Morgunblaðið - 03.03.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 31
MINNINGAR
✝ Þorkell JóhannSigurðsson
fæddist í Ólafsvík
18. september 1908.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 8. febr-
úar síðastliðinn.
Kristín Guðríður
Kristjánsdóttir
fæddist í Móabúð í
Eyrarsveit á Snæ-
fellsnesi 11. októ-
ber 1908. Hún lést
af slysförum í
Bandaríkjunum 5.
desember 1993.
Foreldrar hennar
voru hjónin Kristján Jónsson for-
maður og útvegsbóndi og Guð-
ríður Gísladóttir frá Hópi í
Helgafellssveit og síðar Tröð í
Eyrarsveit. Hjónin bjuggu í Móa-
búð þegar Kristín fæddist. Aðra
dóttur áttu þau, eldri en Krist-
ínu. Hún lést árið sem Kristín
fæddist. Og sama ár andaðist
Guðríður, móðir hennar. Litla
stúlkan var ennþá óskírð og
hlaut hún í skírninni nöfn þeirra
beggja, systur sinnar og móður,
Kristín Guðríður. Hún var svo
brátt tekin í fóstur af móðurfor-
Hjónin ungu fluttust að Suður-
Bár í Eyrarsveit og síðar að
Staðarfelli í Dalasýslu og stund-
uðu búskap árin 1936–1942. Þor-
kell var jafnframt kennari á
Staðarfelli 1937–1939. Þorkell
var útibússtjóri Kaupfélags
Stykkishólms 1942–1946 og jafn-
framt framkvæmdastjóri útgerð-
arfélagsins Hrannar sf. í Grund-
arfirði 1940–1950. Þá var hann
einn af stofnendum Hraðfrysti-
húss Grundarfjarðar 1942 og sat
í stjórn þess til 1950 og aftur
1959–1978.
Kristín og Þorkell fluttust í
Kópavog árið 1950 en þar bjuggu
þau í tæp tuttugu ár. Þau starf-
ræktu þar eigin verslun í fimm
ár. Kristín og Þorkell keyptu ár-
ið 1959 fyrirtæki sem fékk nafnið
Kökugerð Þorkels Sigurðssonar.
Fyrirtækið ráku þau fram til árs-
ins 1969 en þá fluttu þau aftur á
heimaslóðir og Þorkell varð
kaupfélagsstjóri í Grundarfirði
og gegndi hann því starfi fram til
ársins 1977. Þá fluttu þau hjón til
Reykjavíkur og stofnuðu þar
smurbrauðsstofu, Brauðbúrið,
sem þau starfræktu í átta ár.
Útför Þorkels var gerð frá
Langholtskirkju 21. febrúar.
eldrum sínum. Hún ólst því upp
hjá afa og ömmu.
Kristín Guðríður hóf nám við
Ljósmæðraskóla Íslands og lauk
þaðan prófi vorið 1931. Hún
fluttist aftur í heimabyggð og hóf
þar ljósmóðurstörf 1. júlí 1931.
Árið 1934 settist hún í Kvenna-
skólann í Reykjavík og útskrif-
aðist þaðan. Að námi loknu
gegndi hún ljósmóðurstörfum í
Reykjavík og í Grundarfirði frá
1936.
Kristín og Þorkell gengu í
hjónaband 20. júní árið 1936.
Ég kynntist þeim hjónum árið
1952. Ég var þá nýfluttur í Kópa-
voginn. Fljótlega eignaðist ég
ágætan bekkjarfélaga og vin í
Kópavogi, Sigurð Eggerz, en hann
er einmitt sonur þeirra hjóna,
Kristínar og Þorkels.
Þannig komst ég í kynni við
þessi einstöku hjón. Þegar ég horfi
til baka finnst mér ótrúlegt hversu
vel mér var tekið á heimilinu, strák
sem hékk þar flestum stundum!
Þau hjón eru mér afar minn-
isstæð. Kristín var heima og hugs-
aði fyrst og fremst um heimilið
sem var henni afar dýrmætt. Hún
var hlý kona og átti auðvelt með að
laða að sér börn enda var oft fjöl-
mennt á heimilinu. Þar ríkti oft
glaðværð ungs fólks.
Kristín var ein þeirra sem vilja
allt fyrir alla gera. Hún hafði
ákveðnar skoðanir en var afar rétt-
sýn og sanngjörn. Hún taldi að það
væri mikilvægt hverri manneskju
að temja sér góðvild og jákvæða
hugsun.
Sem fullorðinn gerði ég mér enn
betur grein fyrir að Kristín var
gædd miklum gáfum og heiðar-
leika. Hún vildi hvers manns vanda
leysa.
Ég lít á það sem mikla gæfu að
hafa átt svolitla stund samleið með
Kristínu Kristjánsdóttur. Hún
hafði góð áhrif á þá einstaklinga
sem kynntust henni. Mér þótti afar
vænt um hana.
Þorkel Jóhann Sigurðsson þekkti
ég með öðrum hætti en Kristínu.
Ég gerði mér strax ljóst hve sam-
stiga þau hjón voru í lífinu og í öllu
því sem þau gerðu.
Þau áttu þessa hlýju og mildi
sem börn finna svo vel. Kannski
var það þess vegna að börn og
unglingar voru svo velkomin á
heimilið og nutu barnabörnin þess
ríkulega.
Þorkell var atorkumaður og kom
víða við. Honum féll aldrei verk úr
hendi.
Það var gríðarlegt áfall fyrir
Þorkel þegar Kristín lést af slys-
förum svo óvænt er þau hjón voru í
heimsókn hjá dóttur sinni í Banda-
ríkjunum.
Hann vildi með einhverjum hætti
minnast Kristínar. Það gerði hann
myndarlega er hann færði Grund-
arfjarðarkirkju gullhúðaða ljósa-
krónu að gjöf til minningar um eig-
inkonu sína, Kristínu Kristjáns-
dóttur, og foreldra, þau Sigurð
Eggertsson skipstjóra og Ingi-
björgu Pétursdóttur og fjölmörg
ættmenni sem hvíla í kirkjugarð-
inum á Grundarfirði.
En Þorkell lét ekki þar við sitja
heldur veitti hann einnig tvær
milljónir króna í líknar- og mann-
úðarsjóð á Grundarfirði en sjóðinn
stofnaði hann til minningar um
Kristínu konu sína.
Steingrímur Thorsteinsson segir
í einu kvæða sinna:
Vor er indælt eg það veit
þá ástar kveður raustin
en ekkert fegra á fold ég leit
en fagurt kvöld á haustin.
Við getum víst flest tekið undir
með skáldinu að haustið sé fegurst
árstíðanna, gróðurinn skartar sínu
fegursta og litirnir í hrauninu skír-
ast og taka á sig djúpan og fal-
legan blæ.
Því verður auðvitað ekki neitað
að það var komið haust í lífi Þor-
kels. Hann var orðinn 96 ára gam-
all. Þorkell var bindindismaður á
vín og tóbak alla tíð. Hann var
ótrúlega heilbrigður á sál og lík-
ama þar til hann veiktist af sjúk-
dómi sem erfitt var að komast fyr-
ir.
Fram að því naut Þorkell þess
oft að heimsækja þau börn sín og
barnabörn sem búsett eru erlendis.
Ég vil þakka Þorkeli og Kristínu
ljúfa samfylgd. Það er gæfa hverr-
ar manneskju að eiga samleið með
svo góðu samferðafólki, fólki sem
er ólatt við að aðstoða aðra og leið-
beina. Í þeim hópi voru Þorkell og
Kristín.
Það eru hlýjar og góðar minn-
ingar sem fylla hugann þegar ég
hugsa til þeirra hjóna.
Gylfi Guðmundsson.
KRISTÍN GUÐRÍÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR OG
ÞORKELL JÓHANN SIGURÐSSON
Elsku amma.
Nú ert þú búin að
kveðja þennan heim og
komin á betri stað.
Það er margs að minnast, margar
góðar stundir sem við fjölskyldan
áttum saman. Við hittumst síðast öll
✝ Dagmar Aðal-heiður Júlíus-
dóttir fæddist á
Sauðárkróki 14.
september 1914. Hún
andaðist á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri að morgni
17. febrúar síðastlið-
ins og fór útför henn-
ar fram frá Glerár-
kirkju 28. febrúar.
saman á 90 ára afmæl-
inu þínu, þú varst svo
hress og kát og búin að
laga þig til eins og þú
varst vön, hafðir alltaf
áhyggjur af því að þú
værir ekki nógu fín um
hárið. Það verður
skrítið að fara á Ak-
ureyri og geta ekki
heimsótt þig.
Við vorum einu
barnabarnabörnin þín,
ásamt honum Vigni
litla, og fannst þér því
voða gaman þegar við
áttum leið hjá og kíkt-
um í heimsókn. Við spjölluðum mik-
ið þegar við hittumst og höfðum nóg
um að tala. Við sögðum þér fréttir af
Króknum og þótti þér gaman að
hlusta. Ekki þótti þér leiðinlegt að
tala um litlu nöfnuna þína, hana
Dagmar Lilju. Þú varst svo ánægð
þegar litla barnabarnabarnabarnið
þitt var skírt og kom nafnið þér
mjög á óvart. Hún spyr mikið um
ömmu sína á Akureyri, sem heitir
alveg eins og hún.
En nú ert þú komin til afa Stefáns
eftir 48 ára viðskilnað, hann hefur
eflaust tekið vel á móti þér. Allar
þær stundir sem við áttum með þér
metum við mikils og munum við
geyma þær í hjarta okkar.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Góða ferð, elsku amma, megi góð-
ur Guð varðveita þig.
Þín barnabarnabörn
Sandra, Thelma og
Reynir Snær.
DAGMAR
AÐALHEIÐUR
JÚLÍUSDÓTTIR
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BJÖRN Þ. ÞÓRÐARSON
læknir,
Sörlaskjóli 78,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn
4. mars kl. 13.00.
Þórunn Bára Björnsdóttir, Pálmi V. Jónsson,
Sigurður Hafsteinn Björnsson, Þórunn Ólafsdóttir,
Bryndís Anna Björnsdóttir,
Edda Björnsdóttir, Jakob Þór Pétursson,
Páll Björnsson, Lilja Jónasdóttir,
afabörn og langafabörn.
INGUNN JÓNSDÓTTIR GÍSLASON
lést í Reykjavík hinn 1. mars.
Útför hennar fer fram í kyrrþey.
Þóra Kristjánsdóttir,
Garðar Gíslason,
Jón Kristjánsson,
og fjölskyldur.
Okkar ástkæri,
KRISTINN HÓLM VIGFÚSSON,
Ránargötu 23,
Akureyri,
lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri sunnudaginn 27. febrúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudag-
inn 7. mars kl. 13:30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Anna Rósantsdóttir,
Lára Björk Kristinsdóttir, Halldór Árnason,
Bragi Hlíðar Kristinsson, Fríða Pétursdóttir,
afabörn og langafabarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURÐUR JÓNSSON,
Skólavegi 9,
Keflavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 1. mars.
Þóra Ragnarsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Ástkær bróðir minn og mágur,
HELGI ARASON
fyrrv. aðstoðarstöðvarstjóri
í Búrfellsvirkjun,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 2. mars.
Útför verður auglýst síðar.
Kristinn Arason og Elín Kröyer.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og sonur,
HARALDUR GUÐBERGSSON,
Barmahlíð 4,
Sauðárkróki,
sem lést á hjartadeild Landspítalans föstu-
daginn 18. febrúar sl., verður jarðsunginn
frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 5. mars
klukkan 11:00.
Ingibjörg Guðbjartsdóttir,
Guðbjartur Haraldsson, Jóna Kolbrún Árnadóttir,
Guðberg Ellert Haraldsson, Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir,
Brynhildur Olga Haraldsdóttir, Eysteinn Pétur Lárusson,
Ingi Valur Haraldsson,
Guðberg E. Haraldsson, Regína Birkis,
Valgerður Ólafsdóttir
og barnabörn.