Morgunblaðið - 03.03.2005, Síða 44

Morgunblaðið - 03.03.2005, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI kl. 3.45, 6, 8.15 og 10.30 VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI  Kvikmyndir.is.  S.V. Mbl. KEFLAVÍK kl. 8 og 10.10. HELVÍTI VILL HANN, HIMNARÍKI VILL HANN EKKI, JÖRÐIN ÞARFNAST HANS Magnaður spennutryllir með Keanu Reeves og Rachel Weisz í aðalhlutverki. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30. B.i 16. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30.  Mbl.  DV Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun Kvikmyndir.is DV GOLDEN GLOBE VERÐLAUN Besti leikari - Jamie Foxxti l i i i J A M I E F O X X Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 8. A Very Long Engagement Ó.H.T. Rás 2  J.H.H. Kvikmyndir .com GERARD JUGNOT FRAN˙OIS BERLEAND KAD MERADSýnd kl. 6, 8 og 10.KÓRINN Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.30. E. tal. LEONARDO DiCAPRIO Sýnd kl. 6 og 9.10. 2 T I L N E F N I N G A R T I L Ó S K A R S V E R Ð L A U N A• BESTA ERLENDA MYNDIN • BESTA LAGIÐ  M.M.J.kvikmyndir.com Besta mynd ársins Besti Leikstjóri - Clint Eastwood Besta Leikkona - Hillary Swank Besti Leikari í aukahlutverki - Morgan Freeman Besti Leikari - Jamie Foxx Besta hljóðblöndun Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. H.L. Mbl. S.V. MBL. Ef það var eitthvað eitt sem láljóst fyrir þegar Ósk-arsverðlaunahátíðin hófst í Kodak-höllinni á sunnudag var það að Jamie Foxx myndi fá sinn fyrsta Óskar. Það er nefnilega ár og dagur síð- an nokkur kvikmyndaleikari hefur sópað að sér eins mörgum verðlaun- um og vegtyllum og Foxx hefur gert fyrir túlkun sína á Ray Charles. Þar fer sannkallaður leiksigur, leik- frammistaða sem um verður rætt, jafnvel löngu eftir að sjálf myndin, hin annars stór- fína Ray, verð- ur flestum gleymd. Rétt eins í tilfelli helstu fyr- irmyndar Foxx, að hans eigin sögn, Sidney Poitiers. Flestum er ógleym- anleg leikframmistaða hans sem færði honum Óskarsverðlaun 1963, fyrstum svartra leikara, en færri muna myndina Lilies of the Field. Fæstum kom til hugar þegar til- kynnt var að Jamie Foxx myndi leika Ray Charles, að hann myndi setja nýja staðla um hvernig túlka ber af fullkominni innlifun og trú- verðugleika, margflókna og sögu- fræga persónu sem allir telja sig þekkja. Foxx kemur nefnilega úr þeim geira sem síst á upp á pall- borðið hjá virðulegum kvikmynda- akademíum, hátíðum og dómnefnd- um; botnlausu gríni og glensi. Þannig er að þegar Oliver Stone bauð honum hlutverk í myndinni Any Given Sunday árið 1999 var hann stjarnan í sínum eigin grín- þætti sem hét The Jamie Foxx Show og þekktist ekki af öðru en að vera góður grínari og uppistandari. En síðan hefur vegsemd hans heldur betur vaxið. Fyrir tilstuðlan Will Smith valdi Michael Mann hann til að leika í Ali þar sem hann var svo gott sem eini ljósi punkturinn. Lítur út fyrir að Mann hafi þá fyrstur manna áttað sig á hvílíkt efni var þar á ferð því hann hefur síðan ráðið Foxx til að leika í öllum myndum sín- um eftir það; að meðtalinni Collat- eral sem færði honum hina Ósk- arstilnefninguna í ár. Vel að merkja, það er til marks um styrk Foxx að hann er einungis annar karlleikarinn í sögunni til að hljóta Óskarstilnefningu fyrir tvö hlutverk sama árið – sá fyrsti var Al Pacino.    Sjálfur vill hinn 37 á ra gamliFoxx sem minnst gera úr afreki sínu, segir að aðeins ein stjarna hafi verið í myndinni Ray, einn aðalleik- ari, og það hafi verið Ray Charles sjálfur. „Ég er aukaleikarinn, því án hans hefði myndin aldrei orðið að veruleika.“ Foxx lagði samt ærið á sig til þess að ná að skila þessu „aukahlutverki“ sómasamlega. Hann létti sig um á annan tug kílóa og stúderaði Charl- es heitinn í þaula, alla hans takta á sviði og í einkalífi; fann út hvernig hann borðaði, hvernig hann fór á fjörurnar við hitt kynið og hvernig hann missti stjórn á skapi sínu – sem hann gerði ósjaldan karlinn. „Þetta var ekki bara spurning um að ná að herma eftir honum heldur verða hann.“ Og það tókst Foxx sann- arlega. Svo vel reyndar að maður bókstaflega gleymir því þegar skammt er á myndina liðið að þar sé á ferð einhver að leika Ray Charles. Þetta er Ray Charles. Ólíkt því er maður var stöðugt meðvitaður um að þetta væri Anthony Hopkins að leika Nixon, Will Smith að leika Ali, Ben Kingsley að leika Gandhi og Ma- donna að leika Evu Peron – æ,æ. Foxx hafði reyndar meira til að bera en í fyrstu sýndist. Hann reynd- ist ekki einasta glettilega líkur Charles heldur kunni einnig á píanó, hafði lært frá þriggja ára aldri, og er liðtækur söngvari. Þeir náðu líka vel saman, hann og Charles, þegar Foxx gafst færi á að æfa með karlin- um sjálfum, nokkrum mánuðum áð- ur en hann féll frá í september á síð- asta ári. Leikarinn lýsir honum sem ströngum kennara. „Við blúsuðum aðeins saman, en þegar ég sló feilnótu spurði hann í forundran; „Hvers vegna gerðirðu þetta?“ Og ég svaraði skelkaður „Ég bara veit það ekki, Ray“. Þá las hann mér lexíu lífsins: „Þær eru þarna all- ar, nóturnar, við fingurgóma þína og eina sem þú þarft að gera er að gefa þér tíma til að finna réttu nót- una. Út á það gengur lífið, við erum öll með nóturnar við fingurgómana og þurfum að gefa okkur tíma til að finna þær réttu, finna upp okkar eig- in tónlist,““ rifjar Foxx upp.    Þótt segja megi að Jamie Foxx sénú þegar búinn að ná tindinum benda þær myndir sem hann hefur fallist á að leika í til þess að hann sé hreint ekki tilbúinn að hefja nið- urferð. Í ár birtist hann í tveimur stríðstengdum myndum; njósnatrylli Rob Cohens (xXx) Stealth og nýjustu mynd Sam Mendes (American Beauty) Jarhead sem gerist í Kúvaít skömmu fyrir Persaflóastríð. Á næstu tveimur árum mun Foxx svo leika fyrir Michael Mann, fyrst í end- urgerð á sjónvarpsþáttunum Miami Vice og síðan dramanu Damage Control. Hann á sér einnig drauma um að hasla sér völl sem tónlistarmaður. Hann kom fram á Grammy- verðlaununum og söng með Aliciu Keyes lag Charles „Georgia on My Mind“, syngur dúett með Kanye West í lagi sem komst á topp banda- ríska Billboard-listans og hefur nú í hyggju að gefa út sólóplötu. Jamie Foxx eru flestir vegir færir. Foxx eru flestir vegir færir ’… það er til marks umstyrk Foxx að hann er einungis annar karlleik- arinn í sögunni til að hljóta Óskarstilnefningu fyrir tvö hlutverk sama árið – sá fyrsti var Al Pacino. ‘ AF LISTUM Skarphéðinn Guðmundsson skarpi@mbl.is Charles eða Foxx? Getið nú. EIN vinsælasta hljómsveit poppsög- unnar, eitísgoðin Duran Duran, verð- ur meðal þeirra sem troða upp á Hró- arskelduhátíð í ár. Þetta eru án efa mikil og gleðileg tíðindi fyrir marga því fáar hljómsveitir hafa öðlast aðra eins lýðhylli, sérstaklega meðal ung- linga á níunda áratug síðustu aldar. Má því búast við að meðalaldur gesta á hátíðinni hækki eitthvað, og enn meira því á dögunum var tilkynnt að ein fornfrægasta þungarokkssveit sögunnar, Black Sabbath, myndi einnig leika á Hróarskeldu, og það með Ozzy Osbourne fremstan í flokki. Í sömu tilkynningu frá Stúdenta- ferðum, sem skipuleggja ferðir frá Íslandi á Hróarskeldu og sjá um miðasölu, segir að verð miða á Hró- arskeldu í ár hafi verið lækkað niður í 14.500 kr. frá og með 1. mars. Það sé „vegna lágs gengis á evru“. Er jafn- framt ítrekað, að gefnu tilefni, að verð aðgöngumiða á hátíðina sé ekki hærra hér en sé miðinn keyptur í Danmörku enda sé það „stefna hátíðarinnar að hafa miðasöluaðila í sem flestum lönd- um svo fólk geti keypt sér miðana á sama verði án fyrirhafnar“. Auk Duran Duran hefur verið boð- uð koma þriggja merkilegra lista- manna á Hróarskeldu; The Be Good Tanyas frá Kanada, bandaríska trúbadorsins Devandra Banhart og landa hans, söngkonunnar Joönnu Newson, en bæði gáfu út plötur sem taldar voru með þeim betri á síðasta ári. Reuters Þeir Simon og John munu vafalítið bræða ófá eitíshjörtun á Hróarskeldu í ár. Miðaverð lækkað á Íslandi www.roskilde-festival.is www.exit.is Duran Duran á Hróars- keldu Breskir fjölmiðlar segja frá því aðbandaríska kvikmyndastjarn- an Renée Zellweger og írski söngv- arinn Damien Rice séu að draga sig saman. Rice er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur nokkrum sinnum hald- ið tónleika hér á landi. Haft er eftir heimild- armönnum, sem þekkja til, að Renée og Damien hafi átt í sam- bandi um nokkurn tíma og séu afar hamingjusöm. Þau hafi bæði dálæti á tónlist og bæði séu hugsuðir auk þess sem Damien sé skáld og þau eigi vel saman. Sagt er að Zellweger hafi heim- sótt Rice í Dublin og sést hafi til hennar skoða íbúðir í borginni.    Tískuhönnuðinum Stellu McCartney – dóttur Bítilsins Paul – og eiginmanni hennar, Alasdhair Willis, fæddist sonur sl. föstudag. Hefur dreng- urinn fengið nafnið Miller Alasdhair James Willis að því er net- miðillinn An- anova skýrir frá. Ekki er vitað hvers vegna hjónin völdu nafn- ið Miller sem fyrsta nafn sonarins. Afi Stellu heitir James Paul McCartney og bróðir hennar heitir James Louis McCartney. Sonur Stellu og Alshdair er sagð- ur hafa fæðst á Portland-sjúkrahús- inu í Lundúnum á föstudagsmorgun. Willis er fyrrum tímaritaútgef- andi en hann og Stella gengu í hjónaband í Skotlandi í ágúst árið 2003. Ný fatalína McCartney verður kynnt í París í dag. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.