bakað í um 15 mínútur. Paprikurnar fræhreinsaðar og skornar í ræmur og kúrbíturinn í þykkar sneiðar. Paprikur, kúrbítur og ólífur eru svo sett í fatið með kart- öflunum, hrært og steikt í um 5 mín- útur í viðbót. Ýsan beinhreinsuð og skorin í stykki, krydduð með pipar og salti og svolitlum sítrónusafa ýrt yfir. Fatið tekið úr ofninum, ýsubitarnir lagðir ofan á grænmetið og roðið látið snúa upp, 1 msk af ólífuolíu ýrt yfir, ásamt dálitlum sítrónusafa, sett aftur í ofninn og bakað í 8–10 mínútur í við- bót. Roðinu er svo flett af ýsunni áð- ur en hún er borin fram og svolitlum sítrónusafa e.t.v. dreypt yfir. Með þessu er gott að hafa sósu eða ídýfu úr sýrðum rjóma: Kryddjurtaídýfa 1 dós (200 g) sýrður rjómi fínrifinn börkur af hálfri sítrónu eða nýkreistur sítrónusafi eftir smekk saxaðar ferskar kryddjurtir, t.d. bas- ilíka eða óreganó nýmalaður pipar salt Allt hrært vel saman og látið standa smástund.  HVAÐ ER Í MATINN? | Nanna á um 1.400 matreiðslubækur Börn eiga að taka þátt í matreiðslunni „Galdurinn er að baka fiskinn með roðinu og láta það snúa upp, þá er miklu minni hætta á að fisk- urinn verði þurr,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir þegar farið er með henni í matvörubúð. Morgunblaðið/Þorkell Tilbrigði við soðninguna: Nanna Rögnvaldardóttir tekur við ýsunni hjá Svani Magnússyni. krgu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.