Morgunblaðið - 03.03.2005, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ GuðmundurBjörn Sveinsson
fæddist í Berjanesi í
Vestur-Landeyjum
6. október 1936.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 24. feb.
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Guðrún
Auðunsdóttir, f. 30.
júlí 1905, d. 9. sept-
ember 1991, og Sig-
urmar Sveinn
Björnsson, f. 28. maí
1908, d. 9. maí 1987.
Hinn 18. júlí 1969
kvæntist Björn Guðrúnu Ólöfu
Ólafsdóttur, f. 18. júlí 1939 á Pat-
reksfirði og ólst upp á Sellátrum
í Tálknafirði. Börn þeirra eru: 1)
Guðlaug Sigurrós, f. 1960, maki
Þór Magnússon, f. 1958, og eiga
þau Guðrúnu Ólöfu, f. 1981, sam-
býlismaður hennar er Fannar
Karvel Steindórsson, f. 1980;
Erlu Dís, f. 1984; Guðmund
Björn, f. 1985, og Kristján Sig-
urð, f. 1992. 2) Guðjón Björnsson,
f. 1970, maki Friðrika Alda Sig-
valdadóttir, f. 1972, og eiga þau
Sigvalda Björn, f. 1994; Elnu
Ólöfu, f. 1999; og Símon Michael,
f. 2002. Fyrir hjóna-
band átti Guðmund-
ur Björn drengina
Egil Grétar, f. 1960,
og Bernharð. f.
1968.
Guðmundur Björn
fluttist árið 1937 til
Hallgeirseyjar í
Austur-Landeyjum
ásamt móður sinni
og ólst þar upp til 17
ára aldurs. Ungur
fluttist hann til
Reykjavíkur þar
sem hann var til sjós
á varðskipinu Ægi
og síðar á vertíðarbátum. Mestan
hluta ævi sinnar starfaði hann við
ýmis verslunarstörf, fyrst hjá
Fálkanum og síðan Síld og fisk.
Árið 1971 fluttist Björn til
Tálknafjarðar þar sem hann var
kaupfélagsstjóri í tíu ár. Árið
1981 hófu þau hjónin sjálfstæðan
atvinnurekstur á Tálknafirði og
síðar í Kópavogi og Reykjavík.
Síðustu níu árin ráku þau mat-
sölustaðinn Hamragrill í Kópa-
vogi.
Útför Guðmundar Björns fer
fram frá Digraneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Þá er komið að kveðjustund,
elsku tengdapabbi. Mig langar með
nokkrum orðum að minnast þín.
Það eru um tólf ár síðan ég kynntist
þér fyrst. Þá bjugguð þið hjónin í
Kópavoginum og rákuð stórt og
mikið fyrirtæki. Ég var ekki lengi
að átta mig á því að þú varst maður
með gott hjartalag. Þú hafðir mikla
frásagnarhæfileika og áttir það til
að brydda upp á ótrúlegustu um-
ræðuefnum. Það var sama hvert
umræðuefnið var, alltaf varst þú vel
að þér og lagðir orð í belg. Þú sást
líka yfirleitt alltaf spaugilegu hlið-
arnar á málunum. Nánast allaf þeg-
ar ég hitti þig eða talaði við þig í
síma þá sagðir þú „velkomin á fæt-
ur“, sama hvað klukkan var. Dugn-
aður og eljusemi einkenndu þig og
vinnudagurinn var langur og
strangur árið um kring en aldrei
kvartaðir þú.
Þegar ég og fjölskylda mín flutt-
um til Danmerkur í sumar var
heilsa þín ekki góð og því var
kveðjustundin erfið. Undir það síð-
asta var mjög erfitt að vita af þér
svona mikið veikum án þess að geta
verið nálægt þér. Þá fyrst fannst
okkur við vera langt í burtu. Við er-
um afskaplega fegin því að Guðjón
kom í heimsókn nú fyrir skömmu og
gat átt með þér góða stund. Það
sem hjálpaði okkur mikið var
hvernig þið Óla tókuð á þessum
veikindum, þið voruð svo raunsæ og
róleg og gátuð róað okkur í gegnum
símann. Nú ertu farinn og við verð-
um að læra að lifa með því.
Þín verður sárt saknað.
Friðrika Alda (Dikka).
Í dag kveðjum við Guðmund
Björn mág minn eftir langa sam-
fylgd. Andlát hans bar brátt að.
Vissulega má þakka fyrir að dauða-
stríðið sé ekki langt hjá þeim sem
fer ef banameinið er af því tagi sem
hans var. Hins vegar fá þá eftirlif-
endur ekki langan tíma til að sætta
sig við það sem í vændum er. Það er
til dæmis langt frá því að ég sé búin
að venja mig við tilhugsunina um að
sjá ekki oftar kíminn svip Björns og
eiga ekki von á hnyttnum athuga-
semdum hans og glettnislegum til-
svörum í amstri dagsins.
Björn og Ólöf systir mín unnu ná-
ið saman mest af starfsævinni. Þau
ráku matvöruverslanir áratugum
saman og síðast matsölustað. Hvar
sem þau var að finna máttu við-
skiptavinir eiga von á að þeim væri
sinnt af alúð. Hvergi var betra að
kaupa í matinn og eins var stundum
gengið langt í að sinna þörfum sér-
vitringa á Hamragrilli. Björn
matbjó lengi eftir að heilsuna þraut.
Hann var svo vel verki farinn að
þegar hann var við störf, þurfti
færri en ella til að manna staðinn.
Þó þótti fastagestum ekki síst vænt
um að þau hjónin gáfu sér stundum
tíma til að spjalla við gestina, enda
áttu þau fasta viðskiptavini sem
versluðu helst ekki við aðra.
Hins vegar lét Björn sér ekki allt-
af nægilega annt um eigin velferð.
Undir lokin á starfsferli sínum vann
hann lengur en heilsan leyfði, og
alla sína starfsævi vann hann
myrkranna á milli. Nú var komið að
því að setjast í helgan stein og hvíl-
ast eftir átökin, en þá var tekið í
taumana með öðru móti.
Ólöf systir mín missir nú besta
vin sinn, eiginmann, barnsföður,
umhyggjusaman fjölskylduföður og
nánasta samstarfsmann mest af
starfsævi sinni. Guðlaug og Þór,
Guðjón og Dikka og barnabörnin
eiga fulla samkennd okkar úr stór-
fjölskyldunni í sorg sinni. Á stund-
um eins og þessari er svo margt
sem fólk vildi gjarnan geta gert, en
þá blasir vanmátturinn við. Þótt
ekkert geti fyllt skarðið sem Björn
lætur eftir sig, get ég þó sagt að
hugur okkar í fjölskyldunni er hjá
ykkur á þessari erfiðu stundu. Guð
blessi minningu Björns mágs míns.
Sigurlína Davíðsdóttir.
Vegir skiptast. – Allt fer ýmsar leiðir
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttir hönd.
Einum flutt er árdagskveðja,
öðrum sungið dánarlag,
allt þó saman knýtt sem keðja,
krossför ein með sama brag.
Veikt og sterkt í streng er undið,
stórt og smátt er saman bundið.
(Einar Ben.)
Guð blessi minningu Guðmundar
Björns Sveinssonar.
Elsku Ólöf, fjölskylda og aðrir
aðstandendur. Guð gefi ykkur styrk
í sorginni.
Guðlaug J.A. Einarsdóttir
og fjölskyldur.
Með þessum línum viljum við
kveðja góðan samstarfsfélaga okk-
ar til margra ára, Björn Sveinsson
frá Tálknafirði. Bjössi, eins og hann
var kallaður, var umsvifamikill í
sínu byggðarlagi um margra ára
skeið og rak meðal annars bensín-
stöð með veitingum og skipaaf-
greiðslu. Það var í gegnum hana
sem okkar samstarf hófst þegar
Bjössi tók við afgreiðslu Ríkisskipa
í Tálknafirði.
Samstarf við Bjössa var ávallt
mjög gott eins og reyndar ein-
kenndist í þessu umhverfi hvar sem
var á landinu. Allir báru virðingu
fyrir Bjössa. Glaðlyndur og rögg-
samur og ávallt tilbúinn til að koma
til móts við okkur sem á skipunum
sigldu til að gera þjónustuna sem
besta og öruggasta. Í minningunni
sjáum við Bjössa fyrir okkur
skyrtuklæddan á appelsínugulum
innilyftara á ójöfnum veginum milli
skips og vöruskemmu. Þau voru oft
löng símtölin sem við áttum, ekki
bara um starfið heldur einnig um
lífið og umhverfið á sunnanverðum
Vestfjörðum. En allt sem gott þykir
vera er breytingum undirorpið og
þannig æxluðust mál að Bjössi
ákvað að flytja suður á mölina og
síðar var rekstri Ríkisskipa hætt.
Þótt við hittum hann ekki lengur
vikulega áttum við þó til að mætast
eins og skip að nóttu og rifja upp
gömlu góðu tímana. Nú verða þær
stundir ekki fleiri og komið að síð-
ustu kveðjustund. Við viljum þakka
Bjössa fyrir það góða samstarf og
vinskap sem við áttum og sendum
eiginkonu hans, börnum og öðrum
ættingjum innilegustu samúðar-
kveðjur okkar.
Hilmar Snorrason,
Jón Arilíus Ingólfsson,
fv. skipstjórar Ríkisskipum.
Það var sumarið 1985 að kynni
mín hófust af Birni Sveinssyni, en
það sumar fékk ég vinnu hjá honum
og Ólu í Esso – Nesti á Tálknafirði.
Þau ráku fyrirtækið af metnaði og
myndugleik. Eru mér í fersku
minni allir þeir dagar og helgar sem
yfirfullt var af fólki sem allt hafði
það sameiginlegt að vera svangt.
Ég man hvað ég var hissa þegar ég
uppgötvaði að fólk gerði sér ferð frá
Ísafirði í Tálknafjörð til þess að fara
út að borða. En undrun mín stóð
ekki lengi því maturinn var sá besti.
Björn var góður vinnuveitandi,
kröfuharður en sanngjarn. Þar sem
matargerð er eitt af mínum áhuga-
málum, þá var ómetanlegt að vinna
undir handleiðslu Björns, það voru
mörg „trixin“ sem lærðust þau tvö
sumur sem ég vann í Esso-Nesti.
Eftir að ég eignaðist mitt fyrsta
barn, buðu þau hjón mér af rausn-
arskap skrifstofuvinnu hjá sér. Það
var því alltaf tilhlökkun að fara
vestur á hverju sumri.
Þá kom að því að Guðjón sonur
þeirra skyldi halda suður til náms.
Buðu þau mér og minni fjölskyldu
afnot af íbúð þeirra og bjó Guðjón
hjá okkur. Það að þau skyldu bjóða
okkur þetta og treysta okkur fyrir
syninum, sýndi hug þeirra til okkar.
Þegar Björn og Óla ákveða að
taka sig upp og flytja í Kópavog og
kaupa verslun þar, þá var ekki
slæmt að renna við á leið heim úr
skóla og kaupa í matinn hjá þeim.
Um tíma vann ég hjá þeim bæði við
skrifstofustörf og annað sem til féll.
Ég var ekki búin að vera lengi þeg-
ar ég heyrði fólk tala um það að
kjötborðið væri nú það allra besta á
svæðinu og vonlaust væri fyrir
nokkurn annan starfsmann en
Björn að standa þar og afgreiða því
hann dekraði svo við kúnnann að
aðrir gátu engan veginn staðið und-
ir væntingum. Þannig var Björn,
hann vildi allt fyrir kúnnann gera
og var kaupmaður af lífi og sál.
Eftir að ég flyt vestur þá rofnar
samband, eitthvað sem ekki á að
gerast, en tíminn líður og allt í einu
eru liðin mörg ár. Þá hugsar maður:
Ég hefði getað gert betur.
Björn Sveinsson – takk fyrir okk-
ur, blessuð sé minning þín.
Elsku Óla, Guðlaug, Guðjón og
fjölskyldur, sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir
og fjölskylda.
GUÐMUNDUR
BJÖRN SVEINSSON
Okkar ástkæra,
ANNA KJARTANSDÓTTIR
frá Hrauni,
Hnífsdal,
lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar fimmtudaginn
24. febrúar.
Útförin fer fram frá Hnífsdalskapellu laugar-
daginn 5. mars kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hjálmar Sigurðsson, Hulda Helgadóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
JÚLÍUS HELGI GUÐMUNDSSON
frá Garðhúsum,
Garði,
Smáraflöt,
Garði,
er látinn.
Sólveig Óskarsdóttir,
Óskar Júlíusson, Linda Birgisdóttir,
Friðbjörn Júlíusson, Sveinbjörg Gunnlaugsdóttir,
Agnar Trausti Júlíusson,
Kjartan Guðmundur Júlíusson, Helena Piechnik
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGGEIR JÓHANNSSON
bóndi,
Núpum Ölfusi,
Sóltúni 5, Selfossi,
lést fimmtudaginn 24. febrúar 2005.
Útför hans fer fram frá Hveragerðiskirkju
laugardaginn 5. mars kl. 13.00.
Vilný Reynkvist Bjarnadóttir
Ragnhildur Birna Siggeirsdóttir,
Guðni Hermann Bjarnhéðinsson, Elsa Kristín Vilbergsdóttir,
Ásdís Erla Bjarnhéðinsdóttir, Guðlaugur Már Valgeirsson,
Sævar Bjarnhéðinsson, Sigríður Jónsdóttir
og barnabörn.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Sverrir
Olsen
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
SVEINN VALDIMAR LÝÐSSON,
Snorrabraut 30,
sem andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut aðfaranótt
mánudagsins 28. febrúar, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 7. mars kl. 13.00.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Guðrún Sveinsdóttir,
Jón Kristinn Sveinsson,
Róbert Smári Guðjónsson,
Halldór Örn Guðjónsson,
Oktavía Hrund Jónsdóttir
og langafabörn.