Morgunblaðið - 03.03.2005, Page 37

Morgunblaðið - 03.03.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 37 DAGBÓK Kvikmyndir í sjónvarpi ÉG vil taka undir með þeim sem finnst vont að hafa bannaða mynd snemma kvölds um helgar og svo e.t.v. gamanmynd síðasta. Á mínu svæði næst ekkert nema ríkissjón- varpið og svo eru 40 km í næstu leigu þannig að maður röltir ekkert í næstu myndbandaleigu til að bjarga þessu. Þannig að það er bara slökkt á sjónvarpinu þegar bannaða mynd- in kemur. Ég vil líka þakka ríkissjónvarpinu fyrir gott framboð á íþróttaefni. Kveðja, Kristín. Áður fyrr á ullarfötum RUTH sendi Velvakanda eftirfar- andi sem svar við fyrirspurn Gógóar: „Þennan texta rak á fjörur mínar fyrir nokkrum árum. Um höfund veit ég ekki og ekki heldur hvort rétt sé með textann farið:“ Áður fyrr á ullarfötum einum, gott og vel á ullarfötum einum. Nú geng ég í næstum ekki neinu, gott og vel, það gerir ekkert til. Áður fyrr á fætur klukkan átta, gott og vel, á fætur klukkan átta. Nú fer ég á sama tíma að hátta, gott og vel, það gerir ekkert til. Áður fyrr með stúlkunum í sláttinn, gott og vel, með stúlkunum í sláttinn. Nú fer ég með strákunum í háttinn, gott og vel, það gerir ekkert til. Áður fyrr með lömbin út í haga, gott og vel, með lömbin út í haga. Nú geng ég með tvíbura í maga. Gott og vel, það gerir ekkert til. Áður fyrr á stefnumót við Kana, gott og vel, á stefnumót við Kana. Nú fer ég á stefnumót við Dana. gott og vel, það gerir ekkert til. Mangó er týnd í Kópavogi MANGÓ er lítil, grá og hvít læða, með hvíta rönd hægra megin við nef. Hún týndist frá Lækjarhjalla í Kópavogi sl. laugardag og var ómerkt. Hún er innikisa, og frekar fælin og stygg. Hún gæti hafa lokast inni í skúrum eða geymslum í hverf- inu og er fólk beðið að svipast um eftir henni. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 898 7040 eða 696 1671. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Barnamenning er viðfangsefni málþingssem Barnamenningarsjóður stendurfyrir á laugardag í samstarfi við Menn-ingarmiðstöðina Gerðuberg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Aðalmarkmið málþingsins, sem fram fer í Gerðubergi, er að efla barnamenn- ingu í landinu og stuðla að auknum tengslum milli aðila sem vinna að menningu barna á mismunandi sviðum og út frá mismunandi forsendum. Á mál- þinginu verða fluttir inngangsfyrirlestrar og að þeim loknum verður fjallað um afmörkuð málefni í fjórum málstofum. Kynnt verða ýmis skapandi verkefni með börnum sem unnið hefur verið að víðs vegar um landið og vonandi verða uppspretta að nýjum hugmyndum; umræðum og í kjölfarið að- gerðum. „Öll verkefni sem unnin eru á sviði lista og menn- ingar sérstaklega fyrir börn, með eða án þátttöku barnanna sjálfra, teljast vera barnamenning,“ segir Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur og myndlist- armaður, sem setið hefur í undirbúningsnefnd mál- þingsins. „Menning sem börnin skapa sjálf án að- stoðar eða stýringar fullorðinna, t.d. leikir, sögur og myndlist, er líka hluti barnamenningar.“ Hversu mikilvægt er skapandi starf fyrir börn? „Skapandi starf með börnum hefur ef til vill aldr- ei verið jafn mikilvægt og nú. Börn hafa næstum ótakmarkaðan aðgang að ýmiss konar afþreyingu sem gerir litlar kröfur til þeirra aðrar en að vera óvirkir viðtakendur. Skapandi starf af ýmsum toga ýtir aftur á móti undir að hver einstaklingur finni sínar sterku hliðar, þroski hæfileika sína og byggi upp jákvæða sjálfsmynd. Í skapandi starfi og listnámi læra börn líka sjálfsaga, vinnugleði, samvinnu við aðra og virðingu fyrir bæði sjálfum sér og öðrum. Það býr þau betur en flest annað undir að takast á við framtíðina.“ Ragnheiður segir mikið starf unnið af alúð og fagmennsku að framgöngu barnamenningar á Ís- landi. „Kraftarnir eru samt sem áður dreifðir, fólk veit ekki hvert af öðru og starfinu er alls ekki nægi- legur gaumur gefinn, til dæmis af fjölmiðlum,“ seg- ir Ragnheiður og bætir við að málþingið sem fram fer í Gerðubergi nú á laugardaginn sé fyrst og fremst tilraun til að leiða saman fólk sem hefur unnið með börnum og fyrir börn og vill leita leiða til að gera enn betur í framtíðinni. „Mér finnst eins og margir séu nú að vakna til vitundar um mikilvægi barnamenningar. Vonandi finna stjórnvöld líka þennan vorfiðring í loftinu og beina sjónum sínum að framtíð þjóðarinnar, börnunum, með því að setja fram skýr markmið á sviði barnamenningar og fylgja þeim eftir. Glöð, virk og skapandi börn eru grunnur að bjartri framtíð.“ Börn | Málþing um barnamenningu í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi Þarf að ná fólki saman  Ragnheiður Gests- dóttir fæddist í Reykjavík 1953. Hún gekk í Kenn- araskólann, en nam síðar bókmenntafræði við Há- skóla Íslands og lista- sögu við háskólann í Ár- ósum. Ragnheiður hefur starfað sem kennari, rit- stjóri námsefnis og námsefnishöfundur, rit- höfundur og myndlistarmaður. Ragnheiður er gift Birni Þór Sigurbjörnssyni lækni og á með honum fjögur börn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 3. mars,verður sjötugur Eysteinn Jóns- son, Garðbraut 51, Garði. Eiginkona hans er Alda Þorvaldsdóttir. Af því til- efni munu þau hjónin taka á móti gest- um á heimili sínu á afmælisdaginn frá kl. 20. SIGURÐUR Örlygsson myndlist- armaður hefur framlengt sýningu sína, „Ættarmót fyrir fimmtíu ár- um“, í galleríi Sævars Karls til 7. mars. Ástæðan er, að sögn aðstand- enda, prýðilegar móttökur og mikil eftirspurn eftir sýningunni. Morgunblaðið/Jim Smart Ættarmótið framlengt 85 ÁRA afmæli. Í dag, 3. mars, er85 ára Hrefna Magnúsdóttir, Fremri-Hundadal, Dalasýslu. Hún dvelur á Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerð á afmælisdaginn. Demantsbrúðkaup | Í dag, 3. mars, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli hjónin Svandís Ásmundsdóttir og Hjálmar Ágústsson. Þau eru frá Bíldudal en búa nú í Hvassaleiti 58 í Reykjavík. Þau minnast með þakklæti ættingja og gamalla vina. SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Sérbýli/stærri íb. óskast Ég hef verið beðinn að leita eftir eign í Árbæ, Selási, Grafarholti eða Grafarvogi fyrir ákveðna kaupendur sem voru að selja sína eign. Óskað er eftir, stórri íbúð með bílskúr, raðhúsi eða parhúsi á þessum svæðum. Verðhugmynd er allt að 34 millj. Um er að ræða staðgreiðslu og rúman afhendingartíma. Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Símar 5-900-800 og 690 0811. olafur@fasteign.is ÞÓRÐARSVEIGUR Í GRAFARHOLTI Aðeins 3 íbúðir eftir óseldar! Nýtt 26 íbúða fjölbýlishús Íbúðirnar eru með sérþvottahúsi og þeim fylgir stæði í bílskýli og sérgeymsla í sameign. Íbúðirnar skilast fullbúnar að utan sem inn- an með öllum gólfefnum. Vandaðar innréttingar, tæki og gólfefni skv. fyrirliggjandi skilalýsingu. Íbúðirnar eru til afhendingar í apríl 2005. Nánari upplýsingar og teikningalíkan á skrifstofu og á www.heimili.is. Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali • Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali • Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Skipholti 29a • 105 Reykjavík • sími 530 6500 • fax 530 6505 • heimili@heimili.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Raðhús eða einbýli í Hæðum í Garðabæ óskast - staðgreiðsla. Traustur kaupandi óskar eftir 150-200 fm eign á framangreindu svæði. Góður afhendingarfrestur. Nánari uppl. veitir Sverrir. Íbúð í vesturborginni óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 4ra-5 herb. íbúð í vesturborginni. Nánari uppl. veitir Sverrir. Einbýlishús á Seltjarnarnesi óskast - staðgreiðsla. Traustur kaupandi hefur beðið okkur um að útvega 250-350 fm einbýlishús á Seltjarnarnesi. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir. Íbúð við Hæðargarð eða Sólheima óskast - rýming eftir 1 ár. Traustur kaupandi óskar eftir 3ja-4ra herb. íbúð við Hæðargarð eða í háhýsi við Sólheima. Staðgreiðsla í boði. Eignin þarf ekki að losna fyrr en eftir eitt ár. Nánari uppl. veitir Sverrir. Hæð í Laugarnesi, Vogum eða Teigum óskast. Óskum eftir 120-140 fm hæð á framangreindu svæði. Nánari uppl. veitir Sverrir. Sverrir Kristinsson,löggiltur fasteignasali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.