Morgunblaðið - 03.03.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 25
FASTEIGNAVERÐ á höfuðborg-
arsvæðinu hækkaði um 5,1% í janúar frá
fyrri mánuði og um 27,9% á síðustu 12 mán-
uðum. Eins og sjá má á með-
fylgjandi mynd koma hækk-
anir síðustu 12 mánaða í
kjölfar mikilla hækkana síð-
ustu fimm ár þar á undan. Á
þessum tíma hefur fast-
eignaverð hækkað um 65%
umfram verðlag. Raunverð
fasteigna en nú komið langt
upp fyrir sögulegt meðaltal.
Samt virðast fæstir vera á
þeirri skoðun að hækkun
fasteignaverðs muni linna í
bráð. Flestir virðast þvert á
móti telja að fasteignaverð
muni halda áfram að hækka
hröðum skrefum á næstu
mánuðum.
Hluti af þessum hækk-
unum á sér eðlilegar skýr-
ingar. Einstaklingum bjóðast
nú lán á mun betri kjörum en
áður. Það er eðlilegt að slík
breyting valdi einhverri
hækkun á fasteignaverði.
Eins hefur höfuðborg-
arsvæðið verið að stækka
hratt. Af þessum sökum er
eðlilegt að vel staðsettar
eignir hækki í verði þar sem
þær eru af skornum
skammti. En hækkanirnar
eru nú orðnar það miklar að
erfitt er að réttlæta þær með hliðsjón af
þessum þáttum.
Raunverð fasteigna mun ekki hækka
endalaust. Til lengri tíma er það nokkuð
stöðugt og miklar hækkanir leiða oftar en
ekki til mikilla lækkana nokkrum árum síð-
ar. Slíkar lækkanir geta leitt til gríðarlegra
vanskila hjá þeim sem taka stór lán til þess
að kaupa eignir þegar verðið er hátt. Saga
síðustu áratuga sýnir að húsnæðisbóla sem
springur er ein algengasta orsök alvarlegra
fjármálakreppa.
Þessi mikla hækkun húsnæðisverðs og sú
gríðarlega útlánaþensla sem henni fylgir er
því miður dæmigerð fyrir land sem nýlega
hefur gengið í gegnum miklar umbætur í
átt til aukins frelsis í fjármálum. Fjár-
málastofnanir keppast um að bjóða við-
skiptavinum aukna þjónustu í formi stærri
lána á lægri vöxtum. Aukið framboð láns-
fjár ýtir undir einkaneyslu og leiðir af sér
hækkanir eignaverðs. Hækkandi eignaverð
bætir eiginfjárstöðu heimilanna sem aftur
gerir það að verkum að útlánin virðast
öruggari en þau eru og heimilin virðast hafa
bolmagn til þess að taka enn meiri lán.
Eins og fyrr segir endar slík atburðarás
oft með verulegri leiðréttingu á verði hús-
næðis. Verð einstakra eigna lækkar oft það
mikið að söluverð þeirra dugar ekki til þess
að borga áhvílandi skuldir. Þegar þetta ger-
ist geta vanskil og útlánatöp bankanna
hæglega aukist það mikið að allt eigið fé
bankakerfisins hverfur og bankarnir lenda
sjálfir í fjárhagslegum erfiðleikum.
Atburðarás af þessum toga átti sér til
dæmis stað í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi á
fyrri hluta tíunda áratugarins. Hún leiddi til
kreppu sem endaði með því að ríkisstjórnir
þessara landa þurftu að hlaupa undir bagga
með bönkunum með ærnum kostnaði fyrir
skattgreiðendur. Svipaða sögu er að segja
af Japan. Húsnæðisbólan í
Japan sprakk árið 1989. Síðan
þá hafa gríðarleg útlánatöp og
vanskil sligað japanska
bankakerfið. Ríkisstjórn Jap-
an hefur aftur og aftur þurft
að dæla peningum inn í
bankakerfið. Þrátt fyrir það
má segja að japanska hag-
kerfið hafi ekki enn náð sér al-
mennilega á strik aftur.
Húsnæðisverð á höfuðborg-
arsvæðinu hefur nú hækkað
það mikið að ekki er lengur
hægt að horfa framhjá hætt-
unni á verulegri leiðréttingu
með tilheyrandi fjár-
málaóstöðugleika. Og þessi
hætta magnast þeim mun
meira sem fasteignaverð
hækkar. Afskaplega mik-
ilvægt er að klippt verði á
þessa atburðarás áður en hún
leiðir hagkerfið í algerar
ógöngur.
Það er hins vegar hægara
sagt en gert. Erlendis er
áhrifamáttur peningamála-
stjórnar á þróun húsnæð-
ismarkaðar víðast hvar mjög
mikill. Húsnæðislán bera víð-
ast hvar nafnvexti. Vaxta-
hækkanir hafa því bein áhrif á
kostnað slíkra lána. Hér á landi bera hús-
næðislán hins vegar raunvexti. Seðlabanki
Íslands hefur því minni tök á að hafa áhrif á
þróun húsnæðismarkaðar. Á Íslandi verð-
um við því að treysta í meira mæli en ann-
ars staðar á það að bankarnir sjálfir stilli
lánveitingum sínum í hóf.
Enn sem komið er hefur því miður lítið
borið á því að hækkun fasteignaverðs hafi
valdið því að bankarnir endurmeti áhætt-
una sem fylgir húsnæðislánum. Þeir bjóða
enn sams konar lán, þ.e. sömu veðhlutföll og
sömu vexti, og þeir buðu síðastliðið haust
þegar húsnæðisverð var töluvert lægra.
Það segir sig hins vegar sjálft að 90% lán
þegar fermetraverðið er orðið 200.000 kr.
eru mun áhættusamari en 90% lán þegar
fermetraverðið var 150.000 kr. Ef fast-
eignaverð heldur áfram að hækka kemur að
því að það verður algert ábyrgðarleysi að
bjóða upp á þau háu veðhlutföll sem nú eru í
boði.
Bankarnir hafa sterka hvata til þess að
ganga ekki of langt í lánveitingum til hús-
næðiskaupa. Dæmin sanna að óhóf í lánveit-
ingum til húsnæðismála er einkar góð leið
til þess að tapa miklu fé. Bankarnir ættu að
sjá hag sinn í því að lækka hámarks-
veðhlutföll þegar húsnæðisverð hækkar
umfram það sem líklegt er að það verði til
lengdar. Slík aðgerð er skynsamleg frá
sjónarmiði áhættustjórnunar. En hún hefði
einnig þau jákvæðu áhrif að slá á væntingar
um áframhaldandi hækkun húsnæðisverðs.
Raunverð
húsnæðis er orðið
ískyggilega hátt
Eftir Jón Steinsson
Jón Steinsson
’Ef fasteigna-verð heldur
áfram að hækka
kemur að því að
það verður al-
gert ábyrgð-
arleysi að bjóða
upp á þau háu
veðhlutföll sem
nú eru í boði.‘
Höfundur stundar doktorsnám í hagfræði
við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.
na
-
m
á
ð
ég tók bara við af honum,“ segir Cesar.
„Við vorum alveg að komast að vesturhliðinni. Þar
stoppuðum við allt í einu og foringinn okkar kallar
okkur til baka. Um leið og ég sný mér við þá sé ég
glitta í eitthvað á jörðinni, ég rétt náði að snúa mér
frá því, þá springur það. Svo man ég ekki meira.“
Cesar vaknaði um leið og hann féll aftur í jörðina
eftir sprenginguna.
„Ég fann ekki fyrir neinu en vissi auðvitað að ég
var stórslasaður. Ég heyrði ekki neitt, sá bara reyk
og sá félaga mína öskra á mig þannig að ég fór að
þreifa á mér, leitaði að fætinum því ég fann ekki fyr-
ir fætinum og fann þá að hann var í lagi. Svo stakk
ég puttanum í vinstra augað á mér og fann blóð, þá
fór ég að verða órólegur. Ég reyndi að setjast upp en
var alveg lamaður.
Síðan kom læknirinn hlaupandi, þeir tóku mig og
hentu mér upp í Hummerinn og keyrðu með mig á
spítalann inni í fangelsinu,“ segir Cesar.
Sprengjubrot fjarlægt úr höfði
Sprengjur líkar og sú sem Cesar varð fyrir eru al-
gengar í Írak, að hans sögn. Þeim er fjarstýrt, en sá
sem sprengir togar í spotta um leið og skotmarkið
gengur eða ekur fram hjá. Að sögn Cesars er þeim
oft komið fyrir á vegum til að sprengja upp far-
artæki hermanna.
„Sprengjan sem ég lenti í var sem betur fer hönn-
uð til að drepa hermenn en ekki skriðdreka, þannig
að ég bjargaðist vel.“ Þess má geta að Cesar var sá
eini sem slasaðist í sprengingunni.
Hann gekkst undir aðgerð í fangelsinu þar sem
sprengjubrot var fjarlægt úr höfði hans. Hann telur
að sú aðgerð hafi líklegast bjargað lífi hans en þar
sem hann stóð það nálægt sprengjunni þegar hún
sprakk, eða um 2 metra frá, skaust sprengjubrotið
inn undir hjálminn og festist í höfði hans og brákaði
höfuðkúpuna. Þá fékk hann sprengjubrot í vinstra
auga, alla vinstri hlið líkamans og í hægri fótinn og
hendur. Cesar telur að búnaðurinn hafi dregið úr
meiðslum, hnéhlífar, vesti og annar búnaður sem er
utan á búningi hans. Cesar hlaut enga innri áverka
eða eins og hann orðar það sjálfur: „Þeir settu ekki
nógu mikið sprengiefni í sprengjuna þannig að brot-
in festust á mér en fóru ekki inn.“
Frá Abu Ghraib var flogið með Cesar til Bagdad
og þaðan hringdi hann í móður sína í fyrsta sinn frá
því atvikið varð og sagði henni frá því sem gerst
hafði. „Það var þá sem ég uppgötvaði að það vissi
enginn af þessu. Ég reyndi eins og ég mögulega gat
og segja henni eins hægt og rólega frá og hægt var,
en það var erfitt.“
Sagði að hann myndi missa
sjón á auga fyrir fullt og allt
Frá Bagdad var flogið með Cesar til Þýskalands þar
sem augað á honum „var saumað saman“. Læknir
þar hefði hins vegar tjáð Cesari að hann myndi
missa sjón á vinstra auga fyrir fullt og allt vegna
sprengjubrotsins sem hann fékk í augað en Cesar
var ekki tilbúinn að sætta sig við þær málalyktir.
„Ég var ekki sáttur við augnlækninn og bað um
það aftur og aftur að fara til Bandaríkjanna. Þeir
urðu loks við því og þar fór ég í aðra aðgerð á auga, á
hersjúkrahúsi í Washington.“
Læknum tókst að græða hornhimnu í auga hans,
úr líffæragjafa, og í dag hefur Cesar takmarkaða
sjón á vinstra auga en gerir sér vonir um að hann fái
meiri sjón eftir því sem lengra líður þótt óvíst sé að
hann sjái nokkurn tímann jafn vel og með hægra
auga. Móðir Cesars, Arna Bára Arnarsdóttir, fór ut-
an til Bandaríkjanna og var hjá syni sínum á sjúkra-
húsinu og faðir hans, sem býr í Bandaríkjunum,
heimsótti hann þangað líka.
Cesar segist ekki finna mikið fyrir meiðslum í
auga eða höfði í dag. Hann er með stóran skurð sem
nær frá vinstra eyra og fram á gagnauga en á von á
að sárin grói og verði minna áberandi. „Það er nátt-
úrlega óþolandi að geta ekki séð með auganu, ég sé
eins og í móðu með því vinstra, ég greini liti, en ekki
meira. Vonandi fæ ég eins mikla sjón og ég mögu-
lega get.“ Þá er hann haltur á vinstri fæti, en
sprengjubrot skar í sundur taug undir hné, þannig
að hann getur ekki lyft fætinum.
Gæti hugsað sér að læra afbrotafræði
Cesar segir um dvölina á sjúkrahúsinu ytra að vel sé
tekið á móti særðum hermönnum í Bandaríkjunum.
Hann hafi fengið hundruð gjafa og heillaóska frá
fólki sem hann þekki margt hvað ekki neitt. Þá var
hann sæmdur heiðursorðu bandaríska hersins,
purpurahjartanu, við hátíðlega athöfn á sjúkrahús-
inu í Washington áður en hann hélt þaðan. Cesar
viðurkennir raunar að þetta sé sú orða sem enginn
hermaður vilji veita viðtöku, en hún er veitt þeim
sem særast í orrustu, og aðstandendum hermanna
sem falla í bardaga.
Af spítalanum fór Cesar fyrir rúmri viku á her-
stöðina í N-Karólínu, þar sem hann gekkst undir
aðra læknisskoðun, og þaðan kom hann til Íslands í
gærmorgun í mánaðar leyfi, þar sem hann ætlar að
hvílast og hugsa næstu skref. „Ég er áfram í hernum
en það er ljóst að ég fer ekki til Íraks í þetta skiptið.“
Cesar segir óráðið hvað taki við eftir að leyfinu
lýkur. Hann á ennþá tvö ár eftir af samningi hjá
hernum en hefur gælt við þá hugmynd að læra af-
brotafræði í háskóla í Bandaríkjunum og starfa síð-
ar meir hjá lögreglunni þar í landi. Þá er einnig
hugsanlegt að hann mennti sig til foringjatignar í
bandaríska hernum en hann hyggst ræða þau mál
við yfirmann sinn þegar hann snýr aftur til N-
Karólínu.
Cesar segir um sprengjuárásina að hún trufli
hann ekki mikið í dag. „Ég er auðvitað ekki sáttur
við þetta en ég er heppinn að vera á lífi og er ánægð-
ur með það. Ég hugsa öðru hvoru um atvikið í Írak
og hugsa í hvert sinn hvað ég hafi verið heppinn að
lifa þetta af,“ segir Cesar Arnar.
r stórslasaður“
reldrar Cesars og aðstoðarforingi bandaríska land-
u, heiðursorðu bandaríska hersins.
kristjan@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
með það,“ segir Cesar.