Morgunblaðið - 03.03.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.03.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 23 UMRÆÐAN SKÓLAHALD í borginni er mönnum ofarlega í huga þessa dag- ana enda ekki langt síðan skólastarf lá niðri í öllum borgarreknu skól- unum í tvo mánuði vegna verkfalls grunnskólakennara. Þá hefur um- ræðan eftir áramót mikið snúist um sjálf- stæðu skólana í Reykjavík eftir að við borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins flutt- um tillögu um þá í borgarstjórn Reykja- víkur en þeir berjast nú fyrir lífi sínu vegna andstöðu R-listans við að breyta kerfinu. Þrátt fyrir að aðrir fulltrúar Samfylking- arinnar sjái kostina við það að hafa sjálf- stætt rekna skóla í borginni heykist Stef- án Jón Hafstein, formaður mennta- ráðs, enn við og heldur uppi vörn- um fyrir óbreytt kerfi. Aukin miðstýring Þrátt fyrir allt tal um aukið sjálf- stæði ríkir mikil miðstýring í skóla- málum borgarinnar og heldur hefur hún aukist eftir síðustu stjórnkerf- isbreytingar R-listans. Því miður er enginn vilji til að stíga næstu skref í dreifstýringu með því að skipta borginni í skólahverfi og færa yf- irstjórnina nær foreldrum. Í stað þess erum við komin með eitt menntaráð, eina skólanefnd, yfir öllum leik- og grunnskólum borg- arinnar! Okkur pólitískt kjörnum fulltrúum er gert illmögulegt að sinna lögbundnu eftirlitshlutverki okkar. Niðurnjörvaðir kjarasamningar Stefán Jón Hafstein telur að ekk- ert sé jafnhamlandi á sjálfstætt skólastarf og aðhald ríkisins og nið- urnjörvaðir kjarasamn- ingar. Stefáni Jóni er fullkunnugt að í menntamálaráðuneyt- inu fer nú fram um- fangsmikil endur- skoðun bæði á grunnskólalögum og aðalnámskrá undir því markmiði að auka sveigjanleika, sjálf- stæði og enn frekari dreifstýringu. Fjár- hagslegt og faglegt sjálfstæði skólanna takmarkast mjög af kjarasamningum enda er hlutfall launa 86% af rekstrargjöldum skólanna. Árið 2000 voru farnar nýjar leiðir í kjarasamningagerð og samningur gerður sem færði skólastarfinu aukið svigrúm og samið var um launapott sem skólastjórar höfðu til að umbuna kennurum fyrir ábyrgð, álag og færni í starfi. Því miður tókst framkvæmdin illa, kennarar fóru í verkfall sem síðan leiddi til kjarasamnings til fjögurra ára sem t.d. skerðir verkstjórnarvald skóla- stjóra. Reykjavíkurborg undir for- ystu R-listans sem vill vera í far- arbroddi hvað varðar skólamálin getur hér ekki skorast undan ábyrgð. Sjálfstæðir skólar Með sjálfstæðum skólum er átt við skóla sem ekki eru reknir af Reykjavíkurborg og ekki heyra undir menntaráð (áður fræðsluráð). Stefna Sjálfstæðisflokksins er mjög skýr í þessum málum, við viljum að nemendur geti valið á milli skóla og að jafnræði ríki þannig að nem- endum sé ekki mismunað eftir því hvort þeir ganga í borgarrekinn skóla eða sjálfstæðan einkarekinn skóla. Til þess að fylgja þeirri stefnu eftir viljum við tryggja að allir skólar sitji við sama borð ef svo má að orði komast og sambæri- legt fjármagn fylgi hverjum nem- anda óháð rekstrarformi skólans. Um það snýst málið en Stefán Jón kýs að flækja það með alls kyns orðaflaumi sem kemur málinu ekk- ert við. Það sem er þó alvarlegast er að R-listinn mismunar reykvísk- um nemendum gróflega. Ákvarð- anir hans hafa leitt það af sér að nemendur og forráðamenn þeirra sem kjósa aðra skóla en þá borg- arreknu þurfa að greiða sífellt hækkandi skólagjöld. Eru þessir foreldrar ekki líka skattgreiðendur? Vörn Stefáns Jóns Guðrún Ebba Ólafsdóttir fjallar um menntamál ’Til þess að fylgjaþeirri stefnu eftir viljum við tryggja að allir skólar sitji við sama borð …‘ Guðrún Ebba Ólafsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði. af glæsilegum dömuskóm frá Ný sending Smáralind • Kringlunni Mikið úrval Ráðstefnan: „Staða og framtíð alaskaaspar á Íslandi" laugardaginn 5. mars nk., í húsi Íslenskrar erfðagreiningar á Sturlugötu 8 í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Ráðstefnan hefst kl. 13.00 og er öllum opin og ókeypis aðgangur. Að ráðstefnunni standa Skógræktarfélag Íslands og Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá í samvinnu við Skógfræðingafélag Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Heiðursgestur ráðstefnunnar er Haukur Ragnarsson, fyrrv. forstöðumaður Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá. Ráðstefnustjórar eru Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður Landgræðslusjóðs og stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Íslands og Ólafur Arnalds, deildarforseti Umhverfisdeildar í Landbúnaðarháskóla Íslands. DAGSKRÁ: 13:00 Ráðstefnan sett af Guðbrandi Brynjólfssyni. 13:10 Haukur Ragnarsson og alaskaöspin á Íslandi: Hrefna Jóhannesdóttir, formaður Skógfræðingafélags Íslands. 13:20 Alaskaöspin í gömlum og nýjum heimkynnum, gagn og nytjar: Brynjólfur Jónsson og Einar Gunnarsson. 13:40 Vöxtur alaskaaspar á Íslandi: Arnór Snorrason. 14:00 Lífríki asparskóga: Jón Ágúst Jónsson, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Guðmundur Halldórsson og Brynjólfur Sigurjónsson. 14:20 Of stór tré fyrir þéttbýli?: Áslaug Traustadóttir. 14:40 Alaskaöspin í görðum og grænum svæðum: Tryggvi Marínósson. 15:00 Málsvörn alaskaaspar: Jón Geir Pétursson. 15:20 Kaffihlé. 15:40 Aðlögun, erfðafræði og klónaval alaskaaspar: Aðalsteinn Sigurgeirsson. 16:00 Breytileiki í frostþoli meðal klóna alaskaaspar að vor- og haustlagi: Freyr Ævarsson. 16:20 Alaskaösp og asparryð: Halldór Sverrisson, Guðmundur Halldórsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson. 16:40 Áhrif umhverfisþátta á vöxt alaskaaspar: Bjarni D. Sigurðsson. 17:00 Umræður og samantekt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.