Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 4
FÓLK
JÓHANNES Bjarnason, þjálfari
KA, ætlaði að vera Viggó Sigurðs-
syni innan handar og aðstoða hann
með U-20 ára landsliðið sem leikur
hér um páskana, en hann varð að
hætta við það vegna anna í vinnu
og verða þeir Viggó og Berg-
sveinn Bergsveinsson með liðið,
rétt eins og A-landsliðið.
HSÍ og VISA Ísland endurnýj-
uðu samstarfssamning sinn í gær
til eins árs.
HANNES Þ. Sigurðsson og fé-
lagar hans í norska liðinu Viking
töpuðu, 1:0, í æfingaleik fyrir
enska liðinu Wygombe í London í
gær. Hannes var í byrjunarliði
Viking en var skipt út af eftir
klukkutíma leik.
IGOR Biscan, leikmaður Liver-
pool, er orðaður við þýska liðið
HSV, en samningur Króatans við
Liverpool rennur út í sumar.
TEDDY Sheringham, framherji
West Ham, segir að Blackburn
hafi reynt að kaupa sig í janúar en
West Ham hafi neitað tilboði fé-
lagsins. Sheringham, sem er 38
ára gamall, er enn í fullu fjöri og
hefur gert 14 mörk fyrir Hamrana
í vetur.
LÖGREGLAN í Sviss handtók í
gær Marc Roger, fyrrverandi for-
seta Servette, fyrir meint fjársvik.
Servette var lýst gjaldþrota ekki
alls fyrir löngu og er talið að Rog-
er, sem var umboðsmaður knatt-
spyrnumanna áður en hann gerðist
forseti félagins fyrir rúmu ári, hafi
svikið talsvert fé út úr félaginu.
OLEK Blokhin sagði af sér starfi
landsliðsþjálfara Úkraínu í knatt-
spyrnu í gær. Hann var neyddur
til afsagnar en það þótti ekki við
hæfi að hann væri landsliðsþjálfari
samhliða því að vera þingmaður.
Blokhin er þingmaður stjórnar-
andstöðunnar sem tapaði
forsetakosningunum í lok síðasta
árs. Blokhin náði fínum árangri
með landsliðið á þeim skamma
tíma sem hann hefur sinnt því.
Úkraínumenn eru efstir í 2. riðli
með 14 stig eftir 6 leiki og mæta
þeir Dönum á heimavelli í und-
ankeppni HM eftir hálfan mánuð.
RAÚL hefur boðist til þess að
yfirgefa Real Madrid ef það er tal-
in geta verið lausn á vanda félags-
ins sem ekki hefur náð sér á strik
á þessari leiktíð. Raúl hefur ekki
verið nema skugginn af sjálfum sér
á leiktíðinni vegna ítrekaðra
meiðsla. Hann hefur aldrei leikið
með öðru félagi, er fyrirliði Real
Madrid og dýrlingur í borginni.
Ósennilegt er talið að boðinu verði
tekið, þótt ekki væri nema vegna
þess að stuðningsmenn Real Madr-
id myndu aldrei samþykkja slíkt.
ROBERT Pires, miðjumaður úr
Arsenal, hlaut ekki náð fyrir aug-
um Raymond Domenech, lands-
liðsþjálfara Frakka, þegar hann
valdi hóp sinn fyrir leikinn á móti
Svisslendingum í undankeppni
HM. Pires hefur ekki verið valinn
eftir að hann gagnrýndi vinnu-
brögð þjálfarans seint á síðasta
ári.
IAIN Dowie, knattspyrnustjóri
Crystal Palace, hefur neitað að
ræða orðróm þess efnis að hann
taki við knattspyrnustjórn hjá
Manchester City í vor. Dowie seg-
ist hafa öðrum hnöppum að hneppa
um þessar mundir en velta orð-
rómi af þessu tagi fyrir sér.
ÞÝSKA meistaraliðið Werder
Bremen hefur gert samning við
Mohamed Zidan, framherja frá
Egyptalandi. Leikmaðurinn hefur
verið í láni frá danska liðinu Midt-
jylland frá því í janúar en nú hafa
forráðamenn þýska liðsins náð
samningum um kaup á honum og
hefur hann skrifað undir samning
til ársins 2008.
Það hefur sjaldan verið svonamikil spenna í úrslitakeppni hjá
konunum og ég met stöðuna þannig
að öll fjögur liðin eigi
möguleika á að fara
alla leið. Þannig hef-
ur þetta ekki verið
mörg undanfarin ár
og ég á því von á mjög spennandi og
skemmtilegri keppni allt til loka. Ef
ÍS og Grindavík ná að hægja á leikn-
um og stjórna hraðanum þá eiga lið-
in góða möguleika á að komst í úrslit.
Hraðinn er hins vegar vopn Kefla-
víkur og Hauka og ef leikirnir spilast
þannig þá sé ég fyrir mér að Keflavík
og Hauka í úrslitum,“ segir Ívar,
sem er uppalinn Haukamaður, þjálf-
aði ÍS í nokkur ár og er núverandi
landsliðsþjálfari með Henning
Henningsson, þjálfara Grindavíkur,
sér til aðstoðar.
Keflavík á titil að verja en tvö und-
anfarin ár hafa Keflvíkingar farið
með sigur af hólmi á Íslandsmótinu
og reyndar hafa Keflavík og KR
skipt titlinum á milli sín allar götur
frá árinu 1998 eða frá því Grindavík
hampaði titlinum árið 1997.
Ef ÍS ætlar að eiga möguleika
verður Alda Leif að spila vel
Um viðureign Íslandsmeistara
Keflavíkur og ÍS segir Ívar; ,,Mér
sýnist allt stefna í hörkuleiki milli
þessara liða og sigurinn í þessu ein-
vígi getur í raun endað hvorum meg-
in sem er. Keflavíkurliðið virðist
vera á uppleið eftir að hafa dottið
töluvert niður við útlendingaskiptin.
Liðið skoraði yfir 100 stig í lokaum-
ferð deildarinnar og það segir mér
að sóknin er að koma upp en veik-
leiki liðsins hefur að mínu mati verið
varnarleikurinn. Keflavík vantar
sterkari leikmenn inn í teig og liðið
gæti átt í vandræðum með ÍS svo
framarlega sem ÍS-liðið spilar upp á
Signýju inni í teig. Lið Keflavíkur er
ekki næstum því eins sterkt og það
var fyrr í vetur þegar það hafði
Resheu Bristol og það er mun lakara
en á síðustu leiktíð. ÍS-liðið hefur á
að skipa mjög góðu byrjunarliði,
sterkara að mínu mati en Keflavík.
ÍS hefur góða leikmenn í öllum stöð-
um en á móti kemur að liðið hefur
ekki náð að sýna sitt besta í síðari
hluta mótsins og þeirra lykilmaður,
Alda Leif Jónsdóttir, hefur leikið
undir getu. Ef ÍS ætlar sér að hafa
betur í þessari rimmu þá verður
Alda Leif að spila mjög vel. Miðað
við síðustu leiki liðanna þá held ég að
Keflavík hafi betur, 2:1, en það má
ekki mikið útaf bera svo ÍS standi
uppi sem sigurvegari,“ segir Ívar.
Haukar á uppleið
í allan vetur
Haukar og Grindavík öttu kappi í
úrslitaleik bikarkeppninnar þar sem
Haukar fögnuðu sigri í æsispennandi
leik og skömmu síðar steinlágu
Grindvíkingar á heimavelli fyrir
Haukunum, 77:57. Um viðureign lið-
anna í undanúrslitunum segir Ívar;
,,Ég held að þarna ráðist allt í fyrsta
leiknum. Hið unga lið Hauka hefur
verið á mikilli uppleið í allan vetur og
stemmningin er með þeim. Ef Hauk-
um tekst að vinna fyrsta leikinn í
Grindavík þá vinna þeir þetta ein-
vígi, 2:0, en ef ekki þá fer Grindavík
með sigur úr býtum. Það býr mikil
reynsla í Grindavíkurliðinu en á móti
kemur að Erla Þorsteinsdóttir hefur
verið meidd í allan vetur og ef hún
verður á annarri löppinni í úrslita-
keppninni þá verður þetta mjög erf-
itt fyrir Grindavík. Ef hún hins vegar
nær að harka af sér og spila af krafti
þá tekur Grindavík þetta einvígi því
Haukar eiga ekki leikmenn til að
verjast henni í teignum. Mér líst vel
á nýja bandaríska leikmanninn í her-
búðum Grindavíkur og auðvitað
kemur til með að mæða mikið á hon-
um. Það er rosalega erfitt að spá fyr-
ir um þessa viðureign en ég hallast
nú frekar að því að Grindvík hafi bet-
ur, 2:1.
Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfari spáir í spilin í úrslitakeppni kvenna
Mikil spenna framundan
ÍVAR Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, reiknar
með mjög spennandi viðureignum í undanúrslitum 1. deildar
kvenna í körfuknattleik sem hefjast í kvöld. Þá mætast annars veg-
ar Keflavík og ÍS og hins vegar Grindavík og Haukar.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Fyrstu mínúturnar sást að Kefl-víkingar ætluðu sér að taka
varnarleikinn alvarlega. Þeir lögðu
mikla áherslu á að
halda aftur af Jeffrey
Boschee, sem lék þá
grátt síðast og nú
hélt Sverrir Sverris-
son sig þétt upp við hann en reglu-
lega var skipst á í gæslunni. Það var
því fátt um stig Grindvíkinga í byrjun
en Nick Bradford lét til sín taka með
13 af 19 fyrstu stigum Keflavíkur,
sem náði 23:13 forystu undir lok
fyrsta leikhluta. Þá slógu þeir aðeins
af og Grindvíkingar, sem biðu þol-
inmóðir, jöfnuðu 23:23 áður en fyrsti
leikhluti var úti. Í öðrum leikhluta
byrjuðu Keflvíkingar aftur af krafti
svo að gestirnir biðu tæpar þrjár
mínútur eftir fyrstu stigum sínum en
tóku síðan við sér. Hittnin brást þeim
hins vegar svo að þeir náðu ekki að
jafna aftur en þar spilaði mest inn í
að Keflvíkingar vörðust vel en þó
munaði aðeins 7 stigum á liðunum,
44:37 Keflavík í vil.
Grindvíkingar reyndu svæðisvörn
í þriðja leikhluta en það skilaði litlu
og Keflavík náði mest 12 stiga for-
skoti. Um miðjan þriðja leikhluta fór
síðan varnarleikur Keflvíkinga að
taka sinn toll þegar Sverrir, Nick
Bradford, Magnús Gunnarsson og
Jón Nordal fengu sína 3. villu og sett-
ust á bekkinn. Grindavík gekk á lagið
og í lok þriðja leikhluta munaði að-
eins fjórum stigum, 60:56 fyrir Kefla-
vík. Þegar svo munurinn fór niður í
62:60, auk þess að Grindvíkingar
fengu tvær sóknir til að jafna, voru
Nick og Jón settir inn á aftur. Það
skilaði sér því þeir félagar skoruðu
saman næstu 12 stig Keflavíkur og
staðan 76:69 þegar um mínúta var
eftir. Svo virtist sem Keflvíkingar
væru með pálmann í höndunum en
þeir gættu sín ekki þegar Grindvík-
ingar söxuðu forskotið niður í 3 stig
auk þess að þriggja stiga skot Jeffr-
eys rataði ekki í körfuna. Á þessum
tíma fékk Elentínus Margeirsson
fjögur tækifæri til að gera út um leik-
inn af vítalínunni en brást bogalistin.
Hún brást hins vegar Magnúsi Gunn-
arssyni ekki, sem skoraði úr tveimur
vítaskotum þegar nokkrar sekúndur
voru eftir og kom Keflavík í 80:75
sem slökkti vonir Grindvíkinga.
Nick var atkvæðamikill hjá Kefla-
vík, gerði laglegar körfur, gaf 6 stoð-
sendingar og tók meðal annars 16
fráköst. Anthony Glover gerði 19
stig, tók 10 fráköst og varði 3 skot en
átti samt stundum í vandræðum í
baráttunni undir körfunni. Jón Nor-
dal tók 7 fráköst og barðist vel en
minna fór fyrir öðrum þó allir legðu
sitt rækilega af mörkum í vörninni.
Það segir hins vegar sitt að liðið skor-
ar úr tveimur af 16 þriggja stiga
skotum sínum.
Hjá Grindavík var Darrel Lewis
bestur, gerði meðal annars 22 stig og
þó Jeffrey gerði 20 stig var ekki hægt
að búast við miklu meiru því hans var
vandlega gætt, sem aftur skilaði
mörgum villum á mótherja hans.
Terrel Taylor skilaði sínum og tók
meðal annars 14 fráköst.
Keflavík
skrefinu
á undan
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Nick Bradford átti mjög góðan leik fyrir Keflvíkinga í gær og
hér er hann að skora tvö af 29 stigum sínum án þess að Páll
Axel Vilbergsson komi vörnum við.
ÖFLUG vörn á ögurstundu gerði gæfumuninn þegar Keflvíkingar
lögðu Grindavík að velli í oddaleik um að komast í undanúrslit úr-
valsdeildarinnar í gærkvöldi, því með henni tókst þeim að vera allt-
af skrefinu á undan gestunum og knýja fram 80:75 sigur í lokin. Ís-
landsmeistararnir mæta því ÍR í undanúrslitum en Grindvíkingar,
sem sluppu með herkjum í úrslitakeppni, eru úr leik en geta þó orn-
að sér örlítið við að hafa náð oddaleik.
Stefán
Stefánsson
skrifar