Morgunblaðið - 03.03.2005, Page 32

Morgunblaðið - 03.03.2005, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hersteinn JensPálsson fæddist í Reykjavík 31. októ- ber 1916. Hann lést á heimili sínu 21. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðrún Sigríður Indriðadóttir leik- kona, f. í Reykjavík 3. júní 1882, d. 19. febrúar 1968, og Páll Jónatan Steingríms- son ritstjóri, f. í Flögu í Vatnsdal 25. mars 1879, d. 21. ágúst 1947. Systir Hersteins var Katla, f. 17. desem- ber 1914, d. 18. nóvember 2000. Hennar maður var Hörður Bjarna- son, húsameistari ríkisins. Þeirra börn eru Áslaug Guðrún og Hörð- ur Bjarnason Harðarson. Hersteinn Jens kvæntist 27. jan- úar 1945 Margréti Ásgeirsdóttur, f. 27. janúar 1920 í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Inga, verk- fræðingur, f. 8. janúar 1947, gift Kornelíusi Sigmundssyni. Þau International 1942–1963 og New York Times 1944–1963. Hann réðst til starfa við Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna árið 1963 en árið 1966 gerðist hann yfirmað- ur þýðinga við Ríkissjónvarpið sem þá var að taka til starfa. Árið 1967 stofnaði hann Ritverk, fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem bauð al- mannatengslaþjónustu, og starf- aði við það fram undir áttrætt. Hann var afkastamikill þýðandi og eftir hann liggja meira en 300 bókaþýðingar og þýðingar á text- um þúsunda kvikmynda og sjón- varpsmynda. Hann skráði endur- minningar móðursystur sinnar Evfemíu Waage, Sigurðar Jóns- sonar flugmanns og Gunnars Frið- rikssonar, formanns Slysavarna- félags Íslands. Einnig ritstýrði hann nokkrum minningabókum, þar á meðal um séra Friðrik Frið- riksson og Jón Pálmason á Akri. Hersteinn var einn þriggja stofn- enda Lionshreyfingarinnar á Ís- landi árið 1951. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1988 og viðurkenn- ingu MMFR fyrir aðstoð við útgáfu Málaratals 1988 og útgáfu Málar- ans um langt skeið. Útför Hersteins Jens fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. skildu. Þeirra börn eru Anna Margrét, f. 7. ágúst 1976, og Sig- mundur, f. 6. apríl 1983. 2) Páll, líffræð- ingur og prófessor, f. 22. mars 1951, kvænt- ur Ástríði Pálsdóttur sameindalíffræðingi. Þeirra synir eru Her- steinn, f. 13. ágúst 1978, og Páll Ragnar, f. 19. júní 1980. Hersteinn ólst upp í miðbæ Reykjavíkur og átti heima í Reykja- vík til ársins 1966 þeg- ar hann fluttist með fjölskyldu sinni út á Seltjarnarnes. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1935 og stundaði síðan nám við Háskóla Íslands í eitt ár áður hann gerðist blaða- maður við dagblaðið Vísi. Árið 1942 varð hann ritstjóri Vísis og gegndi því starfi til ársins 1963. Hersteinn var formaður Blaða- mannafélags Íslands 1946–1947. Hann var fréttaritari United Press Nú er uppáhalds frændi minn flog- inn til fegurri landa, að lokinni langri og afkastamikilli ævi. Það verður tómlegt að honum gengnum. Her- steinn var einn af frumkvöðlum nú- tíma blaðamennsku á Íslandi, en hann var blaðamaður á Vísi 1936 til 1942 og ritstjóri blaðsins frá þeim tíma fram til 1963. Hann var formaður Blaða- mannafélagsins 1946–1947 og hafði brennandi áhuga á að gera íslenska fjölmiðla jafn góða þeim bestu í grannríkjum okkar. Hersteinn var af- kastamikill í blaðamennskunni og einu sinni fékk ég þá lýsingu á honum að hann gæti samtímis skrifað leið- ara, talað í síma og gefið starfsliði blaðsins fyrirmæli um verkefni. Hann hló ætíð þegar ég spurði hvort þetta væri satt. Blaðamennskuna átti Hersteinn ekki langt að sækja. Faðir hans, Páll Steingrímsson, var bæði rithöfundur og ritstjóri. Afi hans í móðurætt var Indriði Einarsson, landsþekktur rit- höfundur og skáld. Frændi minn var sístarfandi og ekki styttist vinnudagurinn þegar hann hætti blaðamennskunni, en þá tóku við þýðingar á bókum og kvik- myndatextum og margs konar rit- störf. Það eru fáein ár síðan hann lagði frá sér síðasta verkið. Hans stoð og stytta á því sviði og raunar öllum sviðum var hans eftirlifandi eigin- kona, Margrét Ásgeirsdóttir, sem er einstaklega elskuleg manneskja. Fyrstu minningar mínar af þessum góða frænda eru frá því þegar hann sem ungur nýkvæntur maður gætti okkar systkinanna í fjarveru foreldr- anna. Hann var óskaplega stríðinn og fékk misjafnlega góðar undirtektir, en merkilegast þótti okkur þegar hann blakaði eyrunum samkvæmt ósk. Þá var allt fyrirgefið. Best var að heimsækja Möggu og Herstein á bolludaginn því við fengum fullt af peningum þegar búið var að grípa þau í rúminu og segja í síbylju bolla bolla. Þessar stundir gleymast aldrei. Á þessu augnabliki vil ég þakka Hersteini og Möggu fyrir áratuga frændsemi og góðan vinskap sem aldrei bar skugga á. Innilegar sam- úðarkveðjur frá mér og minni fjöl- skyldu til Möggu og fjölskyldu. Ég vil að lokum gera orð Páls Skúlasonar að mínum: „Kannski er höfuðeinkenni á farsælu fólki, að það stuðlar að ham- ingju annarra.“ Far þú í friði, frændi minn. Áslaug G. Harðardóttir. Hersteinn Pálsson, fyrrverandi rit- stjóri og þýðandi, er látinn. Hersteinn vinur minn, maðurinn hennar Möggu móðursystur minnar, maðurinn með tvíræða brosið, prakk- arasvipinn og einstakan húmorinn. Maðurinn sem ég hef virt hvað mest á lífsleiðinni og mér þótti inni- lega vænt um er nú horfinn okkur. Minningabrotin hrannast upp, það er svo margs að minnast. Þau hjónin hafa verið mér og son- um mínum einstaklega kær, enda hafa þau reynst okkur betur en marg- ir foreldrar, afar og ömmur. Á fallegu heimili þeirra höfum við átt einar okkar bestu stundir. Það var ávallt tekið á móti okkur opnum örm- um. Gestrisnin var einstök og kær- leikurinn umvafði okkur. Magga frænka bar kræsingarnar á borðið, Hersteinn sagði okkur skondnar sög- ur, gerði grín að sjálfum sér og öðrum og það var hlegið, það var mikið hleg- ið. Svo var skrifað í gestabókina … gestabækurnar. Nöfnin okkar standa þar óteljandi sinnum þegar við reynd- um að tjá með fátæklegum orðum þakkir okkar fyrir yndislegar stundir. Þegar ég var ung móðir með tvo litla syni var það Hersteinn sem kom mér til bjargar og bað mig fyrir fyrstu þýðinguna. Hann leiðbeindi mér, studdi mig fyrstu skrefin, hvatti mig og gagnrýndi eins og góðum læri- föður bar. Hersteinn var viskubrunnur, les- inn og fróður. Maður kom aldrei að tómum kofunum hjá honum. Hann þýddi svo margar bækur að ég hef ekki tölu á þeim. Hann var jafnframt frumkvöðull í kvikmynda- og skjá- textaþýðingum, fyrirmyndin mín. Hann var einstaklega pennafær og orðheppinn. En ég minnist hans fyrst og fremst sem vinar míns sem mér þótti afar vænt um, prakkarans með stríðnis- brosið og hlýja hjartað. Við vorum svo heppin, fjölskyldan, að eiga með Hersteini, Möggu, börn- unum og barnabörnunum yndislega stund á afmæli Möggu frænku og á 60 ára brúðkaupsafmæli þeirra hjóna nú nýlega. Þau sátu í sófanum á heimili sínu, héldust í hendur og horfðu hvort á annað eins og hjón sem hafa gengið saman í gegnum súrt og sætt á langri lífsleið en búa enn yfir ást og kærleik. Sú mynd mun ávallt verða mér afar kær. Megi kær vinur hvíla í friði. Þökk fyrir allt og allt. Ingunn Anna Ingólfsdóttir. Þegar eitthvað bjátar á reynir á sanna vini og þegar á reyndi var Her- steinn Pálsson traustur vinur. HP var ekki bara frændi, hinn helmingur Margrétar ömmusystur, heldur mað- ur sem veitti skjól þegar á þurfti að halda. Hann lét ekki lætin í litlum frændum gera sig vitlausan heldur þraukaði og sýndi aðalsmerki sitt: svartan húmor. Þau eru ófá myndbrotin í minning- unni um Herstein að segja nánast ósvífna brandara eins og honum ein- um var lagið. Í árlegum jólaboðum þeirra hjóna, Margrétar og Her- steins, voru borðin drekkhlaðin kræs- ingum og gestrisnin var einstök. Góð- ar stundir á Vallarbraut og konfektát þar til maginn gaf eftir eru ljóslifandi í barnsminningunni. Það er sú mynd sem lifir í huga okkar frændanna um HP, gráglettna og eiturskarpa húm- oristann á Nesinu. Hersteinn Pálsson var hafsjór fróð- leiks um menn og málefni líðandi stundar, fylgdist grannt með eins og blaðamanni sæmir og það eru forrétt- indi að hafa fengið tækifæri til að kynnast manni sem fletta mátti upp í eins og alfræðiorðabók. Það var fyrst sem fullorðnir menn sem við áttuðum okkur á því hversu mikið Hersteinn hafði lagt til málanna og gerði enn og vissulega væru einn vindill í viðbót og viskítár í hans nærveru vel þegin. Við göngum að því sem gefnu að HP hristi upp í englahjörðinni eins og hann hristi upp í samfélaginu og jóla- boðunum í bland. Það er einum grall- aranum fleira á himnum og hérna niðri verður hans sárt saknað, vinar, frænda og húmorista. Ingólfur Ásgeirsson, Árni Ólafur Ásgeirsson, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ásgeir Sigfússon. HERSTEINN JENS PÁLSSON Skemmuvegi 48, Kópavogi. Simi 5576677 www.steinsmidjan.is Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem sýndu mér samúð og umhyggju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, FRIÐRIKS ANDRÉSSONAR múrarameistara, Kirkjusandi 1, Reykjavík. Sigurveig Valdimarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARÍA SIGURSTEINSDÓTTIR, Langholtsvegi 65, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 4. mars kl. 15.00. Sveinhildur Vilhjálmsdóttir, Einar Jónsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Valgarður Bragason, Ásmundur Vilhjálmsson, Svanhildur Fjóla Jónasdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÁRNI ÓLAFSSON THORLACIUS, sem lést föstudaginn 18. febrúar, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 4. mars kl. 15.00. Sigríður Thorlacius, Guðmundur Thorlacius, Anný Dóra Hálfdánardóttir, Dagný G. Thorlacius, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Jón Yngvi Gylfason, Guðríður Thorlacius, Hannes Árnason, Guðmundur Árni Hannesson. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður og ömmu, UNNAR GUÐBJARTSDÓTTUR, Sólvangi, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks á þriðju hæð á Sólvangi fyrir góða umönnun. Brynjar Brjánsson, Jónas Brjánsson, Svala Brjánsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR EBENESERDÓTTUR frá Harrastöðum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild G-3 á Hrafnistu fyrir góða umönnun á liðnum árum. Valgerður Þorbjarnardóttir, Júlíus Eiðsson, Guðmundur Þorbjarnarson, Jóel Þorbjarnarson, Sigríður Skarphéðinsdóttir, Elínbjörg Þorbjarnardóttir, Hörður Elíasson, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn og faðir, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, Klettaborg 10, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 4. mars kl 13:30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Lands- samtök hjartasjúklinga og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Þórhallsdóttir, Hafsteinn Ómar Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.