Morgunblaðið - 03.03.2005, Page 34
FRÉTTIR
34 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Bílstjóri óskast!
Viljum ráða bílstjóra í 100% starf frá 15.
mars, sér um útkeyrslu ásamt fleiru.
Áhugasamir komi í Veisluna veitingaeldhús
á Austurströnd 14, Seltjarnarnesi, og fylla
út umsóknareyðublöð eða senda póst á
arny@veislan.is
Bókhaldsstofa óskar
eftir vönum bókara í föst verkefni. Kunnátta
á DK og TOK nauðsynleg. Verður að geta unnið
sjálfstætt. Umsóknir sendist til auglýsinga-
deildar Mbl., merktar: „B — 16739.“
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Fundir/Mannfagnaður
Stofnfundur
DC-3 Þristavina
Fimmtudaginn 3. mars nk. verður haldinn
stofnfundur DC-3 Þristavina í ráðstefnusal
Hótels Loftleiða kl. 17:15.
Dagskrá stofnfundarins er sem hér segir:
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri setur
fundinn.
Ávarp:
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra.
1) Kosning fundarstjóra og ritara.
2) Skýrsla undirbúningsnefndar.
3) Lög félagsins lögð fram til samþykktar,
breytinga eða synjunar.
4) Kosning sjö manna stjórnar og tveggja
varamanna.
5) Kosning skoðunarmanna reikninga og end-
urskoðenda.
6) Ákvörðun um árgjald.
7) Ávarp fra Danske DC-3 Vennerne.
8) Önnur mál.Eftir kaffiveitingar verður myndin
Á grænum vængjum sýnd. Allt áhugafólk um
verndun og viðhald okkar ástkæra DC-3 Páls
Sveinssonar er boðið velkomið.
Læknafélag Reykjavíkur
Almennur félagsfundur
verður haldinn í Læknafélagi Reykjavíkur þriðju-
daginn 8. mars kl. 20 í húsnæði Læknafélaganna
við Hlíðasmára.
Fundarefni:
1. Er grundvöllur fyrir samkepnni innan heil-
brigðisþjónustunnar?
2. Tilnefning fulltrúa á aðalfund Læknafélags
Íslands.
3. Önnur mál.
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um
matsskyldu framkvæmda
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að
eftirtalin framkvæmd skuli háð mati á umhverf-
isáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 um
mat á umhverfisáhrifum.
Breyting á sorpurðun í landi Strandar,
Rangárþingi ytra
Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn-
un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulags-
stofnunar: www.skipulag.is.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um-
hverfisráðherra og er kærufrestur til 30. mars
2005.
Skipulagsstofnun.
Uppboð
Uppboð
Eftirtalin hross verða boðin upp að bænum Köldukinn,
Rangárþingi ytra, föstudaginn 11. mars 2005, kl. 14:00:
Skyggnir frá Keflavík IS2001125801,
Stígandi frá Síðu IS1990155260 og
Örvar frá Síðu IS1995155261
Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp-
boðshaldara.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli,
1. mars 2005.
Félagslíf
I.O.O.F. 11 185338 9.III*
Í kvöld kl. 20.00 Kvöldvaka í
umsjón starfsfólks gistihússins.
Veitingar og happdrætti.
Allir velkomnir.
Landsst. 6005030319 VIII
Fimmtudagur 3. mars.
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20:00.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Predikun Sigurður Wiium.
Allir eru velkomnir.
www.samhjalp.is
NÚ LIGGJA fyrir tillögur að að-
alskipulagi Akraneskaupstaðar,
Innri-Akraneshrepps, Skilmanna-
hrepps, Leirár- og Melahrepps og
Hvalfjarðarstrandarhrepps. Ýmsar
landnotkunarbreytingar eru þar
lagðar til frá því sem er í gildandi
Svæðisskipulagi sveitarfélaganna
sunnan Skarðsheiðar 1992–2012.
Svæðisskipulagið sem staðfest var
af umhverfisráðherra 26. apríl 1994
hefur verið mótandi um framþróun
sveitarfélaganna til þessa dags, þó
með þeim breytingum sem á því
hafa verið gerðar.
Ljóst er að gera þarf verulega
breytingu á svæðisskipulaginu til að
samræmi verði á milli svæðisskipu-
lagsins og fyrirliggjandi aðalskipu-
lagstillagna, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Í samstarfsnefnd sveitarfélaga
sunnan Skarðsheiðar sitja tveir
fulltrúar frá hverju sveitarfélagi og
einn fulltrúi frá Skipulagsstofnun.
Nefndin hefur haldið nokkra fundi
og er það niðurstaða hennar að til
að flýta fyrir auglýsingu og síðan
gildistöku fyrirliggjandi tillagna að
aðalskipulagi sveitarfélaganna sé
þörf á að fella Svæðisskipulag sveit-
arfélaganna sunna Skarðsheiðar
1992–2012 úr gildi.
Sveitarfélögin hafa gert með sér
samkomulag um að vinna að nýju
svæðisskipulagi í kjölfarið. Nýja
skipulagið skal taka á sameiginleg-
um málefnum er varða vatnsvernd
og vatnsverndarsvæði, uppbyggingu
öflugrar inn- og útflutningshafnar,
iðnaðar, framleiðslustarfsemi og
þjónustu við Grundartanga, þynn-
ingarsvæði iðnaðarsvæðisins við
Grundartanga og samgöngumál.
Sveitarfélögin eru sammála um
nauðsyn þess að vinna af einurð að
gerð nýrrar svæðisskipulagstillögu
m.a. með hliðsjón af þeim breyt-
ingum sem orðið hafa innan svæð-
isins. Það er eindreginn vilji sveitar-
félaganna að gera svæðið sunnan
Skarðsheiðar eins öflugt og kostur
er og stuðla að því að búsetuskilyrði
verði eins og best verður á kosið.
Enn fremur lýsa aðilar yfir vilja sín-
um til að starfa að framfaramálum í
héraðinu í samvinnu við önnur sveit-
arfélög í Borgarfirði og sunnan
Hvalfjarðar, segir í tilkynningu frá
samstarfsnefndinni.
Auglýsing um niðurfellingu gild-
andi svæðisskipulags verður birt á
næstu dögum Tillagan mun hanga
uppi til kynningar í Heiðarskóla,
Miðgarði, Hlöðum, hjá Akranes-
kaupstað og Skipulagsstofnun í 6
vikur frá birtingu auglýsingarinnar
og gefst almenningi þá tækifæri til
að gera athugasemdir. Enn fremur
mun tillagan verða birt á heimasíð-
unum hvalfjordur.is, skilmanna-
hreppur.is og akranes.is.
Niðurfelling svæðisskipu-
lags og nýtt í undirbúningi
Svæðisskipulag sunnan Skarðsheiðar
NÝTT skipurit Landmælinga Íslands
var kynnt nýverið en það tekur gildi 1.
maí nk. Er því ætlað að gera daglega
stjórnun Landmælinga einfaldari,
draga úr samkeppnisárekstrum við
einkafyrirtæki og auka hagkvæmni í
rekstri, segir í frétt frá fyrirtækinu.
Með tilkomu skipuritsins verða
kjarnasviðin tvö, mælingasvið og
landupplýsingasvið, en voru fjögur áð-
ur. Undir starfsemi mælingasviðs
falla m.a. landshnitaskerfi, hæðakerfi,
loftmyndir og gervitunglamyndir.
Forstöðumaður sviðsins verður sem
fyrr Þórarinn Sigurðsson. Land-
upplýsingasvið fæst við stafræna
gagnagrunna, kortagerð, stjórn-
sýslumörk, vegagagnagrunn og ör-
nefnagrunn. Forstöðumaður land-
upplýsingasviðs verður Eydís Líndal
Finnbogadóttir sem gegnt hefur
starfi forstöðumanns kortasviðs.
Samhliða breytingum vegna end-
urskoðunar á stefnu og skipulagi
Landmælinga Íslands hefur nefnd á
vegum umhverfisráðherra unnið að
frumvarpi um breytingar á lögum um
landmælingar og kortagerð nr. 95/
1997. Markmið þeirrar vinnu er að
skilgreina hvert eigi að vera hlutverk
hins opinbera í landmælingum og
kortagerð.
Hjá Landmælingum Íslands á
Akranesi starfa nú 36 starfsmenn,
flestir með sérhæfingu á starfssviði
stofnunarinnar.
Nýtt skipurit hjá Landmælingum
NÁMSTEFNA um skimun og
snemmgreiningu einhverfu verður
haldin á Grand hóteli í Reykjavík á
morgun, föstudaginn 4. mars. Þar
verður dr. Tony Charman, breskur
sérfræðingur á sviði skimunar-
fræða, aðalfyrirlesari.
Hann mun fjalla um þær miklu
framfarir sem hafa orðið í greiningu
á einhverfu tveggja ára barna og um
réttmæti og stöðugleika greiningar
þeirra sem greindust fyrir tveggja
ára aldur í samanburði við börn sem
hafa greinst við 4–5 ára aldur.
Einnig halda erindi Evald Sæ-
mundsen sviðsstjóri á Greiningar–
og ráðgjafarstöð ríkisins og Gyða
Haraldsdóttir sviðsstjóri á Miðstöð
heilsuverndar barna.
Námstefnan er samstarfsverkefni
Miðstöðvar heilsuverndar barna og
Greiningar- og ráðgjafarstöðvar
ríkisins. Nánari upplýsingar eru á
www.greining.is.
Námstefna um einhverfu