Morgunblaðið - 03.03.2005, Side 42

Morgunblaðið - 03.03.2005, Side 42
ÉG hitti Moby á hóteli í Lundúnum, nema hvað. Hann er yfirvegaður, snyrtilegur og með allt á hreinu – kann því vel að vera við stjórnvölinn. Hann er skýreygur, mælskur og vel máli farinn, góð kynning fyrir grænmet- isfæði og matsölustað sinn í New York. Moby er fluttur inn á Hótel Bowie og Bow- ie nýfluttur út. Segja má að þessi plata Mobys, Hotel, sé eins konar virð- ingarvottur við Bowie, að Moby sé að vísa í æsku sína, að hylla þá listamenn sem mótuðu hann – hann er að end- urvinna æskuna, „rímixa“ sjálfan sig. Hótelið sem hann hefur reist sér er ekki Chelsea-hótel spillingarinnar, ekki Nicholson- hótel óttans heldur hótel hvíld- ar og öryggis með lögum sem sum eru svo áferðarfalleg að þau eru nánast lyftutónlist. „Ég ætlaði mér að gera plötu sem væri persónulegri en þær sem ég hef sent frá mér hingað til,“ segir hann og bætir við að þess vegna meðal annars syngi hann á plötunni í stað þess að nota búta úr söng annarra eins og hann hefur gert svo gjarnan. „Það má segja að ég sé að notfæra mér það hve síð- ustu plötur seldust vel því fyrir vikið get ég leyft mér að gera meiri tilraunir en ella.“ Allir eru eins Þegar gengið er eftir hót- elgangi gengur maður meðfram röð af lokuðum dyrum og fólkið á bak við þær dyr er að gera ósköp venjulega hluti; sofa, njóta ásta, borða, fara í sturtu, lesa, horfa á sjónvarp, en hver lokaður af í sínum heimi. Moby segir að einmitt það hafi heillað hann, að við séum öll sífellt að gera sömu hlutina en þykjumst ekki vera að því. „Allt það sem maður gerir einn með sjálfum sér er það sama og allir eru að gera.“ Moby hefur víða komið við í tónlist, brugð- ið sér í allra kvikinda líki, spilað pönk, upp- hafna kvikmyndatónlist, hreina danstónlist og sálarkennda popptónlist. Oftar en ekki hefur hann nýtt hljóðsmala og -gervla, en á Hotel stendur hann berskjaldaður, platan er tekin upp án hljóðsmala, bara Moby sjálfur að spila og syngja. „Ég er ekki að reyna að vera annað en ég er,“ segir hann, „hvort sem ég er að semja tónlist eða veita viðtöl. Það er til mikið af tónlist sem er leikræn og jafnvel tilgerðarleg, og ekkert að því, fyrir slíkri tónlist er löng hefð, en ég vil ekki vera hluti af þeirri hefð. Ég sem tónlist fyrir sjálfan mig, tek hana upp og vinn einn míns liðs þannig að það er að vissu leyti sérkennilegt að spila hana fyrir aðra, að leyfa öðrum að heyra, en það venst,“ segir hann og hlær við. Heiðarleg plata Eins og nefnt er í upphafi dregur þessi plata dám af tónlist fyrri tíma, tónlist sem Moby ólst upp við sjálfur og hann fer ekkert í felur með það: „Ég ólst upp við Joy Divis- ion, David Bowie og Echo and the Bunny- men, en síðan gleymdst þessi tónlist smám saman. Síðustu ár hafa menn verið að endur- uppgötva þessa tónlist, hún er spiluð á öllum börum í Bandaríkjunum – ég kem varla svo inn á stað að það sé ekki verið að spila einhverja af þeim bresku sveit- um sem ég ólst upp við. Fyrir vikið hef ég verið að rifja upp mikið af tónlist sem ég var búinn að gleyma og það varð til þess að mig langaði til að gera plötu sem hjómaði eitthvað í þá áttina. Þetta var sú tónlist sem ég hélt upp á á sínum tíma og held enn upp á eins og ég hef nú komist að. Þetta er eins heiðarleg plata og ég gat gert, plata sem mér fannst mjög ganan að gera og það væri frábært ef aðrir hefðu gaman af að hlusta á hana,“ segir Moby og heldur svo áfram eftir smáþögn: „Nú og ef fólk kann ekki að meta hana þá er ekkert að því, það er enginn heimsendir.“ Moby segir að þegar hann líti yfir ferilinn, plöturnar sem hann hefur gefið út í gegnum árin, sé hann þakklátur fyrir að hafa verið á samningi hjá litlum útgáfum, en ekki hjá einhverju stórfyr- irtæki. „Plöturnar sem ég hef gefið út í gegnum tíðina hafa verið svo ólíkar og meira að segja hefur ægt saman á þeim ólíkum stílum. Þrátt fyrir það hafa menn hjá útgáf- unum aldrei skipt sér af því sem ég er að gera, aldrei reynt að hafa áhrif á það hvernig tónlist ég semdi. Ég er til að mynda klár á því að ef ég hefði gefið út plötu eins og Animal Rights [1996] hjá stórfyrirtæki hefði ég ekki fengið að gefa út aðra plötu hjá því fyrirtæki,“ segir Moby og hefur nokkuð til síns máls því sú plata seldist lítið sem ekkert og fékk víðast slæma dóma. stofu, hefur tekið þátt í pólitísku starfi og svo má telja. Nú segist hann einbeita sér að því að kynna Hotel, fyrst með viðtölum og viðlíka og síðan tekur við tónleika- hald um allan heim. „Þegar ég var að vinna þessa plötu samdi ég 2–300 lög og valdi síðan úr þeim fjórtán. Það er því af nógu að taka þegar kemur að því að skoða næstu verk- efni; alls á ég líklega 4–500 lög sem ég ætla að fara í gegnum þegar tími gefst til. Sem stendur langar mig einna mest til að gefa út kröftuga pönkskífu undir dulnefni og líka að gefa út plötu með groddalegu raf- eindadiskói undir öðru dulnefni. Næsta Moby- plata er eiginlega tilbúin, ég er búinn að semja lögin, en það verður að bíða smá- stund,“ seg- ir Moby og býr sig undir að flytja út af Hótel Bowie en hvort hann flytur næst inn á Hótel dans eða Hótel pönk verður tíminn að leiða í ljós. Tónlist | Moby sækir í tónlist æskuáranna á nýju plötunni sem kemur út um miðjan mars Hótel hvíldar og öryggis „Ég er ekki að reyna að vera annað en ég er,“ segir Moby í viðtali við Morgunblaðið „hvort sem ég er að semja tónlist eða veita viðtöl.“ Um- ræðuefnið er nýjasta plata hans Hotel sem hann segir sína persónulegustu í samtali við Peter Bishop sem fram fór á hóteli í Lundúnum. Hotel kemur út 14. mars. Höfundur er grafískur hönnuður í Bretlandi. Árni Matthíasson íslenskaði. Richard Melville Hall fékk gælunafnið Moby þegar hann var ungur drengur vegna þess að hann er afkomandi Herman Melville, höfundar skáldsögunnar sígildu Moby Dick. „Þegar ég síðan skilaði Play til útgáfu [1999] tóku menn mér vel þótt enginn hafi búist við nokkurri sölu, svo óvenjuleg þótti platan og stakk í stúf við nánast allt sem gef- ið var út á þeim tíma,“ segir hann. 4–500 lög Moby segist hafa nóg fyrir stafni; hann hefur unnið að endurbótum húsa, rekur te- 42 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ  Miðasala opnar kl. 15.30 A MIKE NICHOLS FILM Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Ef þú trúir á ást við fyrstu sýn, hættir þú aldrei að horfa S.V. MBL. Ó.Ö.H. DV Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna jamie kennedyj i Alan cummingl i Sýnd kl. 4 og 6 Ísl tal / kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal jamie kennedyi Alan cummingl i CLOSER Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14 ára. Ef þú trúir á ást við fyrstu sýn, hættir þú aldrei að horfa Ó.Ö.H. DV  S.V. MBL. Þ.Þ.. FBL M.M.J. Kvikmyndir.com ATH! GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA ATH! GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS  Ó.H.T. Rás 2    Will Smith er Tvær vikur á toppnum í USA Tvær vikur á toppnum í USA Frumsýning Will Smith er Frumsýning CLOSER JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN Sýnd kl. 6 Ísl tal / kl. 8. Enskt talSýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN A MIKE NICHOLS FILMkl. 5.30, 8 og 10.30. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDIVINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna i ll l l Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna jamie kennedyj iAlan cummingl i Fr r rí y fyrir l fj lskyl u Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.   Will Smith og Kevin James (King of Queens) í skemmtilegustu gamanmynd ársins! Will Smith og Kevin James (King of Queens) í skemmtilegustu gamanmynd ársins!  J.H.H. kvikmyndir.com  J.H.H. kvikmyndir.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.