Morgunblaðið - 03.03.2005, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 03.03.2005, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 íþróttagrein, 8 sakar um, 9 eimurinn, 10 óhreinka, 11 blóms, 13 beiskt bragð, 15 hestur, 18 mannvera, 21 hreinn, 22 aflaga, 23 klampinn, 24 laus við fals. Lóðrétt | 2 útskagi, 3 bjálf- ar, 4 grenjar, 5 refum, 6 andmæli, 7 venda, 12 stings, 14 bókstafur, 15 ástand, 16 heið- ursmerki, 17 yfirhöfn, 18 kuldastraum, 19 matnum, 20 beitu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 áleit, 4 bátur, 7 ærnar, 8 lítri, 9 fíl, 11 tóra, 13 kann, 14 sækir, 15 serk, 17 álka, 20 frá, 22 mylur, 23 sátum, 24 apann, 25 ræður. Lóðrétt | 1 ágætt, 2 elnar, 3 torf, 4 ball, 5 totta, 6 reisn, 10 ískur, 12 ask, 13 krá, 15 summa, 16 rulla, 18 látið, 19 aumur, 20 Frón, 21 ásar. Tónlist Café Rósenberg | Hljómsveitin Groundfloor leikur lifandi tóna í kvöld kl. 22. Grand Rokk | Dixieland djass kl. 22 í kvöld. Árni Ísleifs og hljómsveit. Laugarneskirkja | Bænatónleikar kl. 20, Sorgin og lífið. Fram koma Kirstín Erna Blöndal söngkona og Gunnar Gunnarsson píanó- og orgelleikari ásamt Jóni Rafnssyni bassaleikara og Erni Arnarsyni gítarleikara. Þá tala sr. Bjarni Karlsson og sr. Bragi skúla- son sjúkrahúsprestur. Aðgangur er ókeypis. Ömmukaffi | Ingvar þeytir vínylplötum og Ofur-Jazzfunkhljómsveitin UHU treður upp. 500 kr. inn, kaffi fylgir, reyklaust og áfengislaust. Skemmtanir De Palace | PIND og Hr. Möller leika fyrir dansi. Myndlist FUGL, Félag um gagnrýna myndlist | Eygló Harðardóttir – Innlit – Útlit Gallerí Sævars Karls | Ættarmót fyrir hálfri öld. Sigurður Örlygsson sýnir olíu- málverk – 100 andlit úr fjölskyldu sinni. Gallerí Tukt | Erna Þorbjörg Einarsdóttir – Verk unnin með blandaðri tækni. Hafnarborg | Hallsteinn Sigurðsson er myndhöggvari marsmánaðar í Hafnarborg. Hrafnista Hafnarfirði | Steinlaug Sig- urjónsdóttir sýnir olíu- og vatnslitamyndir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Hvalstöðin Ægisgarði | Dagný Guðmunds- dóttir – Karlmenn til prýði. Kaffi Sólon | Óli G. Jóhannsson sýnir óhlut- læg verk. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930– 1945 og Rúrí – Archive – endangered waters. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Blaða- ljósmyndarafélag Íslands – Mynd ársins 2004 á efri hæð. Ragnar Axelsson – Fram- andi heimur á neðri hæð. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI samvinnu- verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í austursal. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Nýlistasafnið | Jean B. Koeman – Socles de Monde. Samsýningin Tvívíddvídd. Grams – Sýning á vídeóverkum úr eigu safnsins. Thorvaldsensbar | Ásta Ólafsdóttir – Hug- arheimur Ástu. Fréttir Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands | Al- þjóðlega þýskuprófið TestDaF verður haldið í Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands 12. apríl. Prófgjaldið er 10.000 kr. og skráning fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ til 10. mars. Nánari upplýsingar: Tungumálamiðstöð HÍ, Nýja Garði: 525 4593, ems@hi.is og www.testdaf.de. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Handritin, Þjóð- minjasafnið – Svona var það, Heimastjórnin 1904. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895– 1964) er skáld mánaðarins en í ár eru 110 ár liðin frá fæðingu hans. Á sýningunni eru ljóð Davíðs, skáldverk og leikrit. Einnig handrit að verkum og munir úr hans eigu. Blaða- umfjöllun um Davíð og ljósmyndir frá ævi hans prýða sýninguna. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð- minjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Ómur – Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Þjóðminjasafnið er opið frá kl. 11–21. Útivist Laugardalurinn | Stafgöngunámskeið í Laugardal kl. 17.30. Skráning og nánari upp- lýsingar er að finna á www.stafganga.is og gsm: 616-8595 og 694-3471. Fundir GSA á Íslandi | Fundir á fimmtudögum kl. 20.30 Tjarnargötu 20. GSA er hópur fólks sem hefur leyst vandamál sín tengd mat. Þjóðminjasafn Íslands | Samband íslenskra námsmanna erlendis stendur fyrir opnum hádegisfundi kl. 12, í Þjóðminjasafni Íslands um fjármögnun náms. Á fundinum verður m.a. rætt um Lánasjóð íslenskra náms- manna sem öflugt stjórntæki í mannauðs- uppbyggingu þjóðarinnar. Fundurinn er öll- um opinn. Kvenfélag Hallgrímskirkju | Fundur í dag fimmtudaginn 3. mars kl. 20 dagskrá í umsjá sr. Sigurðar og Jóhönnu, happa- drætti, og fl. á dagskrá. Fyrirlestrar Lögberg, stofa 101 | Gyða M. Pétursdóttir félagsfræðingur heldur erindi á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum í dag kl. 12.15. Erindið nefnist „Ég er tilbúin að gefa svo mikið“ – um sjálfsmyndir kvenna og samskipti kynjanna. Gyða fjallar um rannsókn sína á samskiptum feðra og mæðra í sambúð. Ókeypis aðgangur. Námskeið www.ljosmyndari.is | Þriggja daga ljós- myndanámskeið fyrir stafrænar mynda- vélar. Fyrri hópur 7., 9. og 10. mars. Seinni hópur 14., 16. og 17. mars. Verð kr. 14.900. Nánari uppl. og skráning á www.ljosmynd- ari.is. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Krókódíllinn. Norður ♠7532 ♥7632 A/Enginn ♦852 ♣43 Vestur Austur ♠K9 ♠10 ♥D1054 ♥KG ♦ÁKDG6 ♦10973 ♣D5 ♣G109862 Suður ♠ÁDG864 ♥Á98 ♦4 ♣ÁK7 Matthew Granovetter, ritstjóri Bridge Today, segir frá þessu spili á heimasíðu sinni (bridgetoday.com), en það er frá úrslitaleik Kínverja og Bandaríkjamanna á HM í kvennaflokki 2003. Vestur Norður Austur Suður – – Pass 1 lauf * Pass 1 tígull * Pass 1 spaði 2 tíglar 2 spaðar 4 tíglar 4 spaðar Pass Pass Pass Kínverska konan Ling Gu var í sagn- hafasætinu í suður, en í vestur var Lisa Berkowitz. Kerfi Kínverjanna er Prec- ision, svo opnunin er sterk og tíg- ulsvarið afmelding. Það vekur athygli að vestur skuli passa í byrjun, en sennilega er bein innákoma hugsuð sem hvöss hindrun. En hvað um það. Berkowitz í vestur kom inn á tígulsögn í næsta hring og NS enduðu í fjórum spöðum eftir síðbúna sagnbaráttu. Vörnin hófst með tígulás og kóng, sem Gu trompaði. Hún valdi að leggja niður trompásinn, en þegar kóngurinn kom ekki tók hún ÁK í laufi og stakk lauf. Trompaði svo þriðja tíg- ulinn og sendi vestur inn á trompkóng. Berkowitz spilaði litlu hjarta yfir á kóng austurs og ás suðurs. Nú spilaði Gu hjarta að heiman og Berkowitz fann réttu vörnina þegar hún hoppaði upp með hjartadrottningu og gleypti með því gosa félaga síns (krókódílabragðið). Þar með gat hún tekið fjórða varn- arslaginn á hjartatíu. Við sjáum hvað gerist ef vestur sefur á verðinum og lætur smátt hjarta. Aust- ur lendir þá inni á hjartagosa og verður að spila laufi eða tígli út í tvöfalda eyðu, sem gefur sagnhafa færi á að henda þriðja hjartanu heima og trompa í borði. E.S. Eftir stendur sú spurning hvort Gu hafi spilað rétt. Látum vera að hún hafi kosið að hafna svíningunni í spaða og leggja niður spaðaás. En eftir þá byrjun virðist skynsamlegt að leggja niður hjartaás áður en lauf er stungið í borði og tígull heima. Þegar hún spilar svo vestri inn á spaðakóng þarf austur að finna þá vörn að henda hjartakóngi (ef hún hefur þá ekki þegar af- blokkerað). En er það auðvelt? BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 Bg4 5. Be2 c6 6. c4 Rb6 7. Rbd2 dxe5 8. Rxe5 Bxe2 9. Dxe2 R8d7 10. c5 Rd5 11. Rec4 e6 12. Re4 Dc7 13. 0–0 R7f6 14. Red6+ Bxd6 15. Rxd6+ Kf8 16. a4 Re8 17. Rc4 h6 18. Bd2 g6 19. b4 Kg7 20. Hfc1 Ref6 21. b5 Hhd8 22. Hab1 Hab8 23. g3 Rd7 Staðan kom upp í stórmeistaraflokki fyrsta laugardagsmótsins sem lauk sl. febrúar í Búdapest. Krisztian Scabo (2.376) hafði hvítt gegn Mihajlo Zlatic (2.363). 24. b6! R7xb6 svartur hefði tapað drottning- unni eftir 24. … axb6 25. cxb6 Dc8 26. Rd6 en 25. … R7xb6 hefði leitt til mann- taps líkt og í skákinni eftir 26. Ba5. 25. cxb6 axb6 26. Rxb6 De7 27. Rxd5 Hxd5 28. Hxc6 Da3 29. Hc4 Da2 30. Bxh6+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik.  JAZZKVARTETTINN Skófílar leikur á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í kvöld kl. 21 á Hótel Borg. Skófílar taka fyrir tónlist Coltranes, Monks, Miles Davis og Lees Konitz. Skófílar eru Ólafur Jónsson á saxófón, Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Róbert Þórhallsson á bassa og Erik Qvick á trommur. Að sögn liðsmanna kvartettsins einkennist tónlist þessara fjögurra snillinga, Coltranes, Monks, Davis og Konitz, af fullmótun hins hljómræna tungumáls og skýrum línum fyrir þá sem fylgja í fótsporin. „Þetta er tungumálið sem maður er að reyna að byggja sinn stíl á,“ segir Ólafur Jónsson um þessa tónlist, sem er frá sjötta áratug síð- ustu aldar. „Þetta er tímabilið sem kemur á eftir bebop-djassinum, tímabil sem djass- leikarar í hinum hefðbundna stíl leita mikið til.“ Nafnið á kvartettinum er dregið af John Scofield gítarleikara, en kvartettinn var stofnaður fyrir um einu og hálfu ári í því skyni að leika tónlist hans. Skófílar á Borginni Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú gætir orðið fyrir trúarlegri uppljómun af einhverju tagi eða öðlast óvænta inn- sýn í sjálfan þig eða aðra manneskju. Hugur þinn mun upp ljúkast á nýjan hátt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vinur gæti komið þér á óvart í dag. Einn- ig gæti býsna óvenjuleg manneskja orðið á vegi þínum. Einhvers konar uppnám gæti orðið af völdum fólks í kringum þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú færð óvæntar fréttir af yfirmanni eða mikilvægri manneskju í þínu lífi sem slær þig gersamlega út af laginu. Aðrir veita því eftirtekt. Einnig gæti gæfan skyndi- lega brosað við þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú færð ef til vill óvænta gjöf frá ein- hverjum á næstunni. Kannski er það greiði eða hlunnindi af einhverju tagi. Vertu stór í sniðum og þiggðu það sem að þér er rétt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Eitthvað yndislegt og ánægjulegt gæti gerst milli þín og maka þíns eða þín og bláókunnugrar manneskju. Hið óvænta gerir vart við sig í samskiptum þínum við aðra í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vinnuferlið verður rofið á einhvern hátt í dag. Kannski verður rafmagnslaust tíma- bundið eða tölvukerfi bilar. Sýndu sveigj- anleika í áætlanagerð. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér verður boðið í partí, á listviðburð eða eitthvað af því tagi alveg óvænt. Eða þá að einhver býður þér í ferð á framandi slóðir. Hið óvænta á leik. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Óboðnir gestir banka ef til vill upp á hjá þér í dag. Fjölskyldumeðlimur kemur þér líka kannski á óvart. Eitthvað óvænt en ánægjulegt auðgar daginn þinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú átt von á yndislegum og spennandi degi. Samskipti við systkini eru ánægju- leg, sem hugsanlega kemur einhverjum á óvart. Óvænt tíðindi gætu líka borist. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fjármál eru uppspretta hins óvænta hjá steingeitinni í dag. Hún ákveður kannski að eyða fullt af peningum, eða þá að tekjur aukast skyndilega. Vonandi fer ekkert til spillis. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er eirðarlaus, rafmagnaður og lifandi í dag. Hann langar líka mest til þess að sletta úr klaufunum. Stríðni og galsi ná tökum á honum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn finnur til uppreisnargirni í dag. Kannski fær hann óvæntar fréttir sem slá hann út af laginu. Eða þá að góður vinur kemur færandi hendi alveg upp úr þurru. Stjörnuspá Frances Drake Fiskar Afmælisbarn dagsins: Þú hefur góða frásagnargáfu og hæfileika á sviði sjónrænnar skynjunar. Einnig áttu gott með að sjá heildarmyndina. Undirbúningur er þér mikilvægur en snýst stundum upp í fullkomnunaráráttu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Föt fyrir allar konur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.