Morgunblaðið - 07.03.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.2005, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR 4 C MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ BARCELONA jók forskot sitt í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í átta stig á laugardagskvöldið með því að sigra Osasuna á útivelli, 1:0. Samuel Eto’o, nýkjörinn knatt- spyrnumaður ársins 2004 í Afríku, skoraði sigurmarkið með hörku- skoti eftir frábæra sendingu frá Deco seint í fyrri hálfleiknum. Eto’o átti mjög góðan leik og mark- ið var hans 18. í deildinni í vetur. Real Madrid sótti meistara Val- encia heim og niðurstaðan í fjör- ugum leik varð jafntefli, 1:1. Pablo Aimar kom Valencia yfir snemma leiks en Ronaldo jafnaði metin fyrir Real Madrid á 28. mínútu. Lang- þráð mark hjá Ronaldo sem hefur ekki verið á skotskónum að undan- förnu. Betri staða Barcelona PETR Cech, mark- vörður Chelsea, þurfti loksins að sækja boltann í netið í leik í úrvalsdeild- inni, eftir að hafa haldið hreinu í 10 leikjum í röð í deild- inni. Thierry Henry skoraði fyrir Arsenal á 29. mínútu í leik lið- anna þann 12. desem- ber 2004, sem endaði 2:2, en eftir það fékk Cech ekki á sig mark í deildinni fyrr en á laugardaginn þegar Leon McKenzie jafn- aði fyrir Norwich, 1:1, á 64. mín- útu. Þar með voru liðnar 1.025 leikmínútur síðan síðast var skorað hjá Chelsea. Eftir leikinn gegn Arsenal hélt Chelsea hreinu gegn Nor- wich (4:0), Aston Villa (1:0), Ports- mouth (2:0), Liver- pool (1:0), Middles- bro (2:0), Tottenham (2:0), Portsmouth (3:0), Blackburn (1:0), Manchester City (0:0), og Everton (1:0). Cech hefði þurft að halda hreinu í þessum leik og í 53 mínútur í þeim næsta til að slá enska metið. Það á Steve Death, markvörður Reading, sem ekki fékk á sig mark í 1.103 mínútur samfleytt árið 1979. Fyrsta markið hjá Cech síðan 12. desember Petr Cech Eiður Smári hóf leikinn á vara-mannabekknum og sá Joe Cole koma Chelsea yfir með þrumuskoti. Leon McKenzie jafnaði fyrir Nor- wich um miðjan síðari hálfleik en José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, brást við því með því að skella Eiði og Mateja Kezman inn á sem varamönnum. Það hreif, eftir aðeins sex mínútur galopnaði Eiður vörn Norwich með sendingu á Frank Lampard, skot hans geigaði og bolt- inn stefndi fram hjá markinu en Kezman kom á fleygiferð og sendi hann í netið, 2:1. Það var svo portú- galski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho sem innsiglaði sigur Chelsea með hörkuskalla, 3:1. Sagði ekki frá jafnteflinu á Selhurst Park Mourinho sagði sínum mönnum ekki frá því áður en leikurinn í Nor- wich hófst að Manchester United hefði tapað stigum gegn Palace. „Við hugsum ekki um þá, látum þá um að hafa áhyggjur af okkur. Ég vil að mínir menn leiki alltaf undir pressu, ef þeir hefðu vitað af úrslitunum á Selhurst Park hefði það getað gert þá kærulausari – og því sagði ég þeim ekki neitt,“ sagði Mourinho. Hann sagði að úrslitin færðu Chelsea enn nær meistaratitlinum. „Ég held því stöðugt fram að ég trúi á sigur okkar í deildinni, en sumir vilja kalla það hroka. Við erum með forskot, átta stig sem stendur, en níu ef við gerum jafntefli við WBA, ell- efu ef við sigrum. Mér er sama hve- nær við tryggjum okkur meistaratit- ilinn, hvort það verður einhverjum umferðum áður en deildinni lýkur, eða í lokaumferðinni. En ég vildi þó helst að það gerðist á Stamford Bridge, frammi fyrir okkar stuðn- ingsmönnum, því það myndi gleðja þá afar mikið,“ sagði Mourinho. „Þetta var snúinn leikur en þegar á reyndi gerðum við nóg til að knýja fram sigur. Ég vissi ekki fyrr en í hálfleik hvernig fór hjá United og Palace, enda skipti það ekki máli. Við erum með okkar eigin dagskrá, við þurfum að vinna okkar eigin leiki,“ sagði Joe Cole, sem þótti besti mað- ur vallarins á laugardaginn. Erfitt að segja eitthvað meira um Henry Thierry Henry afgreiddi Ports- mouth nánast upp á eigin spýtur á Highbury, skoraði tvívegis, sitt hvorum megin við leikhlé eftir send- ingar frá Lauren og Patrick Vieira, og innsiglaði sigurinn, 3:0, beint úr aukaspyrnu en þar hefði Kostas Chalkis, markvörður Portsmouth, reyndar átt að verja. „Það er erfitt að segja eitthvað um Henry sem maður hefur ekki sagt áður. Það er eiginlega best að horfa bara á hann – hann er stórkostlegur. Um tíma virtist hann vera í vanda vegna meiðsla en svo hristi hann það af sér og skoraði tvö mörk. Það er gott fyrir hann að skora þessa þrennu, svona rétt fyrir mikilvægan leik í Meistaradeildinni. Annars vita allir að Thierry getur skorað, en það var aftur á móti sérlega ánægjulegt að við skyldum halda marki okkar hreinu, annan leikinn í röð. Okkar markmið er enn að reyna að komast eins nálægt Chelsea og mögulegt er en ef okkur tekst að komast upp fyr- ir Manchester United og í annað sætið yrði það góður áfangi, þá þyrftum við ekki að fara í forkeppni Meistaradeildarinnar,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Höfum fært Chelsea frábæra stöðu Manchester United hafði manni fleira síðustu 25 mínúturnar gegn Crystal Palace á Selhurst Park, eftir að Vassilis Lakis fékk að líta rauða spjaldið, en náði ekki að nýta sér liðsmuninn. Látlaus sókn United á lokakafla leiksins skilaði engu. „Þetta eru mjög slæm úrslit, í bar- áttunni um meistaratitilinn verða svona leikir að vinnast og nú höfum við gert sjálfum okkur erfitt fyrir, og fært Chelsea frábæra stöðu. Ég er hins vegar ánægður með vinnusemi minna manna, þeir gáfu sig alla í leikinn og hefðu átt að uppskera sig- ur. Maður verður hins vegar alltaf að reikna með hörkubaráttu liðanna sem eru í fallslagnum, þau eru að berjast fyrir lífi sínu og Palace gerði það í dag,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester Unit- ed. Eiður Smári lagði upp mikilvægt mark Chelsea gegn Norwich Chelsea nýtti sér feilspor Man. Utd EIÐUR Smári Guðjohnsen og félagar í Chelsea þokuðust feti nær enska meistaratitlinum í knattspyrnu á laugardaginn. Skæðustu keppinautar þeirra, Manchester United, misstigu sig þegar þeir urðu að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Crystal Palace í London og Chelsea nýtti sér það í lokaleik dagsins – sigraði Nor- wich á útivelli, 3:1, og náði átta stiga forskoti. Chelsea á auk þess leik til góða, gegn botnliði WBA. Thierry Henry var maðurinn á bak við sigur Arsenal á Portsmouth, 3:0, og lið hans er nú tveimur stig- um á eftir Manchester United í þriðja sætinu. THI fran lágr knat Hen þjóð eitth sekt lensk leg o Jose arhá „F knat verð inu a knat og þ sama dæm ar kr legt. þeim bara miðl Ar var s krón „svin sem við v slepp Wen v r  OWEN Hargreaves, enski lands- liðsmaðurinn í knattspyrnu sem leikur með Bayern München, sagði við Daily Mail um helgina að hann hefði mikinn áhuga á að færa sig yfir í ensku úrvalsdeildina, og þá líkast til í raðir Tottenham. Lund- únaliðið reyndi að fá hann síðasta sumar en hann var þá ekki tilbúinn í vistaskiptin. „Síðasta sumar var ekki rétti tímapunkturinn en við Frank Arnesen ákváðum að vera áfram í sambandi. Það yrði frábært að leika með félagi á borð við Tott- enham og búa í London,“ sagði hinn 24 ára gamli Hargreaves, sem er fæddur í Kanada en hefur verið í röðum Bayern München frá 16 ára aldri.  PASCAL Cygan, varnarmaður Arsenal, meiddist í leik liðsins gegn Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn, tognaði í læri og haltraði af velli á 24. mínútu. Hann missir af þeim sökum af leik liðsins gegn Bayern München í Meistara- deild Evrópu á miðvikudagskvöldið.  LUDOVIC Giuly, franski kant- maðurinn hjá Barcelona, getur spil- að með liðinu gegn Chelsea í Meist- aradeild Evrópu annað kvöld. Hann hefur jafnað sig á bakmeiðslum en litlar líkur voru taldar á því fyrir helgi að hann yrði með. Miðjumað- urinn Rafael Marquez meiddist hinsvegar um helgina og verður ekki með Barcelona í leiknum.  MIDDLESBROUGH er komið í mikil markmannsvandræði eftir að Carlo Nash meiddist í nára í leik liðsins við Aston Villa á laugardag- inn. Nash hefur verið varamark- vörður liðsins en lék þar sem Mark Schwarzer er meiddur í hné. Næstu tveir markverðir hjá félag- inu, Brad Jones og Ross Turnbull, eru í láni hjá liðum í 2. deild, og eru báðir frá vegna meiðsla sem stend- ur. Þá standa aðeins eftir tveir tán- ingar, David Knight og Dale Ro- berts, sem eru 19 og 18 ára gamlir. Middlesbrough mætir Sporting Lissabon í UEFA-bikarnum annað kvöld.  JENS Lehmann, markvörður Arsenal, kennir nýja keppnisbolt- anum frá Nike um ófarir sínar á milli stanganna í vetur en hann hef- ur verið heldur mistækur í leikjum meistaranna. „Hann fer hraðar en aðrir boltar og það er mjög erfitt að reikna hann út, stundum er nær ógjörningur að grípa hann. Það er mikill snúningur á öllum nýjum boltum en þessi er hraðari en hinir. Þetta lítur kannski vel út í sjónvarpi en það erum við markverðirnir sem líðum fyrir þetta og virðumst gera heimskuleg mistök,“ segir Leh- mann og fær varla hrós fyrir um- mæli sín hjá Arsenal því félagið er með stóran samning við Nike. FÓLK Hermann Hreiðarsson, leikmaður Charlton, á hér í höggi við Papa BJÖRN Þ. Þorleifsson úr Björkunum í Hafnar- firði sigraði í sínum þyngdarflokki á Opna bandaríska meistara- mótinu í Taekwondo. Mótið fór fram í Atlanta í Georgíufylki. Björn keppti í -78 kg. flokki. Á leið sinni að titl- inum átti Björn í höggi við fimm andstæðinga en alls voru 28 landslið með á mótinu auk heimamanna. Mótið var einnig úrtökumót fyrir bandaríska landsliðið og ljóst að mótið er gríðarlega sterkt á heims- vísu. Þrír aðrir Íslendingar tóku þátt í mótinu en þeir eru Haukur Gunnarsson og Bjarni Óskarsson. Anna Jónsdóttir var eina kon- an í íslenska liðinu. Á leið sinni í úrslita- rimmuna sigraði Björn þá Tom Lynn, Dominic Taylor, Seth Grossman og Salim Oden en þeir eru allir frá Bandaríkj- unum. Hann lagði Ítal- ann Pacifico Laezza í úrslitum. Björn varð Norður- landameistari í sínum flokki í janúar á þessu ári en hann lagði þar þrjá andstæðinga sína mjög örugglega. Anna fékk brons- verðlaun á því móti. Björn Þ. Þorleifsson fagnaði sigri í Atlanta Björn Þorleifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.