Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 D FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Fjölnir – Skallagrímur 72:70 Íþróttahúsið í Grafarvogi, úrslitakeppni karla, Intersportdeildin, þriðji leikur í 8liða úrslitum, miðvikudagur 16. mars 2005. Gangur leiksins: 2:0, 2:6, 6:13, 10:19, 16:26, 24:26, 31;30, 31:37, 33:42, 37:44, 37:46, 49:46, 49:49, 56:53, 60:60, 68:65, 68:69, 72:69, 72:70. Stig Fjölnis: Jeb Ivey 21, William Coley 21, Pálmar Ragnarsson 9, Nemanja Sovic 8, Guðni Valentínusson 8, Magnús Pálsson 3, Helgi Þorláksson 2. Fráköst: 21 í vörn, 14 í sókn. Stig Skallagríms: Clifton Cook 23, George Byrd 23, Jovan Zdravevski 11, Ragnar Steinsson 6, Pálmi Sævarsson 4, Hafþór Gunnarsson 3. Fráköst: 27 í vörn, 19 í sókn. Villur: Fjölnir 20 – Skallagrímur 17. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Erlingur Snær Erlingsson. Komust að mestu stór- slysalaust frá erfiðum leik. Áhorfendur: Um 800  Fjölnir vann 2:1. Keflavík – Grindavík 80:75 Íþróttahúsið í Keflavík: Gangur leiksins: 4:0, 10:3, 14:6, 19:10, 23:15, 23:23, 31:23, 32:26, 38:30, 44:37, 51:41, 55:48, 58:51, 60:56, 62:60, 64:60, 68:60, 70:65, 72:67, 80:75. Stig Keflavíkur: Nick Bradford 29, Anth- ony Glover 19, Jón N. Hafsteinsson 12, Magnús Gunnarsson 9, Arnar Jónsson 5, Elentínus Margeirsson 2, Davíð Þ. Jónsson 2, Sverrir Sverrisson 2. Fráköst: Sókn 16, vörn 32. Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 22, Jeff Boshee 20, Terrel Taylor 15, Páll Axel Vil- bergsson 13, Helgi Jónas Guðfinnsson 5 Fráköst: Sókn 13, vörn 29. Villur: Keflavík 24 , Grindavík 20 Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Rögn- valdur Hreiðarsson. Stóðu sig vel í miklum spennuleik. Áhorfendur: Um 700 manns.  Keflavík vann 2:1. Snæfell – KR 116:105 Stykkishólmur: Gangur leiksins: 2:2, 9:13, 18:19, 27:29, 30:31, 40:44, 46:44, 49:50, 51:55, 62:59, 67:65, 71:73, 83:79, 88:83, 96:88, 105:195, 116:105. Stig Snæfells: Mike Ames 35, Sigurður Þorvaldsson 22, Ingvaldur Magni Haf- steinsson 20, Pálmi Sigurgeirsson 12, Hlynur Bæringsson 11, Calvin Clemmons 10, Helgi Reynir Guðmundsson 4. Fráköst: 24 í vörn – 8 í sókn. Stig KR: Aaron Harper 35, Cameron Ech- ols 29, Lárus Jónsson 12, Ólafur Már Æg- isson 11, Jón Ólafur Jónsson 9, Hjalti Kristinsson 6, Niels Dungal 3. Fráköst: 22 í vörn – 10 í sókn. Villur: Snæfell 17 – KR 25. Dómarar: Einar Skarphéðinsson og Sig- mundur Már Herbertsson. Áhorfendur: Um 400, troðfullt hús.  Snæfell vann 2:1. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Cleveland – Utah...................................92:73 Philadelphia – LA Lakers ..................108:91 Miami – New York ................................98:96 Seattle – Chicago...................................99:93 Minnesota – Dallas..............................100:91 Sacramento – Orlando ........................105:94 HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Magdeburg – Düsseldorf......................35:27 Göppingen – Gummersbach.................30:25 Grosswallstad – Flensburg ..................27:25 Hamburg – GWD Minden ....................30:30 Pfullingen – Lemgo...............................24:32 Wetzlar – Tusem Essen........................30.37 Staðan: Kiel 24 20 2 2 761:649 42 Flensburg 24 19 2 3 732:606 40 Magdeburg 23 18 0 5 763:668 36 Hamburg 24 15 2 7 677:633 32 Nordhorn 24 15 1 8 707:665 31 Essen 24 14 3 7 672:632 31 Lemgo 24 15 0 9 728:639 30 Gummersb. 24 13 1 10 689:639 27 Wallau 24 12 3 9 692:696 27 Göppingen 24 12 2 10 678:663 26 Wetzlar 24 9 1 14 669:725 19 Wilhelmshav. 24 9 1 14 644:709 19 Lübbecke 24 8 2 14 711:734 18 Großwallst. 25 8 1 16 653:704 17 Pfullingen 24 5 1 18 613:706 11 Minden 24 3 4 17 646:733 10 Düsseldorf 24 4 2 18 606:699 10 Schwerin 24 3 0 21 609:750 6 KNATTSPYRNA England Liverpool – Blackburn.............................0:0 37.763. Charlton – Tottenham .................................. J. Thomas 4., D. Murphy 85. - 26.870. Staða efstu liða: Chelsea 29 23 5 1 54:9 74 Man. Utd 29 18 9 2 47:17 63 Arsenal 29 18 7 4 67:32 61 Everton 29 15 6 8 34:30 51 Liverpool 29 13 5 11 41:30 44 Bolton 29 12 7 10 37:34 43 Charlton 29 12 7 10 34:38 43 Middlesbro 29 11 9 9 43:39 42 Tottenham 29 11 6 12 35:33 39 Aston Villa 29 10 8 11 34:37 38 Newcastle 28 9 10 9 40:44 37 Man. City 29 9 9 11 34:32 36 1. deild Derby – QPR .............................................0:0 Nottingham Forest - Leeds .....................0:0 UEFA-bikarinn 16-liða úrslit, seinni leikir: Alkmaar - Shakhtar Donetsk..................2:1 Barry van Gale 9., M. Meerdink 65. - B. El- ano 66. – 8.293.  Alkmaar vann samtals 5:2. Newcastle – Olympiakos .........................4:0 Kieron Dyer 18., Alan Shearer 45., 69., Lee Bowyer 54. – 32.162.  Newcastle vann samtals 7:1. 16-liða úrslit, fyrri leikur: Steaua Búkarest – Villarreal ................. 0:0 Ítalía Bikarkeppnin, 8 liða úrslit, seinni leikir: Fiorentina – Roma................................... 1:0 Matteo Ferrari 11.  Liðin skildu jöfn samtals 1:1. Roma sigr- aði í vítakeppni, 7:6. Udinese – AC Milan..................................4:1 V. Iaqvinta 21., S. Mauri 61., 89., D. Mic- hele 81. – vítasp. – J.D. Tomasson 77.  Udinese vann samtals 6:4. Belgía Standard Liege – La Louviere ................1:0 Bikarkeppnin: Gent – Lokeren..........................................0:1 Lierse – Charleroi .....................................2:0  Sigurliðin eru komin í undanúrslit. Holland Den Haag – Heereveen ............................0:2 Frakkland St Etienne – Ajaccio..................................3:1 Strasbourg – Mónakó .............................. 0:0 Sochaux – Metz..........................................2:1 Spánn Atletico Bilbao – Getafe............................1:2 Skotland Inverness – Celtic .....................................0:2 BLAK Úrslitakeppni karla, annar leikur: HK – Stjarnan ...........................................3:1 (25:17, 27:25, 21:25, 25:15)  HK vann samtals 2:0 og varð Íslands- meistari. SKOTFIMI Digranesi: 60 skot liggjandi riffill: Arnfinnur Jónsson ...................................583 Eyjólfur Óskarsson..................................570 Carl J. Eiríksson ......................................570  Ól-lágmark er 587 stig. Arnfinnur var yf- irdómari, Eyjólfur mótsstjóri og Carl að- stoðardómari. Gróf skammbyssa: Hannes Tómasson....................................517 Karl Kristinsson.......................................510 Carl J. Eiríksson ......................................507 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni 1. deild kvenna, undanúr- slit, fyrstu leikir: Grindavík: UMFG - Haukar.................19.15 Keflavík: Keflavík - ÍS ..........................19.15 Í KVÖLD „VIÐ ætlum okkur að komast í úrslitin í Ungverja- landi í sumar,“ sagði Viggó Sigurðsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, þegar hann tilkynnti landsliðshópinn skipaðan leikmönnum 20 ára og yngri sem keppir við Austurríki, Holland og Úkra- ínu hér heima um páskana. Eitt lið kemst í úr- slitakeppnina. Markverðir liðsins eru Björgvin Gústavsson, HK, Davíð Svansson, Aftureldingu, og Pálmi Pét- ursson, Val. Aðrir leikmenn: Andri Stefan, Hauk- um, Arnór Atlason, Magdeburg, Árni Björn Þór- arinsson, Víkingi, Árni Þór Sigtryggsson, Þór, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukum, Daníel Berg Grétarsson, Gróttu/KR, Einar Ingi Hrafnsson, Aft- ureldingu, Ernir Hrafn Arnarsson, Aftureldingu, Hrafn Ingason, Aftureldingu, Ívar Grétarsson, Sel- fossi, Jóhann Gunnar Einarsson, Fram, Kári Krist- jánsson, ÍBV, Magnús Stefánsson, KA, Ragnar Hjaltested, Víkingi, og Ragnar Njálsson, KA. Viggó velur 20 ára landsliðið HERMANN Hreiðarsson og félagar hans í liði Charlton tylltu sér við hlið Bolton í 6.–7. sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld þegar þeir báru sigurorð af grönn- um sínum í Tottenham, 2:0. Jerome Thomas, fyrrum liðs- maður Arsenal, skoraði fyrra markið strax á 4. mínútu með þrumufleyg og gamli Liverpool-leikmaðurinn Danny Murphy innsiglaði sigur Charlton með marki beint úr auka- spyrnu á 85. mínútu eftir að brotið hafði verið á Hermanni rétt utan teigsins. Hermann lék að vanda allan leikinn í liði Charlton og stóð svo sannarlega fyrir sínu. Charlton er því komið í bullandi baráttu um Evrópusæti. Liverpool varð að sætta sig við markalaust jafntefli Blackburn á heimavelli sínum, Anfield, og missti þar af tækifæri til að saxa á forskot granna sinna í Everton sem er sjö stigum á undan í fjórða sætinu. Liverpool náði sér ekki á strik gegn vel skipulögðu liði Blackburn og þá var Brad Friedel öryggið uppmálað í marki gestanna sem kræktu í mikilvægt stig en lærisveinar Mark Hughes eru í 14. sæt- inu. Charlton í baráttu um Evrópusæti „ÞETTA var leikur sem gat farið á alla vegu. Ég var alls ekki öruggur um sigur fyrr en flautað var til leiksloka,“ sagði Bárður Eyþórsson þjálfari Snæfells eftir sigurleikinn gegn KR. „Ég tel að Mike Ames hafi ekki leikið betur fyrir okkur í vetur og hann nýtti skotin sín afar vel. Og að auki voru Ingvaldur Magni Hafsteinsson og Sigurður Þorvaldsson frábærir.“ Bárður sagði að það hefði ekki verið óvenjulegt að halda Calvin Clemm- ons miðherja liðsins utan við liðið í fjórða leikhluta eins og hann lagði sig. „Ég ræð og hann má alveg vera svekktur. Við vorum að leika vel á þessum tíma í leiknum og ef svo er þá er mér alveg sama hverjir eru inná vellinum. Við lékum svæðisvörn um tíma og skiptum síðan um vörn þegar þeir settu skytturnar sínar inná. Þetta gekk upp hjá okkur en það hlýtur að hafa verið gaman að horfa á leik- inn þar sem hittni leikmanna var með ólíkindum.“ Snæfellsliðið mæt- ir Fjölni í undanúrslitum og verður þar með heimaleikjaréttinn en Bárður telur að næstu rimmur verði erfiðar. „Við lékum til úrslita í fyrsta sinn í sögu félagsins í fyrra og töpuðum þar gegn Keflavík. En ég tel að deildin sé mun sterkari í ár en í fyrra. Það verður því erfitt að komast enn lengra en við erum reynslunni ríkari og það er ekki góð tilfinning að fara í gegnum sumar með tap í úrslitum á bakinu. Því fengum við að kynnast í fyrra og vonandi erum við reynslunni ríkari.“ Bárður hrósaði leikmönn- um sínum og taldi að þeir sjö leik- menn sem komu við sögu hefðu skila sínu og vel það. „Við vitum oftast ekki hvaðan við fáum stigin í okkar liði. Að þessu sinni var það Ames sem var þar fremstur í flokki og á meðan voru aðrir leikmenn að gera aðra hluti vel sem skiptir einnig miklu máli fyrir liðið. Vörn og fráköst. Ingvaldur Magni lék líka gríðarlega vel og gaman að sjá hann í ham gegn sínu gamla liði,“ sagði Bárður Eyþórsson. Stoltur af strákunum „Ég er ekki sammála því að svæðisvörnin hafi gert út um leik- inn hjá okkur,“ sagði Herbert Arn- arson, þjálfari KR. Hann var að sjálfsögðu ósáttur við úrslitin. „Við getum lagt dæmið upp með þeim hætti að við höfum hent tækifærinu frá okkur á heimavelli fyrir framan okkar stuðningsmenn. Það er leik- ur sem við munum hugsa lengi um, enda þarf lið sem ætlar sér eitthvað í úrslitakeppninni að ljúka við slík verkefni þegar tækifærin gefast. En ég er hinsvegar ánægður með strákana í þessum leik. Þeir lögðu sig fram og voru klárir í slaginn eftir tapið á heimavelli og ég var stoltur af þeim. Það sem gerði út- slagið var slök vörn okkar í lok leiksins,“ sagði Herbert. Gat farið á alla vegu Svæðisvörn Snæfells í upphafifjórða leikhluta gerði út um sóknarleik KR þar sem Aaron Harp- er og Cameron Ech- ols höfðu farið á kostum og dregið vagninn. Leiktíðinni er lokið hjá KR sem hefðu hæglega getað lagt Snæfell að velli í oddaleiknum en á lokakaflan- um dró í sundur með liðunm og má segja að breiddin hafi einfaldlega verið meiri hjá Snæfelli, auk þess sem Mike Ames lék sinn besta leik á tímabilinu og skoraði alls 35 stig í liði Snæfells, en að auki voru Sigurður Þorvaldsson og Ingvaldur Magni Hafsteinsson frábærir. KR-ingar mættu til leiks án fyr- irliða síns, Steinars Kaldals, sem meiddist alvarlega í öðrum leik lið- ana. Virtist sem KR-ingar hefðu þjappað sér vel saman vegna atviks- ins og fóru Bandaríkjamennirnir í liðinu á kostum í upphafi leiks. Það var nánast sama hvað þeir Aaron Harper og Cameron Echols reyndu en skot þeirra virtust ávallt rata rétta leið. Þeir félagar skoruðu sam- an 27 stig af alls 29 stigum liðsins í fyrsta leikhluta. En gríðarlegur hraði einkenndi leikinn, þar sem KR- ingar nýttu sér hraðar sóknir hvað eftir annað. Nokkuð sem Bárður Ey- þórsson þjálfari Snæfells ætlaði sér að reyna að koma í veg fyrir. Echols var gríðarlega öflugur í teignum og skoraði alls 22 stig í fyrri hálfleik og Harper var með 17 stig. Mike Ames og Calvin Clemmons, Bandaríkjamennirnir í liði Snæfells byrjuðu einnig vel, Clemmons er mikill að burðum og lætur til sín taka í vítateignum en Ames er skytta og skoraði 14 stig í fyrri hálfleik. En Ames átti eftir að láta mikið að sér kveða í leiknum Hittnin í fyrri hálfleik var með ólíkindum góð hjá báðum liðum og var eins og leikmenn beggja liða væru mættir til þess að skemmta áhorfendum í mikilvægasta leik tímabilsins. Sóknarleikur Snæfells gekk ekki eins vel og hjá KR-ingum þrátt fyrir að munurinn væri aldrei mikill á lið- unum. Ingvaldur Magni Hafsteins- son, fyrrum KR-ingur, átti fína skorpu eftir að hann kom inná og skoraði hann 9 stig á stuttum tíma. Sigurður Þorvaldsson var einnig öfl- ugur en lítið fór fyrir Hlyni Bærings- syni og Pálma Frey Sigurgeirssyni. Snæfellsliðinu gekk illa að skora eftir að Mike Ames fór útaf og Ech- ols skoraði 6 stig í röð og Ólafur Æg- isson bætti við þriggja stiga körfu og var staðan þá 44:40 KR í vil. Bárður tók þá leikhlé og heima- menn jöfnuðu í 44:44, þar sem Clemmons og Hlynur voru sterkir undir körfunni. Í upphafi síðari hálfleiks fór að hægja á Echols í sóknarleiknum en það skipti ekki máli þar sem Harper fór á kostum í þriðja leikhluta og skoraði alls xx stig. Snæfell brá á það ráð að hefja fjórða leikhluta á svæð- isvörn sem virtist ná að hemja Harp- er enda hafði hann haldið KR-liðinu á floti í síðari hálfleik. Clemmons fór á bekkinn í liði Snæfells og kom ekkert við sögu í þeim leikhluta. Djörf ákvörðun hjá Bárði sem tókst en Clemmons var langt frá því að vera ánægður er hann stóð við enda varamanna- bekksins og beið eftir því að fá kallið frá Bárði. Ingvaldur Magni og Sigurður Þor- valdsson sáu um skora að mestu í fjórða leikhluta og Ames hélt sínu striki. Snæfell náði 8 stiga forskoti, 96:88, og eftir það var á brattann að sækja hjá KR. Það vakti athygli að Herbert Arn- arson þjálfari KR lét Ólaf Ægisson, skyttu liðsins, vera utan vallar að mestu þegar mest á reyndi gegn svæðisvörninni. Öll áhersla var lögð á að töðva Harper og gekk herbragð Snæfells fullkomlega upp. Lokakafli leiksins fór að mestu fram á vítalín- unni þar sem leikmenn Snæfells skoruðu grimmt eftir að KR-ingar höfðu brotið á þeim. Lið Snæfells lék vel þegar mest á reyndi og þríeykið Ames, Sigurður og Ingvaldur Magni fór fyrir sínu liði. Það bar ekki eins mikið á Hlyni Bæringssyni að þessu sinni en hann lagði sitt af mörkum eins og alltaf. Pálmi Sigurgeirsson stjórnaði leikn- um með ágætum. Það fór oft lítið fyr- ir því að leikmenn beggja liða væru að leita að besta skotfærinu, en loka- tölurnar bera þess merki að sókn- irnar voru stuttar – en hnitmiðaðar. KR-ingar naga sig eflaust í hand- arbökin eftir að hafa fallið úr keppni í átta liða úrslitum en liðið var með pálmann í höndunum á heimavelli á sunnudaginn í öðrum leiknum eftir að hafa sigrað naumlega í fyrsta leiknum í Stykkishólmi. Harper og Echols eru frábærir leikmenn sem skila sínu og Lárus Jónsson var einnig öflugur. Það vantaði herslu- muninn hjá KR þegar mest á reyndi í vörn sem sókn og á lokakaflanum fengu Snæfellingar að vaða í gegnum vörn liðsins með einföldum hætti. Mike Ames sá um KR ODDALEIKUR Snæfells og KR í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla, Intersportdeildarinnar, var sigur fyrir sóknarleikinn enda var skorið hátt. Snæfell hafði tapað fyrsta leiknum á heimavelli gegn KR og voru þeir staðráðnir í að halda áfram eftir sigurleikinn í Reykjavík, og það gekk upp. Snæfell skoraði 116 stig gegn 105 stigum KR og mætir Snæfell liði Fjölnis í undanúrslitum. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar „ÉG vand bærl í vet son, sæti „Þ en vi síðan Þa men þess ur át trek að só köflu vegn lögu að fá leik inna nýlið Þa fór o hann fyrir vildi fynd því v hefu hver fínan við g ari e við s sáttu E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.