Morgunblaðið - 03.03.2005, Page 45
HINN eini sanni Hemmi Gunn snýr aftur í sjónvarpið í nýjum skemmti-
þætti, Það var lagið, sem hefur göngu sína á Stöð 2 um páskana. „Mér
finnst þetta vera eins og að byrja nýtt líf. Ég var á vissan hátt búinn að
loka á þetta og var ekki að spá mikið í að fara út í sjónvarpsþáttagerð. Ég
er búinn að reyna allt í þessum geira, bæði í blaðamennsku og fjölmiðlum.
Ég átti tíu frábær ár hjá Sjónvarpinu með gömlu þættina mína. Síðan
bauðst mér þetta og ég stóðst bara ekki þessa áskorun. Ég heyrði
strax að það ætti að vanda til þáttanna og leggja talsvert í þá.
Ég hlakka mikið til,“ segir Hemmi um nýja starfið en
gömlu þættirnir sem hann ræðir um eru að sjálfsögðu
Á tali hjá Hemma Gunn.
Ísland er fertugasta landið í heiminum til að
taka þáttinn til sýningar en á ensku heitir
hann Beat to Beat. Þátturinn tekur við af Idol-
Stjörnuleit í dagskrá Stöðvar 2 á föstudags-
kvöldum. Upptökur eru ekki byrjaðar en alls
verða framleiddir fjörutíu þættir í einni lotu.
Stöð 2 hefur gert samning við Saga Film, sem
hefur einkarétt á framleiðslu þáttanna á Íslandi,
og Fremantle Media, eiganda þáttarins.
Hemmi er spenntur fyrir samstarfinu við Stöð
2 og Saga Film og nefnir sérstaklega Maríönnu
Friðjónsdóttur í því sambandi. Hann vonast til
þess að geta hagnýtt fjölbreytta reynslu sína
við dagskrárgerð, ekki síst í ljósvakamiðlum og klykkir út með því að hann
„stefni auðvitað að því að gera enn betur“.
Spurningar og tónlist
Þátturinn er bæði spurninga- og tónlistarþáttur og hefur Jón Ólafsson tónlist-
armaður umsjón með lagavali og spurningum. Hemma til halds og trausts eru
tónlistarmennirnir Pálmi Sigurhjartarson og Karl Olgeirsson, sem sitja við flyg-
ilinn. Hljómsveitin Buff er síðan hljómsveit þáttarins.
Þetta er því stórt verkefni og verður þátturinn á dagskrá allt til jóla. Hemmi
segir að verið sé að „kollvarpa eldgamalli hugmyndafræði“ með því að hafa þætt-
ina gangandi í allt sumar. „Núna þurfa sjónvarpsstöðvarnar að leggja metnað í
góða dagskrá allan ársins hring.“
Hemmi segir að Það var lagið verði þáttur fyrir alla fjölskylduna. „Ég
held að þarna fái allir fjölskyldumeðlimir eitthvað fyrir sinn snúð og allir
geta verið þátttakendur. Fjölskyldan getur sameinast fyrir framan
tækin,“ segir hann.
„Þarna verða fjölmargir áhorfendur í hverjum einasta
þætti og þeir verða virkir í söng og tralli. Sömuleiðis
áhorfendur heima í stofu. Þeir geta spreytt sig á þess-
um litlu getraunum og unnið til veglegra verðlauna
með því að senda sms. Það geta allir verið með,“ út-
skýrir hann.
„Það verða alltaf tvö lið í hverjum þætti. Þetta eru
tveggja manna lið sem eru hvort með sinn píanóleik-
arann. Auk þess verður hljómsveit þáttarins þarna til
að gefa þessu fyllingu. Skilyrði fyrir þátttöku er að
vera í góðu skapi. Til að byrja með verður lögð áhersla
á að fá þjóðkunnar persónur í þetta, ekki síst söngv-
ara og leikara og aðra sem þora að sprella svolítið.“
Sjónvarp | Hemmi Gunn stýrir nýjum skemmtiþætti á Stöð 2
Skilyrði að vera
í góðu skapi
Fyrsti þátturinn af Það var lagið verður föstudag-
inn 25. mars kl. 20.30 á Stöð 2.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 45
Það leggst vel í
Hemma Gunn
að hefja störf á
ný í sjónvarpi
og skemmta
landsmönnum
með tónlist og
getraunum.
Disneyhetjurnar Bangsímon, Grísli, Tígri og
félagar lenda í stórkostlegu nýju ævintýri!
HELVÍTI VILL HANN,
HIMNARÍKI VILL HANN EKKI,
JÖRÐIN ÞARFNAST HANS
Magnaður spennutryllir með
Keanu Reeves og Rachel
Weisz í aðalhlutverki.
HELVÍTI VILL HANN,
HIMNARÍKI VILL HANN EKKI,
JÖRÐIN ÞARFNAST HANS
Magnaður spennutryllir með
Keanu Reeves og Rachel
Weisz í aðalhlutverki.
ÁLFABAKKI
kl. 3.45 og 6.30. Ísl tal
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.20.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.30, 8, 9.15 og 10.30. B.i. 16.
KRINGLAN
kl. 5.30. Í.t./ kl. 7. E.t.
Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem
vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið
rækilega í gegn í USA og víðar.
Varúð: Ykkur á
eftir að bregða.
B.i 16 ára
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45 og 6. m. ísl. tali.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15 og 10.30.
KRINGLAN
kl. 6, 8.15 og 10.30.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.20.
Kvikmyndir.is
Mbl.
DV
Mbl.
DV
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45 og 6.
ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15 og 10.30.
ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15.
J A M I E F O X X
T I L N E F N I N G A R T I L Ó S K A R S V E R Ð L A U N A