Morgunblaðið - 03.03.2005, Síða 48

Morgunblaðið - 03.03.2005, Síða 48
SAMKEPPNISYFIRVÖLDUM verður heimilt að gera kröfu til fyr- irtækja, sem brjóta samkeppnislög ítrekað, um að skipta þeim upp, nái frumvarp viðskiptaráðherra um ný samkeppnislög fram að ganga. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær ásamt frumvarpi um Neyt- endastofu og talsmann neytenda. Verður Samkeppnisstofnun lögð niður og Samkeppniseftirlitið stofn- að og kemur Neytendastofa í stað Löggildingarstofu og neytendaverk- efna Samkeppnisstofnunar. Starfs- mönnum þessara stofnana verður boðin vinna á nýjum vettvangi, auk þess sem starfsmönnum verður fjölgað um sjö við samkeppniseft- irlit. Ekki ákvæði um heimild til húsleitar á heimilum Í samkeppnislagafrumvarpinu, sem byggist að mestu á niðurstöð- um nefndar um stefnumótun ís- lensks viðskiptaumhverfis, er lagt til að Samkeppniseftirlitið fái skýrar lagaheimildir til að krefjast þess að fyrirtæki, sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga, breyti skipulagi sínu, eins og það er orðað. Valgerður Sverrisdóttir segir að með þessu verði yfirvöldum m.a. heimilt að gera kröfu um að fyr- irtækjum verði skipt upp. Er þessi breyting gerð í samræmi við nýjar samkeppnisreglur Evrópusam- bandsins og norsk samkeppnislög. Í frumvarpinu er ekki að finna ákvæði um að heimilt verði að fram- kvæma húsleit á heimilum stjórn- enda fyrirtækja, líkt og nefndin gerði tillögu um. Valgerður segir að í umsagnarferlinu hafi komið at- hugasemdir við þessa tillögu og því hafi ákvæðið verið tekið út. Bendir ráðherra á að nefnd sé að störfum sem ætlað var að skoða samskipti samkeppnisyfirvalda, Fjármálaeft- irlitsins og lögreglu í refsiréttarlegu tilliti. Frumvarpið kveður hins veg- ar á um að starfsmönnum Eftirlits- stofnunar EFTA sé heimilt að fram- kvæma svona húsleitir hér á landi. Heimild til að skipta fyrirtækj- um upp  Krafa um/10 Viðskiptaráðherra með tvö ný frum- vörp á Alþingi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi NÝR grunnskóli, Hraunvallaskóli, sem kemur til með að rísa í hinu nýja Vallahverfi í Hafnarfirði, er hannaður til þess að hýsa bæði grunnskóla- og leikskólabörn, og er þetta fyrsti skólinn hér á landi sem sérstaklega er hannaður með þetta í huga, að því er næst verð- ur komist. Magnús Baldursson, sviðsstjóri fræðslusviðs Hafnarfjarðarbæjar, segir að þessi samþætting sé í samræmi við stefnu mennta- málayfirvalda, og hún gefi ýmis tækifæri í skólastarfinu. Möguleikar séu á því að leik- skólabörn sem eru fljót að tileinka sér námsefni komi fyrr inn í grunnskólann og kynnist skóla- starfinu. Ekki verði jafnmikil skil og eru milli skólastiganna í öðrum skól- um, og minni breyting fyrir leik- skólabörn að byrja í grunnskól- anum. Leikskólabörnin munu hafa að- gang að aðstöðu í grunnskólanum og venjast því að nota sali, sér- greinastofur og opin rými. „Á þennan hátt verður hægt að vera með fjölbreyttara starf í leik- skólanum og nemendur flæða þarna á milli,“ segir Magnús./17 Nýr skóli sameinar skólastigin „ÞAÐ er meira af fiski á ferðinni en ég hef séð undanfarin tvö til þrjú ár. Að minnsta kosti merkir maður það á netaaflanum. Og það virðist vera fiskur um allan sjó, maður heyrir góðar aflafréttir bæði að austan og vestan,“ segir Gunn- laugur Ævarsson, skipstjóri á neta- bátnum Erlingi KE úr Reykja- nesbæ. Hann fékk um 250 tonna afla í netin í febrúar og er með afla- hæstu bátum vertíðarinnar. Þessi 115 kílóa stórlúða kom í netin hjá Erlingi KE og þeim leidd- ist það ekki, skipverjunum Jóni Birni Lárussyni, Gunnari Laxfoss Þorsteinssyni, Róbert Má Krist- inssyni, Jóhanni Svan Þorsteinssyni og Hafsteini Jónssyni. Fengu 250 tonn í febrúar  Það virðist/C4 FLEIRI kjósa Vinstri hreyfinguna – grænt framboð og Sjálfstæðis- flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, borið saman við síðustu alþing- iskosningar, en fylgi annarra flokka minnkar, skv. þjóðmálakönnun Fé- lagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblaðið dagana 18.–24. febrúar sl. Var könnunin gerð áður en flokksþing Framsóknarflokksins fór fram um síðustu helgi. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 39,3% (var 33,7%) og fylgi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs eykst um nær helming, mælist nú 16,5% (var 8,8%). Fylgi annarra flokka dregst saman. Samfylkingin fengi 25,5%, Framsóknarflokkurinn 12,5% og Frjálslyndi flokkurinn 5,8% atkvæða. Fylgi VG og Sjálf- stæðisflokks eykst     G   H    I J @'         A                          Tæpur helmingur/4 „VIÐ erum, öll fjölskyldan, bæði hissa og sjokkeruð enda er þetta gífurleg árás á frið- helgi einkalífsins. Sonur minn er eðlilega hræddur og lítið hefur orðið um svefn hér á heimilinu eftir árásina enda vanlíðanin mikil. Sjálf er ég rosalega reið,“ segir Sara María Björnsdóttir, móðir tólf ára pilts sem varð fyr- ir fólskulegri árás síðdegis á mánudag þegar tveir strákar á líku reki sprautuðu startvökva í augu hans og andlit. Sonur Söru, Einar Örn Rósarsson, var ný- kominn heim úr skólanum og var einn heima á heimili fjölskyldunnar í Skipasundi þegar dyrabjöllunni var hringt. „Hann fór til dyra af því að hann hélt að vinir hans væru að koma í heimsókn. Þegar hann opnaði dyrnar stóðu tveir strákar fyrir utan og sprautuðu start- vökvanum í andlitið á honum. Hann náði að loka dyrunum og fara inn á bað þar sem hann gat skolað aðeins framan úr sér, en fann að það virkaði ekki. Því næst hringdi hann í mig og við fórum með hann á bráðamóttöku þar sem við tók mjög sársaukafull aðgerð að skola augu hans, en nota þurfti fjóra lítra af þar til gerðum vökva til að skola þau.“ Báðar hornhimnur brunnu Að sögn Söru var Einar í skoðun hjá augn- lækni í gærmorgun og staðfesti hann að efna- bruni hefði átt sér stað í augum Einars þannig að báðar hornhimnur eru brunnar. Sagði hún Einar hafa fengið smyrsl til að bera í augun og að hann verði í eftirliti næstu mánuði. Standa vonir til að augu hans jafni sig með tíð og tíma. Aðspurð segir Sara árásina hafa verið kærða til lögreglunnar í gærmorgun og vonast hún til þess að haft verði uppi á hinum seku. Sara segir Einar ekki hafa borið kennsl á þá sem þetta gerðu, en getað gefið lögreglunni ýmsar upplýsingar um þá. Aðspurð segist Sara ekki vita hvort einhver hafi orðið vitni að árásinni, en hvetur að sjálfsögðu alla sem ein- hverjar upplýsingar geti gefið til að gefa sig fram. „Meðan við vitum ekki hverjir þetta eru og ekki er haft uppi á þeim þá getur þetta allt- af gerst aftur.“ Þörf á vitundarvakningu Sara á auk Einars tvö önnur börn innan við fermingaraldur og segist hún aldrei framar hafa þau ein heima. „Ég býð ekki börnunum mínum upp á það að þetta geti endurtekið sig,“ segir Sara og tekur fram að einnig standi til að skipta um gler í útidyrahurðinni svo að hægt sé að sjá hver standi fyrir utan. Sara segist hugsi yfir þessum alvarlega at- burði. „Ég valdi að koma fram opinberlega og ræða þetta þar sem mér finnst þurfa vakningu í þjóðfélaginu um það hvað börnin okkar eru með undir höndum, þ.e. hvers lags efni þetta eru. Komast krakkar í svona efni t.d. á næstu bensínstöð? Og eins hvað fær unga krakka til að gera svona nokkuð?“ „Hvað fær krakka til að gera svona?“ Morgunblaðið/Golli Sara María og Einar Örn sem varð fyrir árás á heimili sínu síðasta mánudag. RÚMLEGA 20% fyrirtækja á Ís- landi eru í eigu kvenna. Hefur þetta hlutfall ekki breyst frá árinu 1998. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, ætlar að beita sér fyrir aðgerðum til að gera konum auðveldara að stofna og reka fyrirtæki. Hún segir mik- ilvægt að virkja betur þekkingu og hæfni kvenna til sóknar í íslensku atvinnulífi. Í gær var kynnt skýrsla um eignarhald kvenna í viðskiptum og landbúnaði á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að konur þurfi greiðari aðgang að fjármagni og endurskoða þurfi stoðkerfi at- vinnulífsins. Vill fleiri konur í fyrir- tækjarekstur  Í kringum 21%/13 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.