Morgunblaðið - 03.03.2005, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.03.2005, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 21 NEYTENDUR GS1 Ísland, EAN á Íslandi stendur fyrir ráðstefnu um rekjanleika í matvælaiðnaði og áhrif evrópsku 178/2002 reglugerðarinnar á útflytjendur matvæla til Evrópu. Evrópskir sérfræðingar og lögfræðingar kynna áhrif 178/2002 reglugerðarinnar og evrópsk- an raunveruleika tveimur mánuðum eftir gildistöku hennar. GS1 samtökin kynna alþjóðlegar lausnir og aðferðir við rekjanleika með strikamerking- um og rafrænum samskiptum í aðfangakeðjunni. Forsvarsmenn íslenskra þjónustufyrirtækja munu að lokum kynna lausnir sínar við að upp- fylla kröfur um rekjanleika, skilvirk afturköllunarferli og innköllunar vara. 8:30 SETNING - RÁÐSTEFNUSTJÓRI Thomas Möller, hagverkfræðingur 8:40 ÁVARP Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda hf. 8:50 INNGANGUR Benedikt Hauksson, framkvæmdastjóri GS1 ÍSLAND ◆ Breyting á hlutverki EAN á Íslandi, kynning á íslenskri þýðingu „bláu bókar” ECR um rekjanleika og afturköllunarferli. 9:00 REKJANLEIKI SAMKVÆMT NÝJU EVRÓPSKU MATVÆLALÖGGJÖFINNI Ólafur Oddgeirsson, dr. med. vet Food Control Consultants Ltd. ◆ Fjallað verður um þær rekjanleikareglugerðir semtóku gildi 1. janúar sl. og áhrif þeirra fyrir seljendur matvæla á Evrópumarkaði. Leitast verður við að draga fram í dagsljósið hverjar breytingarnar eru frá eldri reglugerðum og hvaða áhrif þær koma til með að hafa, bæði fyrir opinbera aðila og þá sem starfa við framleiðslu matvæla. Ólafur hefur 10 ára reynslu í sérfræðistörfum í matvælaiðnaði hérlendis. Frá 1992 hefur hann starfað við eftirlitsstofnun EFTA á matvælasviði og frá 1999 sem framkvæmdastjóri Food Control Consultants ráðgjafafyrirtækisins á Bretlandi. 9:40 EU FOOD LAW - TRACEABILITY WHAT IT MEANS IN PRACTICE FOR COMPANIES EXPORTING TO THE EU Debra Hueting Lovells Brussel Helen Pope Lovells Brussel ◆ the legal requirements ◆ the national interpretation and enforcement ◆ practical implications and potential impact on exporting businesses ◆ Debra is a lawyer with the internatinal law firm Lovells based in Brussells’off ice, she specialises in EU regulatory law and policy. Issues with which she deals include claims, promotions and placing products on the market. Debra's publications include her books „European Consumer Law", "International Consumer Law: Her most recent book (co-authored with Helen Pope) „EU Food Law and Policy" was published in March 2004 ◆ Helen Pope is a solicitor with Lovells. Helen has writtennumerous articles on the subject and co-authored a book on EU Food Law and Policy 10:20 KAFFIHLÉ 10:40 GLOBAL LANGUAGE OF TRACEABILITY Diane Taillard, GS1 France ◆ The impact of traceability on information systems ◆ The role and benefits of EAN-UCC standards ◆ Priorities for implementation : SSCC, EAN 128 and electronic Despatch Advice (main part) ◆ What is available today to search for product and location information ? (Gepir) ◆ Overview of traceability status in the world Dianne is an author of „traceability in the supply chain: from strategy to practise” and is a traceability manager of IRT (Industry requirement Team) in GS1 France. 11:15 INNRI OG YTRI REKJNALEIKI í MATVÆLAIÐNAÐI Halldór Lúðvigsson, forstjóri Maritech International ◆ EAN og Tracefish, staðlar og aðferðir til að tryggja fullkominn innri og ytri rekjanleika á matvörum og útfærslur í hugbúnaðarlausnum Maritech. 11:35 LAUSNIR í FRAMKVÆMD Sigurður H. Kristjánsson, verkefnastjóri lausna hjá Strikamerki hf. ◆ Lausnir sem tengja viðskiptafærslur og vöruhreyfingar, þ.e. prent- og álíming arlausnir fyrir EAN strikamerki og lausnir fyrir hreyfanlega tölvuvinnslu á þráð lausumnetkerfum. Helstu atriði sem hafa þarf í huga til að vel takist til við inn leiðingu lausna á þessu sviði. 11:55 REKJANLEIKAKERFI: TÆKIFÆRI EðA KVÖÐ ? Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjórivöruþróunar Marel hf ◆ Rekjanleiki frá sjónarhóli framleiðenda og tækifærin sem felast í því að setja upp öflugt sjálfvirkt rekjanleikakerfi, þ.e. kerfi þar sem rekjanleikaskráningin sem slík er „ósýnileg“ og innifalinn í eðlilegri framleiðsluskráningu. ◆ Praktísk vandamál sem felast í muninum á rekjanleikakerfum fyrir kjöt, kjúkl ing og fisk. 12:15 RÁÐSTEFNUSLIT Halldór Páll Gíslason, GS1 Ísland. Tækifæri fyrir íslenska matvælaframleiðendur til þess að kynna sér nýjar evrópskar kröfur um rekjanleika/afturköllunarferli og lausnir GS1 og íslenskra fyrirtækja Rekjanleiki Ertu reiðubúinn? Ráðstefna GS1 Ísland11. mars 2005 á GrandHótel Reykjavík, kl 8:30 - 12:30 Stuðningsaðilar ráðstefnu: Maritech Samskip SIF Meðal ráðstefnugagna er íslensk þýðing „bláu bókar“ ECR. „Notkun rekjanleika í aðfangakeðjunni til að koma til móts við neytenda- og vöruöryggi.“ Og leiðbeiningar um notkun EAN 128 strikamerkja á sölu og flutningseiningar. Skráning fer fram í síma 511 3011 og skraning@ean.is Nánari upplýsingar eru á www.ean.is Marel Icelandic Samherji Strikamerki „STJÓRN rekstrarfélags Kringl- unnar heimilar ekki sölu á gler- augnaumgjörðum í verslun Lyfja og heilsu í Kringlunni þrátt fyrir óskir viðskiptavina. Þessar umgjarðir eru því eingöngu til sýnis, en verða von bráðar til sölu í öðrum verslunum Lyfja og heilsu. Vinsamlegast leitið aðstoðar hjá starfsmönnum hvar hægt er að kaupa þessar umgjarðir.“ Þetta má m.a. lesa á skilti, sem komið hefur verið fyrir við gleraugnaumgj- arðastand inni í nýrri verslun Lyfja og heilsu í Kringlunni, en eftir gagn- gerar breytingar og stækkun búð- arinnar síðastliðið haust hugðist verslunin feta sig inn á viðskipti með gleraugu og gleraugnaumgjarðir. Stjórn rekstrarfélags Kringlunnar lagðist hins vegar alfarið gegn þeim hugmyndum og meinaði forsvars- mönnum Lyfja og heilsu að stunda slík viðskipti innan veggja Kringl- unnar. „Við erum þessa dagana að skoða hvaða möguleikar eru í stöð- unni, en því miður get ég ekki sagt til um að svo komnu máli hvað við mun- um aðhafast,“ segir Ingólfur Garð- arsson, markaðsstjóri Lyfja og heilsu. „Til að undirstrika fáránleika málsins seljum við allar gerðir af lins- um í verslun okkar í Kringlunni og erum með sjóntækjafræðinga í vinnu sem sinna sjónmælingum. Stefnan er að bjóða svo upp á gleraugu og gler- augnaumgjarðir í öllum verslunum okkar,“ bætir Ingólfur við. Ekki hægt að selja hvað sem er Örn Kjartansson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir að vissar skil- greiningar gildi um tegund verslana í Kringlunni. „Menn geta bara ekki ákveðið að selja þar hvað sem er. Hér innan dyra er verið að raða saman mismunandi verslunum til að fá sem fjölbreyttast landslag í verslunarflór- una og það kallar vissulega á ákveðnar girðingar. Þannig getur skóverslun ekki allt í einu farið að selja geisladiska, svo dæmi sé tekið. Lyf og heilsa hugðust búa til litla gleraugnaverslun inni í lyfja- vöruversluninni. Við féllumst hins vegar ekki á að heimild væri fyrir því innan þeirrar skilgreiningar sem lyfjaverslunin hefur í dag.“ Örn segir það vera rétt að Lyf og heilsa hafi leyfi til að stunda sjónmæl- ingar og selja linsur, líkt og hinar gleraugnabúðirnar geri, en slík við- skipti séu af allt öðrum toga. Ekki hafi verið fallist á að Lyf og heilsa gætu sett á fót gleraugnaverslun inni í verslun sem skilgreindi sig sem lyfjavöruverslun. „Við erum auðvitað ekki með vörulista fyrir hverja búð,“ segir Örn spurður hvort stjórn Kringlunnar fjalli reglulega um vöru- framboð verslana. „En þegar það losnar verslunareining í Kringlunni stýrum við því aðeins hvers konar verslun kemur í staðinn því virkni verslunarmiðstöðva felst í fjölbreyti- leikanum. Það hefur komið fyrir að verslunum í Kringlunni hafi áður ver- ið bannað að selja tilteknar vörur þar sem það stangaðist á við skilgrein- ingu viðkomandi búðar. Til að mynda gerðist það fyrir nokkrum árum að bindissali hér tók allt í einu upp á því að selja vinsæl- ustu geisladiskana á lægra verði en aðrir diskasalar buðu. Það er hins vegar ekki frjáls skilgreining á versl- unum innan Kringlunnar og í þessu tilviki hafði bindissalinn ekki heimild til að reka tónlistarverslun. Við telj- um ekki að við séum að koma í veg fyrir virka samkeppni með þessu banni. Við viljum auðvitað hafa sam- keppnina sem virkasta hér innanhúss enda eru í Kringlunni í dag þrjár gleraugnaverslanir í samkeppni.“  VERSLUN | Lyf og heilsa í Kringlunni Meinað að selja gleraugnaumgjarðir Morgunblaðið/Árni Torfason Á MÖRGUM tannkremstúpum er hvítari tönnum lofað, en raunin er að sumar tegundir tannkrems með hvítuefni geta verið skaðleg- ar glerungnum og hafa ekki til- ætluð áhrif á lit tannanna. Frá þessu er m.a. greint á vef Svenska Dagbladet. Gerð var könnun á ýmsum tegundum hvítt- andi tannkrems á vegum blaðsins og í ljós kom að fjórar tegundir af níu höfðu minni tilætluð áhrif en venjulegt tannkrem sem ekki er gefið út fyrir að vera hvítt- andi. Yfirtannlæknir við tann- læknaháskólann í Stokkhólmi segir í samtali við SvD að tann- kremsframleiðendur hafi greini- lega lagt áherslu á að markaðs- setja tannkrem fyrir vaxandi hóp þeirra sem vilja hvítari tennur. Jan-Håkan Eriksson segir að framleiðendurnir verði að sanna að tannkremið hafi tilætluð áhrif. Flúorinnihald er það mikilvæg- asta við tannkrem, segja tann- læknarnir ennfremur. Í Svíþjóð er ólöglegt að tann- krem innihaldi bleikiefni en hins vegar er slípiefni löglegt. Slípi- efnin eru orðin fínni en áður og hættan á glerungsskemmdum orðin minni en er samt fyrir hendi, samkvæmt könnuninni. Glerungsskemmdir komu oftast í ljós með notkun Pepsodent- tannkrems með hvíttandi áhrifum skv. könnuninni og Colgate fékk einnig lélega einkunn. Tegund- irnar Zendium og Aquafresh fengu bestu einkunnina skv. könnuninni, sem framkvæmd var með véltannbursta á eftirlíkingu af tönnum. Bent er á að munn- vatnssamsetning, mataræði og burstunarvenjur geti haft áhrif á hvernig tannkrem virkar.  KÖNNUN |Tannkrem Morgunblaðið/Jim Smart Það er of algengt að fólk sem ekki er með tannholdsbólgu noti tannkrem með efninu tírklósan í. Ekki endilega hvítari tennur ÍSLENSKIR gæðadagar verða haldnir í verslunum Nóatúns frá og með deginum í dag, 3. mars, og til 9. mars. Framleið- endur kynna nýjungar í ís- lenskri framleiðslu og áhuga- verða framsetningu á vöru og þjónustu. Íslenskir gæðadagar í Nóatúni eru liður í landsátakinu Þitt val skiptir máli, sem hófst í ágúst í fyrra. Á meðan Íslenskir gæðadagar standa yfir í Nóatúni geta heppnir hlustendur Bylgjunnar unnið gjafakörfur frá íslenskum framleiðendum og að auki verða vinningar í boði fyrir heppna viðskiptavini verslunarinnar.  NÓATÚN Íslenskir gæðadagar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.