Morgunblaðið - 03.03.2005, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.03.2005, Qupperneq 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes OG ÞETTA KALLAST AÐ ELTAST VIÐ MÝS... ÉG SÁ AÐ ÞÚ NÁÐIR HENNI EKKI ÉG ER MEÐ TILLÖGU UM RÆÐU BYRJAÐU Á TILVITNUN ÚR 8. KAFLA Í FYRSTU SAMÚELSBÓK... TRÚARLEG TILVITNUN KEMUR ÞÉR LANGT GLEYMDU ÞVÍ!! EINA SEM ÞEIR TRÚA Á ÞARNA Í HUNDABÝLINU ER MATARDISKURINN! VIÐ SKULUM SJÁ HVAÐ SKÓLASTJÓRINN HEFUR AÐ SEGJA UM SKORT Á ATHYGLI VIÐ HÖFUM NÁÐ STÖKKBREYTTA GEIMFARANUM GEIMVERURNAR VILJA VAFALAUST FORMÚLUNA FYRIR KJARNAKNÚNA OSTASKERANN ÁÐUR EN FARIÐ VAR AÐ PYNTA HANN ÞÁ EYDDI HANN FORMÚLUNNI AF HVERJU ER HANN AÐ BORÐA MJÓLKURMIÐANA Litli Svalur © DUPUIS HEYRÐU! ALLT Í LAGI! ÞÚ VINNUR! MEÐ EÐA ÁN KARAMELLUSÓSU? VEL AF SÉR VIKIÐ STRÁKSI TAKK FYRIR AÐ BÍÐA HERRA MINN Dagbók Í dag er fimmtudagur 3. mars, 62. dagur ársins 2005 V’ikverji tók MSN-fjarskipta- tækninni fagnandi fyr- ir nokkrum árum og notaðist við hana um tíma. Hann safnaði þó nokkuð mörgum MSN-vinum á listann sinn og fylgdist grannt með því hverjir voru tengdir á hverj- um tíma. Víkverji gat líka nýtt þessa ágætu tækni í þágu vinnunn- ar og sparað sér nokk- ur spor að skrifborði vinnufélaga eða sím- töl. En Víkverji er nú orðinn hundleiður á MSN og hefur varla fyrir því að tengja sig lengur. Og í þau skipti sem hann gerir það, eru fáir á línunni. Með öðrum orðum virðist MSN vera á útleið a.m.k. hjá Víkverja. Hann getur fullyrt að hann hefur dregið úr MSN-notkun sinni um 90% eða jafnvel meira. Var þetta kannski bara bóla sem sprakk? Hvernig stendur á því að maður er hættur á MSN en notar tölvupóst jafnmikið og áður ef ekki meira? Og það þótt það sé seinlegra. Víkverja þykir þetta sérkennilega skondið á tímum hraðans og upplýsingaflæðis. Kannski erum við íhaldssamari en við höldum eða kannski er tölvu- póstur bara svona miklu hagnýtara fjar- skiptaúrræði en MSN? x x x Allt um það. SMS eralls ekki á útleið hjá Víkverja. Stundum er beinlínis miklu betra að senda ein- hverjum SMS í stað þess að hringja. „Kem 10 mín. of seint“ eða „Búinn að kaupa fisk“ er dæmigert fyrir SMS-notkun Víkverja – stutt og einföld skila- boð. En að standa í heilu SMS- samtölunum er Víkverja gersamlega ofviða. Hann skilur reyndar ekki hvað sumir hafa mikið þrek í þum- alfingrunum hvað þetta snertir. x x x Meira um GSM-símana. Hafið þiðvelt því fyrir ykkur hver gæti verið algengasta setningin sem sögð er í GSM-síma? Víkverji telur sig vita svarið: „Hvar ertu?“ Ef maður fer inn í stóru verslanamiðstöðv- arnar og labbar einn hring fer þetta ekki milli mála. Þar eru allir að spyrja hvar hinn sé? „Hvar ertu?“ Og hvar eru allir eiginlega, ha? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Tjarnarbíó | Leikfélag Kvennaskólans, Fúría, frumsýnir í kvöld kl. 20 leik- verk sitt, sem kallast Í þágu þjóðarinnar. Leikritið segir frá breskum föng- um, sem nýlentir eru í fanganýlendunni Ástralíu, en þeim er gert að setja upp leikrit í fangabúðunum. Leikhópurinn samanstendur af ólæsum og lán- lausum mönnum, en aðalleikkonunnar gengur brátt til gálgans. Þessi svarta kómedía, sem er að mestu leyti byggð á skáldsögunni „The Playmaker“ eftir Thomas Keneally, beinir athyglinni að krafti leikhússins og trú á frelsandi vonartilfinningu og andlegri reisn. Morgunblaðið/Golli Fangaleikur við Tjörnina MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. (Fil. 4, 5.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.