Morgunblaðið - 03.03.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 33
HESTAR
Bridsfélag Kópavogs
Þriggja kvölda Mitchell-tvímenn-
ingur hófst sl. fimmtudag með þátt-
töku 22 para og mikilli flugeldasýn-
ingu.
Hæsta skor í N/S:
Björn Jónsson – Þórður Jónsson 343
Jón P. Sigurjónss. – Stefán R. Jónss. 306
Eggert Bergsson – Unnar A. Guðmss. 288
Hermann Friðrikss. – Sigurj. Tryggvas. 283
AV:
Ólafur Lárusson – Skúli Sigurðsson 341
Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 321
Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson 319
Árni M. Björnss. – Leifur Kristjánss. 298
Bridsfélag Selfoss
og nágrennis
Sjötta umferðin í aðalsveita-
keppni félagsins var spiluð 17. febr-
úar sl. Úrslit umferðarinnar voru
þessi:
Örn Guðjónss. – Eyjólfur Sturlaugs.25-1
Garðar Garðarss. – Anton Hartmss..13-17
Grímur Magnúss. – Gísli Hauksson19-11
Össur Friðgeirsson – Birgir Pálsson14-16
Sjöunda og síðasta umferðin var
síðan spiluð 24. febrúar sl. Úrslit
umferðarinnar voru þessi:
Birgir Pálsson – Örn Guðjónsson14-16
Gísli Hauksson – Össur Friðgeirsson9-21
Anton Hartmss. – Grímur Magnússon15-15
Eyjólfur Sturlss. – Garðar Garðarss.13-17
Lokastaða efstu sveita í mótinu
varð þessi:
Grímur Magnússon 132
Birgir Pálsson 128
Örn Guðjónsson 126
Garðar Garðarsson 108
Lokastaða spilara í fjölsveitaút-
reikningnum varð (innan sviga fjöldi
spila):
Björn Snorrason 1,23(224)
Kristján M. Gunnarss. 1,23(224)
Ríkharður Sverrisson 1,10(192)
Þröstur Árnason 0,98(208)
Gísli Þórarinsson 0,85(144)
Vilhjálmur Þór Pálsson 0,66(160)
Nánar má finna um gang mála á
heimasíðu félagsins www.bridge.is/
fel/selfoss.
Næsta mót hjá félaginu er að-
altvímenningur félagsins sem heitir
Sigfúsarmótið, í höfuðið á heiðurs-
félaga okkar, Sigfúsi Þórðarsyni, en
hann gaf farandgrip sem spilað er
um í mótinu. Mótið er fjögurra
kvölda tvímenningur, og verður
spilað 3/3, 17/3, 31/3 og 7/4
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 25. febrúar var spil-
að á níu borðum og var meðalskorin
216.
Úrslit í N/S:
Stígur Herlufsen – Ólafur Gíslason 273
Bjarnar Ingimars – Friðrik Hermannss.
232
Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 232
Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 229
A/V
Sófus Berthelsen – Haukur Guðmss. 251
Anton Jónsson – Einar Sveinsson 251
Árni Guðmunds – Hera Guðjónsd. 250
Hermann Valsteins – Jón Sævaldss. 234
Sveitin ELVA
Íslandsmeistari kvenna
Íslandsmót kvenna í sveitakeppni
fór fram um síðustu helgi. Eftir góð-
an endasprett sigraði sveitin ELVA.
Í sigursveitinni spiluðu Esther Jak-
obsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir,
Valgerður Kristjónsdóttir og Anna
Þóra Jónsdóttir.
Lokastaða efstu sveita:
ELVA 179
Erla Sigurjónsdóttir 172
Embla Mey 169
Stelpurnar 142
SG. Export 124
Kjötvinnslan Esja 123
Frá FEBK Gjábakka
Föstudaginn 25. febrúar var spil-
aður tvímenningur á níu borðum.
Meðalskor var 216. Úrslit urðu
þessi í N/S:
Lilja Kristtjánsdóttir – Ólafur Lárusson
233
Rafn Kristjánss. – Óliver Kristóferss. 232
Halla Ólafsd. – Jón Lárusson 225
A/V
Helga Helgadóttir – Sigrún Pálsdóttir 256
Bjarni Þórarinss. – Jón Hallgrímss. 252
Hrafnhildur Skúlad. – Þórður Jörundss. 227
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Undirbúningur fyrirFjórðungsmót hesta-manna á Vesturlandi ísumar er nú byrjaður
af fullum krafti. Skrifað var undir
samning hestamannafélaganna
Snæfellings, Glaðs og Faxa um
rekstur mótsins á þriðjudaginn, en
keppendur koma frá öllum hesta-
mannafélögunum á Vesturlandi.
Mótið verður með svipuðu sniði
og árið 2001. Kynbótasýningar
verða með hefðbundnum hætti og
keppt verður í A- og B-flokki gæð-
inga, barna-, unglinga- og ung-
mennaflokki. Þá verður sérstök
opin stóðhestakeppni í A- og B-
flokki eins og síðast. Tekið verður
upp á þeirri nýjung að bjóða upp
á töltkeppni í barna-, unglinga- og
ungmennaflokki auk fullorð-
insflokks og verður það einnig op-
in keppni fyrir alla. Aðeins verður
krafist lágmarkspunktafjölda í
fullorðinsflokki. Einnig verður op-
in keppni í 100 metra fljúgandi
skeiði. Þá verða ræktunarbússýn-
ingar frá hrossaræktendum á
Vesturlandi, en að sögn Sigrúnar
Ólafsdóttur, formanns hesta-
mannafélagsins Snæfellings, er
ekki búið að ákveða með hvaða
sniði hún verður.
Skagfirðingar og Vestfirð-
ingar ætla að koma ríðandi
Hins vegar er búið að ákveða að
semja við Papana um að leika fyr-
ir dansi á laugardagskvöldinu og
að reyna að fá Geirmund Valtýs-
son til að spila á föstudagskvöld-
inu.
Sigrún sagði að Snæfellingur
muni sjá um að lagfæra velli og
vallarsvæðið og skila því fyrir mót
þannig að allir þættir verði í góðu
lagi.
„Ekki verður ráðist í að koma
upp fleiri byggingum á svæðinu en
við munum leigja stór tjöld eftir
þörfum,“ sagði Sigrún. „Á fund-
inum kom fram að þegar hafa
margir sýnt mótinu áhuga. Fólk
er farið að hringja og spyrja um
kröfur sem gerðar eru í keppni og
frést hefur að margir eru að temja
og þjálfa og senda hross til þjálf-
unar fyrir sumarið. Einnig höfum
við orðið vör við áhuga á að koma
ríðandi á mótið og hefur frést af
bæði Skagfirðingum og Vestfirð-
ingum sem eru að skipuleggja ferð
á Kaldármela. Þá verða fyrirtæki í
hestaferðum með ferðir sem enda
eða byrja á Kaldármelum í kring-
um mótið. Gerð verður góð að-
staða fyrir ferðahross á bæjunum
í kring.“
Mikið gistirými þegar pantað
Sigrún sagði að mikið hafi verið
spurst fyrir um gistirými og er
búið að panta heilmikið í nágrenn-
inu. En á svæðinu verða góð tjald-
stæði. Auk þess býst hún við að
sett verði upp markaðstorg þar
sem fyrirtæki geta kynnt vörur
sínar og þjónustu eins og verið
hefur á síðustu landsmótum.
Mótið mun standa frá 29. júní
til 3. júlí. Bjarni Jónasson á
Grundarfirði hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri þess.
Einkunnalágmörk kynbóta-
hrossa til þátttöku á fjórðungs-
mótinu eru þessi:
Stóðhestar 4v. 7,85
Stóðhestar 5v. 7,95
Stóðhestar 6v. og eldri 8,05
Hryssur 4v. 7,75
Hryssur 5v. 7,85
Hryssur 6v. 7,90
Hryssur 7v. og eldri 8,00.
Fjórðungsmót Vesturlands á Kaldármelum
Opin töltkeppni í öllum flokkum
Á Kaldármelum er fallegt mótssvæði. Hér keppir Olil Amble á Dagrúnu frá Skjólbrekku á Fjórðungsmótinu 1997.
SKÝRSLA nefndar um eflingu
hestamennsku á landsbyggðinni er
umfangsmikil og góð samantekt
sem nýtist hestamönnum vel að
mati Jóns Alberts Sigurbjörnsson-
ar, formanns Landssambands
hestamannafélaga. Hann segir nið-
urstöðurnar ekki koma sér á óvart.
„Þetta eru miklar upplýsingar
sem safnað er saman frá flestum
hestamannafélögum á landinu og
þær eiga eftir að nýtast okkur vel,“
sagði Jón Albert. „Það kom mér
ekki á óvart hvernig þeir forgangs-
raða byggingu reiðhalla og leggja
til að byrjað verði á Akureyri. Þar
er engin reiðhöll á stóru svæði þar
sem fjöldi fólks stundar hesta-
mennsku.“
Hann segir það heldur ekki koma
sér á óvart þessi endalausa þörf á
reiðvegagerð sem kemur fram í um-
sögnum nærri allra hestamanna-
félaganna.
Knýjandi þörf vegna mikillar
fjölgunar ferðamanna
„Við höfum talað í mörg ár um
það sama,“ sagði Jón Albert. „Um
40 milljónir eru til ráðstöfunar til
reiðvegagerðar á ári og af því hefur
LH 27 milljónir til ráðstöfunar.
Vegagerðin notar hitt í forgangs-
verkefni eins og t.d. að færa reið-
vegi frá þjóðvegi 1 þar sem það er
hægt. Á sama tíma nema umsóknir
til reiðvegagerðar 138 milljónum
króna á síðasta ári. Við höfum þó
sett ströng skilyrði til dæmis að að-
eins sé sótt um gerð reiðvega sem
eru inni á skipulagi. Núorðið eru
því allar umsóknir mjög vandaðar
og í þeim kemur oft fram að loforð
sé fyrir mótframlagi sveitarfélags
og jafnvel einstaklinga. Auk þess
hafa hestamannafélögin sem fá
framlög yfirleitt unnið verkið í sjálf-
boðavinnu. Við höfum því farið vel
með þessa peninga.“
Jón sagði að skipuð hafi verið
nefnd á vegum samgönguráðherra
sem lagði einnig til að auka til muna
fjármagn til reiðvegagerðar. „En
það hefur ekki ennþá gerst,“ sagði
hann. „Við höfum auk þess farið á
fundi samgönguráðherra og sam-
göngunefndar. Það er ljóst að þörf-
in er knýjandi enda gríðarleg fjölg-
un ferðamanna sem fara í
hestaferðir um allt land. Ég fullyrði
að þetta sé langbrýnasta hags-
munamál hestamanna.“
Hætta á að lokað
verði á hestamenn
Á síðasta ársþingi LH var sam-
þykkt að fela stjórn LH að skora á
fjárveitingarvald og ríkisstjórn að
auka fjárframlög til reiðvegagerðar
og til viðhalds reiðvega verulega frá
því sem nú er. Einnig var samþykkt
að skora á Vegagerð ríkisins að
standa við samkomulag hennar við
LH frá 1982 um lagningu reiðvega.
Í greinargerð kom fram að aðeins
hefði að litlum hluta verið staðið við
samkomulagið, en þar var meðal
annars gert ráð fyrir að þegar nýir
vegir eru lagðir sé gerð reiðleiða
meðfram veginum eða á öðrum stað
frá veginum kostuð af nýbygging-
arfé vegarins samkvæmt sam-
gönguáætlun.
Á sama þingi var samþykkt að
reiðvegnefndir skulu skipaðar í
hverju umdæmi Vegagerðarinnar
og hvert hestamannafélag skuli eiga
fulltrúa í nefndinni. Einnig að
nefndirnar sæki um reiðvegafé ár
hvert og vinni framkvæmdaáætlun
fyrir sitt umdæmi til a.m.k. fjögurra
ára í senn. Þannig yrði leitast við að
samræma vinnubrögð í öllum lands-
hlutum og um leið stefnt að mark-
vissari framkvæmdaáætlunum í
reiðvegagerð, óháð stærð og um-
svifum hestamannafélaga innan
samtakanna.
„Hætta er á að ef ekkert verður
að gert fljótlega verði farið að loka
á umferð hestamanna. Það þarf líka
að semja við landeigendur ef færa á
reiðvegina frá þjóðvegi 1. Það ligg-
ur í augum uppi að þá þarf að fara
með reiðvegi víða í gegnum eign-
arlönd.“
Heildarumsóknir um
reiðvegafé síðustu 5 ár
Ár Fjöldi Sótt um kr. Til ráðst.
félaga hjá LH
2000 32 70.709.696 18.000.000
2001 23 77.209.000 22.000.000
2002 28 89.020.000 22.000.000
2003 32 131.817.849 25.000.000
2004 32 138.463.330 27.781.434
Reiðvegamálin helsta
hagsmunamál hestamanna
asdish@mbl.is
NÝTT fyrirtæki, Júpíterskurl
ehf., hefur hafið framleiðslu á
pappírskurli til að bera undir
hesta. Hugmyndin kviknaði að
sögn eigenda þegar hestaeigend-
ur voru farnir að borga meira
fyrir spæni undir hrossin en hey.
Ingibjörg G. Geirsdóttir fram-
kvæmdastjóri sagði að þeir sem
prufað hefðu að nota pappírskurl
hefðu yfirleitt verið ánægðir með
það.
„Við höfum gert frumrann-
sóknir á því hvernig papp-
írskurlið reynist til að þurrka stí-
ur og kemur það ekki síður út en
spænir.
Svo hefur ekki alltaf verið auð-
velt að verða sér úti um spæni.
Við höfðum prófað þetta sjálf og
líkað vel og ákváðum því að
flytja inn sérstakar vélar og hefja
framleiðslu. Við Íslendingar erum
að drukkna í blaða- og pappaúr-
gangi og það reynist því auðvelt
að fá hráefni til framleiðsl-
unnar.“
Ingibjörg sagði að farið yrði
rólega í framleiðsluna til að byrja
með. Pappírskurlið er pakkað í
vélum í 25 kílóa bagga og kostar
bagginn 500 krónur. Fyrirtækið
Júpíterskurl, sem nefnt er eftir
hestinum Júpíter, er til húsa að
Askalind 7 í Kópavogi. Netfang
www.internet.is/jupiterskurl.
Framleiða
pappírskurl
til að bera
undir hesta