Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 D 3
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VALUR
AUGLÝSIR EFTIR ÞJÁLFARA
Knattspyrnufélagið Valur auglýsir eftir aðalþjálfara fyrir 7. fl. drengja.
Hjá félaginu er unnið metnaðarfullt starf við þjálfun yngri flokka í
samræmi við knattspyrnu- og uppeldisstefnu Vals (sjá www.valur.is).
Leitað er að þjálfara með menntun KSÍ, I. og II. stig.
Nánari upplýsingar veita formaður
unglingaráðs knd. í síma 893 7020
eða íþróttafulltrúi Vals í síma 562 3730.
Knattspyrnufélagið Valur - Unglingaráð
SNORRI Steinn Guðjónsson átti
mjög góðan leik fyrir Grosswall-
stadt sem vann óvæntan sigur á
meisturum Flensborg, 27:25, í
þýsku 1. deildinni í handknattleik í
gær. Snorri, sem yfirgefur her-
búðir Grosswallstadt í sumar, var
markahæstur sinna manna með 8
mörk og þar af kom eitt mark úr
vítakasti. Einar Hólmgeirsson kom
næstur með 5 mörk. Með sigrinum
fjarlægðist liðið botnslaginn en
Flensburg missti af tækifæri til að
komast upp að hlið Kiel í efsta sæti.
Jaliesky Garcia var atkvæða-
mestur í liði Göppingen sem sigraði
Gummersbach á heimavelli, 30:25.
Garcia skoraði 8 mörk og Andrius
Stelmokas, fyrrum leikmaður KA,
var með 3. Arnór Atlason skoraði 2
af mörkum Magdeburg sem vann
öruggan sigur á Düsseldorf, 35:27.
Markús Máni Michaelsson skoraði 3
mörk fyrir Düsseldorf og Aleks-
ander Petersson 2.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði
5 mörk í liði Essen sem lagði Wetzl-
ar á útivelli, 37:30. Róbert Sig-
hvatsson komst ekki á blað fyrir
Wetzlar.
Patrekur Jóhansson var ekki á
markalistanum í liði Minden sem
náði jafntefli í Hamborg, 30:30.
Kiel er efst í deildinni með 42
stig, Flensborg hefur 40 og læri-
sveinar Alfreðs Gíslasonar í liði
Magdeburg hafa 36 stig í þriðja
sæti.
Snorri með átta mörk
gegn meisturunum
FÓLK
RÚNAR Kristinsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, tryggði
Lokeren 1:0 sigur á Gent í síðari
leik liðanna í 8 liða úrslitum belg-
ísku bikarkeppninnar í knattspyrnu
í gærkvöldi. Rúnar skoraði sigur-
markið á 9. mínútu leiksins. Loker-
en vann samanlagt, 3:1, og er komið
í undanúrslit keppninnar ásamt
Lierse. Rúnari var skipt útaf á 80.
mínútu en Arnar Þór Viðarsson og
Arnar Grétarsson léku allan leik-
inn.
BJÖRGVIN Freyr Vilhjálmsson
knattspyrnumaður er genginn til
liðs við 1. deildar lið Víkings í
Reykjavík. Björgvin, sem er 25 ára
gamall varnarmaður, hefur leikið
með Fylki undanfarin ár en spilaði
þó ekkert síðasta sumar. Hann hef-
ur einnig leikið með ÍR og KR.
Björgvin er bróðir Vilhjálms Vil-
hjálmssonar sem leikur með Vík-
ingi og er fyrirliði liðsins.
GYLFI Einarsson sat á vara-
mannabekk Leeds United allan
tímann þegar liðið gerði markalaust
jafntefli á útivelli gegn Nottingham
Forest í ensku 1. deildinni í knatt-
spyrnu í gær.
GRÉTAR Rafn Steinsson lék síð-
asta stundarfjórðunginn fyrir
Young Boys sem lagði Nauchatel
Xamax, 1:0, í svissnesku úrvals-
deildinni í knattspyrnu í gær.
Young Boys er í fimmta sæti deild-
arinnar með 28 stig en Basel er efst
með 38.
ÓLAFUR Stefánsson skoraði 3
mörk fyrir Ciudad Real þegar liðið
sigraði Alcobendas, 38:27, í
spænsku 1. deildinni í handknatt-
leik.
DAGUR Sigurðsson, spilandi
þjálfari Bregenz, komst ekki á blað
fyrir lið sitt þegar það lagði Feld-
kirch, 19:13, í austurrísku 1. deild-
inni í handknattleik í gærkvöld.
ERIC Djemba-Djemba, kamer-
únski landsliðsmaðurinn í liði Aston
Villa, verður frá æfingum og
keppni næstu sex vikurnar. Leik-
maðurinn er tognaður á læri og
ekki er reiknað með að hann verði
kominn aftur á ferðina fyrr en í
byrjun maí. Djemba-Djemba gekk í
raðir Aston Villa frá Man. United í
janúar.
„VIÐ komum hingað tilbúnir
til að vinna og komast áfram.
Mér finnst við með miklu
betra lið en Fjölnir, en þetta
hljómar sjálfsagt furðulega
eftir tapið. Ég er hundfúll yfir
því að komast ekki áfram en
samt sem áður þá er þetta bú-
inn að vera fínn vetur hjá okk-
ur í Skallagrími og ég held við
höfum staðið okkur betur en
nokkur átti von á. Fyrri hálf-
leikur var fínn hjá okkur, þá
lékum við sem lið en í þeim
síðari fóru menn að gera hlut-
ina sjálfir og það gengur ekki.
Sóknin hjá okkur í síðari hálf-
leik var afleit og svo gerðum
við klaufaleg mistök í sókninni
eftir hlé þannig að þeir fengu
allt of mörg frí skot sem þeir
settu niður. Við höfum náttúr-
lega enga reynslu af svona
leikjum. Við þurfum að spila
fleiri stórleiki á útivelli til að
öðlast reynslu,“ sagði Valur
Ingimundarson, þjálfari
Skallagríms.
Erum með
betra lið
G er stolltur af strákunum, við lentum í villu-
dræðum en þá komu ungu strákarnir frá-
lega inn í leikinn og svona hefur þetta verið
tur hjá okkur,“ sagði Benedikt Guðmunds-
þjálfari Fjölnis eftir að liðið tryggði sér
í undanúrslitum í gærkvöldi.
Það var nú farið að fara um mann um tíma
ið vorum að vinna á allan leikinn og vorum
n yfir í lokin og það er það sem skiptir máli.
að hefur oft verið þannig hjá okkur að leik-
nn hanga of mikið sjálfir á boltanum í stað
s að láta hann ganga á milli manna. Jeb hef-
tt þetta til en í dag voru menn eitthvað
kktir og allt of margir gerðu þetta þannig
óknarleikur okkar var vandræðalegur á
um. Sjálfsagt er það eðlilegt í svona leik
na þess að við höfum enga reynslu af svona
uðu. Það er auðvitað ómetanlegt fyrir okkur
á svona reynslu á fyrsta ári, bikarúrslita-
og síðan að komast í undanúrslit deildar-
ar. Það er ekki hægt að biðja um meira fyrir
ða.
að urðu breytingar hjá okkur þegar Flake
og Coley kom í hans stað. Það var vitað að
n yrði engin hetja sem myndi gera hlutina
r okkur heldur fínn liðsmaður og þannig
i ég hafa það, þannig að ungu strákarnir
du fyrir meiri ábyrgð og þeir hafa svarað
vel og hafa komið sterkir til leiks. Pálmar
ur staðið sig vel, Magnús hefur vaxið með
rjum leik og í dag áttu bæði Guðni og Helgi
n leik. Þó svo að við skorum færri stig en
gerðum og sóknarleikurinn sé aðeins stirð-
en hann var þá verður bara að hafa það. Ef
skorum meira en mótherjarnir þá er ég
ur,“ sagði Benedikt.
Ekki hægt
að biðja
um meira
Það var fátt sem benti til þessframan af leik að Fjölnir kæm-
ist áfram. Skallagrímsmenn mættu
mjög ákveðnir til
leiks, keyrðu upp
hraðann með Clifton
Cook í fararbroddi.
Drengurinn sá fór á
kostum í fyrsta leikhluta á meðan
Fjölnismenn hittu bókstaflega ekki
körfuna og skipti þá ekki máli hver
tók skotið. Þegar staðan var 14:24,
rétt fyrir lok fyrsta leikhluta, hafði
Cook gert 13 stig fyrir Skallagrím,
einu stigi minna en allt Fjölnisliðið.
Fjölni tókst aðeins að minnka tíu
stiga forskot Skallagríms í næsta
leikhluta en munurinn var sjö stig í
leikhléi. Í þriðja hluta virtust
Skallagrímsmenn taka upp siði
Fjölnismanna úr fyrri hálfleik. Þeir
hættu að láta boltann ganga manna
á milli en fóru þess í stað að reyna
allt á eigin spýtur. Fjölnismenn
tóku hins vegar til við að leika eins
og þeir eiga að sér og voru komnir
með þriggja stiga forystu fyrir síð-
asta leikhluta.
Æsilegar lokamínútur
Taugarnar voru þandar í botn.
Jeb Ivey fékk strax sína fjórðu villu
og var hvíldur. Fyrsta karfan kom
ekki fyrr en eftir 3,30 mín. og þegar
tæpar fjórar mínútur voru eftir var
staðan 62:62. Þá fékk Coley sína
fimmtu villu og einvígi Jeb og Clift-
ons náði hámarki með tveimur
þriggja stiga körfum frá þeim fyrr-
nefnda og einni þar á milli frá Clift-
on. Glæsilegur leikkafli.
Síðustu stig Fjölnis gerði Jeb er
hann keyrði inn í vörn Skallagríms
vinstra megin og í hinn stæðilega
miðherja þeirra, George Byrd, og
lagði boltann yfirhann og í körfuna
með vinstri hendi. „Ég gerði þetta
þrisvar í fyrri hálfleik og hitti ekki
þannig að ég var viss um að þetta
tækist núna,“ sagði Jeb eftir leikinn.
Brotið var á Hafþóri Gunnarssyni
í þriggja stiga skoti þegar 2,8 sek-
úndur voru eftir. Hann hitti ekki úr
fyrsta skotinu, setti það næsta niður
og staðan 72:70. Hann tók síðan síð-
asta skotið og reyndi ekki að hitta
þannig að dómararnir dæmdu á það
og Fjölni knöttinn. Skallagrími
tókst ekki að ná boltanum af Fjölni
á þessum tíma og heimamenn fögn-
uðu sigrinum innilega.
Fjölnir hafði betur í þessum leik
en stuðningsmenn Skallgríms voru
sterkari á pöllunum, en um helm-
ingur áhorfenda, um 400 manns,
studdu Skallagrím með góðum
hvatningarhrópum.
Morgunblaðið/Þorkell
William Coley, leikmaður Fjölnis, í baráttu við Skallagríms-
mennina Jovan Zdravevski og George Byrd.
Fjölnir yfir á
réttum tíma
FJÖLNIR komst í gær á spjöld körfuknattleikssögunnar þegar liðið
komst í undanúrslit úrvalsdeildarinnar, Intersportdeildar karla. Þar
með varð liðið fyrst nýliða til að komast í gegnum átta liða úrslit.
Raunar skipti ekki máli hvort liðið færi með sigur af hólmi í Graf-
arvoginum í gær því hinir nýliðarnir, Skallagrímur, var í heimsókn og
hefði allt eins getað sigrað og ritað sitt nafn í sögubækurnar. En
það var Fjölnir sem hafði betur á lokasprettinum, sigraði 72:70.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
ÍÞRÓTTIR